Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNl 1983 Atlantshafsbandalagið: Geir Hallgríms- son á ráðherrafundi GEIR Hallgrímsson utanríkisráðherra situr nú tveggja daga utanríkisrað- herrafund Atlantshafsbandalagsríkja í París og sagði hann í samtali við Morgunblaðið í gærkveldi að þá um daginn hefði verið lokaður fundur ráðherranna og sendiherra viðkomandi landa hjá Atlantshafsbandalaginu. Geir sagði að á fundinum hefðu farið fram hreinskilnar umræður, sem allir 16 fulltrúar aðildarríkj- anna tóku þátt í og báru saman bækur sínar í ýmsum málum. Var það skoðun fundarmanna að nauð- synlegt væri að halda vel saman, þótt um sérstöðu einstakra ríkja gæti verið að ræða í einstökum málum. Geir sagði að Mitterand Frakklandsforseti hefði flutt ræðu sem athygli hefði vakið og stað- festi hann þar samstöðu Frakka við önnur vestræn ríki, í veislu sem hann hélt ráðherrunum í gærkveldi, og var tónninn í ræðu hans sá að nauðsynlegt væri fyrir vestræn ríki að halda vel saman. Starfsmenn ÍSAL í tveggja klukkustunda vinnustöðvun í gær STARFSMENN fslenzk* álfélagsins hf. lögðu niður vinnu í tvo klukkutíma í gærdag frá klukkan 13.00 til 15.00 til að andmæla uppsögnum liðlega 70 starfsmanna félagsins á komandi mán- uðum. Samkvæmt upplýsingum Mbl. var boðað til fundar starfsmanna og fulltrúa framkvæmdastjórnar fyrir- tækisins í fyrradag, en fyrir þann fund höfðu starfsmenn óskað sér- staklega eftir því, að fá upplýsingar varðandi fjóra ákveðna íiði, magn verkbeiðna í þjónustudeildum, yfir- vinnu, vinnu verktaka og skipulag vinnu eftir 15. september í ár. Fulltrúar framkvæmdastjórnar lögðu fram upplýsingar, en fulltrúar starfsmanna töldu þær ekki full- nægjandi og var því ákveðið að boða til fyrrgreindrar vinnustöðvunar. Sigurpáll frá Sandgerði, eða Siglfirðingur eins og báturinn hét fram til 1970. Morgunblaðið/Snorri Snorrason. Siglufjörður: ísafold kaupir „gamla Siglfirðing“ FRYSTIHÚSIÐ ísafold á Siglufirði hefur nýlega fest kaup á bátnum Sigurpáli frá Sandgerði. Báturinn verður notaður til veiða með troll, línu og nót. Sigurpáll frá Sandgerði er 203 tonna bátur, byggður í Noregi árið 1964 fyrir Siglfirðinga. Bát- urinn, sem er 35 m að lengd, hét upphaflega Sigl- firðingur. Hann er seldur árið 1970, en hefur að undanförnu verið í eigu Rafns hf. í Sandgerði og stundað veiðar með troll og línu. I samtali við Mbl. sagði Ómar Hauksson, framkvstj. frystihússins Isafoldar á Siglufirði, að báturinn væri nú kominn til kaupstaðarins og væri verið að breyta honum og færi báturinn sennilega til veiða í ágúst. Hjá ísa- fold starfa nú 50 manns og sagði Ómar að koma Sigurpáls tryggði enn frekar atvinnuöryggi starfs- fólksins. ómar sagðist vonast til þess, að ísafold fengi m.a. að vinna síldarkvótann sem báturinn ætti í haust, en ísafold hefur hingað til unnið afla úr togurum Siglfirðinga. Alftarhræ i túninu á Signýjarstöðum í Borgarfirði. Mof*»nbi»4i*/HBj. Veitt áminning fyrir að skjóta álftir SÝSLUMAðUR Mýra- og Borgarfjarðarsýslu hefur veitt Páli Jónassyni bónda á Signýjarstöðum í Hálsasveit í Borgarfirði formlega áminningu fyrir að skjóta álftir, en eins og skýrt var frá í Mbl. 26 maí sl. viðurkenndi Páll í samtali við blaðið að hann hefði skotið 10 álftir og látið liggja á túni hjá sér. Hann sagði þá við blaðamann Mbl. að álftin væri vargfugl sem stórskemmdi túnin hjá sér og hann yrði að skjóta hana og láta hræin liggja til að halda henni frá. Ásgeir Magnússon fulltrúi sýslu- manns sagði að ljóst væri að álftir hefðu valdið miklu tjóni á túnum á þessum slóðum og komið hefði fram að þessi aðferð hefði verið notuð í einhverju mæli til að bægja henni frá, en það hefði verið gert án leyfis. Sagði hann að í fuglafrið- unaríögunum væri ákvæði sem heimilaði að veittar væru undan- þágur frá friðun fugla m.a., til að hægt sé að skjóta fugla sem eru til skaða, en þetta leyfi hefði ekki ver- ið veitt í þessu tilviki enda ekki um það sótt. Ásgeir sagði einnig að umræddur úrskurður hefði verið kveðinn upp að fengnum umsögn- um ríkissaksóknara og mennta- málaráðuneytis. Friðrik Sophusson: Spurning um pólitískt siðferði hvort staðið verður við minnislistann „Á PESSARI stundu er engin ástæða til að birta minnislistann, þótt hann sé meinlaus með öllu. Ég get þó staðfest það sem annars staðar hefur komið fram, að stjórnarflokkarnir eru sam- mála um að kosningalögum verði breytt í samræmi við samþykkt síðasta þings,“ sagði Friðrik Sophusson vara- formaður Sjálfstæðisflokksins m.a. í ræðu sem hann flutti á almennum stjórnmálafundi Landsmálafélagsins Varðar í gærkvöldi. Er Friðrik hafði rakið stefnuyfir- lýsingu ríkisstjórnarinnar sagði hann: „Þess ber að geta að í stjórn- armyndunarviðræðum stjórnar- flokkanna var að auki rætt um fjöl- mörg önnur atriði. Þingflokkarnir voru sammála um að athuga sér- staklega ýmis mál, en í stað þess að festa þau í stefnuyfirlýsingu voru þau skráð á svokallaðan minnislista sem nokkuð hefur verið í fréttum að undanförnu. Þau atriði sem þar er að finna eru að sjálfsögðu bindandi fyrir stjórnarflokkana eins og Um 4 milljóna króna hagnaður hjá Hafskip — Veltuaukning um 87,7%, en rekstrargjöld hækkuðu um 75,3% LIOLFiGA 4 milljóna króna hagnaður varð af rekstri Hafskips hf. á síðasta ári, þegar tekið hafði verið tillit til afskrifta, fjármagnsgjalda og skatla, sem jafngildir um 1,23% af rekstrartekjum. Þessar upplýsingar koma fram í ársreikningi félags- ins, sem lagður verður fram á aðalfundi, sem haldinn verður í dag. Veltuaukning félagsins varð 87,7% í krónum talið á síðasta ári, en um 16,5%, mæld í SDR. Veruleg veltuaukning hefur átt sér stað und- anfarin ár hjá félaginu eða um 2.149% á síðustu 5 árum í krónum og um 280,1%, mælt í SDR. Innflutningur Hafskips á síðasta ári jókst um 8%, í tonnum talið, en útflutningur dróst hins vegar saman um 5%. Heildarflutningsmagn fé- lagsins í tonnum jókst um 4% frá árinu á undan, á sama tíma og heild- arflutningur til og frá landinu dróst saman um nær 10%. Eins og áður sagði varð um 4 milljóna króna hagnaður af rekstri félagsins á síðasta ári, en ef litið er á rekstrarhagnað fyrir afskriftir, fjár- magnsgjöld og skatta, þá var hann um 61,1 milljón króna, sem er um 18,7% af rekstrartekjum. Rekstrargjöld hækkuðu um 75,3% á síðasta ári, en veltuaukning varð hins vegar um 87,7%. Að mati Haf- skipsmanna er þar að skila sér átak undangenginna ára til aukinnar rekstrarhagkvæmni og kostnaðar- aðhalds. Eigið fé Hafskips í árslok var um 13,5 milljónir króna samkvæmt efnahagsreikningi og hafði það lækkað frá árinu á undan. Endur- metin eiginfjárstaða nam 33,2 millj- ónum króna, eða ,145,6% hærri upp- hæð en efnahagsreikningur sýnir. Á árinu störfuðu hjá félaginu að meðaltali 230 starfsmenn og námu beinar launagreiðslur til þeirra 47 milljónum króna. Þar að auki störf- uðu hjá félaginu m.a. á leiguskipum og við starfsemi erlendis um 70 manns að meðaltali á árinu, eða samtals um 300 manns. stefnuyfirlýsingin sjálf. Það er að- eins spurning um pólitískt siðferði hvort staðið er við þetta samkomu- lag eða ekki. Á þessari stundu er engin ástæða til að birta minnislistann, þótt hann sé meinlaus með öllu. Ég get þó stað- fest það sem annars staðar hefur komið fram, að stjórnarflokkarnir eru sammála um að kosningalögum verði breytt í samræmi við sam- þykkt síðasta þings. Skattakerfið verði endurskoðað m.a. til að fella niður sérstaka skatta á verzlunar- og skrifstofuhúsnæði, fella niður tekjuskatt af almennum launatekj- um og jafna tekjur hjóna fyrir skattlagningu. Hafizt, verði handa um byggingu flugstöðvar og flokk- arnir eru sammála um að forstöðu- menn fjármálastofnana láti af störf- um, taki þeir sæti á Alþingi. Tómas Árnason getur því þurft að standa frammi fyrir persónulegri ákvörðun þegar lögin um Framkvæmdastofn- un verða endurskoðuð." Um 29 milljóna króna tap hjá Sambandinu 1982 HALLI á rekstrarreikningi Sambands íslenzkra samvinnufélaga var um 29 milljónir króna, þegar tekið hafði verið tillit til eignaskatta, tekjuskatta og annars og er þetta í fyrsta sinn um árabil, sem tap verður af rekstrinum. Þessar upplýsingar komu fram á aðal- fundi Sambands íslenzkra samvinnufé- laga, sem haldinn er að Bifröst og lýk- ur í dag. Heildartekjur Sambandsins urðu um 1.693 milljónir króna og jukust um 61,6%. Þá kom fram á aðalfund- inum, að heildarvelta Sambandsins á liðnu ári nam 3.627 milljónum króna, samanborið við 2.383 milljón- ir króna árið 1981. Aukningin er 1.244 milljónir króna, eða um 52,2%. Velta Sambandsins skiptist þann- ig, að búvörudeild var með um 620 milljónir króna, sjávarafurðadeild með 1.293 milljónir króna, innflutn- ingsdeild með um 745 milljónir króna, véladeild með um 236 milljón- ir króna, skipadeild með um 300 milljónir króna, iðnaðardeild með 402 milljónir króna og smærri starfsgreinar með um 31 milljón króna. Mest hlutfallsleg aukning varð hjá iðnaðardeild, eða 67,5% og hjá inn- flutningsdeild 55,2%. Af veltunni nam útflutningur 1.519 milljónum króna og innanlandssala um 2.024 milljónum króna. Samkvæmt efnahagsreikningi Sambandsins nam eigið fé og sjóðir þess í árslok 1982 tæpum 457 millj- ónum króna og hefur halli á rekstri ársins þá verið dreginn frá. í árslok 1981 nam eigið fé 322 milljónum króna. Spurt og svarað um garðyrkju LESENDUR eru minntir á að Morgunblaðið býður lesendum sín- um í ár eins og undanfarin ár les- endaþjónustu um garðyrkjumál. Geta lesendur komið spurningum sínum á framfæri i síma 10100 á morgnana milli klukkan 11 — 12 og munu svörin síðan birtast í blaðinu nokkrum dögum síðar. Fyrirspurn- ir þurfa að vera undir nafni og heimilisfangi. Morgunblaðið hefur fengið Hafliða Jónsson, garðyrkjustjóra Reykjavíkurborgar, til að svara þeim fyrirspurnum, sem kunna að koma frá lesendum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.