Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 19

Morgunblaðið - 10.06.1983, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNl 1983 19 Vorrall Hótels Borgarness á morgun: Ökuleið breytt vegna mótmæla Hvítsíðinga „ÉG REIKNA raeð að við breytura leiðinni eitthvað vegna mótmæla sem sýslumanni bárust úr efri hluta Hvítársíðu," sagði Pálmi Ingólfsson á Hálsum í Skorradal í Borgarfirði, formaður Bifreiða- íþróttaklúbbs Borgarfjarðar, er Mbl. hafði samband við hann vegna vorralls Hótels Borgarness sem klúbburinn stendur fyrir nk. iaugardag, 11. júní. Pálmi sagði að m.a. hefði verið fyrirhugað að aka Taflfélag Reykjavíkur: Hilmar Karls- son teflir við unglinga íslandsmeistarinn í skák, Hilmar Karlsson, teflir fjöltefli við unglinga 14 ára og yngri næstkomandi laugardag kl. 14.00. Fjölteflið fer fram í skákheimili Taflfélags Reykja- víkur við Grensásveg 46. Hilmar Karlsson eftir þjóðveginum í gegnum efri hluta Hvítársíðu, sem kallaður er Hvítársíðukrókur, en sennilega yrði þeirri leið breytt vegna til- mælanna frá sýslumanni, þrátt fyrir að klúbburinn hefði fengið skriflegt leyfi hjá lögreglunni og vegagerðinni til að fara þarna í gegn. Vorrallið hefst við Hótel Borgarnes kl. 8 á laugardags- morgun og verður ekið um Borg- arfjörð þveran og endilangan. Frá Borgarnesi liggur leiðin í Bæjarsveit, þaðan á Stóra- Kroppsflugvöll og síðan var fyrirhugað að fara upp í Húsa- fell. Síðan verður ekið vestur á Mýrar og m.a. farið upp í Hít- ardal og að lokum lýkur rallinu í Borgarnesi. Áætlaður komutími í Borgarnes er klukkan 17—18. Pálmi sagði að 22 ökumenn væru skráðir til keppni og væru flestir helstu rallkappar lands- ins í þeim hópi. Torfærukeppnin er á morgun f frétt Mbl. í gær um torfæru- keppni á Rangárvöllum misritað- ist keppnisdagurinn, en hann er 11. júní, þ.e. á morgun, laugardag. Sjóminjasafn Islands Sjóminjasafnið í Hafnarfirði var nefnt Sjóminjasafn Hafnar- fjarðar í blaðinu 1 gær. Þetta er ekki rétt, safnið heitir Sjóminja- safn íslands, en er í Hafnarfirði eins og fram kom í blaðinu. Frá söngskemmtuninni ( Bolungarvfk. Sameiginlegt tónleikahald karlakórsins Ægis í Bolungar- vík og Karlakórs ísafjarðar KARLAKÓRINN Ægir í Bolung arvík og Karlakór fsafjarðar hafa undanfarið æft söngprógramm sem kórarnir munu sameinaöir feröast meö um Vestfirði og einnig munu kórarnir syngja um næstu helgi á nokkrum stööum á Suö- vesturlandi. Að sögn Benedikts Kristjáns- sonar formanns Karlakórsins Ægis hafa kórarnir nú þegar haldið söngskemmtanir hér í Bolungarvík, fsafirði, Þingeyri, Flateyri og Suðureyri og hafa undirtektir og móttökur alls staðar verið mjög góðar. Einnig sungu kórarnir á lokahófi Lionsmanna sem hér var haldið um helgina, en þar voru saman- komin um 500 manns. Benedikt sagði að um næstu helgi myndu kórarnir svo halda í mikið ferða- lag suður á land. f þeirri ferð verða haldnar þrjár söng- skemmtanir, föstudaginn 10. júní verður sungið í Félagsbíói i Keflavík, laugardaginn 11. júní verður sungið í Borgarfirði og sunnudaginn 12. júní í sal Tón- listarskólans á Seltjarnarnesi. Stjórnendur á þessum söngsk- emmtunum eru ólafur Kristj- ánsson og Kjartan Sigurjónsson og undirleik annast Guðbjörg Leifsdóttir. Einsöngvarar með kórnum eru Soffía Guðmundsd- óttir, Björgvin Þórðarson og Kjartan Sigurjónsson. A söngskránni eru íslensk og erl- end sönglög. Samanlagt eru um 40 manns í þessum tveim karlakórum. Skálabremsur Gormafjörðun m/tvívirkum dempurum Sjálfstæð grindkúpa með högggleypum framan og aftan til verndunar farþegarýmis. Stillanlegir stólar Rafmagnsrúðuþurrkurm/tlmarofa Rafmagnsrúðusprauta K^öftug miðstöð/loftræsting Snúningshraðamælir Vindlingakveikjari o.fl.o.fl. Afturrúðuþurrka m/rafmagnssprautu Afturrúðuhitari Rúmgott farþegarými fyrir 4 m/farangursrými fyrir aftan sæti Aukið farangursrými fæst á auðveldan hátt með því að leggja niður sætisbak tveir hljóðkútar Lada 1300 fólksb. kr. 142.000 Lada 1200 Station kr. 153.000 Lada 1500 Station kr. 177.500 Lada Safir kr. 162.000 Lada Canada kr. 191.000 Aflvélin er 1600 r.: 55,8 kW (76 h.ö. DIN) Fjórtak/drifátak á öll hjól Sjálfstæð gormafjöðrun m/tvívirkum dempurum og jafnvægisstöng Diskabremsur 4 hraða aðalkassi 2ja hraða millikassi m/mismunadrifslæsingu tvöfalt hemlakerfi m/hjálparlofti Lágþrýstingshjólbarðar m/alhliða mynstri, stærð 685x16" Helstu mál: Helstu mál í mm 1.3,720 x b. 1,680 x h. 1,640 Eigin þyngd 1,150 Heildarþyngd 1,550 Hæðundirlægstahlutaímm 220 Sporvídd: að framan í mm 1,430 að aftan í mm 1,400 Minnsti snúningshringur í m 5,5 Mesti klifurhalli í % 58 Hagstæðir greiðsluskilmálar Fyriraðeins kr. 271.000 Bifreiðar & Landbúnaðarvélar hf. Suðurlandsbraut 14 Síminn í söludeild er 31236.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.