Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 5 „Sæmundur á selnum", bréfapressa úr silfri og fjörusteini eftir Einar Esrason. Hálsmen úr silfri med íslenskum steini, smíðað af Jens Guð- jónssyni. Mitterrand sæmdur stórkrossi FORSETI íslands sæmdi í gær Francois Mitterrand forseta Frakk- lands stórkrossi Hinnar íslensku fálkaorðu með keðju. Þá færði forseti íslands Frakk- landsforseta að gjöf „Sæmund á selnum" bréfapressu úr silfri og fjörusteini sem Einar Esrason gullsmiður hefur smíðað. Frú Mitterrand færði forseti hálsmen úr silfri með íslenskum steini smíðað af Jens Guðjónssyni gullsmið. (Krétíatilkynning.) Afmælismóttaka Hanniba ils í dag HANNIBAL Valdemarsson, fyrr- verandi ráðherra, varð áttræður hinn 13. janúar sl. Hann gat þá ekki tekið á móti gestum vegna sjúkleika. o í dag kl. 17—19 mun Hannibal Valdemarsson taka á móti gest- um í Átthagasal Hótel Sögu í til- efni áttræðisafmælisins. Flóamarkaður FEF um helgina FÉLAG einstæðra foreldra heldur flóa- markað í húsi sinu, Skeljanesi 6, á laugardag og sunnudag 16. og 17. aprfl frá kl. 2—5 báða dagana. í fréttatilkynningu frá FEF segir að á boðstólum verði nánst allt milli himins og jarðar, tízkufatnaður frá ýmsum tímum, nýr og notaður, barnaföt, gott úrval herrajakka og loðfelda, sem sé eftirsóttur varning- ur. Ennfremur er sérstök „hús- gagnadeild" þar sem eru barnarúm, svefnbekkir, kommóður, hillusam- stæður o.fl., o.fl. Nefna megi einnig leikföng, bækur og garn af öllu tagi og allt verði þetta selt á spottprls. Tekið er fram, að leið 5 hefur enda- stöð við Skeljanes 6. Jakob Magnússon: Ný kvikmynd tekin í sumar — hefur nýlega lokið við gerð myndar í Ameríku JAKOB Magnússon hefur að undaníornu ferðast um landið til að velja staði og fólk fyrir nýja íslenska kvikmynd, sem hann hyggst hefja töku á næsta sumar. Myndin hefur hlotið vinnuheitið „Öskudag- ur“ og mun Jakob leikstýra myndinni jafnframt því sem hann er framleiðandi hennar. Þessi nýja kvikmynd verð- ur tekin hér á landi og að mestu með íslenskum leik- urum, en auk þess munu bandarískir leikarar koma lítillega við sögu. Segja má að skammt sé stórra högga á milli hjá Jakobi í kvik- myndagerð um þessar mundir því nýlega lauk töku á mynd sem hann hefur unnið að í Kaliforníu í sam- vinnu við bandaríska aðila. Ber myndin heitið „Nickel Mountain" og er Jakob framleiðandi myndarinnar, en leikarar eru flestir bandarískir og einnig leik- stjórinn, Drew Denbaum. Nokkrir íslendingar hafa * þeirri mynd. Að sögn starfað við gerð þessarar Jakobs verður „Nickel myndar og eru flestir þeirra Mountain" frumsýnd nú úr hópi kvikmyndatökufólks haustinu. Jakob Magnússon sem starfaði við töku Stuð- mannamyndarinnar „Með allt á hreinu" sl. sumar, og kvikmyndatökumaðurinn er David Bridges, sem stjórn- aði kvikmyndatökuvélunum Martin Isaksson, sendiherra Finn- lands. Fyrirlestur um Alandseyjar MARTIN Isaksson, sendiherra Finna á íslandi, flytur opinberan fyrirlestur í boði beimspekideildar Háskóla fs- lands, flmmtudaginn 14. aprfl, í dag, kl. 17.15 í stofu 422 í ÁrnagarAi. Fyrirlesturinn nefnist „Álands- eyjar frá 1800 til vorra daga“ og fjallar um stjórnmála- og hernað- arsögu Álandseyja. Sú saga mun fáum kunn hér á landi, þótt stórveldi Evrópu hafi oftsinnis tekist á um eyjarnar. Einnig verður gerð grein fyrir heimastjórn Álandseyinga. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku. Martin Isaksson sendiherra er borinn og barnfæddur á Álandseyj- um. Hann lauk laganámi við Hels- inki-háskóla 1947, var borgarritari í Mariehamn, höfuðstað Álandseyja, 1952—1954, lögfræðingur og síðar bankastjóri Álandseyjabanka 1954—1967, forsætisráðherra eyj- anna 1967—1972 og landstjóri 1972—1982. Á síðasta ári var hann skipaður ambassador Finna á ís- landi. Martin Isaksson hefur skrifað rit um sögu Álandseyja á 19. öld og nefnist það Kring Bomarsund. Öllum er heimill aðgangur að fyrirlestrinum. (Frétt frá Háskéla falands.) Nú fer hver aö veröa síöastur aö sjá skemmtun ársjns. Það er mál mánna aö rokkhátíðin í Broadway sé einhver besta skemmtun í þessum anda sem haldin hefur veriö hérlendis. Við höfum nú ákveöiö aö halda rokkhátíöina enn einu sirmi næstkomandi föstudagskvöld í Broadway ki. 20.00.___________________________ Um 2ja tíma stanslaust stuö með: Harald G. Haralds, Guöbergi Auöunssyni, Þorsteini Eggertssyni, Astrid Jenssen, Berta Möller, Önnu Vilhjálms, Mjöll Hólm, Sigurdór Sigurdórssyni, Garöari Guömundssyni, Stefáni Jónssyni, Einari Júlíussyni, Siguröi Johnny og Ómari Ragnarssyni. Hver man ekki eftir þessum kempum? Stórhljómsveit Björgvins Halldórsson- ar leikur rokktónlist Hljómsveitina skipa: Björn Thoroddsen, Hjörtur Howser, Rafn Jóns son, Pétur Hjaltested, Haraldur Þorsteinsson, Rúnar Georgsson og Þorleifur Gíslason. SÆMI OG DIDDA ROKKA. SYRPUSTJÓRARNIR ÞORGEIR ÁSTVALDSSON OG PÁLL ÞORSTEINSSON KYNNA. GÍSLI SVEINN DUSTAR RYKIÐ AF GÖMLU ROKKPLÖTUNUM. Matseðill Rjóma/öguð rósinkálsúpa Innbakaðir sjávarréttir i smjördeigi Verð 300. aðgangseyrir 150. Borðhald hefst kl. 20. Pantid miða tímanlega. Aögangseyrir kr. 150. Miöasala er í Broadway í dag kl. 9—5.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.