Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 22
Norröna á Seyðisfiröi. Stærð skipsins sést glöggt þegar litið er á trillurnar við skipið. Sólin fylgir þessu óskabarni okkar — sögðu Austfirðingar við komu Norröna til Seyðisfjarðar Texti: Hjörtur Gíslason Myndir: Hjörtur Gíslason og Kjartan Aðalsteinsson „1*AÐ VAR mikil ánægja ríkjandi um borð í hinu nýja skipi Smyril Line, Norröna, í fyrstu ferðum þess frá Færeyjum til Scrabster og þaðan aftur til Færeyja og Seyðisfjaröar. Auk farþega var mikill fjöldi boðsgesta um borð og rómuðu þeir ágæti skipsins mjög. Var mál flestra, sem áöur höfðu feröazt með Smyrli á sömu leið, að samanburður væri nánast óraunhæfur. Nýja skipið bæri svo af Smyrli á allan hátt. Smyrill hefði verið byggöur fyrir siglingu á stuttum leiðum og aðstaða og þjónusta um borð af skornum skammti. t*að væri því nánast óskiljanlegt hvernig hægt hefði verið að stunda þessar siglingar með honum. Þæð sæist bezt þegar nýja skipið væri komið. Mikill gleðskapur ríkti um borð á leiðinni til Scrabster frá Fær- eyjum og var dansaður „föroyskur dansur" alla nóttina. Er skipið lagði aftur frá Scrabster var það orðið 8 stundum á eftir áætlun af óviðráðanlegum orsökum en þá var keyrt á fullri ferð, 20 mílum, og tókst að vinna mismuninn upp áður en komið var til Seyðisfjarð- ar eða á rúmum sólarhring. Við komuna til Færeyja tók mikill mannfjöldi á móti skipinu og var hrifning fólksins augljós. Svo ánægðir voru sumir um borð að þeir hættu við að fara í land í Færeyjum og brugðu sér með til íslands. Er komið var inn á Seyðisfjörð kom á annan tug smárra báta út á móti skipinu og veifuðu bátsverjar íslenzkum og færeyskum fánum og sungu „Áfram, áfram, áfram, áfram Norröna" og fylgdu skipinu síðan til hafnar. A hafnargarðin- um var komið fyrir miklum borða, sem á stóð „Velkomin Norröna". Kom vel í ljós að þar stóð hugur að baki orðum. Öllum Austfirðingum sem vildu var boðið um borð að skoða skipið og síðan var rúmlega hundrað manns boðið til samsætis í veitingasal skipsins, þar sem matur og aðrar veitingar voru á boðstólum. í ræðum manna þar kom fram mikil ánægja með skip- ið og þá samgöngubót, sem að því verður. Mikil veðurblíða var meðan á þessari hringferð skipsins stóð, allt frá Færeyjum til Scrabster og um Færeyjar og til íslands. Sögðu menn að sólin fylgdi þessu óska- barni Austfirðinga og Færeyinga. Skipið gengur 20 mílur og tekur 1.050 farþega og 250 bíla. Kojur eru fyrir 760 manns og eru klef- arnir af ýmsu tagi, en fæstir með nokkrum íburði. Áður en skipið hóf' áætlunarferðir sínar voru byggðir á því margir ódýrir 6 manna klefar og næturklúbbi bætt við aðra veitingasali. Var unnið að breytingum þessum af miklum krafti og þegar í ljós kom að gólfteppið á næturklúbbinn hafði fyrir mistök lent í Dallas í Bandaríkjunum var sent einka- þota eftir því. Auk næturklúbbs- ins er kaffitería, veitingasalur, barir og verzlanir í skipinu, er> vöruúrval fremur einhæft. Á síð- asta ári flutti Smyrill um 32.000 farþega á þessari áætlunarleið, en þegar hafa tæplega 50.000 farþeg- ar verið bókaðir og að sögn Óla Hammer, framkvæmdastjóra Smyril Line, bætast bókanir stöð- ugt við. Fremur fáir farþegar voru í fyrstu ferðunum, en er skipið fór frá Færeyjum til Bergen í gær flutti það tæplega 1.000 farþega. Mikill mannfjöldi fylgdist með komu skipsins bæði á sjó og landi. Seyðfirðingar tóku vel á móti Norröna eins og sjá má og var greinilegt að hugur fylgdi máli. Stórt skref fram á við í sam- göngumálum Norðurlanda — segir Steinn Lárusson um tilkomu Norröna UNDIRRITAÐUR var um borð í Norröna er það sigldi frá Srrabster um Færeyjar til íslands og tók þar tali nokkra farþega af ýmsu þjóðerni, skipstjóra og framkvæmdastjóra skipsins. Fara viðtölin hér á eftir: Mjög góð ferd „Þetta hefur verið mjög góð ferð og gott að sigla með skipinu. Mér líkar vel við mig um borð og matur og þjónusta er ágæt. Ég hef búið í Svíþjóð í fjögur ár en er nú að flytja heim. Érlendis hef ég siglt nokkuð með sambærilegum ferj- um og get því sagt að þetta er gott skip. Það eina, sem olli okkur fjöl- skyldunni erfiðleikum, var töf í Bergen, þar sem við komum um borð. Við áttum að vera mætt klukkan 9 um morguninn en þurftum svo að bíða þar til klukk- an 7 um kvöldið. Það var mjög erfitt með börnin. Við áttum síðan góðan tíma í Færeyjum meðan skipið fór til Scrabster," sagði Guðríður Guðmundsdóttir. Er mjög ánægð „Ég kom um borð í Bergen og hef nú séð bæði Færeyjar og ís- land og er mjög ánægð með ferð- ina. Skipið er mjög gott og þjón- usta um borð svo það er ekki und- an neinu að kvarta, nema að lítið hefur verið um sól fyrr en hér á Seyðisfirði. Það er aldrei að vita nema ég bregði mér aftur með þessu ágæta skipi," sagði Ragn- hild Monsen frá Noregi. Gleðst yfir stór- hug Færeyinga „Ég gleðst yfir stórhug Færey- inga og þá sérstaklega yfir að hafa fengið að vera með frá 1975 er þessar siglingar hófust. Það hefur lengi verið draumur þeirra að endurnýja gamla Smyril og það hefur nú tekizt þó reksturinn sé í öðru formi. Ég fæ ekki betur séð en skipið uppfylli mínar beztu vonir, allar vistarverur, sérstak- lega salir, virðast í mjög góðu lagi. Þær breytingar, sem gerðar hafa verið, sérstaklega bygging ódýrra sex manna klefa, eru mjög athygl- isverðar. Þetta skip er gjörólíkt gamla Smyrli, þó svo ég vilji ekki hallmæla honum, er hér um allt annan gæðaflokk að ræða. Ég vil þá þakka samstarfið við „strand- fararskip landsins" og vænti mik- ils af þessu nýja skipi um leið og ég óska þessu nýja fyrirtæki, Smyril Line, til hamingju með þennan áfanga, sem ég tel stórt skref fram á við í samgöngumál- um Norðurlanda," sagði Steinn Lárusson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Úrvals, sem hefur umboð fyrir Smyril hér á landi. Samanburöur við Smyril óraunhæfur „Mér líkar þetta nýja skip mjög vel. Það er svo gott að óraunhæft er að bera það saman við Smyril. Smyrill þótti stór, þegar hann var keyptur, og flestir Færeyingar voru vissir um dæmið gengi ekki upp. Það kom svo í ljós að dæmið gekk ljómandi og hann varð fljót- lega of lítill. Nú hafa Færeyingar séð að stórhugur er það sem þarf til að hlutirnir gangi og eru vissir um að þetta nýja skip gangi vel. Það hefur verið líflegt hér um borð og goft andrúmsloft," sagði Árni Joensen, sjónvarpsmaður í Færeyjum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.