Morgunblaðið - 29.06.1983, Page 14
62
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983
Örn Gústafsson, markaðsstjóri skinnaiðnaðardeildar SÍS:
Framleiðsla Sútunarverksmiðju
SÍS eykst um 50% á þessu ári
— Tryggja þarf markaði betur áður en farið verður
í fjárfrekar endurbætur á skinnasaumastofu
Akureyri, 9. júní.
UNDANFARIÐ hefur farið fram nokkur umræða í fjölmiðlum um sölu
Iðnaðardeildar Sambandsins á 10 þúsund mokkaskinnskápum til Sovétríkj-
anna. Sérstaklega hefur verið til umræðu sú ákvörðun forráðamanna Iðnað-
ardeildarinnar að láta sauma kápur úr skinnunum erlendis. Morgunblaðið
hafði af þessu tilefni samband við Örn Gústafsson, markaðsstjóra skinnaiðn-
aðar hjá deildinni, og innti hann nánari fregna af þessu máli.
örn sagði í upphafi samtalsins:
„Samningur þessi um sölu á 10
þúsund mokkakápum er tvíhliða
samningur milli Sambands ís-
lenskra samvinnufélaga og Sam-
vinnusambands Sovétríkjanna.
Við höfum hingað til að mestu selt
þeim ullarvörur og í staðinn hefur
Sambandið keypt olíuvörur og
matvörur. Nú hefur okkur í fyrsta
sinn tekist að selja þeim umtals-
vert magn af mokkakápum úr ís-
lenskum skinnum.
Þegar samningur þessi hafði
verið gerður, stóðum við frammi
fyrir því, að til þess að geta af-
kastað á saumastofu okkar þetta
miklu magni hefðum við þurft að
fara út í miklar fjárfestingar í vél-
um, stækkun húsnæðis og þjálfun
starfsfólks. Afkastageta sauma-
stofu okkar er þegar fullnýtL
Sölustarfsemi undanfarinna ára
hefur skilað okkur því ,að þær
örn Gústafsson, markaðsstjóri
skinnaiðnaðar Iðnaðardeildar SÍS.
6000 flíkur, sem saumaðar eru þar,
fara allar til Vestur-Evrópu og á
innlendan markað. Engin sauma-
stofa á íslandi hefði getað tekið
þetta verkefni að sér og því var
ekki nema eðlilegt að leita eftir
fullvinnslu á þessum skinnum er-
lendis til að byrja með, á meðan
ekki liggur fyrir að um áfram-
haldandi sölu verði að ræða á
næstu árum. Við munum að sjálf-
sögðu endurmeta þetta ef til frek-
ari og fastra viðskipta kemur á
þessu sviði.
Við gerðum samninga um
vinnslu á þessum kápum í Noregi
og Bandaríkjunum. Þarna er um
að ræða, eins og áður segir, 10
þúsund kápur af sömu tegund og
þar með nýtist til fulls hag-
kvæmni langrar framleiðslurunu,
sem er í slíkum stórverksmiðjum.
Þáttur vinnunnar í framleiðslunni
er því afskaplega lítill. Þannig
verða um 70% heildarupphæðar
samningsins eftir á íslandi. Þá ber
þess einnig að geta, að í sambandi
við samninga okkar við þessa er-
lendu aðila tókst okkur að selja
umtalsvert magn af fullunnum
skinnum til Noregs, og raunar
Bandaríkjanna líka, þar sem við
höfum ekki fyrr getað komið þeim
á markað. Þessir aðilar hafa þegar
hafið notkun á okkar skinnum í
eigin framleiðsluvörur. Full-
vinnsla á skinnunum fer fram á
Akureyri og skapar mikla atvinnu.
Þannig eykst framleiðsla Sútunar-
verksmiðju Sambandsverksmiðj-
anna á Akureyri um 50% á þessu
ári. Af því leiðir að okkur tekst að
halda uppi fullri atvinnu í verk-
smiðjum okkar og um leið verjast
sölutregðu og að nokkru leyti
verðfalli á mokkaskinnum, sem
leitt hefur af markaðskreppu í
skinnaviðskiptum almennt. Þrír
meginþættir orsaka þessa kreppu.
í fyrsta lagi er tískan skinna-
markaði óhagstæð um þessar
mundir. f öðru lagi var síðasti vet-
ur afar mildur í Evropu og dregur
það að sjálfsögðu úr sölu á skinna-
vörum. Og í þriðja lagi ríkir erfitt
efnahagsástand í helstu viðskipta-
löndum okkar.
Að lokum vil ég geta þess að við
Unnið er *f fullum krafti í skinnadeiid SÍs i Akureyri. Ljósm. Mbl. GBerg
shakEsoeaie
ædast til að þú
gerir miklar kröiur
Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og
fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir
geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um.
Haltu þig við Shakespeare línuna, þar ertu öruggur.
Shakesþeare veiðivörur fást í nœstu sportvöruverslun.
Soyuz 9.
á loft
Moskni, 27. júní. AP.
SOVÉTMENN sendu um helgina
nýtt Soyuzgeimfar upp í geiminn og
með því tvo geimfara. Geimfarið,
sem er kallað Soyuz 9, á að tengjast
geimstöðinni Salyut 7, sem er á
sporbaug umhverfis jörðu. Einnig
mun Soyuz 9 tengjast Cosmos 1443
gervitunglinu sem tengdist Salyut 7 í
aprfl síðastliönum.
Eftir því sem sovéska frétta-
stofan Tass greindi frá í gær, hef-
ur för Soyuz 9 gengið að óskum, en
það er talsvert fylgst með ferðinni
víðar en í Sovetríkjunum, því síð-
ast er Rússar sendu Soyuzgeimfar
áleiðis til Salyut 7, bilaði eitthvað
og geimfarinu var snúið við. Þrír
geimfarar voru um borð og tókst
lendingin giftusamlega. Það var í
fjórða skiptið síðan að Salyut-
áætlunin hófst árið 1967, að teng-
ing mistekst.