Morgunblaðið - 10.06.1983, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 10.06.1983, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 23 Steinn Lánisson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals, afhendir skipstjóranum, Amaliel Knudsen, áritaða bók í tilefni komu Norröna til Seyðisfjarðar. Óli Hammer er lengt til vinstri á myndinni. Boðsgestir skoða brú skipsins. Meðal annars má sjá Jónas Hallgrímsson, bæjarstjóra á Seyðisfírði, og Guðmund Magnússon, sveitarstjóra á Egilsstöð- um, en þeir hafa báðir lagt mikið af mörkum við uppbyggingu aðstöðu skipsins á Seyðisfirði og lagt þessu máli lið á ýmsan hátt. Nokkrir boðsgesta ásamt Óla Hammer, framkvæmdastjóra, í næturklúbbi skipsins. Teljum okkur hafa fengiö þaö bezta „Mér líkar skipið vel, það er næstum ósambærilegt við Smyril. Hann var byggður fyrir stuttar ferðir, en þetta skip er byggt fyrir millilandasiglingu. Þjónusta um borð í Smyrli var nánast engin en hér er allt. Við lögðum áherzlu á að fá það bezta af öllu og teljum okkur hafa fengið það. Við vildum heldur kaupa það bezta og borga fyrir það en að spara og vera svo kannski óánægðir. Við erum vissir um að dæmið gengur upp, við urð- um nokkuð seinir af stað, en nú hafa tæplega 50.000 manns bókað sig og hundruð bókana bætast við á hverjum degi. Ég sé ekkert athugavert við það að tvö skip skuli nú sigla á milli fslands og annarra landa. Takist Farskipsmönnum að iáta dæmið ganga upp með siglingu til Reykjavíkur, óska ég þeim hjart- anlega til hamingju. I okkar út- reikningum gekk það dæmi ekki upp, en gerir það vonandi hjá þeim. Þá er ég þakklátur íslend- ingum og Seyðfirðingum fyrir móttökurnar hér í dag og velvilja þeirra í okkar garð,“ sagði Oli Hammer, framkvæmdastjóri Smyril Line. Mjög þýðingarmikil áætlunarleið „Það er mikill munur á þessu skipi og Smyrli, bæði á klefum og bíldekki svo eitthvað sé nefnt. Það er mun hærra undir loft á bíldekk- inu í þessu skipi og gerir það okkur kleift að flytja hærri bíla. Þetta er mun betra sjóskip en Smyrill var enda byggt fyrir milli- landasiglingu en það var Smyrill ekki. Þessi áætlunarleið hefur alltaf verið mjög þýðingarmikil og hefur ekki bara bundið Norður- löndin saman. Það hafa verið margir farþegar með okkur frá suðlægari Evrópulöndum og alveg frá byrjun hefur verið veruleg aukning á ferðamannastraumnum með okkur," sagði Amaliel Knud- sen, skipstjóri. Reglugeröin um hópferdir útlendinga til íslands: „Þjóðverjarnir beita okkur pressu vegna smæðarinnar“ — segir Júlía Sveinbjarnardóttir, formaður Félags leiðsögumanna „ÞAÐ er einhver, annaðhvort Flug- leiðir eða þessi þýska ferðaskrif- stofa, að reyna að finna skálkaskjól til þess að afpanta ferðir til lands- ins. Mér er ómögulegt að skilja þetta öðruvísi," sagði Júlía Svein- bjarnardóttir, formaður Félags leið- sögumanna. í frétt Morgunblaðsins í gær var það haft eftir Davíð Vil- helmssyni, framkvæmdastjóra Flug- leiða í Frankfurt, að félaginu hefði borist afpöntun á ferð frá þýskri ferðaskrifstofu og væri ástæðan sú að ferðaskrifstofan hefði fengið bréf frá Félagi leiðsögumanna með þýð- ingu á reglugerð „um eftirlit með skipulögðum hópferðum erlendra aðila til íslands í atvinnuskyni." „Því er slegið upp að þýska ferðaskrifstöfan treysti sér ekki til að koma vegna þess að heimtuð séu atvinnuleyfi af leiðsögumönn- unum. Látið er líta svo út að erfitt sé að fá slíkt leyfi. En það er öðru nær. Við höfum samþ.vkkt hverja einustu umsókn um atvinnuleyfi. Þá er það einnig rangt að hér sé um að ræða einhverja nýja reglu um leiðsögumenn. Þegar í mars í fyrra sendum við erlendum ferða- skrifstofum bréf og vöktum at- hygli þeirra á lögum um atvinnu- réttindi útlendinga á íslandi. Við bentum þeim á að íslenskir farar- stjórar þyrftu einnig atvinnuleyfi. Þetta gerðum við í því skyni að koma í veg fyrir óþægindi á síð- ustu stundu. Við hefðum sent samskonar bréf ef þessi reglugerð hefði ekki komið til. Við fengum hana þýdda og sendum hana ásamt örstuttu bréfi þar sem við vöktum athygli á efni hennar. Einnig létum við fylgja heimilis- föng samgönguráðuneytisins, Ferðamálaráðs Islands, félags- málaráðuneytisins og Útlendinga- eftirlitsins. Þetta var nú efni þessa hræðilega bréfs sem á að hafa fælt útlendinga frá landinu," sagði Júlía Sveinbjarnardóttir. Hún bætti því við að sér fyndist liklegra að það væri ákvæði reglu- gerðarinnar um tryggingar sem fældi ferðaskrifstofuna frá ferð- um hingað, en samkvæmt því ákvæði verða erlendar ferða- skrifstofur að setja tryggingu - varðandi hugsanlega leit, björgun eða spjöll sem þær gætu valdið. Júlía sagði að sér væri kunnugt um að sú ferðaskrifstofa sem hér um ræðir væri „Studiosus“ og að málið væri ekki alvarlegra en svo, að í skeytinu sem greint var frá í viðtalinu við Davíð Vilhelmsson, hefði verið farið fram á að ferða- skrifstofan fengi undanþágur frá ákvæðum reglugerðarinnar. „Þeir segjast vera hættir að koma hingað en biðja samt um undan- þágur. Mér sýnist þetta bera keim af því að verið sé að pressa okkur vegna smæðar okkar,“ sagði Júlía Sveinbjarnardóttir að lokum. „Af og frá að reglugerðin fæli menn frá landinu“ — segir Olafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri samgönguráðuneytisins „ÞAÐ er alveg af og frá að þessi nýja reglugerð um skipulagðar ferö- ir útlendinga til landsins hafi þau áhrif að þeir hætti við fyrirhugaðar ferðir sínar,“ sagði Óiafur Steinar Valdimarsson, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu, er hann var spurður álits á gagnrýni þessa efnis sem fram hefur komið í fjölmiðlum. Davíð Vilhelmsson, fram- kvæmdastjóri Flugleiða í Frank- furt, sagði í Morgunblaðinu í gær að þýsk ferðaskrifstofa hefði í hyggju að hætta ferðum sínum til landsins ef ákvæðum reglugerðar- innar, einkum um starfsleyfi leið- sögumanna, verður fylgt út í æs- ar. Ólafur Steinar sagði að í reglugerðinni væri ekkert það að finna sem ferðaskrifstofur hér á landi og erlendis hefðu ekki í lagi. Allar ferðaskrifstofur þyrftu að setja tryggingar fyrir starfsemi sinni og tryggja starfsréttindi leiðsögumanna sinna. ólafur Steinar sagði að ákvæðin um leið- sögumenn gætu ekki talist ströng. „í fjölda mörgum tilvikum áður hafa starfað hér leiðsögumenn sem Félag leiðsögumanna hefur fyrir sitt leyti samþykkt. Aðalat- riðið af hálfu þeirra hefur ávallt verið það að erlendir leiðsögu- menn séu í hliðstæðum samtökum erlendis," sagði Ólafur Steinar. Þess má geta að hann er for- maður nefndar er vinnu að sam- ræmingu reglna um ferðir útlend- inga til landsins. Aðrir í nefnd- inni eru Óskar Hallgrímsson frá félagsmálaráðuneytinu, ólafur Walter Stefánsson frá dómsmála- ráðuneytinu, Ingólfur Friðjónsson frá fjármálaráðuneytinu og Reyn- ir G. Karlsson frá menntamála- ráðuneytinu. Þjóðhagsstofnun: Einkaneysla 160% meiri á árinu 1983 en árið 1952 „SAMKVÆMT síðustu áætlunum er talið, að einkaneysla á mann verði á árinu 1983 2,6 sinnum meiri en á árinu 1952, þ.e. 160% meiri, en 125% meiri en á árinu 1953,“ segir m.a. í fimm punktum Þjóðhags- stofnunar, sem Þórður Friðjónsson efnahagsráðunautur ríkisstjórnar- innar sagði í viðtali við Mbl. að hefðu verið teknir saman að beiðni forsætisráðuneytisins í tilefni af staðhæfingum ýmissa fjölmiðla um lífskjör almennings, en því hefur m.a. verið haldið fram, að kaupmátt- ur launa undir lok þessa árs verði hinn sami og fyrir þrjátíu árum og að lífskjörin séu þannig færð þrjátíu ár aftur í tímann á sama tíma og þjóðartekjur á mann hafi tvöfaldast. Þórður sagði að vegna staðhæf- inga fjölmiðla hefði málið verið skoðað út frá áðurnefndum yfir- lýsingum og hefði Þjóðhagsstofn- un m.a. tekið saman eftirfarandi fimm punkta, eftir að forsætis- ráðuneytið fór fram á að stofnun- in kannaði málið: 1. Kaupmáttarmælingar, sem byggja á einum kauptaxta yfir svo langt tímabil, hljóta ætfð að vera hæpnar. Þannig kann mikilvægi eins taxta í launamyndun að hafa breyst, auk þess getur þessi eini taxti hafa breyst með öðrum hætti en aðrir kauptaxtar og loks — sem ef til vill skiptir ekki minnstu máli — getur taxtinn hafa breyst með öðrum hætti en aðrir þættir tekjumyndunar. 2. Kaupmáttarreikningur á grundvelli verðvísitölu, sem bygg- ist á föstum grunni, þar sem mik- ilvægi einstakra útgjaldaflokka stendur óbreytt árum saman, orkar tvímælis, þegar bornar eru saman tölur yfir áratugabil. 3. Almennasti — og líklega raunhæfasti — mælikvarði á lífskjör einstaklinga og heimila, sem völ er á, er þróun einka- neysluútgjalda á mann. Sam- kvæmt síðustu áætlunum er talið, að einkaneysla á mann verði á ár- inu 1983 2,6 sinnum meiri en á árinu 1952, þ.e. 160% meiri, en 125% meiri en á árinu 1953. Einkaneyslan er þá reiknuð til fasts verðs með keðjuvfsitölu, sem tekur tillit til breytinga á sam- setningu neysluútgjalda. Annar raunhæfur mælikvarði á lífskjör eru ráðstöfunartekjur heimilanna eftir skatta og tilfærslur hins opinbera. Fullnægjandi tölur um þessa stærð ná aðeins aftur til ársins 1960, en skeyta má framan við þær tölur tölum um breyt- ingar ráðstöfunartekna alþýðu- stétta á sjötta áratugnum sam- kvæmt athugun, sem birtist í tímariti Framkvæmdabankans „Úr þjóðarbúskapnum“ 13. hefti frá 1964. Þá fæst sú niðurstaða að ætla megi að á árinu 1983 verði raungildi ráðstöfunartekna á mann um þrefalt hærra en 1952, miðað við verðbreytingar einka- neyslu. Þjóðartekjur á mann á föstu verðlagi á þessu tímabili hafa aukist um 170%, þ.e. 2,7-faldast. Lífskjör og ráðstöfun- artekjur heimilanna hafa því fylgt breytingu þjóðartekna í stórum dráttum á þessum 30 ár- um. Hér eru einungis borin saman tvö ár, en þessi niðurstaða stæði óhögguð, þótt tekin væru önnur ár, eða nokkurra ára með- altölur, við upphaf sjötta og ní- unda áratugar. 4. Enn er þess að geta, að veru- legur hluti einkaneysluútgjalda í hátekjuríkjum eins og íslandi fer til kaupa á varanlegum neyslu- gæðum (svo sem bílum, heimilis- tækjum, húsbúnaði o.fl.), sem safnast upp í eigu heimilanna. Gagnsemi þeirra varir yfirleitt mun lengur en árið, sem þau eru keypt, og færð til einkaneyslu- útgjalda. Stofn heimilanna af slíkum munum er nú án alls efa miklu meiri en var fyrir þrjátíu árum og lífskjörin væntanlega þeim mun betri. 5. Loks er þess að geta, þegar gerður er samanburður á lifskjör- um manna yfir svo langt árabil, að á þessum þremur áratugum hefur samneysla aukist og opin- berri þjónustu fleygt fram, t.d. á sviði mennta- og heilbrigðismála, og lífskjör almennings batnað enn frekar af þeim sökum. HG

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.