Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNl 1983 Húsavík: Fundur áætlunar- nefndar Nordel Á HÚSAVÍK var haldinn fundur Áætlunarnefndar Nordel dagana 5.—6. júní en Nordel eru samtök norrænna raforkufvrirtækja sem stofnuð voru 1963 og hefur ísland verið aðili frá byrjun. Nordel starfar sem ráðgefandi aðili í málum varðandi alþjóða- en þó sérstaklega norræna samvinnu á sviði framleiðslu, neyslu, og dreifingar raforku. Aðalnefnd Nordel er skipuð forstjórum helstu raforkufyrirtækja hvers lands og eiga sæti í henni f.h. Is- lands þeir Aðalsteinn Jónsson frá Rafmagnsveitum Reykjavíkur, Halldór Jónatansson frá Lands- virkjun, Jakob Björnsson frá Orkustofnun og Kristján Jónsson frá Rafmagnsveitum ríkisins. Auk Aðalnefndar starfa fjórar fasta- nefndir; Áætlananefnd, sem hefur með höndum áætlanagerð og stefnumótun framleiðslu; Rekstr- arnefnd, sem hefur yfirstjórn rekstrar samtengda norræna raf- orkukerfisins, en það nær til allra norðurlandanna nema fslands; Varmaorkunefnd, sem fjallar um kola-, olíu- og kjarnorkustöðvar, og loks Upplýsinganefnd, sem sér um upplýsingar til almennings og fjölmiðla og annast útgáfu árs- skýrslu Nordel. I Áætlananefnd eiga sæti f.h. íslands þeir Gísli Júlíusson og Steinar Friðgeirsson sem sat fundinn á Húsavík. I tengslum við þennan fund Áætlunarnefndar kom út í októ- ber kynningarskýrsla um norræna samvinnu í raforkumálum. Líklega vegna erfðagalla í fjárstofninum misstu þessi tvflembingar ullina eftir fæðingu í vor og eru nú að mestu hárlaus eins og sjá má á myndinni. Fyrir utan það að vera ullarlaus að mestu og afar heit viðkomu eru þau heilbrigð og eðlileg. Lömb missa ullina vegna erföagalla „ÞETTA er líklega vegna erfðagalla sem kemur fram einstöku sinnum á einum og einum bæ, venjulega þegar um mikla skyldleikaræktun er að ræða í fjárstofnunum,“ sagði Páll A. Pálsson, yfirdýralæknir, í samtali við Mbl. þegar hann var spurður að því hvað ylli því að lömb misstu ull- ina eftir fæðingu, en blaðamaður sá þrjú slík lömb á bænum Ósabakka á Skeiðum er hann var þar á ferð í síðustu viku. Páll sagði að venjulega misstu lömbin ullina fljótlega eftir að þau fæddust, en björguðust oftast nær þrátt fyrir það. Þeim væri helst hætta búin ef þau lentu í vætu. Sagði hann að ullin kæmi venju- lega á þau aftur um mitt sumar og hefði hann stundum orðið var við að fólk prjónaði á þau peysur og færði í til að hjálpa lömbunum í gegnum þetta tímabil. Hafliði Sveinsson bóndi i Ósa- bakka i Skeiðum heldur hér á öðru lambinu. Svona lömb eru stundum klædd í peysur sem á eru prjónaðar sérstaklega fyrir þau. Námskeið fyrir raungreina- kennara í framhaldsskólum FÉLAG raungreinakennara í fram- haldsskólum efnir til tveggja nám- skeiða fyrir kennara í sumar dagana 20. júní til I. júlí. Námskeiðin verða haldin í Verzlunarskóla íslands. Fyrra námskeiðið fjallar um ritvinnslu og tölvunotkun almenn- ings, en hið síðara um tölfræði. Þetta ér í fyrsta sinn í þrjú ár sem námskeið er haldið á vegum Fé- lags raungreinakennara og er þess að vænta, að með þessu sé ráðin nokkur bót á hinni brýnu þörf á endurmenntun kennara á fram- haldsskólastigi. Námskeiðin eru ókeypis og þátttaka heimil öllum kennurum á framhaldsskólastigi, en þar sem takmarka þarf fjölda þátttakenda hafa raungreina- kennarar forgang. <Frí,1*<'ikjrn»ing.) AF ERLENDUM VETTVANGI eftir MARK FRANKLAND Jóhannes Páll páfí í heimsókninni til Póllands f júní árið 1979. Sovéskir ráðamenn vilja nú, að pólski kommúnistafíokkurinn taki af skarið um það hver ráði í landinu. Sovétmenn óttast afleiðingarnar af heimsókn páfa til Póllands Ráðamenn í Rússlandi eru að missa þolinmæðina með pólsku stjórn- ina. í hálft annað ár hafa þeir umborið stjórn Jaruzelskis hershöfðingja athugasemdalaust en nú hafa þeir loksins kveðið upp úr með óánægju sína. Pólska stjórnin stendur sig ekki í stykkinu, segja þeir, og lætur það jafnvel átölulaust, að frjálslyndir menn vað uppi í stjórnkerfínu. Sovétmenn komu aðvörun sinni á framfæri fyrir nokkrum dögum, skömmu áður en miðstjórn pólska komm- únistaflokksins kom saman til fundar, og var henni augljóslega stefnt gegn hófsemdarmönnun- um í þeim hópi. Með henni vildu Sovétmenn líka láta í ljós áhyggjur sínar af hugsanlegum afleiðingum páfaheimsóknar- innar, sem hefst um miðjan mánuðinn. Vestrænir sendimenn í Moskvu telja ekki, að sovéskir ráðamenn séu búnir að missa alla trú á Jaruzelski þótt þeir hafi orðið fyrir „miklum von- brigðum með pólitíska hæfileika hans“, en hitt segja þeir engum vafa undirorpið, að samband þeirra við íhaldsöflin í Varsjá sé miklu nánara en áður. I þessu sambandi hafa menn velt nokkuð fyrir sér hugsanlegu hlutverki pólska sendiherrans í Moskvu, Stanislaws Kocioleks, harðlínumanns, sem var formað- ur kommúnistaflokksins í Varsjá áður en hann var skipað- ur sendiherra á síðasta sumri. Það hefur vakið athygli, að Koc- iolek hefur sama og ekkert sam- band haft við starfsbræður sína meðal erlendra sendiherra I Moskvu, ekki einu sinni sinnt lágmarks kurteisisheimsóknum, og þegar hann tók þátt í mið- stjórnarfundi pólska kommún- istaflokksins í vetur var það að- eins til að ráðast harkalega á efnahagsáætlanir stjórnarinnar. Annar harðlinumaður, sem hér kemur við sögu, er Tadeusz Grabski, efnahagsráðgjafi við pólska sendiráðið í Austur- Berlín. Þegar höfð er í huga van- þóknun austur-þýskra ráða- manna á ástandinu í Póllandi er augljóst, að Brabski er vel í sveit settur fyrir hvers kyns bak- tjaldamakk. Aðvörun Sovétmanna til Pól- verja var búin í þann búning, sem venja er til þegar þeir telja að leppstjórnirnar í Austur- Evrópu þurfi á lexíu að halda. I grein í tímaritinu „Nýjum tím- um“, sem sovéska utanríkisráðu- neytið og alþjóðadeild mið- Janizel.ski Lech hershöfAiugi Walesa stjórnar sovéska kommúnista- flokksins nota til að koma boð- skap sínum á framfæri, var ráð- ist á pólska vikuritið „Polityka" fyrir að reka áróður fyrir „fjölflokkalýðræði" og því síðan fylgt eftir í dagblaðinu „Komm- unist“, sem gefur línuna I hug- myndafræðilegum efnum. Var það gert með því að endurprenta grein úr systurblaði „Kommun- ist“ í Póllandi þar sem krafist var harðrar stefnu gegn „hægri- sinnuðum öflum". Hvernig vilja ráðmennirnir I Kreml að Pólland sé? Ekki neitt sósíalískt fyrirmyndarríki, segja vestrænir stjórnmálasérfræð- ingar, heldur bara að almenn- ingur komist ekki upp með neinn moðreyk. Jafnvel að þessu leyt- inu hefur Jaruzelski brugðist. Samstöðugöngunar í upphafi þessa mánaðar og það frjálsræði sem Lech Walesa þó nýtur („Pol- ityka“ var sökuð um að hafa hyllt hann sem „Spartakus vorra daga“) eiga ekkert skylt við hugmyndir Sovétmanna um lög og reglu í kommúnistaríki. I augum þeirra er forsendan fyrir „eðlilegu ástandi", að lín- urnar séu skýrar í pólitíkinni og að ekkert fari á milli mála. I „Nýjum tímum“ voru hins vegar menntamenn í pólska kommún- istaflokknum, sem tengjast „Pol- ityka", þar á meðal Mieczyslaw Rakowski, aðstoðarforsætis- ráðherra, sakaðir um að hafa brugðist að þessu leyti. Þeir væru málamiðlunarmenn, sem hefðu það eitt upp úr krafsinu að hrinda af stað nýrri hægri skriðu í Póllandi. I „Kommunist" sagði, að „við- reisnin" í Póllandi gengi „alltof hægt“ fyrir sig af þremur ástæð- um. Sú fyrsta væri, að hópur innan kaþólsku kirkjunnar vildi ekki samstarf við ríkisvaldið; önnur væri það „hættulega ástand", sem ríkti meðal pólskra menntamanna, og þriðja væri reynsluleysi unga fólksins í landinu, sem gerði það svo mót- tækilegt fyrir „lýðskrumi". Það vandamál, sem raunveru- lega blasir við rússneskum ráða- mönnum, er að gera það upp við sig hvort unnt er að hafa stjórn á þessum málum án þess að grípa til sams konar aðgerða og gert var í Ungverjalandi og Tékkóslóvakíu. Allt frá því að kommúnistar komust til valda í Póllandi hefur hver kreppan annarri meiri riðið yfir þjóðina. Ritstjóri „Komm- unist" og einn helsti hugmynda- fræðingur sovéskra kommún- ista, skilgreindi þetta vandamál nú nýlega sem „fjandsamlegar stéttaandstæður", sem hver ein- asti skóladrengur í Sovétríkjun- um vissi, að ættu ekki að vera til í sósíölsku ríki að sovéskri fyrir- mynd. Þær stafa af því, sagði hann, að í hinu sósíalska Pól- landi viðgengst enn einkarekstur í landbúnaði, „kapitalisminn" tórir enn og auk þess er um að ræða „andsósíalska en áhrifa- mikla hugmyndafræðilega strauma". Hér er átt við það, að þjóðfé- lagsólgan muni halda áfram í Póllandi þar til þessum and- stæðum hefur verið útrýmt og að yfirborðslegar tilraunir til að koma á reglu muni engan árang- ur bera fyrr en það hefur verið gert. Þetta er ekki aðeins fræð- ikenning í sjálfu sér heldur eru rússneskir ráðamenn f raun að útlista þær aðstæður, sem þeir telja að verði að ríkja í sérhverju kommúnistaríki. Sovétmenn hafa þungar áhyggjur af ástandinu í Pól- landi. Þeir óttast, að ef pólski kommúnistaflokkurinn „rekur ekki af sér slyðruorðið" nú fyrir heimsókn páfa, þá muni hann komast að raun um það enn einu sinni, að atburðarásin hefur bor- ið hann ofurliði. Þeir hafa líka bent á leiðina til „sósíalskrar endurreisnar" f Póllandi en hvort þeir sjálfir eða pólskir ráðamenn voga sér að fara hana er annað mál. SS (heimild:Observer)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.