Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 Utanríkisráðherrar Atlantshafsbandalagsríkjanna á tröppum utanríkisráðuneytisins í París eftir að hafa snætt þar hádegisverð. Talið frá vinstri: Hans- Dietrich Genscher, V-Þýskalandi, lannis Haralambopoulos, Grikklandi, Geir Hallgrímsson, fslandi, Emilio Colombo, ítaifu, Colette Flesh, Luxembourg, Leo Tindemans, Belgíu, Uffe Elleman-Jensen, Danmörku, George Schultz, Bandaríkjunum, Claude Cheysson, Frakklandi, Fernando Moran, Spáni, Joseph Luns, framkvæmdastjóri NATO, Hans Van Den Broek, Hollandi, Svenn Stray, Noregi, P. de Villas-Boas, sendiherra Portúgala hjá NATO, Ilter Turkmen, Tyrklandi, og sir. John Graham, sendiherra Breta hjá NATO. AP. Utanríkisráðherrafundur NATO: Sakar Rússa um þvergirðingshátt f’arís, 9. júní. AP. ATLANTSHAFSÞJÓÐIRNAR brýndu í dag Sovétmenn til „samstarfs án tafar“ við tilraunir Bandaríkjanna til að ná yfírveguðum samningum ura vopnatakmarkanir. Einnig sökuðu þær Sovétríkin um að hamla á móti viðræðunum. Það var sérstök ráðgjafanefnd Atlantshafsbandalagsins sem sendi frá sér hina hvassyrtu yfir- lýsingu í samvinnu við hóp utan- ríkisráðherra Atlantshafsbanda- lagsþjóðanna. Formaður ráðgjafa- nefndarinnar, Richard Burt, að- stoðarutanríkisráðherra Banda- ríkjanna, sgði að „því miður hefðu Sovétmenn haldið áfram að þverskallast" við raunhæfum samþykktum um hámarksfjölda meðaldrægra kjarnorkueldflauga í Evrópu. Burt, sem talaði fyrir hönd hópsins, ásakaði einnig Sov- étmenn um að kynda undir óróa með því að hóta því að koma fyrir eldflaugum í Austur-Evrópu sitji Atlantshafsbandalagið fast við sinn keip varðandi stýriseldflaug- ar og Pershing II-eldflaugar í des- ember. Mitterand Frakklandsfor- seti hafði áður lýst því yfir í sjón- varpi að viðræður Bandaríkjanna og Sovétríkjanna myndu „ekki bera árangur". Samkomulag Norðmanna og EBE: Síldveiði í Norðursjó ákveðin 116.000 tonn Ósló, 9. júní. Frú frélUriUra Mbl., Jan-Erik Lnuré. í FYRKTA sinn frá 1977 hefur allur Norðursjórinn verið opnaður fyrir síldveiðum en þennan tíma hefur norður- og miðhlutinn verið lokaður fyrir slíkum veiðiskap. Að þessari niðurstöðu var við Efnahagsbandalagið, sem komist í viðræðum Norðmanna lauk í Ósló í dag, og hefur verið Walesa meinað að hitta páfann Varsjá, 9. júní. AP. LECH WALESA hefur ekki fengið leyfí frá vinnu sinni í Gdansk til að hitta Jóhannes Pál páfa II í næstu viku, að sögn samstarfsmanna hans. Hann bíður þó formlegrar, skriflegrar neitunar frá stjórn skipasmíðastöðvarinnar þar sem hann vinnur áður en hann ákveður næsta leik. Walesa fær hið skriflega svar þegar hann kemur úr vinnu á morgun, föstudag, að sögn talsmanns hans, Adams Kinasz- ewski. Heimildir í Páfagarði hermdu í gær að Walesa mundi hitta páfa 19. júní, á fjórða degi páfa- heimsóknarinnar, í klaustrinu Jasna Gora í Czestochowa. Pólsk yfirvöld sögðust ekkert um þetta vita og sviptu bílstjóra Walesa og Kinaszemski ökuskír- teinum sínum. Walesa ferðast sjaldan einn og án bílstjóra. Ekki er gert ráð fyrir fundi Jóhannesar Páls II og Walesa í ferðaáætlun páfans, en Jozef Glemp erkibiskup hefur reynt að koma því til leiðar að þeir hitt- ist. ákveðið, að síldarkvótinn í ár verði 116.000 tonn. Af honum fá Norðmenn 31.000 tonn í sinn hlut. í viðræðunum héldu Norð- menn því fram, að EBE-þjóðirn- ar stunduðu ofveiði í miðhluta Norðursjávar en fulltrúar EBE vildu aðeins fallast á ofveiði á þeim svæðum, sem Norðmenn og EBE-þjóðirnar hafa veitt á sameiginlega. Hins vegar játuðu þeir því, að aflaskýrslurnar væru ekki nema mátulega trú- verðugar og full ástæða til að efast um opinberar aflatölur. Þess vegna hefur verið sett á laggirnar sameiginleg nefnd til að endurskoða þessar tölur. Þótt EBE-fulltrúarnir hafi ekki viljað játa ofveiðinni viður- kenndu þeir hana í raun með því að samþykkja í bótaskyni miklu ríflegri síldarkvóta til Norð- manna en annars hefði verið eðlilegt. Auk þess fá Norðmenn að veiða 50.000 lestir af kol- munna og þeim verður heimilt að stunda línuveiðar fyrir norð- an Hjaltlandseyjar. Moammar Khadafy N-Jemen: Khadafy í óvæntri heimsókn Kuwait, 9. júní. AP. MOAMMAR Khadafy, Líbýu- leiðtogi, kom i dag óvænt til Sanaa, höfuðborgar Norður- Jemens, og leiða margir getum að því, að hann vilji hitta að máli Yasser Arafat, leiðtoga PLO, sem þar er fyrir. Arafat, sem kom til Sanaa til að skýra út afstöðu PLO til samkomulags Israela og Líb- ana um brottflutning erlends herliðs frá landinu, hefur sak- að Khadafy um að æsa til upp- reisnar meðal skæruliða PLO í Líbanon og víðar. Hefur hann leitað hjálpar Saudi-Araba við að vinna gegn áhrifum Líbýu- manna og í þeim tilgangi m.a. fór Abdullah krónprins Saudi- Arabíu til Lfbýu í síðustu viku. Veður víða um heim Akureyri 5 alskýjað Amsterdam 26 skýjaö Barcelona 24 heiöskirt Berlín 23 skýjaö Brutsel 28 skýjaö Chicago 27 skýjað Dyflinni 16 heiöskírt Feneyjar 26 þokumóða Frankfurt 16 heiöskírt Genl 28 heiöskírt Helsinki 17 skýjað Hong Kong 29 skýjað Jerúsalem 26 heiöskírt Jóhannesarborg 18 heiöskírt Kairó 34 heiöskírt Kaupmannahöfn 21 heiðskírt Las Palmas 23 lóttskýjaö Lissabon 22 heiöskírt London 21 tkýjaö Los Angelet 23 skýjaö Madríd 33 heiöskírt Malaga 24 skýjaö Mallorca 33 heiöskírt Mexikóborg 28 heiöskírt Moskva 17 skýjaö New York 26 heiðskírt Nýja Delhí 41 skýjaö Osló 12 tkýjaö Parfs 27 skýjaö Peking 32 heiöskírt Rio de Janeiro 25 tkýjað Reykjavík 9 skýjaö Róm 28 heiöskírt San Franciaco 16 skýjaö Stokkhólmur 20 heiöskírl Tókýó 26 heiöskírt Toronto 17 heiðskírt Vancouver 22 skýjaö Vín 20 heiðskírt Þórshöfn 10 skýjað VoDna- sending stöðvuð Kaupmannahöfn, 9. júní. AP. DANSKIR tollverðir lögðu í dag hald á sendingu, sem átti að fara til Suður-Afríku, en í henni voru m.a. 500 skammbyssur, að því er tals- maður SAS-flugfélagsins sagði í dag. Vopnasendingin kom frá Vín til Kaupmannahafnar og átti að fara þaðan til Jóhannesarborgar. Aust- urríkismenn og Danir hafa hvor- irtveggju undirritað bann SÞ við vopnasendingum til Suður-Afríku og er nú verið að kanna það í Danmörku hvort um sé að ræða brot gegn því. Vopnin voru merkt sem æf- ingabyssur og munu verða send áfram til Jóhannesarborgar á morgun, laugardag, nema annað verði ákveðið. Hundasund bannað Aþenu, 9. júní. AP. HUNDUM er bannað að synda við strendur Grikklands í sumar, að því er segir í opinberri tilkynningu er birt var í dag. Eigendur hunda og katta sem fara í sjóinn í fylgd þessara gælu- dýra sinna, geta átt á hættu að verða sektaðir um allt að 40.000 drökmur, segir í tilkynningunni. Hundum er einnig bannaður að- gangur að ströndum sem eru f um- sjá grísku ríkisferðaskrifstofunn- Grænfriðungar á Beringshaf Honolulu, 9. júní. AP. GRÆNFRIÐUNGAR, hópur umhverfísverndarmanna, tilkynntu í dag að þeir myndu senda skip frá Vancouver á sunnudag til að fara til móts við japönsk og rússnesk fískiskip á Beringshafí í júní og júlí. Skip þeirra, „Rainbow Warr- sæfugla og sæskjaldbaka. ior,“ mun verða notað til að trufla Skipið heldur síðan til móts við veiðar japönsku skipanna frá 24. sovéska flotann um 15. júlí til að júnf til 9. júlí, en Grænfriðungar reyna að hindra veiðar hans á grá- segja að netin sem notuð eru við hval. þessar veiðar valdi dauða þúsunda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.