Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Spegillinn mun koma út aftur og aftur og fyrsta tölublaðið er þegar komið SPEGILLINN, samviska eða sam- viskubit þjóðarinnar, er kominn upp á vegg aftur, en hann hefur legið brotinn um nokkurra ára skeið. Að- standendur hins nýja Spegils eru þeir Úlfar I'ormóðsson og Hjörleifur Sveinbjörnsson, en útgefandi er Fé- lag áhugamanna um alvarleg mál- efni. Þeir Úlfar og Hjörleifur boðuðu blaðamenn á fund sinn hjá Land- Isknisembættinu í gærdag, en þeir höfðu óskað eftir áliti þess á hugs- anlegum áhrifum blaðsins á heilsu- far landsmanna. Olafur Ólafsson landlæknir var á fundinum og taldi hann að þeir félagar þyrftu engu að kvíða. En sagði til skýringar: „Aðstandendur Spegilsins óskuðu eftir áliti embættisins á áhrifum blaðsins á heilsufar E-klúbburinn: Árshátíð í kvöld á Hótel Sögu „EINMANAKENND er líðan, sem margir þekkja annað hvort af eigin reynslu eða annarra. Einstæðingar finna líklega mest fyrir einmana- kenndinni þó að sumir segi að hægt sé að venjast einstæðingsskapnum sem flestu öðru. En hvernig er að verða skyndilega einstæðingur? Margir verða fyrir því að missa ást- vini sína og sambýlisfólk án nokk- urs fyrirvara. Kinstaklingar.sem orð- nir eru vanir nánu sambýli og öryggi tilvistar „hins helmingsins" eins og stundum er sagt, standa allt í einu uppi aleinir. Vinahópurinn, sem byggði á samskiptum við tvo aðila, fellur ekki inn í lífsmunstur einstæð- ingsins. Honum finnst hann verða eins og fimmta hjól undir vagni í umgengni við vinina. Þetta þekkja líklega ekki aðrir en þeir, sem reynt hafa, en flestir eiga áreiðanlega ein- stæðinga í sínum vina- og ættingja- hópi. E-klúbburinn hefur reynt að að- stoða það fólk, sem svo er ástatt fyrir sem hér að ofan er lýst. E-klúbburinn er hópur fólks, sem vill taka virkan þátt í baráttunni gegn einmanakenndinni, klúbb- urinn er ekkert töframeðal gegn því að vera einmana. En okkur, sem höfum starfað innan klúbbs- ins, hefur hann reynst gott form til að kynnst nýju fólki, fá tæki- færi til að hitta kunningja og fara út að skemmta sér ef svo vill vera. Nú á þessu ári eru fimm ár frá því E-klúbburinn var stofnaður, því það var árið 1978, hinn 6. des- ember. Klúbburinn heldur skemmtan í kvöld, laugardags- kvöld 16. apríl. Þetta er árshátíð, og verður hún haldin á Hótel Sögu. Nýir félagar og áhugasamt fólk er velkomið, og getur haft samband við formann klúbbsins, Harald Bjarnason, í síma 12120,“ segir að lokum í fréttatilkynningu, sem Mbl. hefur borist frá E-klúbbnum. Leiðrétting NAFN unga verðlaunahafans í myndasamkeppninni vegna Scandinavia today misritaðist i Mbl. í gær. Rétta nafnið er Magn- ús Guðni Magnússon. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. >*a m Höföar til .fólksíöllum starfsgreinum! landsmanna. Bar nokkuð á kviða hjá þeim að blaðið hefði ef til vill ekki sem heppilegust áhrif. Var því gerð athugun á því tímabili sem Spegillinn kom áður út, sem er býsna langt, og að þeirri athug- un lokinni held ég að engin ástæða sé til að örvænta. Langlífi hefur aukist jafnt og þétt og nú er svo komið að við lifum karla og kerl- inga lengst. Um miður góð áhrif Spegilsins á einstakar stéttir held ég að sé varla að ræða. Það er kannski helst að heilsufari embætt- ismanna stafi hætta af Speglin- um. En ráðherrar eru löngu bólu- settir fyrir speglaveirum og þurfa engu að kvíða." Speglinum verður dreift í gegn- um íþróttafélögin, en þau munu sjá um að útvega fólk til að ganga í hús og selja og fá 15 krónur á blað fyrir sinn snúð. En lágmarks- verð á þessum fyrsta Spegli í lang- an tíma er 70 krónur. Úlfar var spurður um útgáfu- tíðni blaðsins í framtíðinni. Sagði Úlfar að Spegillinn mundi koma út aftur og aftur. Jafnvel mánað- arlega, en það færi þó eftir heilsu- fari þjóðarinnar. \ Úlfar Þormóðsson fyrir miðri mynd heldur fram hinum nýja Spegli. A baksíðunni er auglýsing frá ferðaskrifstofu. Til vinstri i myndinni er Olafur Ólafsson landlæknir, en hann hefur lagt blessun embættis síns yfir hið nýja blað, sem hann telur að ógni ekki heilsufari landsmanna. Lengst til hægri er Höskuldur Sveinbjörnsson. miðier MÖGULEIKI Fjöldi stórvinninga á nýju happdrættisári Mánaðarlega verður dregið um íbúðarvinning; 8-10 bílavinninga; 25 ferðavinninga og hundruð húsbúnaðar- vinninga. Aðalvinningurinn sem jafnframt er stærsti vinningur á einn miða hérlendis er húseign að eigin vali fyrir 1.5 millj. króna (dregið út í apríl '84). 11 íbúðavinningar á 400 þús. kr. hver. 100 bílavinningar á 75 þús. kr. hver. 300 ferðavinningar á 25 þús. kr. hver. BUUM ÖLDRUÐUM AHYGGjÚLAUST ÆVIICVÖLD 600 húsbúnaðarvinningar Aðalvinningur ársins; Verum með í Happdrætti DAS. á 7.500 kr. hver húseign fyrir 1.5 millj. króna. og 6188 húsbúnaðarvinningar á 1.500 kr. hver. da Sala á lausum miðum og endurnýjun ársmiða og flokksmiða er hafin HAPPDRÆTTI '83-'84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.