Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 48
% ____.skriftar- síminn er 830 33 ____^uglýsinga- síminn er 2 24 80 LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Um 39,2% samdráttur í inn- flutningi benzíns og olíu Samdrátturinn mestur í gasolíu eða 51,5% VERULEGUR samdráttur var í benzín- og olíuinnflutningi íslend inga fyrstu tvo mánuöi ársins, þegar samtals voru flutt inn 68.174,9 tonn, borið saman við 112,129,7 tonn á sama tíma í fyrra. Samdrátturinn milli ára er um 39,2%. Verðmæta- aukning innflutningsins er um 10,7%, eða 299,4 milljónir í ár borið saman við 270,5 milljónir króna í fyrra. Innflutningur á gasolíu dróst saman um 51,5% fyrstu tvo mán- uði ársins, þegar inn voru flutt 23.406.8 tonn, borið saman við 48.329.9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætasamdráttur innflutn- ingsins milli ára er um 12%, eða 117.9 milljónir króna á móti um 134 milljónum króna. Svartolíuinnflutningur dróst saman um 33,1% fyrstu tvo mán- uði ársins, þegar alls voru flutt inn 27.358,4 tonn, borið saman við 40.897,6 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutnings- ins er hins vegar liðlega 31%, eða liðlega 86 milljónir króna á móti liðlega 65,6 milljónum króna á sama tíma í fyrra. Benzíninnflutningur dróst sam- an um 35,3% fyrstu tvo mánuði ársins, þegar alls voru flutt inn 8.797,6 tonn, borið saman við 13.598,0 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutnings- ins milli ára var um 13%, eða lið- lega 47,6 milljónir króna á móti liðiega 42,1 milljón króna á sama tíma í fyrra. Innflutningur á þotueldsneyti dróst saman um 6% fyrstu tvo mánuði ársins, þegar inn voru flutt 8.015,2 tonn, borið saman við 8.529,9 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutnings á þotueldsneyti milli ára er um 72,6%, eða tæplega 42,9 milljónir króna, borið saman við liðlega 24,8 milljónir króna á sama tíma 1 fyrra. Innflutningur á flugvélabenzíni dróst saman um 23% fyrstu tvo mánuði ársins, þegar inn voru flutt 596,9 tonn, borið saman við 774,3 tonn á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukning innflutnings- ins milli ára er um 30%, eða lið- lega 5 milljónir króna, borið sam- an við liðlega 3,85 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Lögreglutnenn skoða verksum- merki í fyrrinótt, er þeir komu á sprengjustaðinn. Innfellda myndin er af glugga sendi- ráðshússins sem brotnaði. 0 Ljósm.: Jón Svavarsson. Sprengja olli tjóni á anddyri Banda- ríska sendiráðsins SPRENGJA sprakk við aðaldyr bandaríska sendiráðsins við Laufás- veg um klukkan 01.35 í fyrrinótt og olli sprengingin skemmdum á húsinu, samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk hjá Rannsóknarlög- reglu ríkisins í gær. Afleiðingar sprengingarinnar voru þær að tvær rúður brotnuðu í sendiráðsbyggingunni, en einnig skemmdust aðaldyrnar og útiljós sem fyrir ofan dyrnar er, skemmdist. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar hefur enginn verið handtekinn vegna þessa atburðar, en rannsókn er í fullum gangi. Lögregian í Reykjavík mætti fyrst á vettvang, um klukkan 02.41 og síðan voru menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins kvaddir út. Gerðu þeir rann- sóknir á staðnum og fundu m.a. járnflísar í vegg og eru þær taldar úr sprengjunni, en í gær var m.a. unnið að rann- sókn á hvers konar sprengju hefur verið um að ræða, en bú- ist er við að hún hafi verið heimatilbúin. Samkvæmt upplýsingum sem Mbl. fékk í dóms- málaráðuneytinu í gær, hefur bandaríska sendiráðið ekki óskað eftir aukinni og hertri gæslu við sendiráðsbygging- una vegna þessa atburðar. Rannsóknin stóð yfir í allan gærdag og í gærkvöldi vildi Rannsóknarlögregla ríkisins beina þeim tilmælum til tveggja kvenna sem voru í bíl sem átti leið um Laufásveg og nágrenni, um það leyti sem sprengingin varð, að gefa sig fram við lögregluna. Aukin greiðsluvandræði almennings: Lán einstaklinga fram- lengd í síauknum mæli — segir Jóhann Agústsson, aðstoðarbankastjóri í Landsbanka Islands „VANSKIL hafa í sjálfu sér ekki aukizt svo ýkja mikið. Hins vegar gerist það í síauknum mæli, að fólk ræður ekki við afborganir sín- ar, að það kemur í bankann og óskar eftir breytingu á eldri samn- ingi sínum, þ.e. óskar eftir fram- lengingu á lánunum,“ sagði Jó- hann Ágústsson, aðstoðarbanka- stjóri Landsbanka íslands, í sam- tali við Mbl., er hann var inntur eftir því hvort vanskil einstaklinga hefðu vaxið mikið á undanförnum mánuðum. „Við reyivum í flestum tilfell- um að verða við óskum fólks og endursemjum við það um lengri tíma á lánunum," sagði Jóhann Ágústsson ennfremur. Þá sagði Jóhann Ágústsson ennfremur aðspurður, að dregið hefði úr eftirspurn eftir verð- tryggðum lánum einstaklinga fyrir áramótin og sú þróun hefði haldið áfram fyrstu mánuðina. Hins vegar mætti búast við, að breyting yrði þar á nú með vor- inu. Jóhann Ágústsson sagði að 6 mánaðarlegar afborganir sem voru algengar hefðu reynzt mjög mörgum erfiðar og því hefði í flestum tilfellum verið brugðið á það ráð, að fólk greiddi af lánum sínum mánað- arlega. Póstur & sími óskar eftir 40% hækkun PÓSTUR & sími hefur óskað eft- ir því við samgönguráðuneytið, aö fá heimild til að hækka gjaldskrár sínar fyrir póst- og símaþjónustu um 40%, annars vegar frá 1. maí og hins vegar frá 1. júní. Stofnunin hefur óskað eftir heimild til að hækka gjald- skrár símaþjónustu um 40% frá 1. maí nk., en gjaldskrár póstþjónustu um 40% frá 1. júní nk. Halldór S. Kristjánsson, deildarstjóri í samgönguráðu- neytinu, sagði í samtali við Mbl., að hækkunarbeiðni Pósts & síma væri til athugunar í ráðuneytinu, en engin ákvörð- un hefði enn verið tekin. Málið hefði hins vegar verið sent til Gjaldskrárnefndar til um- sagnar. Gjaldskrár Pósts & síma hækkuðu um 14% 1. febrúar og 1. marz sl. Ef 40% hækkun verður samþykkt þýðir það tæplega 60% hækkun það sem af er árinu. Fá ekki hitaveitu \«gum, \ atnsleysuströnd, 15. aprfl. STJÓRN Hitaveitu Suðurnesja treystir sér ekki til að taka afstöðu til þess hvort hitaveita verði lögð inn á Vatns- leysuströnd frá Traðarkoti og að Stóru-V'atnsleysu, að sinni. Þetta kem- ur fram í svari við áskorun frá hrepps- nefnd Vatnsleysustrandarhrepps um að hefja framkvæmdir á þessu svæði sem fyrst. Kostnaður við lagningu veitunnar yrði alls kr. 10,1 miíljón. Kemur það fram með því að framreikna kostn- aðaráætlun Fjarhitunar hf. frá í desember ’79, með byggingarvísitölu þann 1. jan. 1983. Kostnaður á hvern íbúa yrði kr. 162.333,- en til saman- burðar var kostnaður við lagningu hitaveitu í Höfnum, byggður á sömu forsendum kr. 47.200,- á hvern íbúa. Olíustyrkur sem Hitaveita Suður- nesja greiðir til íbúa umrædds svæð- is á ársgrundvelli á núgildandi verð- lagi er kr. 171.420,-. Helgi H. Jónsson vill ekkert segja um varnarmál MORGUNBLAÐIÐ sneri sér til annars manns á lista Framsókn- arflokksins í Reykjanes- kjördæmi, Helga H. Jónssonar, fréttamanns hljóðvarps, og spurði hann um afstööu hans til öryggis- og varnarmála í tilefni af alþingiskosningunum og fram- boði hans. Frambjóðandinn vék sér undan að svara spurningu Morgunblaðsins og kvaðst ekk- ert hafa við blaðið að segja um varnar- og öryggismál, en réðst þess í stað á blaðið, enda þótt afstaða hans til fjölmiðla hafi ekki komið við sögu í spurn- ingu blaðsins. Svar Helga H. Jónssonar birtist á bls. 12 í Morgunblaðinu í dag.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.