Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ1983 25 Hér f Hvassahrauni viA Vatnsleysuvfk er fyririiugaAri stálverksmiðju ætlaður - staður. Verksmiðjan á að rfsa á svæðinu efst til vinstri þar sem gamli Keflavfkurvegurinn liggur. Sýnishorn af þvf innlenda brotajárni sem stálverksmiðjan myndi nýta. Fyrir- hugað er að 6—7 móttökustöðvar fyrir brotajárn verði settar upp víðsvegar um landið. fjárins en aðrir væntanlegir hlut- hafar eru sveitarfélög, fyrirtæki og einstaklingar. Dr. Peter Finlayson frá Babcock Contractors Ltd. tók til máls á fundinum en fyrirtækið hefur lýst áhuga á að kaup 5% hlutafjárins. Hann sagði að sér fyndist þetta verkefni ákaflega spennandi og tvímælalaust góð fjárfesting fyrir íslendinga. Hér skapaðist kjörið tækifæri til að nýta innlent brota- járn og ódýra raforku. Hann sagði að fyrirtækið, sem hann væri full- trúi fyrir, hefði mikinn áhuga á að fá að taka þátt í smíði verksmiðj- unnar og að ákveðnar hugmyndir um staðsetningu og kostnað lægju nú fyrir sem sýndu að um arð- vænlega framkvæmd væri að ræða. Þess má geta að Babcock Contractors Ltd. er stórt alþjóð- legt verktakafyrirtæki sem fyrir- hugað er að sjái um hönnun verk- smiðjunnar og útvegun tækja. Á fundinum var einnig fulltrúi frá Ferrco Engineering Ltd. sem þró- að hefur framleiðsluaðferðir í minni stálverum í samvinnu við Co-Steel, sem rekur litlar stál- verksmiðjur í Kanada. Fyrirhugað er að tæknisérfræðingar frá Co- Steel þjálfi verksmiðjustarfs- menn, aðstoði við gangsetningu og verði á annan hátt til ráðgjafar fyrstu árin sem verksmiðjan verð- ur starfrækt. Það kom fram á fundinum að forsenda fyrir þátttöku ríkissjóðs í fyrirtækinu er sú að fyrst verði safnað 60% hlutafjár áður en rík- ið leggur fram sín 40%. Nú liggur fyrir að Vatnsleysustrandar- hreppur hyggst kaupa 20% hluta- fjárins og Babcock Contractors Ltd. hafa lýst áhuga á kaupum 5% hlutafjár. Aðrir hafa lagt fram 2% þannig að hlutafjársöfnun á ennþá nokkuð í land. Jón Magn- ússon sagði á fundinum að einn stærsti þröskuldurinn í vegi hlutafjársöfnunarinnar væri skattalöggjöfin sem hegndi mönnum fyrir að leggja áhættufé í fyrirtæki til atvinnusköpunar. Menn keyptu fremur verðtryggð skuldabréf ríkissjóðs en að kaupa hlut í fyrirtæki. Þá kom það fram á fundinum að Sverrir Her- mannsson, iðnaðarráðherra, hefði tjáð forsvarsmönnum fyrirtækis- ins að hann myndi stuðla að beinni þátttöku Framkvæmda- sjóðs í fyrirtækinu. Gert er ráð fyrir að starfsmenn í verksmiðjunni verði 45 talsins og 6—7 móttökustöðvar fyrir brota- járn verði settar upp víðsvegar um landið. Forsvarsmenn Stálfélags- ins tóku það skýrt fram að undir- búningsáætlanirnar miðuðust ekki við neinskonar „verndarað- gerðir" af hálfu hins opinbera varðandi markaðsmál. Það væri flutningskostnaðurinn og fjar- lægðin sem gerðu slíka verksmiðju vænlega auk tækninýjunga á síð- ari árum. Bókaklúbbur Arnar og Örlygs: Seinna bindi Aust- an Eden komið út BÓKAKLÍIBBIJR Arnar og Örlygs hefur geflð út seinna bindi bókar- innar „Austan Eden“, eftir John Steinbeck í þýðingu séra Sverris Haraldssonar. í frétt frá útgefend- um segir að „Austan Eden“ hafl löngum verið talin ein af perlum heimsbókmenntanna og átt ríkan þátt í því að höfundur hlaut bók- menntaverðlaun Nóbels 1962. Hún hafi vakið nokkrar deilur á sínum tíma og hafi sumum gagn- rýnendum þótt Steinbeck hætta til að ýkja um of persónur og atburði. Hafi höfundur látið hafa eftir sér að vel gæti verið að skilin væru stundum nokkuð skörp hjá sér en einungis í þeim tilgangi að auka áhrifamátt sögunnar og auðvelda lesendum að setja sig í spor sögu- hetjanna. Síðara bindið er 325 blaðsíður og unnið í prentsmiðjunni Hólum. Aðalfundur FÍS: Símamenn vilja fullar verðbætur AÐALFUNDUR Félags íslenskra símamanna var haldinn 5. maí sl. Formaður félagsins, Ágúst Geirsson, flutti skýrslu stjórnar fyrir liðið starfsár. Veigamestu þættirnir í félagsstarf- inu voru launa- og kjaramál, en á starfsárinu var unnið bæði að gerð aðalkjarasamnings milli BSRB og fjármálaráðherra og sérkjarasamn- ings félagsins og fjármálaráðherra. Á árinu tókst samkomulag milli félagsins og viðsemjenda þess um að tekin verði upp sérstök námsbraut á næsta hausti við Póst- og símaskólann fyrir al- menna símaafgreiðslu- og skrif- stofufólk stofnunarinnar. Hafði félagið barist fyrir því alllengi að þessir starfshópar ættu möguleika á aukinni menntun á sama hátt og ýmsir aðrir hópar innan Pósts og síma. Þann 1. desember sl. voru liðin 50 ár frá því fyrstu sjálfvirku sím- stöðvarnar hér á landi voru teknar í notkun, en það voru stöðvarnar í Reykjavík og Hafnarfirði. Það leiddi þá til þess að um 40 talsímaverðir misstu vinnu sína. Síðan hefur sú þróun, sem þá hófst, haldið áfram, en þó með misjöfnum hraða, stundum mikl- um eins og þegar símakerfi stærri kauðstaða og bæja varð sjálfvirkt og stundum minni. FÍS hefur ekki lagst gegn þess- ari þróun né reynt að sporna við henni frekar en annarri tækni- þróun innan síns starfssviðs. Það hefur hinsvegar verið hlut- verk félagsins að standa vörð um réttindi þeirra starfsmanna sem hafa orðið fyrir barðinu á þessari þróun. Nú tvö til þrjú síðustu árin hef- ur uppsagnabylgjan risið á ný eft- ir tiltölulega rólegt tímabil þar á undan. Sem dæmi um það má nefna að á árunum 1981 og 1982 var 19 stöðvarstjórum sagt upp störfum og 26 talsímavörðum. Aðalástæður fyrir þessum upp- sögnum eru fyrst og fremst auk- inn hraði í því að gera símakerfi í sveitum landsins sjálfvirkt eftir lagasetningu Alþingis þar um 1981, tilflutningur á þjónustu á milli stöðva og stytting þjónustu- tíma fjölmargra annarra sím- stöðva. Þessi mál voru mikið á dagskrá félagsins á starfsárinu og verða það áfram þar sem fyrirsjáanlegt er að framhald verði á þessari þróun. Gjaldkeri FÍS, Bjarni Ólafsson, skýrði reikinga félagsins og er fjárhagur þess góður. Aðalfundir eru haldnir árlega, en stjórnarkjör fer fram annað hvert ár og verður ný stjórn kjörin næst árið 1984. Á aðalfundinum var samþykkt svofelld ályktun: „Vegna barlómssöngs margra frammámanna atvinnurekendæað undanförnu, sem oftast endar á því að afnema þurfi vísitölubætur á laun — ályktar aðalfundur FÍS 5.5.83 eftirfarandi: Félagsmenn FÍS hafa tekið á sig kjaraskerð- ingu á undanförnum misserum eins og aðrir launamenn. Fundurinn vekur athygli á því að vísitölubætur á laun eru greiddar eftir á vegna hækkana á vöruverði. I 80% verðbólguhraða er vísitölubóta þörf meir en nokkru sinni fyrr. Fundurinn hvetur því stjórn FÍS og samninganefnd BSRB til þess að berjast fyrir því að vísi- tölubætur verði greiddar að fullu á laun í stað þess að vera skertar eins og nú er.“ Góð húsgögn á lægsta verði og bestu kjörum sem hugsast geta. Úrval á 5000 fm. HAGSÝNN VELUR ÞAD BESTA HDS6AGN&B0LLIN BÍLDSHÖFÐA 20 -110 REYKJAVÍK S 91-81199 og 81410

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.