Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.04.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983 Ken Kercheval gaf það í skyn strax í upphafi að Dallas væri ekki uppá- halds umræðuefnið sitt. En þegar við vor- um orðnir sammála um, að líklega væru það svik við lesendur að minnast ekkert á Dallas féllst hann á að taka það fyrir sem fyrsta umræðuefnið. Og við spurð- um hann þá hvers vegna hann vildi frekar tala um eitthvað ann- að. „Þetta er mín atvinna og þegar ég er í fríi vil ég gjarnan hugsa um eitthvað annað en vinnuna. Ég held að það sama gildi um flesta. Auk þess finnst mér þeir menn ekkert sérstaklega skemmtilegir sem eru alltaf að tala um vinnuna sína. Ég get hins vegar ósköp vel skilið að fólk vilji heyra mitt álit á þessum þáttum, því það þekkir mig eingöngu af hlutverki mínu þar sem Cliff Barnes." Af ummælum hérlendra blaða, þar sem fjallað er um komu þína hingað, má ráða að þú hafir ekki sériega mikið álit á þessum þátt- um. Geturðu útskýrt það nánar? “Það er misskilningur ef ein- hver heldur því fram að mér finn- ist þessir þættir lélegir eða illa gerðir. Sjáðu til, þetta fer allt eftir því hvernig litið er á málin. Sem afþreyingarefni eru þættirnir góð- ir og vel gerðir. Vinsældirnar sanna það. Það vill bara þannig til að þeir fjalla ekki um það sem ég hef mestan áhuga á. Og skýringin á því að ég horfi ekki á Dallas er sú sama og ég nefndi áðan. Þetta er atvinnan mín. Pípulagningar- maður, sem hefur verið að skrúfa saman rör allan daginn, fer ekki að leika sér með rör þegar hann kemur heim á kvöldin. Þættirnir eru að vísu misjafnir að gæðum og stundum er innihaldið fremur rýrt. En í heild eru þættirnir góð skemmtun og menn verða auðvit- að að taka þá sem afþreyingarefni fyrst og fremst." Það var einnig haft eftir þér að skýringin á vinsældum þáttanna tengdist efnahagsástandinu. Að þeir sem minna mega sín í þjóðfé- laginu sé huggun í að sjá að hinir ríku eigi líka við sín vandamál að etja? „Ég nefndi það sem hugsanlega skýringu eða hluta af henni. Auð- vitað hef ég engin tæmandi svör við því hvers vegna þættirnir eru svona vinsælir. Það er alltaf verið að leita skýringar á þessu hjá okkur en sem betur fer get ég ekki gefið þér uppskriftina. Ef hún væri til myndu allir fara að fram- leiða vinsæla sjónvarpsþætti með skelfilegum afleiðingum fyrir okkur í Dallas. En líklega eru það mörg atriði sem fléttast saman og útkoman verður sú að þetta fellur í kramið hjá áhorfendum. Annars finnst mér alltaf að það sé til- gangslaust að vera sífellt að velta því fyrir sér hvers vegna þættirnir eru svona vinsælir. Þetta bara er svona hvort sem mönnum líkar betur eða verr.“ Hvernig brugðust þið leikararn- ir við þegar ykkur varð Ijóst hvert stefndi með þessa þætti? „Þegar við byrjuðum með Dall- as datt engum í hug að þetta myndi þróast svona. En ég minn- ist þess ekki að þetta hafi valdið mér neinum heilabrotum eða kom- ið af stað einhverju tilfinningaróti hjá mér. Auðvitað hefur þetta breytt miklu fyrir okkur öll. Þetta gefur mikið atvinnuöryggi og góð- ar tekjur." Frá Shakespeare til Dallas En svo við snúum okkur heim að búgarðinum í Southfork. Er þetta ekki allt svo fjarri raunveruleik- anum sem hugsast getur, — t.d. þessi fjölskylda sem býr þarna öll undir sama þaki, manngerðirnar „Þú ætlar vonandi ekki að spyrja mig um hver skaut J.R.,“ sagði Ken Kercheval og hló um leið og við tylltum okkur niður í einu af skrifstofu- herbergjum sjónvarpsins. Þessi þekkti leikari, sem flestir landsmenn kannast við úr hlutverki lögfræðingsins CliffBarnes í Dallas, er einkar þægilegur í viðmóti og það er ekki að sjá á honum né heyra, að frægðin ha fi stigið honum til höfuðs. Þvert á móti var engu líkara en hér væri kominn gamall kunningi sem lék á alls oddi yfir endurfundunum og ósjálfrátt hugsaði ég með mér að kannski væru þeir allir svona þessir „stóru", þeir hefðu efni á því að vera afslappaðir. Ég játaði það strax fyrir leikaranum að mér, eins og öðrum lcki forvitni á að vita svarið við þessari brennandi spurningu um tilræðið við J.R. en hann sneri sér út iír því með því að segja að það væri svo langt um liðið, að hafí hann einhvern tíma vitað það, þá væri hann örugglega búinn að gleyma því. Þar með náði það ekki lengra. Ken Kercheval stóð í ströngu þennan dag. Verið var að undirbúa sjónvarpsþáttinn, sem sendur var út þá um kvöldið og á eftir ætlaði hann að spjalla við gesti í húsakynnum .S',44, en hann kom hingað til lands á vegum þeirra samtaka eins og kunnugt er. Kercheval gaf sér þó tíma til að ræða við okkur, þegar næðigafst á milli Jtess sem skyldan kallaði. LEIKARAR VERÐA AÐ LIFA VIÐ SLÚÐRIÐ Spjallað við Dallas-stjörnuna Ken Kercheval Ken Kercheval á fundi hjá SÁÁ. W6sm Mbl Emil“-) sem koma fram í þáttunum og öll atburðarásin. Er svona nokkuð til í raunveruleikanum? „Búgarðurinn er að vísu á sínum stað en um hitt skal ég ekki segja. Sjálfsagt má einhvers staðar finna svipaðar manngerðir þótt þær séu frekar undantekningar heldur en hítt, sem betur fer get- um við sagt. En þarna eiga sér stað átök milli einstaklinga sem má finna alls staðar í heiminum. Hitt er svo annað mál að þarna er auðvitað verið að fjalla um fólk og fyrirbrigði sem eru allt annað en hversdagsleg í augum þorra fólks. Að því leyti eru Dallas-þættirnir óraunverulegir. Það er kannski ein skýringin á vinsældum þeirra. Þú myndir ekki nenna að setjast fyrir framan sjónvarpið til að horfa á það sama og þú upplifðir í vinn- unni fyrr um daginn. Og ef ég má leyfa mér að gerast svo djarfur að nefna Shakespeare í þessu sam- hengi, þá skrifaði hann ekki um venjulegt fólk eða hversdagslega atburði. Machbeth hefði aldrei hlotið þann sess í leikbókmennt- unum sem verkið hefur ef það hefði fjallað um venjulegt fólk. Lér konungur varð brjálaður og þannig mætti lengi telja. Allt frá Shakespeare til Dallas er rauði þráðurinn umfjöllun á því óraun- verulega. Það er að vísu iangur vegur þarna á milli en grunnurinn er sá sami. Drama getur aldrei fjallað um venjulegt fólk eða hversdagslega atþurði. Um manngerðirnar í þáttunum er það að segja að þær fyrirfinn- ast áreiðanlega víða, þótt það sé ef til vill ekki algengt að þær séu allar samankomnar á einum stað. Náungar á borð við J.R. eru sem betur fer ekkí á hverju strái en manngerðir eins og Cliff Barnes eru út um allt. Hann vill vel karlgreyið, en er haldinn þeirri þráhyggju að kenna alltaf öðrum um ófarir sínar. Sjálfur á ég fátt sameiginlegt með Cliff Barnes. Ég hef samúð með honum að sumu leyti en að öðru leyti fer hann í taugarnar á mér. Én við megum heldur ekki gleyma því að Cliff Barnes sem slíkur er ekki til.“ Larry Hagman sagði einhvern tima frá því í viðtali að hann væri oft stoppaður á götu og hund- skammaður fyrir það hversu vondur hann væri við Sue Ellen. Hefur þú orðið fyrir svipaðri reynslu, að fólk tali við þig eins og þú værir Cliff Barnes en ekki Ken Kercheval? „Já, það kemur oft og iðulega fyrir. Fólk er þá gjarnan að lýsa yfir stuðningi við mig og gefa mér góð ráð í viðureigninni við skúrk- inn J.R. Þetta er vissulega svolítið skrýtið, en þó skiljanlegt að sumu leyti. Þetta fólk þekkir mig bara sem Cliff Barnes." Ertu ekkert hræddur um að „festast" í þessu hlutverki, — að í hugum fólks verðir þú alltaf Cliff Barnes, það sem eftir er ævinnar? „Nei, ég hef engar áhyggjur af því. Hins vegar er því ekki að neita, að það eru fjölmörg dæmi um að leikarar hafi ekki getað los- að sig við þá ímynd sem hlutverk i vinsælum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum hafa gefið þeim. En einhvern veginn hef ég á tilfinn- ingunni að ég þurfi ekki að vera hræddur um það. Upphaflega var ég sviðsleikari og ég lék í yfir tutt- ugu ár á sviði í New York. Þegar Dallas rúllar upp fyrir geri ég ráð fyrir að fara aftur á sviðið." Hvenær heldurðu að það verði? „Það er ómögulegt að segja. I augnablikinu er ekkert sem bendir til að það verði í bráð.“ Fjölmiðlar og frægt fólk Við víkjum nú talinu að sjálfum leikurunum í Dallas og samskipt- um þeirra innbyrðis: „Þetta er samstilltur hópur og andinn er góður enda er það okkur öllum í hag að hlutirnir gangi sem best fyrir sig. Það er mikil vinna sem liggur að baki við gerð svona þátta og þess vegna er góð sam- vinna mjög þýðingarmikil. Hins vegar má kannski segja að við er-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.