Morgunblaðið - 24.04.1983, Síða 17

Morgunblaðið - 24.04.1983, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 24. APRÍL 1983 61 1' , * % yr mi m Á FÖRNUM VEGI Þarna er verið að kenna notkun slökkvitækja fyrir utan öldutúnsskóla. Velheppnuð eld- varnarvika í Hafnarfirði + Ilagana 10. til 16. apríl sl. gekkst J.C. Hafnarfjörður og Slökkvilið Hafnarfjarðar fyrir eld- varnarviku í Hafnarfirði. Tilgang- urinn með vikunni var að auka áhuga almennings á eldvörnum. Formaður eldvarnarnefndar J.C. Hafnarfjarðar er Ólafur Ingi Tóm- asson. Olafur Ingi sagði f spjalli við Morgunblaðið að vikan hefði tckist vonum framar og fólk al- mennt sýnt þessari viðleitni mik- inn áhuga. En hvernig fór vikan fram? Við báðum Ólaf að lýsa því fyrir okkur: „Slökkvilið Hafnarfjarðar fór í alla skóla bæjarins og kynnti eldvarnir, meðal annars með kvikmyndasýningum, með verk- legri kennslu í noktun slökkvi- tækja og almennri umræðu um eldvarnarmál. Á þennan hátt tókst að ná til 2.600 skólabarna. Þá var útbúin á slökkvistöð- inni sýning á gömlum og nýjum munum í eigu slökkviliðsins. Sýningin var opin alla daga eld- varnarvikunnar og var vel sótt. Börnum úr leikskólum bæjarins var sérstaklega boðið að heim- sækja slökkvistöðina til að horfa þar á teiknimyndir um eldvarnir og skoða tæki og búnað. Eldvarnarnefnd J.C. Hafnar- fjarðar gaf út tvo bæklinga um eldvarnarmál í tilefni vikunnar, annan til dreifingar í grunnskól- um bæjarins, en hinum var dreift í allar íbúðir bæjarins. Auk þess voru gerðir límmiðar með símanúmerum slökkviliðs, lögreglu og sjúkrabifreiðar." — Heldurðu að vikan hafi þjónað tilgangi sínum? „Tvímælalaust. Og það er fyrst og fremst slökkviliðs- mönnum Hafnarfjarðar að þakka. Þeir lögðu á sig geysilega mikið og fórnfúst starf. Skólarn- ir voru líka jákvæðir og ég held að óhætt sé að fullyrða að íbúar bæjarins séu snöggtum fróðari um eldvarnir nú en áður. Þetta er í fyrsta skipti sem slík vika er haldin, en slökkviliðið stefnir að því að gera þetta að árlegum viðburði." — Hvað er það helst sem al- menningur þarf að vita í sam- bandi við eldvarnir? „Það er auðvitað eitt og annað. Til dæmis er mjög áríðandi að fólk leggi á minnið símanúmer slökkviliðsins í sveitarfélaginu sem það býr í. Og ekki sakar að kunna að fara með slökkvitæki. Þá ættu reykskynjarar að vera í öllum húsum og staðsettir í svefnálmu. Fólk á auðvitað ekki að reykja í rúminu, en það er staðreynd að flestir brunar eiga sér stað að nóttu til og oft er ástæðan glóð úr vindlingi. Það ber að fara varlega með kerti, staðsetja þau til dæmis ekki nærri gluggatjöldum. Raf- magnssnúrur í rafmangstækjum þurfa að vera í góðu lagi og þeg- ar íbúð er yfirgefin er rétt að taka varasöm rafmagnstæki úr sambandi. Og þegar steikt er á pðnnu ætti ávallt að gæta þess að hafa lok við hendina, því ef kviknar í feitinni er best að kæfa eldinn með því að setja lokið yf- ir. Margt fleira mætti tína til, en höfuðaðtriðið er ávallt það að fólk sé á varðbergi í þessum efn- um, sýni gætni og aðgát í hví- vetna. Það þarf ekki að kenna brenndu barni að forðast eldinn, en hinir óbrenndu verða líka að halda vöku sinni.“ Morgunblaðlð/Emllia Ólafur Ingi Tómasson og sonur hans Páll. Þeir feögar tóku virk- an þátt í eldvarnarvikunni í Hafnarfiröi á dögunum. Páll sagðist ekki vera í miklum vandræöum með aö slökkva eld. „Maöur bara blæs af alefli.“ Bjargvættur Slussen + Steinar Farestveit heitir maður, yfirverkfræðingur hjá gatnamála- stjóra Stokkhólmsborgar. Steinar fæddist á Hvammstanga 1935, en hefur búið í Svíþjóð frá 1959, gift- ur sænskri konu, Karin Bersaas og eiga þau fimm börn. Steinar er kallaður „bjargvættur Slussen" þessa dagana; hann hefur fengið það erifða hlutverk að skipuleggja og stjórna „björgunaraðgerðum" á Slussen-svæðinu í Stokkhólmi, en það sígur um 11 mm á ári. Ef ekk- ert verður gert munu lestirnar sem renna þar í undirgöngum fljótlega fara að reka toppstykkið upp undir þakið á göngunum. Þetta er af ýmsum ástæðum erfitt tæknilegt vandamál að leysa og er alfarið í höndum Steinars. Steinar lauk héðan stúdents- prófi árið 1955, en fór síðan til Þrándheims í verkfræðinám og út- skrifaðist þaðan 1959. Síðan flutt- ist hann með konu sinni til Sví- þjóðar og hóf þegar störf hjá gatn- amálastjóra Stokkhólmsborgar. Þar hefur hann verið yfirverk- fræðingur um árabil. Meðfylgj- andi mynd af Steinari er komin nokkuð til ára sinna, en hún var tekin 1955 að loknu stúdentsprófi. SPUNNIÐ UM STAIÍN 31 eftír MATTHÍAS JOHANNESSEN ógleymanleg. Niðurstaðan birtist í ljóði eftir annað skáld, sérfræðing í ranghverfunni: ... hvort er ég heldur hann sem eftir lifir, eða hinn, sem dó? Halldór Kiljan skrifar uppkast að síðustu köflunum í Höll sumarlandsins hratt. Hefur jafnvel ekki tíma til að fara í margréttaðar veizlur eftir klukkan tólf á næturnar. Helzt vill þetta góða fólk, sem er öðrum mönnum ljúfara, gefa þessum kurteisa óðsnillingi sovétúníónuna með húð og hári, „en ég því hjarta mitt“. Höll sumarlandsins rís inn í ójarðneskan himin. En í reisugillinu blakta íslenzkir fánar við hún. Engir rauðir fánar með gulum himintunglum, hömrum eða sigðum, heldur íslenzkir krossfánar. Höll sumarlandsins — ófor- gcngilcgur óður til lífsins, án tengsla við það leiksvið, sem Stalín helgar dauðanum í þessu „rólega þorpi“ — Moskvu. Leiktjöldin þar eru í samræmi við þann veru- leika, sem hentar takmarkinu. Aðalviðburður frá degi til dags er smyrðlingur í leghýsi við Rauða torgið; e.k. táknmynd þess leynda stríðs, sem Kremlbúinn heyr við marghrjáða þjóða sína. Skáldið tekur upp blöðin, les: .. . þann dag sem ég sá fegurðina þá skildi ég alltíeinu ódauðleikann ..., hann ætlar að geyma þessa lykilsetningu. Hún á ekki heima hér, heldur í Fegurð himinsins, þar sem jökulinn ber við loft. Skáldið les enn: Á þeirri stund á hann aðeins einn óvin, og hann veit ekkert annað. Þessi óvinur er líf hans sjálfs ... það er í senn erfiðara að deyja og meiri vand- kvæðum bundið en margur hyggur . . . Hér á þetta betur við. Þessi orð eru töluð út úr leik- tjöldunum. Hér eiga menn aðeins einn óvin: Sjálfan sig! Og hér er meiri vandkvæðum bundið að deyja en margur hyggur. Búkharin hefur gert sér það Ijóst. Hann fær loforð um að lifa, ef hann játar. En hann deyr, þótt hann játi. Ólafur Kárason Ljósvíkingur deyr ekki, jafnvel ekki í síðasta kafla. Aðrir deyja. En hann lifir. Lítil þjóð í norðri les þessa bók með sigurbros á vör. Eftir að hún kemur út er í senn erfiðara að lifa og meiri vandkvæðum bundið. En það vita þeir ekki í Moskvu. Þar lifa þeir ekki í skáldskap, heldur miskunnarlausum og blóðugum veruleika, þar sem óvinir ríkisins hverfa ofan í hráslagalegar nafnlausar grafir. Hér á enginn tvo kyrtla til að deila með öðrum, fæstir eiga einn kyrtil, flestir hálfan eða engan. Hér ræður sú hagfræði, sem bannar alla meðaumkun; hagfræði vélarinnar. Kerfisins. En hvorki heilans né hjartans. 20 Haglskýin hverfa til jarðar, læsa klónum í kviksár marðarhjörtu vor manna. að er engu líkara en Stalín sé haldinn illum anda. Félagar hans velta fyrir sér, hver sé helzta ástæðan fyrir grimmd hans. Er það kerfið sjálft ? Eða valda- græðgi? Er það eðli hans og uppruni? Eða umhverfi? Þeir, scm gerst þykjast þekkja, svara sjálfum sér, að allt séu þetta saman slungin áhrif frá kerfinu og valdagræðginni og svo eðlisþættir að einhverju leyti. En það þykir þeim einkennilegt, sem þekkt höfðu til móður hans, góðrar konu og guðhræddrar suður í Grúsíu. En þeir skýra málið mcð því, að faðir hans, skósmiðurinn Vissarion Ivanovich Djúgashvili, hafi verið haldinn drykkjufýsn og ekki laus við ofbeldishneigð. FRAMHALD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.