Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Viðskilnaður þeirra og stefna okkar Ræða Geirs Haligrímssonar á Isafirði Hér fer á eftir í heild ræða sú, sern Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flutti á fundi á ísafirði sl. miðvikudagskvöld: Það er ávallt ánægjulegt að koma til ísafjarðar og fylgjast með því gróskumikla starfi sem innt er af hendi hér um slóðir. Ég varð var við það í dag enn einu sinni að það er stundum erfitt um samgöngur. Það þurfti tvær tilraunir til þess að komast hingað á fundinn. Flugvélin var komin hingað vestur og í aðflugi þegar henni var skipað að hverfa af braut og halda aftur til Reykjavíkur en sem betur fer var annar farkostur til staðar þannig að unnt var að halda þá áætlun að vera hér með ykkur í kvöld og vænti ég þess að það verði ánægjuleg samverustund. Mér er ekki síst ánægja að vera hér með þingbræðrum mínum, Matthíasi Bjarna- syni og Þorvaldi Garðari Kristjánssyni, og 3. manni á framboðslista sjálfstæð- ismanna hér á Vestfjörðum, Einari K. Guðfinnssyni. Ég hef átt ánægjulegt sam- starf við þá alla þrjá. En þingmennirnir eru eins og kunnugt er einhverjir atkvæða- mestu menn þingsins bæði Vestfirðingum og landsmönnum öllum til mikils sóma og verðugir þeirra forystustarfa sem þeim hafa verið falin hingað til og verður von- andi áfram. Við byggjum svo ekki síst á fylgi æskunnar, til að auka áhrif okkar og efla, þannig að við horfum fram á þegar fleiri þingmenn sjálfstæðismanna eru valdir úr þessu kjördæmi. Þrotabú vinstri stjórna Það hefur stundum verið haft á orði að það sé ekki skemmtilegt hlutskipti fyrir okkur sjálfstæðismenn að þurfa hvað eftir annað að taka við þrotabúi vinstri stjórna eins og við gerðum á árunum 1958 og ’59 og haustið 1974. í bæði skiptin höfðu vinstri stjórnir eytt og sóað, ýmist af fullkomnu ábyrgðarleysi eða beinlínis í kapphlaupi milli stjórnarflokkanna um að kaupa sér vinsældir hjá almenningi. í báðum tilvik- um höfðu þessar ríkisstjórnir tekið við góðu búi úr höndum ríkisstjórna sem Sjálfstæðisflokkurinn hafði forustu fyrir. Og átti það ekki síst við sumarið 1971. Þessar ríkisstjórnir, vinstri stjórnir, höfðu því umtalsvert svigrúm til að ráðstafa fjármunum almennings sjálfum sér til vinsælda og framdráttar en í báðum til- vikunum kom að skuldadögum eins og allt- af verður að lokum og við sjálfstæðismenn urðum að taka við þrotabúi þessara ríkis- stjórna. Það var hlutskipti Sjálfstæðisflokksins á þessum árum að grípa tafarlaust til ráðstafana sem óhjákvæmilega komu við allan almenning í landinu og i sumum til- fellum allharkalega en í kjölfar viðreisn- arráðstafana 1960 fylgdi eitt mesta blóma- skeið í sögu lýðveldis okkar. Minnsta verðbólga í áratug Árangurinn af aðgerðum ríkisstjórnar þeirrar er ég veitti forustu á árunum 1974 til 1978 var orðinn sá að á árinu 1977 var verðbólgan komin niður í 26% sem er minnsta verðbólga sem mælst hefur hér á landi í heilan áratug eða frá því að óða- verðbólgan komst á skrið í stjórnartíð Ólafs Jóhannessonar 1971—1974. Ég þarf ekki að rifja upp kjarasamn- ingana 1977. Þeir gerðu ráð fyrir 27% grunnkaupshækkun strax og milli 40—50% á samningstímabilinu og ekki eingöngu verðbótum á laun heldur og verð- bótaauka vegna þeirra tafa sem eru á því að launþegar fái bættar verðhækkanir á verðbótatímabilinu. í kjölfar þessara kjarasamninga fór verðbólgan aftur vaxandi. Þá voru kosn- ingar á næsta leiti. Þáverandi ríkisstjórn brast þó ekki kjark til gagnráðstafana í baráttu gegn verðbólgu. En þá upphófst líka mesti svartigaldur íslenskra stjórn- mála seinni tíma með ólögmætum verk- föllum og herópum um samningana í gildi og kosningar eru kjarabarátta eins og menn muna. Bráðnauðsynlegar ráðstafanir í efna- hagsmálum eru reyndar ekki alltaf væn- legar til framdráttar hjá háttvirtum kjós- endum eins og við sjálfstæðismenn höfum fengið að kynnast, einmitt síðast í kosn- ingunum 1978. Það er óneitanlega nokkurt umhugsunarefni fyrir okkur, hvort það á að verða okkar hlutverk í íslenskum stjórnmálum að hreinsa til eftir vinstri stjórnir og koma efnahagsmálum þjóðar- innar á réttan kjöl einungis til þess að vinstri stjórnir geti á ný eytt og sóað og baðað sig í tíipabundnum vinsældum. í slagorðunum „Samningana í gildi" og „Kosningar eru kjarabarátta" fólust kosn- ingaloforð A-flokkanna, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks, sem Framsóknarflokkur- inn skrifaði upp á þegar Ólafur Jóhannes- son myndaði vinstri ríkisstjórn haustið 1978 og núverandi ríkisstjórn var mynduð 1980. Én þessi kosningaloforð og þessi fyrirheit við stjórnarmyndanir hafa verið svikin. Versti viðskilnaður Enn einu sinni stöndum við sjálfstæð- ismenn frammi fyrir þrotabúi vinstri stjórnar. Að þessu sinni horfumst við í augu við versta viðskilnað nokkurrar ríkií- stjórnar í sögu lýðveldis okkar og um leið hinn alvarlegasta viðskilnað vegna þess að svo mjög hefur verið vegið að undirstöðu efnahagslífs okkar og lítið hefur verið hugsað fyrir framtíðinni að óhjákvæmi- lega hljóta að setjast að okkur þungar áhyggjur vegna framvindu mála á næstu árum. Við þekkjum öll þennan viðskilnað í töl- um. Verðbólgan hefur tekið stökkbreyting- um. Við munum loforð núverandi ríkis- stjórnar að koma verðbólgunni niður fyrir 10% en verðbólguhraðinn síðustu 3 mán- uði hefur verið 120% gagnstætt 26% verð- bólgu á þriggja mánaða tímabili vorið 1977. í fyrsta sinn lýsum við verðbólgunni með þriggja stafa tölu. Þau eru ef til vill ekki fleiri löndin en að telja megi þau á fingrum annarrar handar sem það verða að gera. Þvílíkt afrek, eða hitt þó heldur. Að festa sig i verðbólgufari bananalýð- velda í Suður-Ameríku, Ghana í Afríku og stríðsþjáðs ísraels er ekki til eftirbreytni. Stjórnarherrarnir, sem ætluðu að beita nýjum ráðúm, hverfa frá gengislækkun- um, setja gengið fast og gera íslenska krónu jafngilda Norðurlandagjaldeyri með myntbreytingu, hafa sett Islandsmet í gengislækkunum og notað myntbreyting- una eins og svikamyllu. Aldrei fyrr hefur gengi íslensku krónunnar verið lækkað jafn mikið og jafn oft á jafn skömmum tíma en í tíð núverandi stjórnar. Spáð er að fyrir lok þessa árs verði dollarinn kom- inn í 36—40 krónur og hefur þá tífaldast í verði á fjórum árum frá því þessi ríkis- stjórn var mynduð. Stjórnarherrarnir sem ætluðu að setja samningana í gildi og bæta kaupmátt launa hafa varðað leið síhrakandi kaup- máttar þannig að á þessu ári einu verður 6—8% rýrnun kaupmáttar. Hver og einn veit af eigin raun hvernig fárið hefur og hvert stefnir um kaupmátt hins almenna launþega. Stjórnarherrarnir sem svara hingað til allri gagnrýni með því að þeim hafi tekist að halda fullri atvinnu sjá nú atvinnuleys- isvofuna birtast í hverri dyragættinni á fætur annarri. Við þekkjum í kvöld sögu hinna tómu sjóða eða sjóðanna sem eru að tæmast. Atvinnuleysistryggingarsjóður stefnir í greiðsluþrot. Á fyrstu 3 mánuðum þessa árs hafa útborgaðar atvinnuleysisbætur numið jafn hárri upphæð og greitt var vegna atvinnuleysis allt árið í fyrra. Byggingarsjóður ríkisins og Bygg- ingarsjóður verkamanna eru fjárvana þrátt fyrir minnkandi íbúðabyggingar. Húsnæðiskreppan hefur haldið innreið sína. Fiskveiðasjóður er í raun óstarfhæfur, enda nú algerlega háður erlendum lántök- um, og líka sögu er að segja af öðrum fjárfestingarlánasjóðum atvinnuveganna. Og nú er röðin komin að ríkissjóði. Þrátt fyrir aukna skattbyrði síðustu ára í tíð vinstri stjórna sem nemur 11.000 krónum á hvert mannsbarn í landinu, þrátt fyrir að framlög til framkvæmda hafi verið stórlækkuð, þrátt fyrir að tekjustofnar til húsnæðismála og til vegamála af umferð- inni hafi verið teknir í eyðsluhít ríkisins, þrátt fyrir stóraukna skuldasöfnun erl- endis, fer nú afkoma ríkissjóðs hraðversn- andi og skuld við Seðlabankann ört vax- andi. í óðaverðbólgu vinstri stjórna fer sparn- aður sífellt minnkandi, bankar eru fjár- vana og stórskuldugir Seðlabanka, láns- fjárkreppan hefur nú innreið sína og ein- staklingar og fyrirtæki eru á flæðiskeri stödd. Stjórnendur atvinnufyrirtækja vita að greiðslustaða þeirra hefur aldrei verið verri og bolmagn þeirra til að takast á við vandamálin aldrei minna. Þegar svo er komið fyrir fyrirtækjunum í undirstöðu- atvinnuvegi okkar, að þau eru rekin með halla langtímum saman, hvort heldur út- gerð eða fiskvinnsla, er voðinn vís. Opinber þjónustufyrirtæki eru sömu- leiðis vegna vísitöluleiks, að maður segi ekki vísitölufals, neydd út í hallarekstur og erlendar lántökur til að fresta óhjá- kvæmilegum verðhækkunum með þeirri afleiðingu, þegar kemur að skuldadögum vaxta og afborgana, að verðhækkunin verður enn meiri, og neytendur sitja eftir með sárt ennið. Djúpstæð vantrú Allt þetta þekkjum við einmitt þessa dagana. En að mínum dómi er viðskilnað- ur þessarar ríkisstjórnar þó ef til vill verstur af eftirfarandi ástæðum: Ríkisstjórnin hefur haldið þannig á mál- um að meðal almennings ríkir djúpstæð vantrú á getu stjórnmálamanna og stjórn- málaflokka til þess að takast á við og finna leið út úr þeim alvarlega þjóðarvanda sem við blasir. Ríkisstjórnin hefur staðið þannig að verki allt frá stjórnarmynduninni að póli- tísk upplausn blasir við og birtist okkur í þessum kosningum í framboðslistum nýrra aðila, lukkuriddara sem ætla sér að hagnast á upplausnarástandinu en munu engan þátt eiga í því endurreisnarstarfi sem framundan er einfaldlega vegna þess að þetta eru aðilar sem vilja fleyta rjóm- ann ofan af óánægju almennings en ekki taka á sig þær byrðar sem því fylgja að reka ábyrga stjórnmálastarfsemi. Ríkisstjórnin hefur ekkert hirt um lang- tímaaðgerðir til þess að efla atvinnulíf landsmanna og treysta efnahag þjóðarinn- ar og þess vegna höfum við glatað dýr- mætum tíma í aðgerðarleysi fjögurra ára á því sviði. Hættumerkin á lánamörkuðum Horfurnar framundan eru því ekki glæsilegar. Eftir eitthvert mesta góðæri sem við íslendingar höfum notið, eins og árin 1980 og 1981 bera vitni um, er ekki borð fyrir báru. Við megum ekki við áföll- um. Við getum ekki aukið þorskafla okkar á næstu árum svo nokkru nemi og raunar valda aflabrögð á þessari vertíð umtals- verðum áhyggjum. Fréttir berast um lækkandi verðlag á saltfiskmörkuðum og harðnandi sam- keppni á öllum mörkuðum. Skreiðin er enn að mestu óseld, engin ioðna hefur verið veidd í heilt ár, þótt hugsanlega kunni að rofa til á því sviði á næstu misserum. Við eigum í deilum við Svisslendinga sem draga mjög úr möguleikum okkar á samstarfi við aðra aðila um stóriðju með- an þau deilumál eru óleyst. Erlendar Iántökur okkar eru komnar á það stig þótt lánstraustið sé enn fyrir hendi að ákveðin hættumerki sýna að lánstraust okkar erlendis kynni að vera tekið að veikjast. Fyrir nokkrum mánuð- um olli íslenskt skuldabréfaútboð á alþjóð- legum peningamörkuðum vonbrigðum því að skuldabréfin seldust með óhagkvæmari kjörum en að var stefnt. Mér er kunnugt um, að erlendir bankamenn eru jafnvel farnir að velta því fyrir sér hvort fari að styttast í það að íslendingar óski eftir skuldbreytingalánum á borð við þau sem ríki eins og Mexíkó, Brasilía og Pólland hafa verið að fá á undanförnum mánuðum. Slíkar vangaveltur sýna að þverrandi traust ríkir í okkar garð. En hvað sem líður áliti okkar erlendis — er ekki kominn tími til, að við íslendingar tökum okkur tak, þegar hver einasti fs- lendingur, barn í vöggu og aldraður maður sem lokið hefur ævistarfi sínu og hver og einn þar á milli á lífsferlinum, skuldar meira en hundrað þúsund krónur erlendis? * A skuldaklafa erlends bankavalds í umræðum um stóriðju tala andstæð- ingar hennar oft um það að við eigum ekki að veita erlendu fyrirtækjavaldi aðstöðu til áhrifa í íslensku þjóðlífi. Ég get ekki stillt mig um að spyrja þessa sömu menn, alþýðubandalagsmenn, sem bera umfram aðra ábyrgð á þessari erlendu skuldasöfn- un: Er það vænlegra til að tryggja efna- hagslegt öryggi íslensku þjóðarinnar að vera bundinn á skuldaklafa erlendis hvort heldur það er í Wall Street, London, Brússel, Zurich eða Tókýó en gera heiðar- lega samninga við erlend fyrirtæki um at- vinnuuppbyggingu á íslandi? Er hinn al- þjóðlegi peningamarkaður sem við erum því miður orðnir of háðir betri viðureignar að dómi þeirra Svavars Gestssonar og Hjörleifs Guttormssonar en það erlenda fyrirtækjavald sem þeir útmála svo mjög og telja sig hræðast? Það hefði einhvern tíma þótt saga til næsta bæjar að það yrði hlutskipti eftirmanna Einars Olgeirssonar og Brynjólfs Bjarnasonar að gera íslensku þjóðina háða erlendum fjármálajöfrum í Wall Street, svo að orðalag þessara komm- únistaforingja sé notað. Við höfum enn haldið uppi fulltri at- vinnu með stórfelldum erlendum lántök- um. Á næstu misserum reynir á það hvort við getum haldið uppi fullri atvinnu án þess að fleyta okkur áfram á erlendum lánum. Auk 20—25 þúsund nýrra manna sem hefja störf fram til aldamóta kann jafnframt svo að fara að við þurfum að vera tilbúnir til að taka við töluverðum hluta þeirra fslendinga sem á undanförn- um áratugum hafa tekið sér bólfestu er- lendis og sjá þeim bæði fyrir atvinnu og húsnæði. Svavar Gestsson talaði í útvarp- inu á dögunum um flótta fslendinga frá atvinnuleysinu í Skandinavíu. Það er að vísu sérkennilega til orða tekið að tala um að fólk flýi til síns eigin lands en á Norður- löndunum öllum búa nú um 10.000 íslend- ingar eða hátt í sá fjöldi sem býr í fjöl-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.