Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 39 fclk í fréttum Linda Gray að skilja + Eftir 20 ára hjúskap ætlar Linda Gray, sem flestir þekkja betur sem Sue Ellen, nú aö skilja viö manninn sinn, Ed Tresher. „Ed gat ekki sætt sig viö vel- gengni mína,“ sagði Linda, sem nú er oröinn miiljónamæringur og heimsþekkt fyrir Dallas- þættina. Hjónabandiö hefur veriö dálítið stormasamt upp á síö- kastiö og í fyrra hljóp Linda aö heiman meö umboösmanni sín- um, Richard Grant, og átti meö honum nokkra daga í London. Hún sneri þó heim aftur í þaö sinn en nú gengur þaö víst ekki lengur. Ed, sem er listráöunautur hjá hljómplötufyrirtæki, líkar ekki, aö Linda skuli vera aö heiman öll kvöld og hann einn meö börnunum tveimur, Jeff, 18 ára, og Kelly, 16 ára. „Fallerasta amman á Italíu" + ítalska leikkonan Claudia Cardinale er kölluö „fallegasta amman á Ítalíu" af löndum sín- um en hún er nú 44 ára gömul og hefur verið amma í fjögur ár. Claudia var tvítug þegar hún átti soninn Patrick, en ógift, og þaö þótti ekki gott til afspurnar á italíu í þá daga. Þess vegna kom Claudia Patrick litla fyrir í fóstur í Englandi og fókk leynt honum í heil níu ár. Patrick gifti sig snemma og átti dótturina Lucille, sem nú er fjögurra ára og jafn gömul Claudinu, dóttur Claudiu og sambýlismanns hennar síöustu átta árin, Pasquale Squitieri. Flóamarkaður ársins! Félag einstæðra foreldra heldur flóamarkaö í Skeljanesi 6 (leiö 5 hefur endastöð viö húsiö) laugardag 16. og sunnud. 17. april frá kl. 2—5. Þar verður á boöstólum allt milli himins og jaröar; gam- all tízkufatnaöur af öllu tagi og öllum stærðum og gerö- um, húsgögn, m.a. barnarúm, sófar, kommóður, borð, svefnbekkir, gömul saumavél (í lagi) einnig nýr fatnaöur á unga sem aldna, bækur, skrautmunir og hvers kyns gúrn. Allt á spottprís. Félag einstæöra foreldra. ^llillkW LAKK Á BÍLINN BÍLAEIGENDUR, BÍLAMÁLARAR PARF AÐ BLETTA EÐA SPRAUTA BÍLINN ? Dupont lökkin LUCITE og IMLAR eru gæðavara, margreynd og henta íslenskum staðháttum. Gefiö okkur upp bílategund, árgerð og litanúmer. Við afgreiðum litinn með stuttum fyrirvara. I Dupont blöndunarkerfinu eru 7000 litaafbrigði möguleg. Öll undirefni svo sem grunnar, þynn- ar og sparsl fást einnig hjá okkur. IMLAR IUCITE CsKP&SJ Síöumúli 32. Sími 38000 SPUNNIÐ UM STALIN eftir MATTHÍAS JOHANNESSEN heyra með hans eyrum, skilja með hans réttlæti. Hann er lögmálið, kenningin holdi klædd. Hann er alls staðar nálægur, því að hann lifir í hverri hugsun, hverri taug. Rödd hans í hvers manns brjósti. 12 yntingarnar, sem marxistar nota í Lúbjanka- fangelsinu og víðar í Sovétríkjunum um þessar mundir, eru þær sömu og málgagn íslenskra sósíalista, Þjóðviljinn, segir að eigi sér stað hjá marxistum í Afganistan hálfri öld síðar, árangursríkar pyntingar: Einn böðlanna hét Amin og hafði það sérstaka verkefni að nauðga konum auk þess sem hann var sérfræðingur í raflostspyntingum. Farida var í klefa með 40 konum, og henni var misþyrmt í sérstöku hryllingsherbergi þar sem útslitin augu, handleggir og aðrir líkamspartar lágu sem hráviði. Einn böðlanna notaði afhogginn handlegg til þess að slá einn kvenfangann. Auga var rifið úr fanga að henni aðsjándi og lagt fyrir framan hana á borð og henni sagt að sama myndi gert með hana yrði hún ekki samvinnufúsari. Farida var þvinguð til að standa í fætuma í tvær vikur og slegin í hvert skipti sem hún var að falli komin. Að lokum var hún látin laus og tókst að flýja land. Hún býr nú í París og hefur kært meðferðina til Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna ... Hann sagði að beitt væri raflosti á kynfæri, að hár og skegg manna væri reitt af og föngum væri neitað um að fara á salerni í niðurlægingarskyni. Hann sagðist hafa séð sovéska yfirheyrslumenn sperra aftur höfuð fanga og míga upp í þá. Þá hefði lögregluhundum verið sigað á innilokaða fanga, fólk hengt upp á fótunum og konur bundnar niður í rúm og þeim nauðgað. Hann sagðist m.a. hafa séð konu, sem var vanfær á 8. mánuði, vera nauðgað af fleiri mönnum að eiginmanni hennar viðstöddum . ..) 13 essari frásögn er nú komið þar, sem hún breytist í draum; martröð. í martröð hverfur tími og veru- leiki og öllu ægir saman. Það á einnig við um réttarhöld af því tagi sem nú verður greint frá. Réttarsalur. Vyshinsky er í hlutverki hins opinbera ákæranda. Hann snýr sér að Kamenev og segir: Stattu upp, þú tókst þátt í samsærinu. Kamenev: Hvaða samsæri, það var ekkert samsæri. Vyshinsky: Ekkert samsæri! Hann snýr sér að Búkharin og segir: Var ekkert samsæri?! Búkharin: Jú, herra ríkissaksóknari. Vyshinsky snýr sér að Krestinsky og segir: Var ekkert samsæri?! Krestinsky: Jú, herra ríkissaksóknari. Vyshinsky spyr Kamenev: Játar þú að hafa verið í slagtogi með þessum þremur? Kamenev: Slagtogi? Vyshinsky: Að þú hafir haft nájð samstarf við þessa þrjá? Kamenev: Já. Vyshinsky: Játarðu þá, að þú hafir tekið þátt í samsæri með þeim, Pétur? Kamenev: Pétur? Vyshinsky: Játarðu ekki, að þú sért Pétur? Kamenev ruglaður: Pétur, nei? Vyshinsky: Herra dómsforseti, Kamenev neitar að hann sé Pétur. En ef Kamenev er ekki Pétur, þá er nafn hans merkingarlaust. Neitun hans er því játning. Pétur Kamenev . . . klettur! Kamenev: Játning, klettur . . . Pétur? Vyshinsky: Tókstu þátt í samsæri með þessum þremur og skósveinum þeirra? FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.