Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 15

Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 15 Eins og sagt var frá fyrir nokkrum dögum lenti bresk Harrier-þota á gámum um borð í spænsku skipi, sem var á leið til hafnar í Tenerife á Kanaríeyjum. Flugmaðurinn, sem hafði tekið þátt í heræfingum NATO- ríkjanna, missti samband við flugmóðurskipið Illustrious og þegar bens- ínið var að þrjóta, aðeins eftir til einnar mínútu flugs, tók hann þann kostinn, sem var vænstur, að lenda um borð í flutningaskipinu. Þykir þessi atburður hin mesta auglýsing fyrir Harrier-þotuna. ap Suður-Afríka: Skæruliðarnir teknir af lífi — þrátt fyrir áskoranir um að þyrma lífi þeirra Pretoria, 9. júní. AP. ÞRÍR svartir skæruliðar voru teknir af lífi í morgun fyrir hermdarverk og manndráp þrátt fyrir áskoranir frá ríkisstjórnum víða um heim um að I1T1 þeirra yrði þyrmt. Voru þeir félagar í Afríska þjóðarráðinu, sem berst gegn yfirráðum hvítra manna í Suður-Afríku. Dómurinn yfir mönnunum hljóðaði upp á morð og byltingar- tilraun en þeir voru handteknir fyrir að hafa gert árásir á lög- reglustöðvar á árunum 1979—81 þar sem fjórir lögreglumenn féllu. Þremenningarnir játuðu sök sína að nokkru en héldu því fram, að með þá ætti að fara sem stríðs- fanga. Búist er við því að Afríska þjóðarráðið, sem barist hefur gegn yfirráðum hvítra manna í 22 ár, hyggi á hefndir vegna aftakanna en í síðasta mánuði bar það ábyrgð á sprengjutilræði, sem olli dauða 19 manna og slasaði um 200. Tilraunir fjölmargra ríkis- stjórna og þjóðarleiðtoga til að fá Suður-Afríkustjórn til að hætta við aftökurnar eða fresta þeim báru engan árangur. I þeim hópi voru ríkisstiórnir Bandaríkjanna, Bretlands, Italíu, Sviþjóðar, Hol- lands og margar aðrar og í dag sagði talsmaður vestur-þýsku rík- isstjórnarinnar, að það væri hryggilegt, að Suður-Afríkustjórn skyldi ekki hafa skeytt neinu öll- um beiðnum um miskunn. Líbanon: Skipti á föngum sögö á döfinni Beirút, 9. júní. AP. AMIN Gemayel, forseti Líbanons, hét því í dag að vinna að lausn þús- unda fanga, Palestínumanna og Líb- ana, sem hafðir eru í haldi í fanga- búðum ísraela í Suður-Líbanon. Tveir ísraelskir hermenn létust þeg- ar fjarstýrð sprengja sprakk undir bíl þeirra í Suður-Beirút. Blöð og útvarp skýrðu frá því, að á ríkisstjórnarfundi í gær- kvöldi hefði Gemayel sagt frá óop- inberum tilraunum til að fá ísra- ela til að leysa úr haldi Líbani og Palestínumenn, sem þeir hafa í haldi í Ansar-búðunum í Suður- Líbanon. Til mikilla mótmæla hef- ur komið meðal fanganna, sem hafa brennt tjöld og gripið til ann- arra aðgerða, en Israelar hafa reynt að fullvissa þá um, að fanga- skipti væru á næstu grösum milli PLO og ísraela. Tveir israelskir hermenn létust þegar fjarstýrð sprengja sprakk undir herbílalest í Suður-Beirút í gær. Fimm vegfarendur og líb- anskur lögreglumaður slösuðust í sprengingunni. Varla líður sá dag- ur, að ekki sé ráðist á ísraelsku hermennina og frá 1. maí hafa 10 ísraelskir hermenn fallið og 130 særst í 61 árás. Pioneer eigendur: Vinsamlega akið með rúðumar uppi. AMERÍKA PORTSMOUTH/ NORFOLK Bakkafoss 10. júni City of Hartlepool 21. júní Bakkafoss 1. júli City of Hartlepool 12. júli NEW YORK City of Hartlepool 20. júni Bakkafoss 30. júni City of Hartlepool 11. júli HALIFAX City of Hartlepool 23. júni City of Hartlepool 14. júli BRETLAND/MEGINLAND PORTÚGAL/SPÁNN IMMINGHAM Alafoss 12. júní Eyrarfoss 19. júni Alafoss 26. júni Eyrarfoss 3. júli FELIXSTOWE Alafoss 13. júni Eyrarfoss 20. júni Alafoss 27. júni Eyrarfoss 4. júli ANTWERPEN Alafoss 14. júni Eyrarfoss 21. júni Alafoss 28. júni Eyrarfoss 5. júli ROTTERDAM Alafoss 15. júni Eyrarfoss 22. júni Alafoss 29. júni Eyrarfoss 6. júli HAMBORG Alafoss 16. júni Eyrarfoss 23. júni Alafoss 30. júni Eyrarfoss 7. júli WESTON POINT Helgey 21. júni Helgey 5. júli LISSABON Skeiösfoss 5. júli Skeiösfoss 18. águst LEIXOES Skeiösfoss 6. júli Skeiösfoss 19. ágúst BILBAO Skeiösfoss 8. júli Skeiösfoss 22. ágúst NORDURLÖND/EYSTRASALT BERGEN Dettifoss 10. júni Mánafoss 17. júni Dettifoss 24. júni Mánafoss 1. júli KRISTIANSAND Dettifoss 13. júni Manafoss 20. júni Dettifoss 27. júni Manafoss 4 júll MOSS Dettifoss 10. júní Manafoss 17. júni Dettifoss 24. júní Mánafoss 5. júli HORSENS Dettifoss 15. júni Dettifoss 29. júni GAUTABORG Dettifoss 15. júni Mánafoss 22. júni Dettifoss 29. júni Mánafoss 6. júli KAUPMANNAHÖFN Detlifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINGBORG Dettifoss Mánafoss Dettifoss Mánafoss HELSINKI Irafoss Irafoss GDYNIA Irafoss Irafoss TORSHAVN Dettifoss Dettifoss 14. júni 6. júli 17. júni 8. júli 11. júni 25. júni STRANDSIGLINGAR -framogtilbaka frá REYKJAVlK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI allafimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.