Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 VIÐSKIPTI ; * * > *m2£Í ~^ '-•• ' $ '?*■ ' Tyj I JlMinFr^ VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón: Sighvatur Blöndahl Noregur: Fjárfesting í iðn- aði hefur dregizt verulega saman Um 20% samdráttur 1981/1982 og 20—25% 1982/1983 Fyrsti fundur nýkjörinnar stjórnar var haldinn þann 30. maí. Meðfylgjandi mynd er tekin við það tækifæri. Á myndinni eru talið frá vinstri: Árni Árnason, Páll Sigurjónsson, Halldór Jónatansson, Ragnar S. Halldórsson, Jónas H. Haralz, Brynjólfur Bjarnason, Sigurður Helgason, Gunnar J. Friðriksson, Ólafur B. Thors, Hörður Sigurgestsson, Erlendur Einarsson og Friðrik Pálsson. Á myndina vantar Ragnar Kjartansson. Brynjólfur Bjarnason for- maður Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins á íslandi Á FRAMHALDSSTOFNFUNDI, sem haldinn var 26. maí sl. var endanlega gengið frá stofnun Landsnefndar Alþjóða verzlunarráðsins á íslandi. Ákvörðun um stofnun nefndarinnar var hins vegar tekin þann 7. apríl sl. Að stofnun Landsnefndarinnar standa rúmlega 30 félagasamtök og fyrirtæki. HEILDARFJÁRFESTING í iðnaði í Noregi hefur dregizt saman um meira en þriðjung síðan á árinu 1981, sam- kvæmt upplýsingum, sem koma fram í tímariti norskra iðnrekenda, en þar keraur ennfremur fram, að fjárfest- ing hefur ekki verið jafnlftil og raun ber vitni síðan á árunum fyrir 1970. Svíþjóð: Innflutningsverð hefur hækkað um 15% sl. 12 mánuði INNFLUTNINGSVERÐ hækkaði um 0,3% f Svíþjóð í aprílmánuði sl. og hafði hækkað samtals um liðlega 15% frá ár- inu á undan, samkvæmt upplýsingum, sem sænska hagstofan birti í liðinni viku. Til samanburðar við þessa 0,3% hækkun á innflutningsverði, lækkaði það eilítið í marzmánuði sl., en væri verðið í marz borið saman við sama tíma árið á undan, var ennfremur um að ræða 15% hækkun. Vísitalan var 484 stig í apríl, ef miðað er við grunntöluna 100 á árinu 1968. Verð á matvælum hækkaði um 1,4%, en verð á matvælum hafði til samanburðar hækkað um 0,9% í marzmánuði sl. Svartolíuverð lækk- aði um 3,2% í aprílmánuði, en það hafði til samanburðar lækkað um 3% í marzmánuði. Hins vegar var svart- olíuverð um 9,1% hærra í lok apríl sl., en það var á sama tíma fyrir ári. Samdrátturinn í fjárfestingu milli áranna 1981—1982 var um 20% og nýjustu spár gera ráð fyrir 20— 25% samdrætti í fjárfestingu milli áranna 1982—1983. Talsmaður Félags norskra iðn- rekenda sagði á fundi með blaða- mönnum, þegar þessar tölur voru kynntar, að forsvarsmenn félagsins teldu ekki að fjárfesting væri að komast á hættulegt stig, eins og menn kynnu að halda, hins vegar væri fullljóst, að snúa yrði þessari óheillaþróun við þegar á næsta ári og væru iðnrekendur farnir að ræða ýmis ráð til þess. Talsmaðurinn sagði, að iðnrek- endur teldu ástæðuna fyrir þessari síminnkandi fjárfestingu vera veika stöðu norsks iðnaðar. Rekstr- arstaða fyrirtækja hefði versnað mjög á síðustu misserum og sam- keppnisstaðan gagnvart erlendum vörum hefði rýrnað verulega. Þá hefðu skattaálögur á norskan iðnað verið auknar undanfarin misseri, sem segði auðvitað til sín. Þess má geta í sambandi við þessa minnkandi fjárfestingu og veika stöðu iðnfyrirtækja, að þegar á heildina er litið, urðu alls 304 fyrirtæki gjaldþrota í Noregi á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, sem er um 50% aukning frá sama tíma í fyrra. Um 14% þeirra fyrir- tækja, sem urðu gjaldþrota á um- ræddu þriggja mánaða tímabili, eru iðnfyrirtæki. Hlutverk Landsnefndarinnar er að vera fulltrúi íslensks viðskipta- lífs í alþjóðlegu samstarfi og miðla innlendum aðilum upplýs- ingum um það, sem er að gerast á alþjóðavettvangi í þeim efnum. Aðild að Landsnefndinni geta átt bæði félagasamtök, atvinnu- rekstrar og einstök fyrirtæki. Þeir aðilar, sem gerast félagar fyrir júnílok, verða taldir í hópi stofnfé- laga. Á. framhaldsstofnfundinum voru samþykkt lög fyrir Lands- nefndina og henni valin stjórn. í stjórn voru kosnir: Brynjólfur Bjarnason, formað- ur, Erlendur Einarsson, Friðrik Pálsson, Gunnar J. Friðriksson, Halldór Jónatansson, Hörður Sig- urgestsson, Jónas H. Haralz, ólaf- ur B. Thors, Páll Sigurjónsson, Ragnar S. Halldórsson, Ragnar Kjartansson og Sigurður Helga- son. Fundurinn kaus einnig þriggja manna kjörnefnd, sem í eiga sæti Torben Friðriksson, Þorleifur Jónsson og Þorvarður Elíasson. Endurskoðendur Landsnefndar- innar voru valdir Magnús Gunn- arsson og ólafur Davíðsson. Alþjóða verzlunarráðið var stofnað árið 1919. Aðild að því grundvallast á landsnefndum, en þær eru starfandi í 57 þjóðlöndum og verður ísland það 58. í röðinni. Frá árinu 1938 hefur Verzlunar- ráð íslands átt aukaaðild að Al- þjóða verzlunarráðinu og fellur hún nú niður. Þátttaka í Alþjóða verzlunarráðinu er því frá yfir 100 ríkjum, u.þ.b. 1.500 félagasamtök atvinnurekstrar, en auk þess rúmlega 5.000 fyrirtæki. Alþjóða verzlunarráðið er full- trúi viðskiptalífsins á alþjóða- vettvangi. Tilgangur þess er að örva viðskipti og fjárfestingu á grundvelli frjálsrar og heiðarlegr- ar samkeppni; samræma við- skiptavenjur, hugtök og skilmála í viðskiptum og skipuleggja skoðanaskipti milli aðila í alþjóðaviðskiptum. Auk þess starfrækir það ýmsa þjónustu, svo sem alþjóðlegan gerðardóm í viðskiptum. Alþjóða verzlunarráð- ið er helsti talsmaður viðskipta- lífsins gagnvart stofnunum Sam- einuðu þjóðanna, og ennfremur gagnvart GATT, OECD, EBE og EFTA. Aðsetur Landsnefndarinnar er á skrifstofu Verzlunarráðs ís- lands. Framkvæmdastjóri Verzl- unarráðsins, Árni Árnason, er jafnframt framkvæmdastjóri Landsnefndarinnar. 1. ársfjórðungur 1983: Vaxandi markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu NÝLEGA er lokið ársfjórðungslegri könnun á markaðshlutdeild fjögurra greina iðnaðar. Könnunin er unnin sameiginlega af FÍI og Hagstofu ís- lands. Sú jákvæða þróun á sér stað að þessu sinni, að markaöshlutdeild kaffibrennslu, hreinlætisvörufram- leiðslu og sælgætisframleiðslu hækkar á fyrstu þremur mánuðum þessa árs. Má ætla að hér sé farið að gæta þeirrar raungengislækkunar sem átt hefur sér stað frá miðju síð- asta ári, þannig að neytendur velji nú innlendu vöruna í æ ríkari mæli vegna hagstæðs verðsamanburðar. Nánari niðurstöður um markaðs- hlutdeild einstakra greina birtast í eftirfarandi súluritum, sem sýna hundraðshluta innlendrar fram- leiðslu af magni heildarneyslu. Markaðshlutdeiid innlendrar kaffibrennslu árin 1978—1983: Á fyrsta ársfjórðungi 1983 jókst markaðshlutdeild innlendrar kaffibrennslu miðað við 4. árs- fjórðung 1982 um 6,1 prósentustig, eða úr 73,1% í 79,2% af heildar- neyslu. Hins vegar var um sam- drátt að ræða í samanburði við 1. ársfjórðung í fyrra, en þá var hlutdeildin 81,7%. Frá því mark- aðshlutdeildarmælingar hófust árið 1978 hefur hlutdeildin hin einstöku ár verið eftirfarandi: 1978 1979 1980 1981 1982 92,5% 92,2& 86,5% 79,8% 78,75 Markaðshlutdeild innlendrar hreinlætisvöruframleiðslu árin 1978—1983: Markaðshlutdeild innlendrar hreinlætisvöruframleiðslu jókst um 10,2 prósentustig frá því á 4. ársfjórðungi 1982 og hækkaði því úr 54,5% í 64,7%. Þá var einnig um aukningu markaðshlutdeildar að ræða miðað við 1. ársfjórðung 1982, en þá var hlutdeildin 62,6%. Til samanburðar og glöggvunar birtast eftirfarandi tölur um þróun markaðshlutdeildar inn- lendrar hreinlætisvöruframleiðslu frá árinu 1978: 1978 1979 1980 1981 1982 72,3% 70,5% 67,5% 63,3% 59,7% Markaðshlutdeild innlendrar málningarframleiðslu árin 1978—1983: Markaðshlutdeild innlendrar málningarvöruframleiðslu mæld- ist 58,7% á 1. ársfjórðungi 1983, en það er 8,9 prósentustigum minna en á 4. ársfjórðungi árið áður. Þá er einnig um samdrátt markaðs- hlutdeildar að ræða ef miðað er við 1. ársfjórðung 1982. Hér virð- ist því um verulegan samdrátt markaðshlutdeildar málningar- vöruframleiðslunnar að ræða, en þess ber að geta að markaðshlut- deild málningarvöruframleiðslu hefur jafnan sveiflast nokkuð milli ársfjórðunga, en aftur á móti haldist nokkuð stöðug milli ára eins og eftirfarandi tölur sýna: 1978 1979 1980 1981 1982 65,6% 64,7% 65,8% 63,6% 61,5% Markaðshlutdeild innlendrar sælgætisframleiðslu árin 1980—1983: Markaðshlutdeild innlendrar sælgætisframleiðslu jókst á 1. ársfjórðungi 1983 miðað við árs- fjórðunginn á undan um 11,2 pró- sentustig eða úr 49,0% í 60,2%. Þá er einnig um aukningu markaðs- hiutdeildar að ræða miðað við 1. ársfjórðung 1982, en þá mældist markaðshlutdeild innlendrar sælgætisvöruframleiðslu 53,8%. Markaðshlutdeildarmælingar sælgætisframleiðslu hófust árið 1980 og hefur þróunin hin ein- stöku ár verið eftirfarandi: 1980 1981 1982 44,1% 49,4% 47,8% Markadshlutdeild innlendrar máiningarframteidsiu 1979-1983: Markadshtufdeild innlendrar kaffibrennstu 1979-1983'-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.