Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 32
Veist þú um einhverja góða frétt? H rmgdu þá í 10100 ^^^skriftar- síminn er 830 33 FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 w ri: • wnSf i Morgunblaðið/Kristján Einarsson. MARK Þýska liöið Stuttgart sigraöi Víking 3:0 á Laugardalsvellinum í gær- kvöldi. Á myndinni hleypur Ohlicher í burtu eftir aö hafa skoraö þriðja mark Stuttgart og Ólafur Óiafsson, miövöröur Víkings, liggur eftir. — Á bls. 30 eru tvær litmyndir frá leiknum í gærkvöldi, og mun þaö vera í fyrsta skipti, sem Morgunblaöiö birtir litmyndir af innlendum fréttaat- burði daginn eftir að hann á sér stað. „Furðulegt að flytja inn fisk“ - segir kaupmaður sem boðinn var danskur fiskur „Mér þykir þaö furðulegt að mönnum skuli detta í hug aö flytja inn fisk frá Danmörku og selja hann hér meðan ástandið er svona hjá okkur,“ sagði Bjarni Óskarsson verzlunarstjóri hjá SS á Skólavöröu- stígnum, en til hans kom sendibíl- stjóri og bauð danskan fisk, þorsk, ýsu og rækju, í neytendapakkning- um. „Þetta var hraðfrystur fiskur í neytendapakkningum, litlum ál- bökkum í plastöskjum með glæsi- legum myndum utan á. Það var þannig frá þessu gengið að fiskur- inn var tilbúinn beint á pönnuna." Hann sagði þetta vera pakkað í Danmörku fyrir Bandaríkjamark- að. „Þetta var rokdýrt, smápakki átti að kosta um 120 krónur út úr búð, og hann sagði að einhverjir Minnstu borunarfram- kvæmdir í áratug „ÞAÐ er minna um borunar- framkvæmdir í ár en hefur veriö síðan 1973. Þó er þetta fyrsta áriö sem söluskattur hefur verið felldur niður á borverki. En þaö kemur ekki nema að hálfu gagni þar sem orkusjóður er tómur og því er erfitt um vik fyrir sveitarfélög og ein- staklinga að fá lán fyrir borunum," sagði Þorgils Jónasson hjá Jarðbor- unum ríkisins, þegar hann var spurður um framkvæmdir í sumar. Albert Guðmundsson fjármálaráðherra: Ríkisfyrirtæki auglýst til sölu „ÉG HEE þegar beðið um lista í fjár- málaráðuneytinu yfir öll fyrirtæki og stofnanir hins opinbera og alla hluta- fjáreign ríkisins, og ég mun leggja það fyrir ríkisstjórnina síðar hvað af þessu, helst allt, má auglýsa til sölu," sagði Albert Guðmundsson fjármálaráðherra m.a. á Varðarfundi í gærkvöldi. Þessi yfirlýsing Alberts hlaut mikiö klapp fundarmanna á fjölmennum fundi. Auk Alberts flutti Friðrik Sophusson varaformaður Sjálfstæðisflokksins framsöguræðu en þeir gerðu grein fyrir stefnu ríkisstjórnarinnar. lagt áherslu á það við embættismenn ráðuneytisins að þeir skili þeirri vinnu innan fárra daga svo ríkis- stjórnin geti fjallað um frumvarpið sem þarf að leggja fram, en það er embættismannafrumvarp. Ég hefði viljað koma því í framkvæmd, a.m.k. á framkvæmdastig nú um þessi ára- mót, þannig að það geti tekið gildi um þarnæstu áramót." Sjá frétt úr ræðu Friðriks Soph- ussonar á bls. 2: Spurning um pólitískt siðferði hvort staðið verður við minnislistann. Þorgils bætti því við að sá góði árangur sem náðst hefði í borunum undanfarin ár ætti einnig sinn þátt í því, hvað lítið væri að gera núna. „Nú hefur það mark náðst að 75 prósent landsmanna búa við jarð- varmahitun og því hefur heldur dregið úr fjárveitingu til orku- sjóðs," sagði hann. Þær framkvæmdir, sem í gangi eru eða fyrirhugaðar á árinu, eru þessar: Við Kröflu er Jötunn að bora holu 22, en einnig verður boruð hola 23 og gert við eina eldri. Gufubornum hefur verið lagt um óákveðinn tíma og er óvíst um verkefni fyrir hann á þessu ári. í Skútudal er Narfi að bora holu 11 fyrir hitaveitu Siglufjarðar. Á Tálknafirði er Glaumur að ljúka við rannsókn- arholu fyrir Jarðhitadeild Orkustofnunar, en næst fer Glaumur austur í Ásahrepp að leita að heitu vatni fyrir Holta- búið. Rannsóknir benda til að vatn ætti að finnst, en borað verður í landi Sumarliðabæjar. Þá eru í gangi kjarnaboranir í Sigöldu og Búrfelli, en slíkar bor- anir eru einnig fyrirhugaðar við Blöndu og á Fljótsdalsheiði í ár. kaupmenn hefðu keypt þennan fisk,“ sagði Bjarni. „Við erum nýbyrjaðir á þessum innflutningi. Hér er ekki hægt að fá í verzlunum tilbúna fiskrétti og þess vegna langaði mig að reyna þetta,“ sagði Matthías Einarsson forstjóri Vendors, fyrirtækisins sem flytur danska fiskinn inn. „Þetta eru tilbúnir réttir, grat- ineraðir fiskréttir í ýmsum sósum, í 450 og 570 gramma skömmtum. Mér þykir ekkert óeðlilegt við þennan innflutning, því þessi vara er ekki framleidd hér á landi,“ sagði Matthías. Húsavík: Um 300 kolluhreiður flutu upp við Laxá Húsavík, 9. júni. I HLÝINDUNUM um síðustu helgi hljóp mikill vöxtur í Laxá í Aðaldal, enda tekur snjóinn, sem féll síðast í apríl, mjög ört upp. Vatnsborð árinnar hækkaði mikið í Laxamýrarlandi svo að um 300 æðarhreiður flutu upp, sem kallað er, og eyðilögðust. Um tíma í fyrradag var allt varpið talið í hættu, en þá fór heldur að kólna svo vatnið minnkaði í ánni og er hættan nú liðin hjá í bili að minnsta kosti. Æðarvarp Laxamýr- arbænda er allt í hólmum í Laxá og hefur það frekar farið vaxandi und- anfarin ár. Þar sem þetta er svo snemma varptímans er ekki örvænt um að kollurnar setjist aftur. Fréttaritari --T' 7 7 / BBj i Sumaríþróttir Það er greinilegt að landsmenn eru sem óðast að komast í sumarskap, eins og þessi mynd ber með sér, og menn eru farnir að iðka sumar- íþróttir eins og bryggjudorg og siglingar. Albert sagði sjálfstæðisráðherr- ana ákveðna í að fylgja stefnumálum Sjálfstæðisflokksins og gera breyt- ingar þar sem þeir hefðu aðstöðu til. í framhaldi af yfirlýsingunni sem frá segir í upphafi fréttarinnar sagð- ist hann vera staðráðinn í að losa ríkisgeirann frá ýmiss konar starf- semi sem hann hefði nú með höndum en betur væri komin í höndum ein- staklinga eða samtaka þeirra. Hann sagði ennfremur: „Það er nefnilega tilfellið að margar ákvarðanir hafa verið teknar af fyrri ríkisstjórn um ýmis aukafjárlög, sem ég veiti alls ekki samþykki fyrir.“ Albert rakti einnig stefnumál rík- isstjórnarinnar hvað varðar hans ráðuneyti. Hann sagði m.a. að skattakerfið yrði endurskoðað. Þá yrði tekinn upp virðisaukaskattur og niður lagður hinn ósanngjarni skatt- ur á verzlunar- og skrifstofuhús- næði, eins og hann orðaði það. Varð- andi þann lið sagði hann: „Ég hefi Aðalfundir SH og SÍF: Hvetja til aukinna rannsókna á fæðu- magni sela, hvala og fugla hér við land „ÞAÐ hefur ekki verið reiknað hvað þessi dýr éta mikiö hér við land enda er slíkur útrcikningur miklum óvissuþáttum háður, en þessu er þó stöðugt gefinn gaumur hjá Hafrannsóknarstofnun og upplýsingum safn- að. Ég get þó sagt að hér er um verulega mikið magn að ræða,“ sagði Jóhann Sigurjónsson sjáv- arlíffræðingur í samtali við Mbl. er hann var spurður að því hvort vitað væri hvað selir, hvalir og fugl ætu mikið af fiski og öðrum sjávardýrum hér við land. Jóhann var spurður að þessu vegna ályktana sem gerðar voru á aðalfundum Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sölusam- bands íslenskra fiskframleið- enda fyrir skömmu, þar sem hvatt var til aukinna rannsókna á hvað selir, hvalir og fugl ætu mikið af hinum ýmsu dýrateg- undum sjávar og bent á nauðsyn slíkrar vitneskju sem undirstöðu farsællar stjórnunar og há- marksnytja fiskveiðilögsögunn- ar. Þá vöruðu fundirnir við allri rányrkju og hvöttu til skynsam- legrar nýtingar lífríkis hafsins umhverfis landið. Aðalfundur SÍF hvatti auk þess til aukinnar fræðslu fólks „um hvað það er sem þjóðin lifir á og hafnar hvers konar upp- hlaupum öfgahópa um órök- studdar friðanir," eins og segir orðrétt í ályktun SÍF.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.