Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR OG LESBÓK 85. tbl. 70. árg. LAUGARDAGUR 16. APRÍL 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Niðurstaða skoðanakönnunar Hagvangs; Sjálfelæðisílokkur 26 þingmenn Bandalag 5 og kvennalistar 4 Upplýsingar fengust frá 80,3% brúttóúrtaks HAGVANGUR hf. hefur framkvæmt skoðana- könnun á fylgi stjórnmálaflokkanna, sem unnin er með þeim nákvæmu, vísindalegu vinnubrögðum, sem tíðkast erlendis við slíkar kannanir og birtir Morgunblaðið niðurstöður þessarar könnunar í dag. Heildarúrtakiö var 1300 manns og var það valið úr þjóðskrá að undangengnu samþykki tölvu- nefndar og Hagstofu íslands og sá Reiknistofnun Háskóla Islands um að velja það. Upplýsingar feng- ust frá 1044 einstaklingum eða 80,3% af brúttóúr- taki. Er þetta mun hærri svarprósenta en áður hefur fengist í skoðanakönnunum á fylgi flokka hér. Niðurstaða skoðanakönnunar Hagvangs hf. er sú, að í alþingiskosningunum að viku liðinni fengi Sjálfstæðisflokk- urinn 44,9% greiddra atkvæða og 26 þingmenn. Framsóknar- flokkurinn 16,8% og 13 þing- menn. Alþýðubandalagið 13,1% atkvæða og 7 þingmenn, Banda- lag jafnaðarmanna 9,9% at- kvæða og 5 þingmenn. Alþýðu- flokkur 7,3% atkvæða og 4 þing- menn, Samtök um kvennalista 7,2% og 4 þingmenn og sér- framboð Sjálfstæðismanna á Vestfjörðum 0,8% og 1 þing- mann. Hagvangur hefur einungis birt þingsætaskiptingu skv. þessari könnun í einu kjördæmi sérstaklega, þ.e. í Reykjavík og tekur fram í greinargerð, sem birt er í heild á miðopnu Morg- unblaðsins í dag, að niðurstöður um, hverjir nái kjöri í einstök- um kjördæmum séu óvissar. Samkvæmt skoðanakönnun Hagvangs fengi Sjálfstæðis- flokkurinn 6 kjördæmakosna þingmenn í Reykjavík og 50% atkvæða, Bandalag jafnaðar- manna 2 kjördæmakosna þing- menn og 15,1% atkvæða. Al- þýðubandalagið 2 kjördæma- kosna þingmenn og 14,4% at- kvæða, Samtök um kvennalista 1 þingmann og 9% atkvæða. Framsóknarflokkur 1 þingmann og 6,1% og Alþýðuflokkur 5,4% og engan kjördæmakosinn þing- mann í Reykjavík. Könnunin var framkvæmd dagana 8.—14. apríl sl. í Reykjavík og Reykjanesi voru þátttakendur heimsóttir. Hringt var í þátttakendur í öðr- um kjördæmum og fékkst ámóta svarhlutfall með báðum aðferðum. í heimsóknum var upplýsingum safnað í kassa, sem innsiglaðir voru af borgar- fógetaembættinu og fulltrúi embættisins fylgdist með sím- hringingum. Sjá greinargerð Hagvangs hf. í heild á miðopnu og samtal við Ólaf Örn Har- aldsson, framkvæmda- stjóra Hagvangs. Þátttakendur tóku spyrlum Hagvangs vel í skoð- anakönnun fyrirtækisins. Á innfelldu myndinni sést Þorkell Gíslason, borgarfótgeti, rjúfa innsigli þeirra kassa, sem spurningaseðlar Hagvangs voru settir í eftir að fólk hafði svarað í skoðanakönnun- inni. Mbl. Ól.K.M. Yfirvofandi hrun fisk- stofiia í Barentshafi <>sló. 15. apríl. Erá frétUriUra Morgunblaósins, Jan Erik Lauré. MAGNIÐ af þorski og ýsu í Barentshafi á eftir að verða með eindæmum lítið á næstu árum. Spá fiskifræðinganna er sú, að árið 1985 og næstu ár á eftir verði þar „dauður sjór“, það er lítill eða enginn fiskur. Kemur þetta fram í nýrri norskri skýrslu, sem birt var á miðvikudag. Skýrslu fiskifræðinganna er nú gefinn meiri gaumur en nokkru öðru í norska sjávarútvegsráðu- neytinu. Þannig verður lagt á helgarbann við öllum þorskveiðum um óákveðinn tíma frá og með næstu helgi. Sjómenn hafa mót- mælt þessu banni, en hin áhrifam- ikla skýrsla fiskifræðinganna hef- ur þaggað niður mótmæli. Afli skipa, sem gerð eru út frá Tromsö, er nú 21.000 tonnum minni en hann er vanur að vera í meðalári. Afli Rússa í Barentshafi var í fyrra alls um 40.000 tonn, sem er margfalt minna en hann var áður fyrr. Gunnar Sætersdal, forstjóri norsku hafrannsóknar- stofnunarinnar, hefur látið hafa það eftir sér, að á því leiki enginn vafi, að skýrslan um hina stór- felldu minnkun fiskistofnanna sé á rökum reist. „Ef veiðar á þorski og ýsu leggj- ast niður, þá á það eftir að hafa í för með sér afar neikvæðar afleið- ingar fyrir íbúa Norður-Noregs, sem lifa að miklu leyti af veiðum á þessum fisktegundum. Nú verðum við að nota tímann vel til þess að búa sjómenn sem bezt undir þau sársaukafullu umskipti, sem fram undan eru,“ var haft eftir Thor Listau, sjávarútvegsmálaráðherra Noregs, er framangreind skýrsla var birt. Líffæri til sölu — vegna kosningaskulda Porto Alegre, 15. april. AP. MAÐUR nokkur, sem bauð sig fram til borgarstjórnarinnar í brasilísku borginni Porto Alegre en náði ekki kjöri, hefur nú boð- ist til að selja úr sér annað nýrað, annað lungað og hornhimnu úr öðru augu til að geta staðið í skil- um með kosningaskuldirnar. Roque Betinelli, frambjóð- andinn umræddi, naði ekki endurkjöri í borgarstjórnar- kosningunum, sem fram fóru í nóvember sl., og í viðtali við brasilíska sjónvarpið í fyrra- dag skýrði hann frá þessu sér- stæða boði sínu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.