Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 34
34
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
Samskipti Sephardim
og Ashkenazi eru
kannski mesta vanda-
mál Israels nú...
Begin forsætisrádherra ísraels.
. ...en ekki verðbólga eða úfnir Arabar
Eftir dvöl í ísrael í fyrra
mánuöi og samtöl við menn í
ýmsum atvinnugreinum á
mörgum stöðum og um ótal
málefni, er fýsilegt að reyna
að átta sig á pólitísku og
þjóðfélagslegu ástandi í land-
inu. í fljótu bragði hugar
gestur í ísrael — áhugasam-
ur um pólitík — kannski
einkum að samskiptavanda
ísraels og Araba. En hin
allra seinustu ár hefur
mynstrið orðið fjölþættara —
og ekki að öllu leyti geðslegt.
Sá vandi sem steðjar að ís-
rael nú er ekki bara verð-
bólga og Arabar. Enn við-
kvæmari og vandmeðfarnari
eru deilur með Sephardim og
Ashkenazi Gyðingum. Að
vísu reyndu menn að gera
ekki of mikið úr þeim og
sögðu, að málið væri oft og
einatt ýkt. Auðvitað er erfltt
fyrir útlending að dæma um
það. En þegar Gyðingar eru
sjálfír farnir að tala um „fé-
lagslegt djúp“ milli þessara
hópa, hlýtur eitthvað að vera
rotið í ríkinu.
Satt að segja hafði ég farið heil-
margar ferðir til ísraels, áður en
ég svo mikið sem leiddi hugann að
þessu „félagslega djúpi". Enda
þótt það hafi verið — og breikkað
síðustu ár — hefur því ekki verið
hampað framan í útlendinga. í
fyrstu för til ísraels fyrir röskum
sex árum, skal það einfaldlega við-
urkennt að ég hafði ekki hugmynd
um, að einhver munur gæti verið á
Sephardim og Ashkenazi. Ég hafði
ekki hugmynd um að sé Gyðingur
frá Marokko kominn eða frak, eða
öðru landi Asíu eða Norður-
Afríku er hann skör lægra í stig-
anum en Ashkenazi Gyðingur frá
Evrópu eða Bandaríkjunum. Ég
leit á ísrael þá sem spennandi og
heillandi land fortíðar, nútíðar og
framtíðar og í mínum huga var
þjóðin, sem hafði velkzt í diaspora
um aldir, þolað ofsóknir og kúgun
— sameinuð þjóð Gyðinga úr öll-
um heimshornum, sem áttu sér
þau markmið að lifa í því landi,
sem hún taldi að Guð hefði gefið
henni. Ásamt með að verja til-
verurétt sinn gagnvart úfnum
fjendum og byggja upp nútíma-
þjóðfélag sem á sér naumast
nokkra hliðstæðu. Að brestir
kynnu að vera í undirstöðunum
eða greinir með þegnunum vegna
ólíks uppruna rann ekki upp fyrir
mér fyrr en síðar. Víst hefur líka
verið lagt kapp á að halda þessari
ímynd út á við, svo að ég hef
sjálfsagt ekki verið ein um þetta.
í þessari grein og annari sem
mun birtast í laugardagsblaði
ætla ég að reyna að gera grein
fyrir þessum tvíþætta vanda, sem
ógnar Ísraelsríki — vaxandi ólga
Sephardim og Ashkenazi og í öðru
lagi afstaðan til Palestínumanna
og annarra Araba.
Sephardim Gyðingar kvarta
undan því og hafa orðið æ há-
værari að þeir séu beittir misrétti,
þeir hafi ekki sömu tækifæri til
náms og starfa og þeir búa oft og
einatt í sérstökum bæjum eða
borgarhverfum; þar voru þeir
settir niður við komuna til ísraels
á árunum upp úr 1950, þegar að-
flutningur Sephardim Gyðinga
hófst fyrir alvöru. Ýmsir eru
þeirrar skoðunar, að þetta félags-
lega óréttlæti sé meiri ógnun við
tilveru fsraels en fjandskapur all-
ra Arabaþjóða í þeirra garð sam-
anlagt: Israelsríki gæti hreinlega
molnað innan frá.
Fróðlegt er að koma með tðlur
til að skýra málið. Árið 1981 —
nýrri tölur hef ég ekki — hafði
Saphardim fjölskylda tuttugu pró-
sent lægri tekjur en Ashkenazi
fjölskylda. Árin á undan hafði
munurinn verið um fimmtán pró-
sent, svo að enginn bati varð í þvf
efni. Árið 1981 voru 6% fsraela
með tekjur sem teljast „undir lág-
markslágmarkstekjum" og áttu
þar Sephardim Gyðingar í hlut.
Fyrir Begin stjórnartíð höfðu 3
prósent búið við þessi kjör. Tíu
prósent af Sephardim börnum á
aldrinum 14—17 ára voru hvorki
við nám eða störf árin í kringum
1976, samanborið við 3,4 prósent
barna úr Ashkenazi fjölskyldum
og þetta hlutfall hefur ekki skán-
að. í háskólanámi voru 17,5%
Sephardim Gyðingar en 71,8
Ashkenazi, en þó voru Sephardim
á háskólaaldrinum 20—24 ár 55,9
prósent. Hlutfallið er nú 20 pró-
sent eða tæplega það.
Einn harla mikilvægur þáttur
er undirbúningsnám sem boðið er
upp á. Sephardim Gyðingar stað-
hæfa, að þeir skólar sem börn
þeirra eiga að sækja séu svo miklu
verr búnir kennslutækjum og
þangað veljist verri kennarar og
þetta dragi úr líkum Sephardim
unglinga til að komast í fram-
haldsnám og síðan inn í háskól-
ana.
Atvinnuleysi hefur ekki verið
áberandi vandamál í landinu, eða
um 5,2 prósent. Þessi tala gefur þó
ekki alls kostar rétta mynd af
ástandinu, því að í ýmsum byggð-
um Sephardim, þar á meðal er t.d.
bærinn Nevitot, er atvinnuleysi
16,6 prósent. Um níutíu prósent
íbúa bæjarins eru frá Marokkó og
Túnis.
Með þessar staðreyndir í huga
og fleira er athyglisvert, að Lik-
ud-bandalag Begins nýtur stuðn-
ings Sephardim Gyðinga að yfir-
gnæfandi meirihluta. Ýmsar skýr-
ingar telja menn sig hafa á því og
verður komið að því innan tíðar. I
kosningunum 1981 kusu 57 pró-
sent Sephardim Likud og 18 pró-
sent aðra flokka, sem styðja
bandalagið. Aftur á móti fékk
Likud aðeins 25 prósent atkvæða
frá Ashkenazi Gyðingum.
Þar sem Begin er fæddur í Pól-
landi og þar af leiðandi Ashkenazi
Gyðingur er næsta sérstætt,
hversu miklum tökum hann hefur
náð innan Sephardim hópsins.
Meðal skýringa er sú, að Likud-
bandalagið hafi gefið Sephardim
Gyðingum meiri tækifæri til að
hafa áhrif á stjórnun landsins
með setu í mikilvægum nefndum.
Þetta hafi mælzt vel fyrir, enda
þykir Sephardim ekki vanþörf á
að auka áhrif sín. Við stofnun
ríksins voru Gyðingar þar í meiri-
hluta Ashkenazi og þeir hafa allar
götur síðan verið eins konar „yfir-
stétt" í landinu og víst hefur hroki
þeirra í garð Sephardim komið
fram í ýmsu. önnur skýring er sú