Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 3

Morgunblaðið - 14.04.1983, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. APRlL 1983 3 Einar Benediktsson færður til hafnar — haffærniskírteini skipsins útrunnið, segir Siglingamálastofnun — Ofsóknir, segir Níels Ársælsson, skipstjóri Landhelgisgæzlan fór um borð í fiskiskipið Einar Benediktsson BA 377 í gær, þar sem það var að veið- um á Barðagrunni að beiðni Sigl- ingamálastofnunar, handtók skip- stjórann og var skipinu síðan siglt áleiðis til hafnar í Hafnarfirði und- ir stjórn Gæzlunnar. Forsaga málsins er sú, að haf- færniskírteini skipsins rann út um síðustu mánaðamót, en skipið hélt þó til veiða. Skipið kom síðan til hafnar á Tálknafirði á þriðju- dag sl. og var. það þá kyrrsett af sýslumanni að ósk Siglingamála- stofnunar. Skipstjóri virti það ekki og hélt á ný til veiða. Skip- stjórinn á Einari Benediktssyni, Níels Ársælsson, sagði í samtali við Morgunblaðið, að hann teldi þetta ofsóknir af hálfu Siglinga- málastofnunar og að hún hefði auk þess gefið undanþágu til 15. þessa mánaðar. Dæmt verður í málinu í Hafnarfirði, en heima- höfn skipsins, sem gert er þaðan út, er Tálknafjörður. „Mér er kunnugt um það að skeyti kom að sunnan þess efnis að skipið mætti ekki halda úr höfn, en mér var ekki sýnt neitt svoleiðis. Siglingamálastofnun hafði einnig gefið undanþágu til 15. þessa mánaðar þó haffærni- skírteini hefði ekki verið endur- nýjað. Þangað til voru tveir dagar og sá ég því ekkert til fyrirstöðu, að halda áfram veiðum. Mér fannst ekki ástæða til að stoppa fyrir tvo daga þegar önnur skip komast upp með það að vera skírteinislaus í marga mánuði. Þetta eru bara ofsóknir af hálfu Siglingamálastofnunar og hefnd- araðgerðir. Það er aðeins eitt að, það vantar sjódælu í vélarrúm. Sú dæla hefur verið keypt og átti að setja hana í skipið eftir tvo daga. Ég get heldur ekki séð að þessi dæla skipti miklu máli. Skipið hefur verið á sjó í 10 ár án hennar, án þess að það hafi nokkru máii skipt," sagði Níels Ársælsson, skipstjóri á Einari Benediktssyni. „31. síðastliðins mánaðar rann haffærniskírteini skipsins út. Vegna þess fórum við þess á leit við Landhelgisgæzluna, að skip- inu yrði vísað til hafnar. Þá fór- um við fram á það við sýslumann- inn á Patreksfirði, að hann kyrr- setti skipið á Tálknafirði á þriðjudag og þar yrðu haldin sjó- próf í málinu. Þrátt fyrir að sýslumaður gerði svo lét skipið Einar Benediktsson úr höfn. Það var því ekki um annað að ræða, en færa skipið til hafnar eins og nú hefur verið gert,“ sagði Hjálmar R. Bárðarson, siglinga- málastjóri, í samtali við Mbl. Að- Morgunbkttt/Helgi Hallvarösson. Einar Benediktsson á veiðum í gær. Skömmu eftir að myndin var tekin kom varðskipið Ægir að togaranum. Er varðskipið á leiö með hann til Hafnar- fjarðar. spurður um það hvernig trygg- ingamálum skipa, sem ekki hefðu gilt haffærniskírteini væri hátt- að, sagði hann, að hann teldi það ekki hafa áhrif á tryggingu. „Það er fjarri því, að stofnunin sé að ofsækja þetta skip, þvert á móti. Skipið hefur hvað eftir ann- að fengið frest á að lagfæra ýmsa hluti og við höfum hliðrað til svo að það gæti haldið til veiða. Skip- inu hafði verið veittur frestur til síðustu mánaðamóta af slíkri til- hliðrunarsemi. Hvað varðar hefndarráðstafanir er það út í hött. Við mælum aðeins vélar- stærðir skipa, allra skipa, ekki aðeins þessa, og okkur kemur ekkert við hvort skipið telst tog- ari eða ekki. Með þessum ráðstöf- unura erum við aðeins að sinna lögum stofnunarinnar," sagði Hjálmar. Giýhirnar gerðu það gott (Amerfku. Grýlurnar á kosningahátíð hjá Mondale ÍSLENSKA kvennahljómsveitin Grýlurnar voru nýlega á ferð í Bandaríkjunum þar sem þær komu fram á útihátíð sem tengd var sýn- ingunni á „Scandinavia today“ í Kaliforníu. En þær stöllur komu víð- ar við og m.a. léku þær á kosninga- hátíð hja Walter Mondale, fyrrum varaforseta Bandaríkjanna, sem haldin var í bænum Paso Robles í Kaliforníu. Jakob Magnússon, fulltrúi ís- lands í „Scandinavia today" ann- aðist milligöngu um Bandaríkja- för hljómsveitarinnar og léku þær m.a. fyrir kvikmyndatökufólkið, sem vann að gerð nýrrar kvik- myndar Jakobs, „Nickel Moun- tain“ í bænum Shandon. Meðal áheyrenda þar var dóttir Mon- dales, en hún leikur í myndinni, og varð hún svo hrifin af Grýlunum, að hún fékk þær til að koma fram á kosningahátíð föður síns í Paso Robles. Að sögn Jakobs vöktu Grýlurnar hvarvetna mikla hrifn- ingu hvar sem þær komu fram og í Paso Robles var ekki um annað talað í langan tíma, en frammi- stöðu þeirra á kosningahátíðinni hjá Mondale. Málid heyrir undir trygginga- eftirlitið Meginniðurstaðan í svari Verð- lagsstofnunar við ósk Svavars Gestssonar, tryggingaráðherra til stofnunarinnar um umsögn vegna 95% hækkunar tryggingafélaga á bifreiðatryggingum frá 1. marz sl., er sú að málið heyri undir Trygginga- eftirlitið, en ekki verðlagsyfirvöld, að sögn Georgs Ólafssonar, verð- lagsstjóra. Georg ólafsson, verðlagsstjóri, sagði ennfremur að málið hefði ekki komið til neinnar umfjöllun- ar í Verðlagsráði og væri því ein- göngu svar Verðlagsstofnunar. Beint samband við París og Bordeaux Umboösmaður í Bordeaux: Alfred Balguerie S.A. 447 Bd. Alfred Daney 33075 Bordeaux Cedex Sími: (56) 393333 Telex: 560031 Umboösmaður í París: Alfred Balguerie S.A. c/o Jean Faucher Bassin N1 - Hall A8 92230 Gennevilliers Sími: 5620343 Telex: BALAN 650461 Allar nánari upplýsingar um Frakklandsþjónustuna eru veittar í meginlandsdeild Eimskips Meö beinu sambandi við nýjar þjónustuhafnir í París og Bordeaux höfum við enn á ný bætt nýju landi í vikulega siglingaþjónustu Eimskips til meginlands Evrópu. Alhliða flutningaþjónustan „alla leið heim á hlað’’ er að sjálfsögðu í fullu gildi í Frakklandi. Við sækjum vöruna til verksmiðjudyra eða skilum henni beint í hendur kaupanda hvar sem er í Frakklandi. Hagstæðirsamningarvið þrautreynda og örugga umboðsmenn og flutningafyrirtæki auka afgreiðsluhraða og lækka heildarkostnaðinn. Einmitt þannig á góð flutningaþjónusta að vera! Flutningur er okkar f ag EIMSKIP Sími 27100 1

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.