Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 Eldur í hraðfrysti- húsinu Fáskrúðsfirði, 9. júní. U\1 HÁDEGISBILIÐ í gær kom upp eldur í húsakynnum hraöfrystihúss Fáskrúósfjarðar, þar sem fara fram meöal annars viógerðir á fiskikössum. Eldsins varð vart áður en fólk fór heim í hádegismat og þegar slökkviliðið kom á vettvang, var mikill reykur í húsinu og var því erfitt um vik að átta sig á hvar eldurinn var. Mjög greiðlega gekk að slökkva eldinn sem var tiltölu- lega lítill, og litlar skemmdir urðu vegna hans. Stutt frá þar sem eldurinn kom upp er aðstaða fyrir rafvirkja fyrir- tækisins. Þar munu hafa orðið ein- hverjar skemmdir að marki. í þess- um hluta hússins, sem er elsti hluti frystihússins eru frystiklefar, þar sem meðal annars er geymt kjöt frá sláturhúsinu og leigð út matvæla- hólf fyrir bæjarbúa. Að sögn kaupfélagsstjórans Gísla Jónatanssonar hafa farið fram at- huganir á matvælum og engar skemmdir eru taldar hafa orðið á beim. Albert Hafnarfjarðarkirkja: Safnaðarferð í Þjórsárdal SUNNUDAGINN 12. júní verður farið í safnaðarferð í Þjórsárdalinn á vegum Hafnarfjarðarsóknar. Lagt verður af stað frá Hafnarfjaróarkirkju kl. 11.00. Þátttakendur eru þó beðnir að koma að kirkjunni kl. 10.30. Ekið verður sem leið liggur að Stóra-Núpskirkju þar sem sóknarprestur, séra Gunnþór Ingason, mun messa kl. 14.00 ásamt staöarpresti, séra Sigfinni Þorleifssyni. Organisti Hafnarfjarðarkirkju, Páll Kr. Pálsson, leikur á orgelið og söng- fólk úr kór kirkjunnar leiðir safnaðar- söng. Síðan verður haldið í Þjórsárdal- inn og merkisstaðir skoðaðir þar undir leiðsögn séra Sigfinns og dvalið í daln- um fram eftir degi og komið heim að kvöldi. Fargjald er kr. 200 fyrir fullorðna en kr. 100 fyrir börn. Þátttakendur hafi með sér nesti og tilkynni þátt- töku sína til sóknarprests, Gunnþórs Ingasonar, eða til varaformanns sóknarnefndar, Guðmundar Guð- geirsscnar. Safnaðarstjórn Verðlaunin afhent, talið frá vinstri: Guðlaugur Bergmann, Einar Matthí- asson, Anna Pálsdóttir og Oddrún Pétursdóttir. Morgunblaðið/KÖE. Steingrímur Hermannsson tekur við batamerkjum af Einari Gíslasyni, starfsmanni Karnabæjar Morgunblaðið/GB Forsætisráðherra afhent batamerki STEINGRÍMI Hermannssyni, forsætisráðherra, var í gær afhent bata- merki júnímánaðar frá fyrirtækinu Karnabæ. Á sama tíma afhenti Einar Gíslason, elsti starfsmaður Karnabæjar, Steingrími plagg sem skýrir frá efnahagsstefnu fyrirtækisins Einar Gíslason, sem hefur starfað við íslenskan iðnað í yfir fjörutíu ár, sagði við þetta tæki- færi að íslendingar hefðu í svo mörg ár kvartað undan oki ann- arra, að nú væri tími til kominn að vinna sig út úr vandanum með samstöðu. Einar kvað þessa efnahagsstefnu vera fulla af baráttuhug og bjartsýni og óskaði hann þess fyrir hönd samstarfsmanna sinna og eig- enda fyrirtækisins að Steingrím- ur gerði slíkt hið sama við efna- hagsstefnu stjórnar sinnar. Guðlaugur Bergmann, for- stjóri Karnabæjar, sagði að með þessu framtaki hefði fyrirtækið og starfsfólk þess sýnt hvert hugur stefndi og taldi víst að fólkið í landinu hefði sömu óskir til handa öllum stjórnmála- mönnum, að þeir bæru gæfu til að standa saman gegn þeim vanda sem við okkur blasir með jákvæðu hugarfari. Forsætis- ráðherra þakkaði þessa bjart- sýnisgjöf og sagði að þjóðin hefði stefnt í ógöngur og hún yrði að feta hina þröngu götu út úr þeim, en fólkið yrði að gera sitt, því öðru vísi gengi dæmið ekki upp. Nú hefði Karnabær sýnt með viðleitni sinni að fólkið vildi takast á við vandann með stjórnvöldum. Steingrímur var að lokum spurður að því hvort hann myndi taka brosandi á efnahagsmálum þjóðarinnar og svaraði hann því til að það væri „alltaf best að taka hlutunum með bros á vör“. í gær voru ennfremur afhent verðlaun til þeirra þriggja, sem hlutskörpust urðu i hugmynda- keppninni um einkunnarorð fyrir efnahagsstefnu Karnabæj- ar. Eins og fram hefur komið í blaðinu fékk Einar Matthíasson aðalverðlaunin, utanlandsferð á vegum Úrvals og fataúttekt í Karnabæ. Verðlaun fyrir kjör- orð júnímánaðar, „íslenzk spjör, betri kjör“, hlutu Anna Pálsdótt- ir ísafirði og Oddný Pétursdóttir frá Hafnarfirði. Þær hlutu að launum fataúttekt í Karnabæ. Guðlaugur Bergmann forstjóri afhenti þeim verðlaunin í gær. Einari Matthíassyni varð að orði, þegar hann heyrði verð- launakjörorðið, að óvitlaust væri að hafa kjörorðið „Engin spjör, svaka fjör“! Frá ráðstefnu Fiskiðnar um gæði sjávarafurða. Halldór Asgrímsson, sjávarútvegsráðherra, er í ræðustóli. Morgunblaðið/KÖE. TOYOTA Bílakynning CRESSIDA CAMRY TERCEL 4X4 Suðurland: Laugardaginn 11. júní á Hvolsvelli, Hellu, Selfossi og Hveragerði. Suðurnes: Sunnudaginn 12. júní í Keflavík og Grindavík. Fjölsótt ráðstefna Fiskiðnar um gæði sjáv- arafurða í DAG verður fram haldið ráðstefn- unni „Gæði sjávarafurða" sem hald- in er á vegum sjávarútvegsráðuneyt- isins og Fiskiðnar, fagfélags físk- iðnaðarins. Henni lýkur síðdegis í dag. Tilgangur ráðstefnunnar er að varpa Ijósi á aðgeröir í gæðamálum, greina frá nýjungum og ræða um- bótamál í fískiðnaði. I gær hófst ráðstefnan með ávarpi Sveins Guð- mundssonar, en hann var ráðstefnu- stjóri í gær, Jón Geirsson formaður Fiskiðnar setti ráðstefnuna og Hall- dór Ásgrímsson sjávarútvegsráð- herra ávarpaði ráðstefnugesti. Að því loknu hófst fyrirlestra- flutningur og umræður. Ingjaldur Hannibalsson frá Iðntæknistofn- un ræddi um gæðahringi, Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Stjórnunarfélags íslands flutti ræðu sem hann nefndi Stjórnun og skipulögð vinnubrögð, Sigurður B. Haraldsson skólastjóri Fisk- vinnsluskólans ræddi um náms- leiðir fyrir starfsfólk í fiskiðnaði og sjávarútvegi og Björn Krist- insson frá Rafmagnstækni flutti erindi sem hann nefndi Ferskleiki fisks — mat eða mæling. Um 100 manns sitja ráðstefn- una, mestmegnis fólk úr stjórnun- arstörfum í fiskiðnaði og sjávar- útvegi en einnig ýmsir aðrir hags- munaaðilar. TOYOTA UMBOÐIÐ NYBÝLAVEGI 8 KÓPAVOGI P. SAMÚELSSON & CO. HF. SÍMI 44144 Leiðrétting í frásögn af aðalfundi Blaða- mannafélags íslands misritaðist föðurnafn eins stjórnarmanns félagsins, Ósk'ars Guðmunds- sonar. Var hann ranglega sagð- ur Magnússon. Mbl. biður við- komandi velvirðingar á þessari misritun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.