Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 16.04.1983, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRlL 1983 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. APRlL 1983 25 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinssqn. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 180 kr. á mánuöi innanlands. j lausasölu 15 kr. eintakiö. Vondur viðskilnaður Geir Hallgrímsson, formað- ur Sjálfstæðisflokksins, sagði á fundi á ísafirði á mið- vikudag að nú stæðu lands- menn frammi fyrir „versta viðskilnaði nokkurrar ríkis- stjórnar" í sögu íslenska lýð- veldisins og um leið hinum „al- varlegasta vegna þess að svo mjög hefur verið vegið að und- irstöðum efnahagslífs okkar og svo lítið hugað að framtíðinni". Gunnar Thoroddsen, forsæt- isráðherra, staðfesti síðan réttmæti þessara orða Geirs Hallgrímssonar á fundi hjá sjálfstæðismönnum í Breiðholti á fimmtudag. Forsætisráðherra sagði: „Það sem við blasir í verðWlgu- og verðlagsmálum er svo alvarlegt, að ekki verður við unað.“ Ráðherrann sagði að næsta holskefla myndi skella yfir 1. júní næstkomandi og engin ríkisstjórn gæti látið hana ganga yfir. Gaf forsætis- ráðherra jafnframt til kynna að hann hefði staðið fyrir und- irbúningi ráðstafana til að koma í veg fyrir þessa hol- skeflu. Staðfesta þau orð það sem hefur verið á sveimi um að ríkisstjórnin ætli að streitast við að sitja eins lengi og frekast er kostur að kosningum lokn- um, en innan ríkisstjórnarinn- ar er þó ekki samstaða um nein úrræði eins og kunnugt er. Þegar litið er yfir stjórn- málasögu lýðveldisáranna er ljóst að fráfarandi ríkisstjórn er með viðskilnaði sínum að slá met sem vinstri stjórn Her- manns Jónassonar, formanns Framsóknarflokksins, átti en hún hrökklaðist frá í desember 1958 með þeim orðum forsæt- isráðherrans að ný verðbólgu- alda væri að skella yfir og ekki væri samstaða um nein úrræði í ríkisstjórninni til að stöðva hina „háskalegu verðbólgu- þróun". Þá var það til marks um verðbólguölduna að laun áttu að hækka um 17 vísitölu- stig 1. desember 1958, holskefl- an eftir þessa stjórn verður 20 stiga launahækkun 1. júní næstkomandi. Lagst á orkuskýrslu Hjörleifur Guttormsson, iðnaðarráðherra, hefur beitt þeirri aðferð í álstríðinu að slá um sig með alls kyns löngum skýrslum sem hann hefur fengið stofnanir til að stimpla í bak og fyrir. Þessar skýrslur eru þannig úr garði gerðar að þar eru opinberir að- ilar látnir votta að útreikn- ingar á forsendum sem ráð- herrann telur vitlausum mál- stað sínum til framdráttar séu réttir. Nú liggur fyrir að Hjör- leifur Guttormsson hefur lagst á skýrslu frá Orkustofnun sem ekki passar inn í áróðursmynd- ina sem hann og Alþýðubanda- lagið vilja að dregin sé. Orkustofnun reiknaði það út á forsendum sem eiga sér stoð í veruleikanum en byggjast ekki á alþýðubandalagsáróðri, að al- mennir rafmagnsnotendur hefðu orðið að borga mun hærra verð fyrir raforkuna síð- astliðinn áratug ef álverið í Straumsvík hefði ekki verið byggt og gerður samningur um orkusölu til þess. Ætla má að rafmagnsverð til almennra not- enda hefði verið 20% hærra. Þessi skýrsla Orkustofnunar kippir auðvitað grundvellinum undan öllum hatursáróðri Al- þýðubandalagsins í garð þeirra sem stóðu að gerð samninganna við Alusuisse í upphafi og mót- uðu stóriðjustefnuna. Hvað gerði Hjörleifur Guttormsson við þessa skýrslu? Trúr hug- sjónum sínum um að það skuli aðeins birt sem stjórnarherr- unum kemur vel stakk hann skýrslunni undir stól og skipaði embættismönnum að þegja um hana. Frakklandsfór að ber að fagna því að Francois Mitterrand, Frakklandsforseti, bauð forseta íslands í opinbera heimsókn. Frakkland er eitt fremsta ríkið á meginlandi Norðurálfu og hefur mótað stefnu í utanríkis- og öryggismálum sem miðar að því að lýðræðisríkin standi öfl- ugan vörð gegn ofríki einræðis- aflanna í austri. Francois Mitt- errand hefur verið skeleggur málsvari frelsis, lýðræðis og sjálfstæðis á forsetastóli, þeirra hugsjóna sem íslending- um eru kærastar. Þá er jafn- framt til þess að líta að Frakk- land hefur sterka stöðu og oft sérstöðu innan Evrópubanda- lagsins (Efnahagsbandalags Evrópu) sem við íslendingar eigum mikil, skipti við bæði vegna innflutnings og útflutn- ings. Okkur er mikilvægt að hafa eins mikið frjálsræði á þeim markaði og frekast er kostur jafnt fyrir þorsk, lýsi og annan varning. Hafi heimsókn frú Vigdísar Finnbogadóttur treyst hin mikilvægu tengsl ís- lands og Frakklands, sem ekki er að efa, verður hún ekki að- eins gestum og gestgjöfum til ánægju heldur þjóðunum til gagns. Hagvangur hf.: Könnun á fylgi stjórnmála flokkanna í alþingiskosn- ingunum 23. apríl 1983 Hagvangur hf. kynnir hér niðurstöður úr skoðanakönnun á fylgi stjórnmálaflokkanna er var gerð á tímabilinu 8.—14. apríl síð- astliðinn. Á fyrstu þremur dögum könnunarinnar fengust svör frá um 85% þátttakenda, þannig að hugsanleg áhrif kynninga svo sem í sjónvarpi á stefnum frambjóð- enda eru hverfandi. Könnunin segir þannig til um afstöðu vænt- anlegra kjósenda á því tímabili sem könnunin stóð yfir. Á þeim tíma er enn nokkur hluti kjósenda óráðinn, og meginþungi kosn- ingabaráttunnar framundan. Könnunin tók til fleiri þátta en stjórnmálaviðhorfa, svo sem markaðshlutdeildar vörutegunda, afstöðu til reykinga og umferð- armála svo nokkuð sé nefnt. Könnunin var gerð með tveim- um hætti: 1. Þátttakendur í Reykjavík og Reykjanesi voru heimsóttir. 2. Hringt var í þátttakendur í öðr- um kjördæmum. Hlutfall þeirra sem svöruðu var svipað í báðum tilvikum. 1 heim- sóknunum söfnuðu spyrjendur upplýsingum í kassa, innsigluðum af Borgarfógetaembættinu, jafn- framt því sem fulltrúi embættis- ins fylgdist með símhringingum. Með ýmsum öðrum hætti var tryggður fyllsti ' trúnaður og þagmælska um svör einstakra þátttakenda. Að undangengnu samþykki tölvunefndar og Hagstofu íslands var úrtak valið úr þjóðskrá. Heild- arúrtakið var 1.300 manns, og sá Reiknistofnun Háskólans um að velja það. Upplýsingar fengust frá 1.044 einstaklingum eða 80,3% af brúttóúrtaki. Skipting þeirra var sem hér segir: Fjöldi % Tóku afstööu 824 78,9 Óákveðnir 186 17,8 Neituðu 34 3,3 Samtals 1.044 100,0 Þar sem hlutfall þeirra sem tóku afstöðu er tæpt 80%, er óvissa vegna þeirra einstaklinga sem ekki tóku afstöðu eða vildu ekki svara lítil. Nákvæmni í spá um niðurstöður í einstökum kjördæmum fer fyrst og fremst eftir fjölda svara. Var því óhjákvæmilegt að spyrja nokkru fleiri í fámennum kjör- dæmum en svarar til hlutfalls þeirra af heildarkjósendafjölda. Við mat á heildarútkomu og út- reikning uppbótarþingsæta voru niðurstöður úr hverju kjördæmi síðan vegnar í samræmi við fjölda á kjörskrá, og var miðað við 90% kjörsókn. Atkvæði lista sérfram- boðs Framsóknarmanna í Norður- landskjördæmi Vestra eru talin með Framsóknarflokknum. Niðurstöður um hverjir nái kjöri í einstökum kjördæmum eru ónákvæmar. Það er t.d. innan marka eðlilegrar óvissu hvort fylgi Alþýðuflokksins í Reykjavík nægði til að fá þar kjördæmakos- inn þingmann. Sama á við um sér- framboð Sjálfstæðra á Vestfjörð- um og raunar fjölda einstakra kjördæmakjörinna þingmanna. Atkvæðahlutfall flokkanna á öllu landinu er hins vegar betur ákvarðað. I undanförnum Alþingiskosn- ingum hefur skipting þingmanna milli Alþýðuflokks, Sjálfstæðis- flokks og Alþýðubandalags ráðist af heildaratkvæðafjölda þeirra. Samkvæmt könnuninni má búast við að þessu verði eins varið með Bandalag jafnaðarmanna og Sam- tök um kvennalista. Þingmanna- fjöldi Framsóknarflokksins ræðst hins vegar af því hvað hann fær marga þingmenn kjördæma- kjörna. Tafla III sýnir þing- mannafjölda flokkanna miðað við sömu heildarhlutföll og f töflu I, ef Framsóknarflokkurinn fengi tveimur kjördæmakosnum þing- mönnum fleiri eða færri. • Könnunin var gerð á tímabilinu 8.—14. aprfl 1983. • Upplýsingar frá svarendum fengust með heimsóknum og símhringingum. • Úrtak var valið úr þjóðskrá af Reiknistofn- un Háskólans. • Úrtaksstærð var 1.300 manns. • Svarhlutfall af brúttóúrtaki var 80,3%. • Hlutfall þeirra sem tóku afstöðu með til- teknum framboðslistum var 78,9%. Tafla III. Heildarúrslit ef Framsóknarflokkurinn fengi 11 eða 15 kjörna þingmenn í stað 13. Þingmenn Þingmenn samtals samtals Alþýöuflokkur 4 4 Framsóknarflokkur 11 15 Bandalag jafnaöarmanna 6 5 Sjálfstæöisflokkur 27 24 Alþýðubandalag 7 7 Sérframboö Sjálfstæöismanna 1 1 Samtök um kvennalista 4 4 Samtals 60 60 Tafla I. Heildarnióurstöóur Fjöldi atkvæða Spá um heildar- Þingmenn í könnuninni fjölda atkvæða % samtals Alþýöuflokkur 63 10.177 7,3 4 Framsóknarflokkur 159 23.223 16,8 13 Bandalag jafnaöarmanna 78 13.730 9,9 5 Sjálfstæöisflokkur 356 62.145 44,9 26 Alþýöubandalag 104 18.158 13,1 7 Sérframboö Sjálfstæöismanna 7 1.150 0,8 1 Samtök um kvennalista 57 9.968 7,2 4 Samtals 824 138.551 100,0 60 Tafla II. R eykjav Fjöldi atkvæða ík Spá um heildar- Kjördæmakjörnir í könnuninni fjölda atkvæöa % þingmenn Alþýöuflokkur 15 2.910 5,4 0 Framsóknarflokkur 17 3.298 6,1 1 Bandalag jafnaöarmanna 42 8.148 15,1 2 Sjálfstæöisflokkur 139 26.963 50,0 6 Alþýðubandalag 40 7.759 14,4 2 Samtök um kvennalista 25 4.849 9,0 1 Samtals 278 53.927 100,0 12 Tafla IV. Samanburður á úrslitum kosninganna 1979 og heildarniðurstöðum könnunarinnar. Úrslit 1979 Heildarniöurstööur Hlutfall atkvæða Þingmenn samtals Hlutfall atkvæða Þingmenn samtals Alþýöuflokkur 17,4 10 7,3 4 Framsóknarflokkur 25,0 17 16,8 13 Bandalag jafnaöarmanna - - 9,9 5 Sjálfstæöisflokkur 35,4 21 44,9 26 Alþýöubandalag 19,7 11 13,1 7 Sérframboö Sjálfstæöismanna 1,2 1 0,8 1 Samtök um kvennalista - - 7,2 4 Önnur framboö 1,3 0 - - Samtals 100,0 60 100,0 60 ár e e Olafur Orn Haraldsson, framkvæmdastjóri Hagvangs um skoðanakönnunina: „Lögðum áherzlu á vísindaleg vinnubrögð“ Skoðanakönnun Hagvangs hf. um fylgi íslensku stjórnmálaflokkanna, sem birtist í Morgunblaðinu í dag, var gerð 8.—14. apríl sl. M.ö.o. voru viðhorf kjósenda könnuð áö— cn framboðskynningar flokkanna hóf- ust í hljóð- og sjónvarpi. Úrtakið var 1300 manns af öllu landinu, sem var valið af handahófi samkvæmt þjóð- skrá á vegum Reiknistofnunar Há- skólans með aðstoð tölvu. Að sögn Olafs Arnar Haraldssonar fram- kvæmdastjóra Hagvangs var ákveð- ið að stækka úrtakið úr rúmlega 1000 manns í 1300 til að auka öryggi niðurstöðunnar og vegna misvægis atkvæða eftir kjördæmum. Eins og fram hefur komið I fréttum var skoðanakönnunin unnin I samráði við ritara Gallup International, Norman Webb, en Ólafur Örn sagði að einnig hefðu verið þegin góð ráð frá Gallup- fyrirtækinu I Danmörku. Sá hátt- ur var hafður við gerð skoðana- könnunarinnar að spyrlar Hag- vangs heimsóttu kjósendur I RSykjavík og á Reykjanesi, en haft var símasamband við fólk úti á landsbyggðinni. ólafur Örn sagði að forsvarsmenn Hagvangs hefðu lagt mikla áherslu á að vís- indaleg vinnubrögð væru höfð að leiðarljósi við gerð skoðanakönn- unarinnar og öllum persónulegum upplýsingum yrði haldið strang- l<»'a leyndum. „Enda fengu þeir spyrjendur sem fóru á heimili þess fólks sem af tilviljum tók þátt I skoðanakönnuninni ekki að vita hvaða flokk það hyggst kjósa I kosningunum 23. apríl. Var þeim spurningum, sem voru af pólitísk- um toga, stungið I umslag er síðan var komið fyrir I innsigluðum kassa," sagði ðlafur. Borgarfógeti, Þorkell Gíslason, innsiglaði kassana sem svörin voru sett ofan I. Þorkell rauf einn- ig innsiglið I votta viðurvist þegar hafist var handa við að vinna úr niðurstöðunum. Þá fylgdist hann með því þegar hringt var I fólk úti á landi til að ganga úr skugga um hvort farið væri að settum regl- um. Auk þess að velja úrtakið, sem lagt var til grundvallar skoð- anakönnuninni, unnu starfsmenn Reiknistofnunar Háskólans, undir stjórn Unnars Þór Lárussonar, við að mata tölvu á niðurstöðunum. Til að fá afnot af þjóðskrá þurftu Hagvangsmenn að fá sérstakt leyfi Hagstofunnar. Klemens Tryggvason hagstofustjóri sagði I samtali við Mbl. að leyfið hefði verið auðsótt, enda hefði Hag- vangur uppfyllt öll skilyrði þar að lútandi. Hjalti Zóphóníasson rit- ari Tölvunefndar, en hún þarf að samþykkja vinnubrögð við úr- vinnslutölu til að koma I veg fyrir að skoðanakannanir brjóti I bága við lög, sagði, að Hagvangi hefði verið veitt umbeðin heimild þar sem vandað hefði verið til skoðanakönnunarinnar og ekkert athugavert komið fram við gerð hennar. Skoðanakönnun Hag- vangs, sem gerð er að fyrirmynd Gallup-fyrirtækja erlendis, hefur verið nefnd „spurningavagninn" („omnibus“-könnun). M.ö.o. fyrir- tækjum og stofnunum var gefinn kostur á að koma á framfæri spurningum I skoðanakönnuninni gegn greiðslu. Að sögn Ólafs Arn- ar nýttu 7 aðilar sér þennan kost, en spurningarnar voru alls 26. Hann sagði ennfremur að ekkert væri því til fyrirstöðu að svör við þeim spurningum, sem ekki væru pólitísks eðlis, yrðu birtar opin- berlega ef samþykki viðkomandi fyrirtækja og stofnana fengist. Um 30 námsmenn úr viðskipta- Klemens Tryggvason, hagstofu- stjóri. fræði- og félagsvísindadeild Há- skólans unnu m.a. að gerð skoð- anakönnunarinnar; fóru þeir á heimili þeirra sem voru I úrtakinu með spurningalista, en 15 starfsmenn Hagvangs hringdu I fólk úti á landsbyggðinni. Þess má einnig geta að allir sem störfuðu að skoðanakönnuninni urðu að Ólafur örn Haraldsson, fram- kvæmdastjóri Hagvangs. skuldbinda sig til þagmælsku varðandi allar upplýsingar um hana. Fyrir hönd Hagvangs stóðu einkum Gunnar Maack og Jón Sig- urðsson viðskiptafræðingar að skipulagningu og framkvæmd skoðanakönnunarinnar. Þeim til ráðuneytis var Guðmundur Guð- mr Hjalti Zóphóníasson, ritari Tölvu- nefndar. mundsson tölfræðingur hjá Seðla- bankanum. Ólafur Örn vildi að lokum koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem lögðu hönd á plóginn; og ekki síst starfsfólki Pósts og síma sem hefði reynst Hagvangi afar hjálp- legt við gerð skoðanakönnunar- innar. Jón Siaurðsson (t.v.) og Gunnar Maack sáu um skipulagningu skoöanakönnunarinnar. Ásthildur E. Bernharösdóttir (t.v.) og Kristín V. Þórðardóttir hringja í fólk úti á landi vegna skoöanankönnunarHagvangs. -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.