Morgunblaðið - 24.04.1983, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 24.04.1983, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 57 hlutum er þeir höfðu tekið upp úr gröfinni. Kvöld eitt er Carnarvon fór í heimsókn til Carters deildu þeir heiftarlega, og endaði með því að Carter rak Carnarvon á dyr. Þó Carnarvon skrifaði sáttabréf til hans skömmu síðar var þetta senni- lega í síðasta sinn sem þeir töluðu saman. í febrúarlok var heilsu Carnar- vons greinilega farið að hnigna. Hann var fölur og virtist alveg út- keyrður, tennurnar féllu úr munni hans og líkamshitinn var óreglu- legur og var eins og hitasóttin kæmi og færi. Snemma í marz fluttist hann til Cairo og um nokkurn tíma var sem heilsa hans færi batnandi en versnaði svo aftur. Kona hans, frú Almina, lagði af stað frá Eng- landi og sonur hans, Porchester lávarður, frá Indlandi. Hinn 26. marz skrifaði einkaritari hans til Carters að Carnarvon hefði blóð- eitrun. Carter lagði þegar af stað til Cairo. Hinn 4. apríl voru þau öll saman komin á Savoy-hóteli í Cairo — en þá hafði Carnarvon fyrir löngu liðið inn í dá, og þau biðu þess er verða vildi. Rétt fyrir kl. 2 um nóttina kom hjúkrunarkonan og tilkynnti að Carnarvon væri látinn. Einmitt á þeirri stundu byrjuðu Ijósin á hótel- inu að blikka og dóu loks alveg út. Næstu fimm raínúturnar var Cairo- -borg almyrkvuð. Rafveita borgar- innar hafði alltaf verið stopul og það fékkst aldrei nein skýring á þessari tilteknu bilun. Á ættarsetri Carnarvons heima á Englandi byrj- aði veiðihundur hans að spangóla á nákvæmlega sömu stundu en féll síðan dauður niður, húsverðinum í Highclare-kastala til mikillar skelf- ingar. Orðrómurinn um bölvun faraósins skaut rótum í frjósömum jarðvegi. „Hann skal lamast og sýkjast“ I>að leið ekki á löngu þar til dagblöðin tóku að birta frásagnir af egypzkum táknrúnum sem áttu að vera á steininum yfir grafarmunn- anum og hóta öllu illu: „Dauði skal koma yfir þann sem snertir gröf- ina.“ Sumir fullyrtu að frekari við- varanir hefðu komið í Ijós inni í gröfinni, þar á meðal þessi: „Dauð- inn mun íjóstra þann vængjum sín- um er raskar grafarró faraósins." l»að er rétt að sumar grafir sem fundizt hafa eru verndaðar hótun- um af þessu tagi. Ein hljóðar svo: „Hverjum sem níðist á hclgi grafar- innar — honum skal Amon, kon- ungur guðanna, fylgja eftir — hann skal hungra, hann skal þyrsta, hann skal lamast og sýkjast." Carter hélt því hins vegar fram að engin hótun um bölvun af þessu tagi hafi fund- izt í gröf Tutankhamuns. Það sem mest nálgaðist að vera slík hótun var örsmár lampi með þessari árit- un: „Ég hindra sandinn í að kæfa hinn leynda sal. Ég er til verndar hinum framliðna." Veikindi og dauðsföll En orðrómurinn um bölvunina færðist í aukana. Og þótt fáir tryðu því að töfrar hins löngu dauða fara- ós gætu raunverulega leitt dauða yfir menn á 20. öld, þá voru þeir margir sem ekki viidu hafna því fyrir fullt og fast að slík bölvun geti verið fyrir hendi. Sonur Carnarvons hefur alltaf sagt sem svo að hann hvorki tryði á né hafnaði alfarið að bölvun þessi sé til staðar. Hann sagði Philipp Vandenberg, höfundi bókarinnar „Hinn gleymdi faraó“, að skömmu eftir jarðarför föður hans hefði ókunnug kona komið til Highclare-kastala. Sagði hún að nafn sitt væri Wilma og væri hún í sambandi við hinn látna. Tók hún honum strangan vara á að koma nærri gröf föður síns — og það hef- ur hann aldrei gert. Staðreyndin er að nokkur hópur fornleifafræðinga og ferðamanna sem heimsóttu gröfina veiktust eða dóu skömmu síðar en á það ber að líta að þeir voru sumir hverjir aldr- aðir og sjálfsagt veikir fyrir. Hugs- anlegt er að álagið af ströngu ferða- lagi og hinn mikli hiti hafi riðið baggamuninn. Prófessor James Henry Breasted, einn þeirra sem urðu vitni að opnun innri salarins, Dalur konunganna — fyrir miðri mynd sér í munna grafar Tutankhamuns. Um 60 grafir eru í dalnum en flestar þeirra voru rændar í fornöld. Camarvon jarl og H. Carter ásamt hópi ferðamanna við grafarmunnann. Howard Carter og aðstoðarmaður hans, A.C. Mace, við opinbera opnun innri salar grafarinnar. varð heltekinn hitasóttarsjúkdómi sem gekk rajög nærri honum. Pró- fessor La Fleur heimsótti gröfina sama dag og hann kom til Luxor og lézt á hótelherbergi sínu um nótt- ina. Amerískur milljónamæringur, George Jay-Gould, dó fyrirvara- laust úr hitasótt sama daginn og hann heimsótti gröfina. A.C. Mace, einn af aðstoðarmönnum Carters, gafst upp á starfi sínu 1924 eftir að hafa fengið hitasóttarköst og lézt árið 1928. Annar aðstoðarmaður, R. Bethell, dó úr kransæðastíflu 45 ára gamall. Tilraunir til skýringa Öll þessi dauösföll er sjálfsagt hægt að skýra með því að benda á náttúrulegar orsakir. Talið er hugs- anlegt að sýklar hafi leynzt í ryki eða sveppagróðri grafarinnar. Rétt- arlæknirinn, Alfred Lucas, tók nokkur sýni daginn eftir að innri salurinn var opnaður en þó eitt þeirra reyndist neikvætt, fullyrti hann að bakterían væri hættulaus. Sumir telja að sveppirnir, sem huldu veggi grafarinnar, hafi átt sökina og valdið ofnæmi af ein- hverju tagi. Að þeir hafi valdið sýn- ingu í öndunarfærum eins og Leg- ionnarie-sjúkdómur og hafi þetta sérstaklega komið fram á þeim sem voru veikir fyrir, eins og vissulega var tilfellið með Carnarvon. Sú til- gáta hefur jafnvel komið fram að hinir fornu Egyptar hafi notað sér- fræðiþekkingu sína á eiturefnum til að vernda grafarró höfðingja sinna, en ekkert haldbært hefur verið fært fram því til staðfestingar. Þessar tilgátur skýra þó ekki alla þá ógæfuatburði sem orðrómurinn um bölvunina bendlaði við gröf Tutankhamuns. Árið 1926 dó til dæmis brezka hjúkrunarkonan, sem hjúkrað hafði Carnarvon í banalegunni, af barnsförum og var hún 28 ára að aldri. Dauði hennar var umsvifalaust skrifaður á reikn- ing faraósins. Ali Fahmy Bey prins sem var myrtur af franskri eigin- konu sinni á hóteli í London, var þegar stimplaöur sem fórnarlamb bölvunarinnar þótt ekkert hafi fundizt því til staðfestingar að hann hafi heimsótt gröfina. Einkennilegar tilv iljanir hafa haldið þjóðsögunni lifandi. Dauði dr. Ezzedin Taha, prófessors við Cairo-háskóla árið 1962 er týpískt dæmi. Hann hafði komizt að því að fornleifafræðingar þjást margir af gerlasýkingu í lungum og hélt því fram að þarna væri komin skýring- in á veikindum þeirra er farið höfðu inn í hina nýopnuöu gröf. Skömmu síðar henti það á hinum breiða og beina vegi frá Cairo til Suez að bíll hans lenti á fullri ferð framan á bíl sem ók á móti. Krufning leiddi í Ijós að dr. Taha hefði dáið af krans- æðastíflu nokkrum sekúndum fyrir áreksturinn. Viðsjár á síðasta áratug Fleiri sögusögnum um ill áhrif var hrundið af stað í sambandi við stóra sýningu á fornminjum úr gröf Tutankhamuns sem sett var upp í London 1972 og fór síðan til Banda- ríkjanna. Ein varðaði dauða dr. Gamal Ed-Din Mehrez, yfirmann Fornminjadeildarinnar. Hann sagði Philipp Vandenberg að hann gæti alls ekki trúað á bölvunina, þó hann viðurkenndi að hin dularfullu dauðsföll hlytu að vekja til umhugs- unar. „Líttu á mig,“ sagði hann. „allt mitt líf hef ég starfað í sam- bandi við grafir og múmíur. Ég er vissulega sönnun fyrir því að þetta voru ekki annað en tilviljanir." Að- eins fjórum vikum síöar varð hann bráðkvaddur, þá 52 ára að aldri. Ýmsar sögur spunnust upp á vafasömum grundvelli. Flugvél- stjóri herflugvélarinnar, sem flutti sýninguna til London, sparkaði af einhverjum ástæðum í kassann utan um dánargrímu Tutankham- uns. Tveim árum síðar fótbrotnaði hann á sama fæti í slysi. Aðrir áhafnarmeðlimir eru sagðir hafa dáið óvænt eða fengið alvarlega sjúkdóma. Þá þótti ýmislegt við- sjárvert gerast við gerð kvikmynd- arinnar „Bölvun Tuts konungs" ár- ið 1980. Fyrsta daginn sem tökur fóru fram í Egyptalandi fór flutn- ingabíll fram af hæðarbrún og aðal- stjarna myndarinnar, Ian McShane, fótbrotnaði á 10 stöðum. Illa gekk að fá aðra leikara til að taka við hlutverki hans þar til Rob- in Ellis hljóp í skarðið. Ný hlid á málinu Athyglisverð endurskoðun allra þessara atburða fór hins vegar fram þegar kvikmyndafélagið tók að hrella fólk í því skyni að auglýsa myndina. Mr. Richard Adamson, fyrrverandi herlögreglumaður sem verið hefði öryggisvörður við flokk Carters, var þá enn á lífi og bjó í London. Hann lagði sig í líma við að kveða niöur þessar hjátrúar- kenndu sögusagnir. Hann var hinn eini sem var á lífi af þeim sem stóðu að uppgreftrinum og hafði staðið á verði við gröf Tutankham- uns margar nætur. Leit hann á það sem skyldu sína að vekja athygli manna á staöreyndum og kveða hjátrúna niður. Að sögn hans var það enginn annar en Carter sjálfur sem kom af stað orðróminum um bölvunina í þeim tilgangi aö halda ferðamönnum og þjófum frá gröf- inni. Carter virðist hafa verið útfar- inn við slíkt. Meðan verið var að opna innri salinn lét hann t.d. frá sér fara fullt af mótsagnakenndum lýsingum til að villa um fyrir þeim blaðamönnum sem viðstaddir voru og vonuðust til að geta rofið einok- un The Times á fréttaflutningnum. Aö spila á trúgirni fólks var óneit- anlega einhver hægasta leiðin til að halda fjöldanum í skefjum. Og þarna er ef til vill komin skýr- ingin á „bölvun“ Tutankhamuns — eða gabb Carters hafi óvænt öðlazt byr undir báða vængi vegna dauða Carnarvons en síðan hafi athygli al- mennings beinzt að öllum þeim at- burðum sem hugsanlega virtust styðja tilgátuna um bölvun faraós- ins. Eða — hefði Tutankhamun kannski betur fengið að hvfla í friði. þýtt og endursagt: — bó

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.