Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Myndin er tekin í litlum bæ, sem heitir Zell og þekktur er fyrir gób vín. Zell hefur öldum saman staðið við ána Mósel en síðustu daga má segja, að bærinn hafi staðið / Mósel vegna vatnavaxtanna að undanfíirnu. Flóðin eru nú í rénun. AP- Flóðin í rénun Köln, 15. apríl. AP. FLÓÐIN í Rín og þverám hennar voru í rénun í dag en vegna þeirra urðu þúsundir manna að flýja heimili sín í gamla borgarhlutanum í Köln og öðrum borgum Vestur-Þýskalands. Ekki er enn vitað hve tjónið af völdum flóðanna er mikið en talið er að það nemi milljónum marka í Rínar-, Mósel-, Saar- og Neckar- dal. Flóðvarnargarðurinn í Köln er nú aftur sjáanlegur en hann var á bólakafi þegar vatnið var sem mest. Lækkar vatnsborðið nú um fjóra sm á klukkutíma. Svo virðist sem vínviðurinn í bröttum hlíðum dalanna hafi sloppið að mestu leyti en miklar skemmdir hafa hins vegar orðið í vínkjöllurunum. Forfaðir hvalanna finnst í Pakistan \Va.shini,rton, 15. apríl. AP. VÍSINDAMENN segjast hafa fund- ið 50 milljón ára gamla steingerv- inga, sem séu „týndi hlekkurinn" milli hvala og landdýra, 1,8 metra langt dýr, sem lifði á landi en fór í sjó eftir fiski. Hálf höfuðkúpa, nokkur brot úr neðri kjálka og tennur, sem fund- ust í Pakistan, eru elstu og frum- stæðustu leifar hvala, sem enn hafa komið í leitirnar að því er segir í dag í tímaritinu Science Magazine. Vísindamennirnir, sem eru frá ýmsum löndum, segja, að skepnan hafi lifað jafnt í sjó sem á þurru landi og einkum haldið sig við grynningar mikils fornhafs, sem Tethys kallast og náði frá Mið-Asíu til Vestur-Evrópu. Höfundar skýrslunnar segja, að erfitt sé að gera sér góða grein fyrir hvernig dýrið leit út en eftir hauskúpunni að dæma, aftari helmingur hennar var 45X15 sm, getur það hafa vegið um 135 kg og verið 1,8—2,4 m á lengd. Stærstu núlifandi hvalir verða allt að 33 m langir og 120 tonn á þyngd. Dýrið virðist einnig hafa haft fremur smáan heila og langt trýni eins og úlfur. „Við teljum að skepnan hafi lagst í sjó vegna gróskunnar á söltum grynningunum," segja vís- indamennirnir. „Við þessar að- stæður er jafnan mikil áta og hún dregur til sín fiskinn, sem dýrið lifði á.“ Stórkostleg fjölskylduhátíð Stapa í fW$ " Sjálfstæöiskonur Suöurnesjum efna til fjöl- skylduhátíöar í Stapa, Njarövík laugardag- inn 16. apríl kl. 2. Fram koma fjölmargir skemmtikraftar frá: Vogum, Grindavík, Sandgerði, Garöi, Njarðvík og Keflavík. Meðal skemmtiatriða eru: • Dansstjarnan, t Drengjahljómsveit frá Grindavík. • Skemmtikraftar frá Garöi. Sóley Jóhannsdóttir og fleiri. • Fjórar diskóstúlkur frá Sand- gerði. • Skemmtikraftar úr Vogunum. • Nemandi úr tónlistarskólanum Njarðvík. • Jun Fan flokkurinn frá Keflavík. Frambjóöendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjaneskjördæmi mæta og sýna kannski á sér nýja hlið. UNDIRBUNINGSNEFNDIN Lftil hjálp í körlunum London, 15. apríl. AP. ISKESKIR karlmenn gera lítið sem ekkert til að hjálpa konum sínum með börnin eða önnur heimilisstörf að því er segir í niðurstöðum könn- unar, sem gerð var lýðum Ijós í dag. Könnunin náði til 110 hjóna og var unnin á vegum tímarits, sem fjallar um hús og heimili. Þar kom fram, að það að sinna barn- inu var í augum flestra karl- manna að leika við það iitla stund en ekki að vakna til þess um miðjar nætur eða að skipta á því. Ári eftir barnsburð höfðu 70% karlanna aldrei farið fram úr á nóttunni til að kíkja á krakkann og 20% höfðu aldrei baðað hann eða skipt um bleyju. Um 30% kvennanna voru óánægð með menn sína og fram- lag þeirra til heimilisstarfanna og flestar sögðust þær vinna öll húsverkin. Karlarnir báru því yf- irleitt við, að þeir ynnu langan vinnudag og hefðu því bara ekki tíma til að taka til hendinni HOIMDA aumTET x v -■ f w y FJÖLSKYLDUBÍLLINN MEÐ BREYTILEGA FLUTNINGSMÖGULEIKA OG AUÐVITAÐ FRAMHJÓLADRIFI — GERIÐ PÖNTUN Á APRÍLGENGI — VERÐ FRÁ KR. 259.000,- gengi s.4.’83. BÍLASALA OPIN í DAG KL. 11 —4. HONDA A ISLANDI — VATNAGÖRÐUM 24 — SÍMI 38772.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.