Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1983
tengslum við verðbréfasölu eru nú
fleiri en ein fasteignasala.
Þar sem þessir milliliðir voru
fyrstir til að átta sig á verðtrygg-
ingunni, fór ekki hjá því að þeir
mótuðu nokkra viðskiptavenju í
þessum efnum.
Venju þessa kalla þeir „núvirð-
isreikninga".
Er sú reikningsaðferð í fáum
orðum þannig, að fyrst er fundið
út hvert staðgreiðsluverð eignar-
innar væri, þ.e. verð borgað út í
hönd við samningsgerð.
Síðan eru væntanleg greiðslu-
kjör skuldabréfanna ákveðin (ára-
fjöldi, vextir), og fundið út hversu
há fjárhæð skuldabréfanna þarf
að verða til þess að fyrir þau fáist
staðgreiðsluverð á verðbréfamark-
aði.
Þarna verða fasteignasölunum á
hrapalleg mistök. Þeir miða við-
skipti manna á meðal — vinnandi
fólks — við verðbréfaviðskipti
fjármálamanna í þjóðfélagi sem
alltaf vantar reiðufé.
Þeir leyfa sér að bjóða kaup-
anda upp á íbúðarkaup með svo
hrikalegu álagi á lánsfé, að mér
liggur við að kalla rán.
Hærri raunvextir þekkj-
ast ekki í heiminum
Við skulum taka dæmi um ungt
fólk, sem hyggst kaupa sér íbúð,
en á ekkert nema góða heilsu og
hefur góða vinnu.
Þetta fólk myndi gjarna vilja
kaupa sér íbúð með verðtryggðum
kjörum og greiða hana á 10 árum.
Ekki er ólíklegt að þetta unga
fólk fyndi sér íbúð sem metin væri
á 800.000.- kr. staðgreiðsluverði.
Þetta fólk vill borga fulla verð-
tryggingu og þá vexti sem gilda
hverju sinni, nú 3% á ári.
Þar að auki er það reiðubúið til
að greiða seljandanum sanngjarna
þóknun vegna þess amsturs sem af
Leó Löve
því kann að leiða að eiga skulda-
bréfið, kostnað af bankainnheimtu
o.fl.
Flestum finnst ugglaust nóg að
bæta einhverri fjárhæð við, sem
nægir fyrir þessum kostnaði.
En hvernig reikna fasteigna/-
verðbréfasalarnir dæmið?
Jú, þeir athuga hvað fjármála-
menn meta bréfin mikils, og svo
sem þegar hefur komið fram er
þar afl lausra peninga allsráðandi.
Þessar 800.000.- krónur þurfa að
hækka um 25% og verða
1.000.000.- króna. Þetta þýðir, að
kaupandinn borgar íbúðina fullu
verðtryggðu verði og auk þess
28—29%, sem vissulega hljóta að
teljast háir vextir.
Hverjum er þægð í þessu?
Er seljandinn ánægður með að
' leggja slíkar klyfjar á kaupanda
sinn?
Þetta er enn eitt dæmið um hið
erfiða ástand í íslenskum efna-
hagsmálum, og því miður getur
þessi óæskilegi ruglingur milli
fjármála einstakra vinnandi fjöl-
Vetur í Hrísey
VETURINN hefur verið Norðlendingum erfiður að undanförnu. Fátt hefur
minnt á vorkomuna annað en almanakið, sem segir okkur að sumartungl-
ið hafi kviknað 13. aprfl, sumarmál séu 16. aprfl og sumardagurinn fyrsti
sé 21. aprfl. Þá byrjar Harpa.
Trillukarlar bíða þess örugglega með eftirvæntingu að komast á
bátum sínum út á fjörð og renna þar fyrir fisk. Hríseyingar eru þar
tæpast undantekning, en þar voru þessar myndir teknar fyrir nokkru.
Á annarri hvíla trillurnar fyrir ofan kambinn, en á hinni sést fólk á
leið í mat í veitingahúsinu Hrísalundi í Hrísey. Þar var boðið upp á
dýrindis nautasteik af Galloway. Nokkuð, sem aðrir landsmenn verða
að bíða eftir enn um sinn að fá að bragða.
skyldna og fjármála fjármála-
manna eyðilagt hina góðu mögu-
leika sem verðtryggingarnar eru.
Framtíðarsýn
Hvað þarf til að koma, svo að
breyta megi fyrrgreindu ástandi,
og hvað er æskilegt í framtíðinni?
Til að breyta hinni röngu stefnu
fasteigna/ verðbréfasalanna þarf
held ég ekkert nema hugarfars-
breytingu, auk þess sem almenn-
ing þarf að fræða um hvað raun-
verulega er um að vera.
í framtíðinni þurfa öll fast-
eignaviðskipti að vera til langs
tíma.
í dæminu sem ég tók áðan ætti
fjölskylduföðurnum að nægja að
greiða hálf mánaðarlaun í íbúðar-
kaupin. Fjölskyldan ætti ekkert í
byrjun, en skuldlausa íbúð að 10
árum liðnum. Lengri lánstími er
nauðsynlegur — þá er hægt að
tala um að húsaleigan renni beint
í eigin vasa.
Við núverandi verðbólguhraða
er nauðsynlegt að afborganir séu
greiddar mánaðarlega. Þá fylgjast
greiðendurnir með stöðugri
krónutöluhækkun lána sinna og
borga ávallt svipað hlutfall laun-
anna í leiguna til sjálfra sin.
Það væri meira að segja tilvinn-
andi að taka erlend lán til þess að
koma þessum lífshagsmunamál-
um ungra fjölskyldna í eðlilegt
horf.
Ég vona að ungar fjölskyldur
geti horft björtum augum til
framtíðarinnar.
Leó £ Löve er lögfræðingur og tor-
stjórí ísafoldarprentsmiðju hf.
MITSUBISHI
RHJERO
JAPANSKUR BÍLL FYRIR
ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR
SýningarbíH á stadnum.
Komid, skodid og reynsluakid.