Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 25

Morgunblaðið - 11.05.1983, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 11. MAÍ 1983 25 Gífurlegt áíall fyrir vertíðarflotann — segir Ágúst Einarsson, hagfræðingur LÍU „ÞETTA er auövitað gríðarlegt áfall fyrir vertíðarflotann í heild, en kemur nokkuð misjafnlega niður á veiðisvæðum. Þannig heldur Vesturland sama þorsk- afla og í fyrra, en áfallið á Suður- nesjum er tilfinnanlegast eða um 18.000 lesta samdráttur. Á Vest- fjörðum er einnig nánast helm- ings samdráttur,“ sagði Ágúst Einarsson, hagfræðingur LÍIJ, í samtali við Morgunblaðið. „Það á eftir að reikna þessar aflatölur inn í afkomu útgerð- arinnar. Allar viðmiðunartölur nú eru byggðar á aflatölum frá síðasta ári. En það er ljóst að þetta eykur verulega á halla- rekstur útgerðarinnar. Ef við tökum bátaflotann sem dæmi, vantar nú tæpar 42.000 lestir upp á að sama þorskafla og ( fyrra sé náð. Það er 30% sam- dráttur fyrstu fjóra mánuði ársins. Samdrátturinn í heild- arbotnfiskaflanum hjá bátum er nánast sá sami, þannig að samdrátturinn er nær ein- göngu í þorski. Þetta verður líka að skoða í ljósi þess, að veiðar hófust almennt miklu fyrr nú en í fyrra. Því er kostn- aður að baki þessa aflamagns nú er miklu meiri en fyrir afl- ann á sama tíma í fyrra og þar að auki meiri sókn. Þetta er mikil blóðtaka hjá bátaflotan- um því þetta hefur verið sá tími ársins, sem hugsanlega hefur skilið eitthvað eftir í rekstrinum til þess að mæta erfiðum tíma, sem í hönd fer. Þá er samdráttur í þorskafla togaranna 14.500 lestir og er það mikið áfall ofan á þau vandkvæði, sem hann átti í í fyrra. Þeir hafa að vísu bætt sér þetta upp í magni með öðr- um tegundum. Það er því víða þröngt í búi nú. Það er alveg ljóst að þær for- sendur, sem að baki þjóð- hagsspár liggja um 370.000 lesta þorskafla á árinu, geta ekki staðizt. Því þarf að reikna þessar tölur inn í þjóðhags- spána og afkomu útgerðarinn- ar, þannig að menn hafi réttar tölur fyrir framan sig, þegar menn eru seztir niður til að ræða um efnahagsmál. Annað er ekki raunhæft. Reiknum við með 300.000 lesta þorskafla á árinu verður samdrátturinn frá 1981 167.000 lestir eða sem samsvarar 1,5 milljarði upp úr sjó eða rúmum 3 milljörðum í útflutningtekjum. Samfara þessu er lækkandi markaðs- verð á saltfiski," sagði Ágúst. A Afall sjómanna gífurlegt — segir Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, um aflasamdráttinn „ÞAÐ er orðið Ijóst í dag, að sjó- menn hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli vegna aflasamdráttar, ekki aðeins á síðasta ári, heldur einnig það, sem af er þessu ári. Það kann kannski að hljóma undar- lega í eyrum sumra, hvað varða þann málflutning, sem við höfum viðhaft varðandi afkomu sjó- manna á hverjum tíma, þá vita þeir ekki frá degi til dags hve mikið þeir bera úr bvtum fyrir atvinnu sína,“ sagði Oskar Vig- fússon, formaður Sjómannasam- bands íslands, er Morgunblaðið innti hann álits á afkomu sjó- manna í kjölfar aflasamdráttar. „Hér er komin upp sú staða, sem við höfum marg oft bent á og því miður lítið verið hlustað á. Þegar landsfeðurnir fjalla um afkomu sjómanna telja þeir að verðbætur þeirra i fiskverði þurfi ekki að vera svo háar á hverjum tíma, þegar vel fisk- ast. Nú er þessi staða öfug, hvað á að gera fyrir sjómenn þá? f dag horfum við með mikl- um ugg til framtíðarinnar. Við höfum ekki reiknað út hve mik- ið fjárlagslegt tap sjómanna er vegna aflasamdráttar, en það er ljóst að meginhluti bátaflot- ans og þá aðallega við Faxa- flóann nær ekki að fiska upp í hlut. Því verða menn að sætta sig við kauptryggingu, 14 til 15 þúsund krónur á mánuði fyrir allt að 18 tíma vinnu á sólar- hring. Þeir reka þó ekki upp ramakvein en telja eðlilegt að þeir njóti góðs af, þegar vel gengur en nú eru þeir afskap- lega uggandi um hag sinn. Þetta á ekki aðeins við báta- flotann. Þetta á við togaraflot- ann líka. Aflasamsetning hans í vetur er að mínu mati skelfi- leg, byggist mikið á ofveiddum karfa," sagði Óskar. TÖLVUFRÆBSLA RITVINNSLA I — ETC Notkun ritvinnslukerfa viö vélritun hefur nú rutt sér til rúms hér á landi. Tilgangur þessa námskeiðs er aö kynna rit- vinnslutæknina og kenna á ritvinnslukerfiö ETC, sem er tengt tölvu Skýrsluvéla ríkisins og Reykjavíkurborgar. Efni: — Hvaö er tölva? — Áhrif tölvuvæöingar á skrifstofu- störf. — Þjálfun á ritvinnslukerfiö ETC. Námskeiöiö er ætlaö riturum sem vinna viö vélritun bréfa, skýrslna, reikninga o.fl. og nota eöa munu nota ritvinnslu- kerfi tengd stórum tölvusamstæöum á vinnustaö. Leiöbeinendur á þessu námskeiöi er Ragna Siguröardóttir Guöjohnsen, sem er sérhæfö i kennslu á ritvinnslukerfi. Leiöbeinandi: Ragna Siguröardóttir Guð|óhn»en Staóur: Armúli 36, 3. hæö. (gengiö inn frá Selmúla). Tími: 16.—20. maí kl. 09.00—13.00. RITVINNSLA II — FRAMHALDSNÁMSKEIÐ — ETC Tilgangur námskeiösins er aö kynna til hlítar notkunarmöguleika ritvinnslukerf- isins ETC meö þaö fyrir augum aö þátttakendur veröi aö loknu námskeiö- inu færir um aö vinna flókin texta- vinnsluverkefni á ritvinnslukerfiö. Farið verður yfir flókna eiginleika rit- vinnslukerfisins ETC, svo sem töflugerð og útreikninga innan þess texta sem verið er að vélrita. Námskeiöiö er ætlaö þeim sem þegar hafa sótt Ritvinnslu I og sem nota ETC- ritvinnslukerfið og vilja afla sér nánari þekkingar og þjálfunar á kerfiö. Laióbainandi: Ragna Siguröardóttir Guöjóhnaen ATHUGIÐ: ÞETTA ERU SÍÐUSTU NÁMSKEIÐIN Á ETC- KERFIÐ, SEM HALDIN VERÐA AÐ SINNI. Tími. 24.-27. maí kl. 09:00—13:00. Staður: Ármúli 36, 3. hæö (gengiö inn frá Selmúla). Þátttaka tilkynnist til Stjórnunarfélagsins í síma 82930. SUMllUV&MI SlDUMÚLA 23 SlMI 82930 20 manns á námskeiði í sjúkraflutningum NÁMSKEIÐ fyrir sjúkra- flutningamenn hefur undan- farið staðið yfir í Reykjavík á vegum Borgarspítalans og Rauða kross íslands. Nám- skeiðið sóttu 20 sjúkraflutn- ingamenn víðs vegar að af landinu. Allt starfar þetta fólk við sjúkraflutninga, flest með öðrum störfum og tóku margir sumarleyfi sitt í þetta nám- skeið, sem stóð yfir í 11 daga. Námskeiðið hófst 26. apríl og því lauk 6. maí og var kom- ið víða við meðan á námskeið- inu stóð. Á meðfylgjandi mynd er hópurinn í heimsókn hjá Almannavörnum. Tilkynning til garðeigenda í Reykjavík um nauðsyn aðgæslu viö notkun sterkra eiturefna við garðúðun. Fjölmargir garöeigendur láta ár hvert úöa garöa sína meö eiturefnum úr X- og A-flokkum eiturefna í því skyni aö útrýma skordýrum. Af þessum efnum mun parathion algengast. Hér gengur þaö undir verslunarheitinu Egodan-Parathion sem er 35% upplausn hins virka efnis (parathions). Efni þess eru ekki einugis eitruö fyrir skordýrin sem þeim er ætlaö aö eyða, heldur koma verkanir þeirra fram hjá öllum dýrum, sem fyrir þeim veröa, þ.á m. fuglum og þau valda gjarnan eitrunareinkennum hjá fólki. Eigi er talið unnt aö komast hjá notkun þessara sterku efna enn sem komið er, svo sem í gróðurhúsaræktun, en leyfi til notkunar þeirra í þágu almennings eru mjög takmörkuð og bundin þeim einum sem hafa undir höndum sérstök leyfisskírteini frá lögreglustjórum, sem þeir skulu bera á sér þegar úðun fer fram. Jafnframt þessari aögát er nauðsynlegt, aö garöeigendur geri sér grein fyrir, aö æskilegt er aö draga sem mest úr notkun hinna sterku eiturefna og fullreyna í þeirra staö önnur hættuminni efni, sem leyft er aö selja almenningi (sjá yfirlit útgefiö af heilbrigöis- og tryggingarráöuneytinu 1. júní 1982). Þeim garöeigendum, sem samt sem áöur vilja fá garöa sína úöaöa meö eiturefnum úr X- og A-flokkum skal bent á eftirfarandi: 1. Aö ganga úr skugga um aö þeir sem framkvæma úðunina hafi undir höndum gild leyfisskírteini, útgefin af lögreglustjóra. 2. Einungis má úöa í þurru og kyrru veöri. 3. Egodan-Parathion má aöeins nota meö styrkleikanum 0,03—0,08%, þ.e. 30—80 ml í 100 I vatns. 4. Úöun er þýöingarlítil og jafnvel gagnlaus nema á aöalvaxtarskeiöi lirfunnar, sem algengast er aö eigi sér staö fyrstu 3 vikurnar í júní. 5. Virða skal aö öllu leyti aövörunarsþjöld þau sem skylt er aö hengja uþþ i göröum aö lokinni úöun meö áöurnefndum eiturefnum. Garöeigendum er bent á aö kynna sér rækilega hvaöa trjátegundir er óþarft aö úta til varnar gegn skordýrum og ennfremur aö afla sér uþplýsinga um hvenær hægt sé aö komast af meö notkun hættuminni efna til útrýmingar þeim. Reykjavík 5. maí 1983. Borgarlæknirinn í Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.