Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 3

Morgunblaðið - 10.06.1983, Síða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 3 Karmelsyst- ur farnar í DAG, fostudag, kveðja Karmel- systur í klaustrinu í Hafnarfirði. I»ær áttu að leggja af stað með Arn- arflugsflugvél frá Keflavíkurflug- velli kl. 7 í dag og fijúga beint til Amsterdam í Hollandi. — Þær urðu að taka daginn snemma, reyndar vanar því, og ætluðu þær að yfirgefa Karmelklaustur í síðasta sinn kl. 5 í morgun og aka út á flugvöll. Ein systranna, systir Katrin, fór af landi brott í gærmorgun flugleiðis til Bretlands. Hún mun setjast að í Karmelklaustri suður á Cornwall-skaga í námunda við bæ sem heitir Looe. Hinar syst- urnar sjö fara til Hollands sem fyrr segir. Þær munu setjast að í einu Karmelklaustranna þar i landi, í bænum Drachten. Syst- urnar, sem þangað fóru, eru: syst- ir Mirjam príórinna í Karmel- klaustrinu, systir ólöf, systir Ver- onika, systir Theresia, systir Maria Elia, systir Agnes og systir Magdalena. Síðustu daga hafa margir vinir systranna komið í klaustrið til að kveðja þær. Þá hafði Vigdís Finnbogadóttir boð fyrir þær suð- ur á Bessastöðum og bæjarstjórn Hafnarfjarðar hélt systrunum kveðjuhóf. Þar var hverri systur gefin gjöf til minningar um dvöl þeirra í Hafnarfirði. Þessir síðustu dagar á íslandi hafa verið okkur Karmelsystrum til mikillar ánægju. Við erum mjög þakklátar öllu þessu góða fólki, sagði systir Mirjam, príór- inna, við Mbl. í gær. Biskup tekur fyrstu skóflu- stungu kirkju- midstödvar í Seljahverfi BISKUP íslands, herra Pétur Sig- urgeirsson, tekur fyrstu skóflu- stungu að kirkjumiðstöð fyrir Seljahverfi nk. laugardag kl. 14.00. Verður síðan hafist handa við framkvæmdir og er áætlað að í sumar verði steyptir allir sökkl- ar. íbúar Seljahverfis eru um 8.000 en þar er engin aðstaða til félagsstarfs né samkomuhalds og þörfin því brýn. Fjáröflunar- nefnd kirkjubyggingarinnar hefur hafið fjáröflun og þessa dagana er verið að selja miða i byggingarhappdrætti Selja- sóknar. Hornafjörður: Lítið vart við smáhumar „HUMARVERTÍÐIN hefur gengið nokkuð vel til þessa, aflinn er að vísu minni en í fyrra en humarinn er ágæt- lega stór,“ sagði Egill Jónasson verk- stjóri í frystihúsi Kaupfélags Austur- Skaftfellinga á Höfn í samtali við Mbl. 25 bátar eru gerðir út á humar frá Hornafirði í sumar en vertfðin hófst 26. maí sl. „Það veldur þó áhyggjum hvað lítið verður vart við smáhumar," sagði Egill, „og viröist lítið af honum komast upp.“ Hvalbátarnir til veiða á sunnudag Böriind snyrtívörumar eruþærbestu seméghefnotað" „ Ég hef frekar viðkvæma húð og verð þess vegna að vanda mig mikið við að velja snyrtivörur. Börlind hreinsi- og dagkremin eru þau bestu, sem ég hef notað og þau valda aldrei ofnæmi eða öðrum óþægindum. Ég hef notað Börlind síðastliðin 1-2 ár og ætla mér auðvitað að halda því áfram". Pað kemur okkur ekki á óvart að Unnur Steinsson skuli vera ánægð með Börlind, því það er samdóma álit allra þeirra sem reynt hafa, að Böriind séu óvenjulega góðar snyrtivörur. Böriind vörurnar eru ofnæmisprófaðar og við framleiðslu þeirra eru engin kemisk efni notuð. Börlind vörurnar eru fáanlegar í mismunandi flokkum: Z-línan fyrir viðkvæma húð, U-línan fyrir unglinga með óhreina húð, F-línan fyrir fitugjarna húð, N-línan fyrir venjulega húð, RD-línan fyrir þurra húð og LL-línan fyrir húð sem þarf á endurnýjun að halda. Við seljum Börlind í Reykjavík: Sara, Hlemmi, Saloon Ritz, Laugavegi 66, Topptískan, Miðbæjarmarkaði, Nana, Fellagörðum.og á Akureyri: Heilsuhomið, Skipagötu 6, Snyrtistofa Nönnu, Strandgötu 23. UNDIRBÚNINGI fyrir hvalvertíð- ina í hvalstöð Hvals hf. í Hvalfirði er því sem næst lokið að sögn Egg- erts ísakssonar skrifstofustjóra Hvals hf. Er því allt að verða til- búið til að taka við þeim afla sem hvalbátarnir koma með að landi en þeir halda til veiða nk. sunnu- dagskvöld. í sumar verður aðeins þremur hvalbátanna haldið til veiða og er von á þeim fyrsta til hafnar í Hvalfirði úr fyrstu veiði- ferðinni á þriðjudag, en það ræðst þó af aflabrögðum og veðri, að sögn Eggerts. Lítið við og biðjið um prufur. Böriind er byrjunin ... ttlheilsuhúsið Skólavörðustig' 1 Simi: 22966 101 Reykiavik. OOTTFCLK

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.