Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983
ALÞINGISKOSNINGARNAR
Samdráttur á nær öllum
sviðum atvinnulífeins
Norðurlandskjördæmi:
** M
Akureyri
í (Tí Tfí Tíi íí( irr
Morgunbiaöið/ KEE. Síldarstemning á Húsavík.
IJÓST ER að samdráttur er á nær
öllum sviðum atvinnulífsins í Norð-
urlandskjördæmi eystra og að at-
vinnumálin verða helzta kosninga-
málið: íbúafjölgun er orðin nokkuð
undir landsmeðaltali; atvinnuleysi
hefur ekki verið meira á undanförn-
um árum; verulegur samdráttur er f
byggingaframkvæmdum; hinar hefð-
bundnu atvinnugreinar taka ekki við
fyrirsjáanlegri aukningu atvinnu-
framboðs; skapa þarf um 2.400 ný
atvinnutækifæri á þessum áratug;
fjárhagur sveitarfélaga er þannig, að
Iftíð sem ekkert er um framkvæmdir
vegna samdráttar í tekjum; sjávar-
fang hefur dregizt saman; rekstr-
argrundvöllur atvinnuveganna er
neikvæður. Er stóriðja svarið eða
ekki?
Byggðaþróun
Byggðaröskun hefur lengi verið
til umræðu í kjördæminu. Á síð-
asta áratug var íbúafjölgun yfir
landsmeðaltali nær hvert einasta
ár eftir að hafa verið undir þvi
nær allan áratuginn á undan.
Samtíma þessum sveiflum hefur
orðið talsverð fækkun í dreifbýli á
kostnað þéttbýlisins. Sé litið á
byggðaþróunina á árunum 1960 til
1970 kemur í ljós, að aðeins fjölg-
aði umfram landsmeðaltal á
Reykjanesi og Suðurlandi mikið
til vegna hruns síldarstofnsins og
atvinnuóöryggis úti á landsbyggð-
inni. í upphafi síðasta áratugs var
sjávarútvegurinn endurreistur
með tilkomu skuttogara og jókst
þá sjávaraflinn verulega. Auk þess
jókst önnur atvinna úti á landi svo
og þjónusta og þéttbýli þar styrkt-
ist verulega. Á þessum tíma varð
íbúafjölgun í kjödæminu yfir
landsmeðaltali og á seinni hluta
áratugsins var fjölgunin umfram
landsmeðaltal allstaðar nema á
suðvesturhorninu og Suðurlandi.
Nú hafa orðið umskipti í þessari
þróun og er hún mjög hliðstæð
því, sem var á kreppuárunum í
kjölfar endaloka síldarævintýrs-
ins. Á síðustu þremur árum fjölg-
aði íbúum landsins að meðaltali
um 2,7% og var fjölgunin aðeins
yfir landsmeðaltali á suðvestur-
horninu.
Atvinnumál
Það hefur ætíð verið samræmi
milli atvinnulífsins og afkomu
fólks. Kreppueinkennin koma m.a.
fram i flótta á suðvesturhornið.
Þarna fer saman samdráttur í
sjávarafla, sem landsbyggðin hef-
ur til þessa að mestu byggt af-
komu sína á. Samhliða því hefur
atvinna innan annarra atvinnu-
greina dregizt saman og sú öra
uppbygging, sem átti sér stað í
kjördæminu á síðasta áratug, er
nú fallin í dá. Ljóst er að hinar
hefðbundnu atvinnugreinar, sjáv-
arútvegur og landbúnaður, geta
ekki tekið við væntanlegri aukn-
ingu á atvinnuframboði þessa ára-
tugs, en á honum mun nauðsyn-
legt að skapa um 2.400 ný atvinnu-
tækifæri. Atvinnuleysi er þegar
orðið talsvert og hefur ekki verið
meira í langan tíma. Bygginga-
framkvæmdir hafa ekki verið
minni í kjördæminu síðan 1978 og
í kjölfar þess hefur þjónusta við
byggingaiðnaðinn dregizt saman.
Sem dæmi um það má nefna, að
árið 1978 voru 265 íbúðir fullgerð-
ar á Akureyri, 1979 192, 1980 126,
1981 105 og í fyrra 109. Ekki hefur
verið byggður upp nýr iðnaður í
kjördæminu, aðeins stólað á sjáv-
arútveg og landbúnað, sem hvor-
ugt virðist hægt að reka án
styrkja. Vegna þessa eru uppi
miklar raddir um bráða lausn og
hefur stóriðja helzt verið nefnd í
því sambandi. Bent er á að hún sé
rökrétt framhald af virkjun
Blöndu svo og að bygging mikillar
verksmiðju myndi skapa fjölda at-
vinnutækifæra og verkefna fyrir
byggingarfyrirtæki og aðra þjón-
ustu. Á eftir myndi stóriðja svo
veita fjölda manns atvinnu, auka
tekjur viðkomandi sveitarfélaga
og gæti hugsanlega orðið aflgjafi
smáiðnaðar tengdum henni. Um
þetta eru auðvitað skiptar skoðan-
ir. Talað hefur verið um stóriðju,
hugsanlega álver í Eyjafirði. Aðr-
ir óttast það að slík verksmiðja og
bygging hennar gæti haft óæski-
leg áhrif á landbúnaðinn og hefð-
bundnar atvinnugreinar í ná-
grenninu og jafnvel valdið byggð-
aröskun innan kjördæmisins. Áuk
þessa er rætt um byggingu papp-
írsverksmiðju á Húsavík og telja
forvígismenn hennar það ótvírætt
hagkvæman kost. Hvað varðar
eystri hluta kjördæmisins byggist
atvinna nær eingöngu á sjávarút-
vegi og eru hugmyndir um annað
en frekri uppbyggingu hans frem-
ur fáar. Menn eru þó sammála um
það, að ekki dugi að koma á fót
iðnaði, hvorki stórum né smáum,
verði ekki lagt af skattpiningu og
rekstrargrundvöllur iðnaðar verði
jákvæður, verðbólgan hjaðni og
vextir verði viðráðanlegir.
Fjárhagur sveitarfélaga
í kjölfar þessa ástands hafa
tekjur sveitarfelaga dregizt veru-
lega saman og duga nú varla til
annars en lögbundinnar þjónustu
og bráðnauðsynlegrar uppbygg-
ingar. Sem dæmi má nefna að á
Kópaskeri er ekkert fé til fram-
kvæmda á þessu ári. Síðan loðnu-
veiðum lauk hafa tekjur Raufar-
hafnarhrepps dregizt saman um
nálægt 25% og fækkað hefur um
60 manns á fimm ára tímabili, en
það er rúmlega 10%. Fram-
kvæmdir þessa árs verða í lág-
marki og nánast ekkert unnið að
varanlegri gatnagerð. Ástandið er
þessu líkt víðast hvar í kjördæm-
inu og hugsa sveitarstjórnarmenn
á stærri stöðunum talsvert um
aukið forræði í uppbyggingu og
fjármálum, en á minni stöðunum
er megináherzla lögð á byggða-
stefnu til lausnar vandanum.
Menntamál
Staða menntamála í fjórðungn-
um er nokkuð góð, þó ekki sé hún
talin fullnægjandi. Skipuð hefur
verið nefnd til undirbúnings náms
á háskólastigi á Akureyri og er
mikill áhugi fyrir því að háskóli
rísi þar í framtíðinni. Grunnskóla-
kerfið er orðið vel hýst nema á
Akureyri, Hrísey og Reykjahlíð.
Af framkvæmdum hvað varðar
grunnskólann í kjördæminu má
nefna, að síðastliðið haust var tek-
ið í notkun nýtt skólahús á Greni-
vík; haldið var áfram byggingu
skólahúss á Dalvík og hefur hluti
þess verið tekinn í notkun; í Bárð-
ardal var nýbygging vegna mötu-
neytis tekin í notkun; á Kópaskeri
var tekið nýtt skólahús í notkun í
haust; á Akureyri var tekin í notk-
un ný álma við Glerárskóla haust-
ið 1981, og i vetur var nýtt íþrótta-
hús tekið í notkun á Akureryi.
Rætt hefur verið um ný lög um
skiptingu skólakostnaðar. Skipt-
ingin verði að vera skýlaus og ekki
verði blandað saman kostnaði
vegna grunnskólanáms og fram-
haldsnáms og nauðsynlegt sé að
ríkið greiði rekstrarkostnað skól-
anna á réttum tíma, en á því hefur
verið misbrestur vegna slakra
kostnaðaráætlana. Eins og skipt-
ing kostnaðar er nú í grunnskóla-
kerfinu er byggingakostnaði skipt
jafnt milli ríkis og sveitarfélaga,
ríkið greiðir öll laun, en tekur eng-
an þátt í viðhaldskostnaði. telja
menn mikla nauðsyn á að það
breytist.
Þó grunnskólakerfið sé víðast
vel hýst vantar ýmislegt. íþrótta-
kennsla situr víða á hakanum svo
og verkmenntakennsla og heimil-
isfræði. Þá vantar mikið upp á að
skólabókasöfn séu fullnægjandi,
en þeim er ætlaður veglegur sess í
Á þessuni myndum má sjá hlutfallslcga fólksfjölgun eftir landssvæðum. Á mynd 1 er landsmeðaltal 9,3% og eru þau svæði skyggð, sem ekki ná
landsmcðaltali. Mynd eitt sýnir þróunina á árunum 1960 til 1965 er flótti var af landsbyggðinni á suðvesturhornið. Mynd 2 sýnir þróunina á árunum 1980 til
1982. Þar kemur í Ijós, að það er aðeins suðvesturhornið, sem er yfir landsmeðaltali og bendir það til þess að gömlu kreppueinkennin séu að koma fram með
flóttanum á suðvesturhornið.