Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 29. júní - Bls. 49-80 Meiri framleiðni, betri nýting og vöruvöndun Stefnan 1 norskum sjávarútvegi Miklir erfiðleikar eru nú í norskum sjávarútvegi. Ástand þorskstofnsins er svo slœmt, að sumir taka þannig til orða, að hann sé hruninn, og illa er einnig komið fyrir öðrum fiskstofn- um. Af þessum sökum hefur verið gripið til umfangsmikilla verndaraðgerða og eiga þær að standa fram til ársins 1990 a.m.k. Norska ríkið hefur styrkt sjávarútveginn, jafnt veið- arnar sem vinnsluna, með miklu fé en nú þykir ráðamönnum nauðsynlegt að heina þessum stuðningi í annan farveg en fyrr. Hér verður lauslega greint frá þessum málum og stuðst við rœðu norska sjávarútvegsráðherrans þegar hann skýrði frá stefnu stjórnarinnar ífiskveiðimálum. Sjávarútvegsráðherra norsku stjórnarinnar, Thor Listau, skýrði nú nýiega frá stefnu stjórnar sinn- ar í fiskveiðimálum og kom þar fram m.a., að eitt meginverkefnið nú um stundir er að reyna að auka sveigjanleikann í útgerðinni þann- ig að hún geti lagað sig að breytt- um aðstæðum hverju sinni. Arið 1977 var mörkuð framtíðarstefna fyrir norskan sjávarútveg og var þá aðaláherslan lögð á mikilvægi hans fyrir hinar dreifðu byggðir í landinu. Þessi stefna hefur nú verið ítrekuð en um leið kveðið skýrar á um það, sem að skal stefnt: — Auka verður raunverulegan afrakstur af fiskveiðunum. — Hráefnið verður að nýta eins og hægt er til manneldis. — Gæði fiskafurðanna verður að auka. — Bæta verður skipulagningu veiða og vinnslu. — Auka verður þekkingu sjó- mannanna og styðja og styrkja mannlífið í sjávar- plássunum. — Kjör og félagslegar aðstæður sjómanna mega ekki vera verri en gerist með öðrum stéttum. í ræðu sinni gerði Thor Listau að umtalsefni þau vandamál, sem við er að glíma í sjávarút- veginum, ýmsum greinum veið- anna og vinnslunnar. Þorskveiðarnar Mjög illa er komið fyrir þorskstofninum og sérstaklega í Barentshafi. Veiðar úr honum hafa nú þegar verið takmarkað- ar mjög og því útilokað að stunda þær árið um kring. Að sjálfsögðu bitnar þetta hart á útgerðinni og stjórnvöld telja fyrirsjáanlegt, að meiri veiðar verði ekki leyfðar allan þennan áratug. Fiskifræðingar segja, að ef ströngum verndaraðgerðum verði framfylgt, megi aftur auka veiðarnar um eða eftir 1990, en þangað til verði norskir sjó- menn að snúa sér meir að öðrum fisktegundum. Togveiðarnar Stjórnvöld telja nauðsynlegt að halda í togveiðiflotann að mestu leyti, allar gerðir hans, þrátt fyrir þá erfiðleika, sem hafa einkennt þann útveg á síð- ustu árum. óhjákvæmilegt er þó að fækka skipunum og létta um leið þau útgjöld, sem ríkið hefur haft af hallarekstri þeirra. Veiðar á grunnslóð og dagróðrarbátar Veiðar á grunnslóð munu minnka enn og erfiðleikarnir aukast vegna hörmulegs ástands þorskstofnsins. Kveðið hefur verið á um hámarksafla annarra fisktegunda að auki og þess vegna verða þeir, sem hafa stundað þessar veiðar, að leita víðar fanga. Sfldveiðarnar Síldveiðiflotinn mun eiga í miklum erfiðleikum á næstu ár- um. Hringnótabátarnir hafa lengi verið allt of margir en nú hefur þó tekist að fækka þeim um 20% með því að styrkja þá sérstaklega, sem vilja hætta. Þrátt fyrir erfiAleikana er ástæða til að vera bjart- sýnn á framtíA norsks sjáv- arútvegar, segir Thor Listau, sjávarútvegsráA- herra, sem hér heldur á reislunni fyrir Erling Kristiansen, háseta á bátn- um „Ringskjær". Þessum styrkveitingum verður haldið áfram þar sem flotinn er enn of stór til að geta stundað síldveiðar allt árið. Fiskvinnslan Afkoma fiskvinnslunnar er slæm og veldur því einkum mik- ill launakostnaður, dýr þjónusta og háir tollar á fullunninni vöru á mikilvægustu mörkuðunum. Bæta verður tækjakostinn og stefna verður að því, að fisk- vinnslufyrirtækin geti með góðu móti unnið fleiri en eina eða tvær fisktegundir, en vegna þessarar einhæfni hefur fólki víða verið sagt upp vegna hrá- efnisskorts. Norskir sjómenn verða nú að snúa sér að fiski, sem lítið hefur verið nýttur til þessa, og vinnsl- an verður að fitja upp á nýjum framleiðsluaðferðum, nýjum vörutegundum og aukinni mark- aðsleit. Stjórnvöld heita þeim fyrirtækjum stuðningi, sem hafa þor til að takast á við þetta, en þau, sem vilja hjakka í sama gamla farinu, eiga það á hættu að fara á hausinn. Sel- og hvalveiðar Norski selveiðiflotinn hefur gengið mjög saman á síðustu ár- um og telur nú ekki nema 11 skip. Áfram mun halla undan fæti fyrir honum og veldur því fyrst og fremst bann Efna- hagsbandalagsins við innflutn- ingi á kópaskinnum. Þrátt fyrir það vilja stjórnvöld að selveið- arnar verði stundaðar áfram til að viðhalda nauðsynlegu jafn- vægi í lífríki sjávarins. í Noregi eru nú gerð út 90 hvalveiðiskip, smá og stór. Sterk hreyfing er nú víða um lönd, sem vill banna hvalveiðar, en stjórnvöld ætla að snúast til varnar af enn meiri krafti en fyrr og gera öðrum þjóðum ljósa grein fyrir þýðingu hvalveið- anna fyrir Norðmenn. Stuðningur ríkisins við sjávarútveginn Ekki er að efa, að menn mun greina mest á um, hve mikill stuðningur ríkisins eigi að vera við sjávarútveginn. Á þessu ári fá sjómennirnir í sinn hlut rúma fjóra milljarða ísl. kr. í formi verðbóta á fiskinn, sem segir í raun, að þeir fá allmiklu meira en nemur verðmæti fisksins. Stjórnvöld vilja draga úr þessum uppbótum og nota féð heldur til að auka framleiðni og skipulagningu veiðanna. Bein fjárframlög eigi aðeins að þekkjast við sérstaklega erfiðar aðstæður. Samtök norskra sjó- manna hafa nú þegar mótmælt þessum hugmyndum og halda því fram, að þúsundir sjómanna yrðu atvinnulausar ef af þeim yrði. Thor Listau, sjávarútvegsráð- herra, segir, að þrátt fyrir allt sé ástæða til að vera bjartsýnn á framtíð norsks sjávarútvegs. Norðmenn eru meðal mestu fiskveiðiþjóða í heimi og ef skynsamlega verður á málum haldið munu auðlindir sjávarins verða landi og lýð til blessunar um alla framtíð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.