Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 írland: Mikil leit að sex ræningjum Cork, írlandi, 15. apríl. AP. ÍRSKA lögreglan leitaöi í dag um allt sunnanvert landið aö sex grímubúnum, vopnuöum mönnum, sem í gær létu kúlnahríðina dynja á flutningabifreið og stálu úr henni 100.000 írskum pundum, um 2,7 milljónum ísl. kr. Að sögn lögreglunnar í Cork, sem er önnur stærsta borg á ír- landi, skutu ræningjarnir á flutn- ingabifreiðina með þeim afleiðing- um að bílstjórinn missti stjórn á henni og ók á húsvegg. Þeir neyddu síðan öryggisverðina, sem með bílnum voru, til að leggjast á götuna meðan þeir létu greipar sópa um farminn, peningasend- ingu til banka nokkurs í borginni. Lögreglan hallast helst að því, að hér hafi verið að verki menn úr IRA eða marxískum klofnings- hópi, sem kallast írski þjóðfrelsis- herinn. Þeir eru kunnir að því að fjármagna baráttuna gegn Bret- um á Norður-írlandi með banka- ránum í írska lýðveldinu. Á síð- ustu þremur árum hefur þeim tek- ist að ræna jafnvirði u.þ.b. 140 milljónum ísl. kr. í búri með 250 cobraslöngum: OLÍAN ÓGNAR — Kubber-eyja undan Kuwait-strönd sést hér umlukin olíuflekki, sem er í þann veginn að leggjast að drifhvítum sandinum. Ráðamenn ríkjanna við Persaflóa eru skelfingu lostnir vegna olíumengunar- innar, sem getur ekki aðeins valdið efnahagslífi þessara þjóða stórkostlegum búsifjum heldur einnig skaðað lífríki sjávarins um langa framtíð. Olían streymir úr tveimur írönskum olíulindum en styrjöld írana og íraka hefur komið í veg fyrir tilraunir til að loka fyrir lekann. Víetnamskir hermenn flýja frá Kambódíu Hætti eftir 40 daga og tvö bit Aranyaprathet, Thailandi, 15. aprfl. AP SEX hermenn frá Víetnam, sem báru fyrir sig stríðsþreytu, fóru á mánudag yfir landamæri Kambódíu og Thailands og gáfust upp fyrir hermönnum frá Thailandi. Þetta eru fyrstu hermennirnir frá Víetnam, sem orðið hafa til þess aö flýja til Thailands, frá því að bardagar brutust út að nýju í vesturhluta Kambódíu. Hermennirnir sex voru úr her- liði frá Víetnam, sem réðist á að- alstöðvar Norodoms Sihanouks Veður víða um heim Akureyri 0 slydda Amsterdam 12 heiósklrt Aþena 17 skýjaó Barcelona 16 Mttskýjaó Bertin 8 skýjaó Brössel 14 heióskírt Chicapo 9 skýjaó Dubtin 14 heióskírt Feneyjar 14 þokumóóa Frankfurt • rigning Ganf 9 heióskírt Helsínki 4 heióskírt Hong Kong 27 skýjað Jóhannesarborg 26 heióskírt kairó 30 heióskfrt Kaupmannahöfn 8 rigning Las Palmas 22 léttskýjaó Lissabon 24 skýjaó London 16 heióskirt Los Angeles 20 heióskírt Madrid 23 heióskirt Malaga 17 alskýjaó Mallorca 18 léttskýjaó Mexíkóborg 27 heiðskírt Miami 25 skýjaó Moskva 2 skýjað Nýja Delhi 26 skýjaó New York 10 rigning Ósló 10 skýjaó París '13 heióskírt Perth 27 heióskirt Reykjavik 1 skýjaó Rio de Janeiro 19 heióskírt Rómaborg 18 heióskirt San Francisco 16 heióskírt Stokkhólmur 8 skýjaó Sydney 16 skýjaó Tókýó 17 rigning Vancouver 14 skýjaó Vínarborg 8 skýjaó Pórshöfn 6 eútd prins fyrr í þessum mánuði. Um 25.000 Kambódíumenn flýðu und- an þessu innrásarliði Víetnama og fengu bráðabirgðahæli í Surin héraði í Thailandi. Á öðrum stað hertóku Víetnamar stöðvar Rauðu Khmeranna svonefndu eftir mikla bardaga, en sá atburður varð þess líka valdandi, að fjöldi Kambó- díumanna sá sér þann kost vænst- an að flýja inn í Thailand. Zhao Ziyang, forsætisráðherra Kína, sem nú er í fimm daga opinberri heimsókn í Nýja Sjá- landi, sagði í dag í veizlu, sem haldin var honum til heiðurs, að binda yrði endi á þátttöku Víetn- ama í hernaðarátökunum í Kam- bódíu. Lagði hann til, að kosn- ingar yrðu haldnar í landinu undir umsjón Sameinuðu þjóðanna. ERLENT Sharjah, Sameinuðu arabiaku fursta- dæmunum, 15. aprfl. AP. INDVERSKI slöngutemjarinn Tayil Abu, sem í 40 daga hefur verið inni- lokaður í búri með 250 baneitruðum cobraslöngum, hætti í dag við að reyna að setja heimsmet í þessari íþróttagrein. Var ástæðan sú, að hann var ekki vel frískur enda slöngurnar búnar að bíta hann tvisv- „Slöngurnar eru vinir mínir og þeim kæmi aldrei til hugar að meiða mig af ásettu ráði,“ sagði Abu eftir að hann gafst upp á sambúðinni við slöngurnar. Síð- astliðinn miðvikudag beit ein slangan hann og önnur daginn eft- ir. Abu kenndi því um í fyrra sinn- ið, að slöngunum hefði liðið illa í kæfandi hitanum og rakanum það seinna stafaði af því, að blossi frá myndavél hræddi eina slönguna þegar hún átti leið yfir brjóstið á Abu og beit hún hann þá í hálsinn. Abu var að reyna að slá met dr. Tombais, annars indversks slöngutemjara, sem var í 100 daga með 100 eitruðum cobraslöngum „án þess nokkru sinni slægist upp á vinskapinn". Nýr yfir- maður Banda- ríkjahers í V-Evrópu Heidelberg, 15. aprfl. AP. GLENN K. Otis hershöföingi tók í dag við stöðu yfirmanns bandaríska hers- ins í Evrópu. Tók hann við af Frederick J. Kroesen hershöfðingja, sem nú læt- ur af störfum fyrir aldurs sakir eftir 40 ára þjónustu f þágu Banda- ríkjahers. Kroesen lifði af morðtil- raun Baader-Meinhof hryðjuverka- hópsins í september 1981. Hann var sæmdur tveimur heiðursmerkjum nú, er hann lét af störfum. Pólland: Fær ekki að minnast Gyðingauppreisnarinnar m Eini núlifandi foringi uppreisnar- manna undir eftirliti lögreglunnar Varsjá, 15. apríl. AP. MAREK Edelmann, einn af foringjum uppreisnarinnar gegn nazistum I Gyðingahverfinu í Varsjá 1943, skýrði svo frá í dag, að pólska lögreglan hefði hann undir eftirliti og hefði fyrirskipað honum að vera ekki við- staddur óopinbera athöfn, sem fram á aö fara á sunnudag til þess að minnast þess, að 40 ár eru liðin frá uppreisninni. Edelmann hefur gefið út opið borginni Lodz, hefur skýrt svo bréf, þar sem hann fordæmir sem „hræsnisfulla" þá viðhafn- armiklu athöfn, sem.fram á að fara á vegum hins opinbera til þess að minnast uppreisnarinn- ar. Þá hefur hann sagt, að hann muni óhikað taka þátt í hinni óopinberu athöfn, sem skýrt var frá hér að framan. Um 1.500 erlendir gestir eru væntanlegir til Varsjá til þess að minnast uppreisnarinnar þar, en talið er, að í henni hafi 70.000 Gyðingar verið drepnir. Sex milljón Pólverjar, þeirra á meðal um hálf milljón Gyðinga, létu lífið, á meðan hernám Þjóðverja í Póllandi stóð yfir í síðari heimsstyrjöldinni. Edelmann, sem er læknir í frá, að hann hafi verið handtek- inn og yfirheyrður af óeinkenn- isklæddum leynilögreglu- mönnum. „Mér var tjáð það í gær, að Kiszczak innanríkis- ráðherra, sem er yfirmaður pólsku lögreglunnar, hefði gefið út fyrirmæli um, að mér væri bannað að fara frá Lodz fyrr en eftir 24 apríl," sagði Edelmann. Með tilliti til þes9, hve vel væri fylgzt með ferðum sínum af lög- reglunni, þá “yrði hann að bregða sér í fugislíki til þess að framkvæma þau áform sin að fara til Varsjá á sunnudag". Edelmann er 62 ára að aldri og er eini núlifandi leiðtogi upp- reisnarinnar, sem enn er búsett- ur i Póllandi. rra uyðingahverfinu í Varsjá 1943. Mynd þessi sýnir hóp Gyðinga, þeirra á meðal lítinn dreng, sem skipað er á brott af þýzkum hermönnum. Mynd þessi fylgdi upphaflega skýrslu, sem þýzki SS-hershöfðinginn Stroop sendi yfirmönnum sínum. Myndin var síðan notuð sem sönnunargagn í stríðsréttarhöldunum í Nlirnberg 1945. Samkvæmt frásögn frönsku fréttastofunnar AFP, bar kona ein í Varsjá síðan kennsl á drenginn og sagði nafn hans vera Arthur Schmiontak, en ættingjar hans, sem nú eru búsettir í ísrael, segja að hann hafi aldrei komið fram síðar, heldur verið drepinn vorið 1943.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.