Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Traust kerfí — lægra vöruverð — Guðmundur Stefánsson skrifar um verðlagningu búvara Þegar rædd eru málefni land- búnaðarins hér á landi, eru skoð- anir manna mjög skiptar eins og raunar eðlilegt er. Allir eða a.m.k. flestir virðast þó sammála um, að þróttmikill landbúnaður sé þjóð- inni nauðsyn. Menn eru þannig nokkuð sam- mála um markmið, en ágreining- urinn kemur fram í dagsljósið, þegar leiðir til að ná markmiðinu eru ræddar. Þessi mál eru að sjálfsögðu viðameiri en svo, að þeim verði gerð ftarleg skil í stuttri blaðagrein. Þess vegna verður hér að neðan aðeins drepið á einn þátt landbúnaðarmála, verðlagsmál. Þessi þáttur er einn hinn mikilvægasti og snertir jafnt bændur og neytendur. Störf Sexmannanefndar Það virðist vera nokkuð út- breiddur misskilningur að bændur eða fulltrúar þeirra ákveði verð á búvörum að mestu óáreittir. Þetta er ekki tilfellið, a.m.k. ekki hvað varðar þær búvörur sem verðlagð- ar eru af Sexmannanefnd. Nefnd- in er skipuð 3 fulltrúum bænda og 3 fulltrúum neytenda og verðlegg- ur mjólk og mjólkurvörur s.s. rjóma, smjör, skyr og osta, sauð- fjárafurðir, nautakjöt, kartöflur og hrossakjöt. Við verðlagningu er stuðst við ákveðna bústærð, svo- kallað grundvallarbú, en það er 440 ærgildi að stærð. Á þessu búi gætu því verið t.d. 440 ær eða 22 mjólkurkýr eða blandað bú. Kýrin er sem sé talin jafngilda 20 ám, en kálfar og geldneyti talsvert færri ærgildum og er það breytilegt eft- ir stærð gripanna. Þegar Sexmannanefnd fjallar um búvöruverðið er óhætt að segja, að slegist sé um hvern eyri. Fulltrúar neytenda fallast ekki á hækkanir, nema gild rök liggi fyrir og fjarri fer því að fulltrúar bænda geti ávallt fengið öllum sínum kröfum framgengt. „Sexmannanefnd" hefur að sjálfsögðu sínar starfsreglur og lög að fara eftir og þeim verða auðvitað bæði fulltrúar bænda og neytenda að hlíta. Hins vegar vita allir sem eitthvað hafa fengist við samningagerð, að sínum augum lítur hver á silfrið og í störfum Sexmannanefndar koma ætíð upp atriði sem snúast um túlkun á ýmsum atriðum. Það er því óhætt að segja að störf í Sexmannanefnd séu bæði flókin og vandasöm og það er fráleitt að halda því fram sem Jónas Bjarnason gerir í grein í Dagblaðinu 23. maí sl., að Sex- mannanefnd sé „valdalaus út- reikningsaðili, því að allar út- reikningsforsendur séu gefnar". Stjórnarmaður í Neytendasam- tökunum gefur fulltrúum neyt- enda í Sexmannanefnd greinilega ekki háa einkunn, þegar hann ætl- ar þeim ekki annað en að kunna að leggja saman og kinka kolli. Sex- mannanefnd ákveður verð á bú- vöru, en ríkisstjórnin staðfestir síðan (eða hafnar) ákvörðun nefndarinnar og ákveður hverjar niðurgreiðslur skuli vera. Hvatning til betri rekstrar Sexmannanefnd leggur til grundvallar útreikingum sínum upplýsingar frá m.a. Hagstofu ts- lands. Hagstofunni hefur til þessa verið borið annað á brýn en að vera hlutdræg og flestir ef ekki allir eru sammála um að Hagstofa íslands sé vönd að virðingu sinni og alls trausts verð. Það er því eðlilegt að upplýsingar þaðan séu notaðar eftir því sem þær liggja fyrir. Auk þess fær Sexmanna- nefnd ýmsar upplýsingar frá öðr- um aðilum og við verðlagningu er oft rætt við fulltrúa ýmissa hags- munahópa í þjóðfélaginu og þeim gefinn kostur á að koma sjónar- miðum sínumá framfæri. Þegar tekjur og gjöld grundvall- arbúsins eru reiknuð er miðað við meðaltal og byggt á ákveðnu úr- taki búa. Slíkt úrtak hefur verið unnið af bæði Hagstofunni og Stéttarsambandi bænda, en upp- lýsingar frá Búreikningastofu landbúnaðarins eru einnig lagðar til grundvallar. Það að lagðar séu til grundvallar meðaltalstölur virkar í raun hvetjandi á bændur og til lækkunar á búvöruverði. Með því að auka framleiðni og hagræðingu á búi sínu nær bónd- inn betri tekjum, en við það lækk- ar sá rekstrarkostnaður sem mið- að er við í verðlagningu framtíð- arinnar. Þannig verður bóndinn því sífellt að bæta rekstur bús síns ef hann vill bæta afkomu sína. Framleiðsluaukning í landbúnað- inum hefur orðið mjög mikil und- anfarna áratugi ekki síður en í ftðrum atvinnugreinum. Það er svo annað mál, að ekki er víst að með- albústærð á íslandi sé nákvæm- lega 440 ærgildi og raunar má leiða sterk rök að því að meðalbúið sé nokkru minna. Traust kerfi Því hefur verið haldið fram, að verðlagskerfi landbúnaðarins sé bæði stirt og úrelt og taki ekkert mið af aðstæðum hverju sinni. Ég ætla auðvitað ekki að halda þvi fram hér, að ekki megi færa ým- islegt til betri vegar, en engu að síður er einn helsti kostur kerfis- ins, að það er traust og fast fyrir og hefur haft þau áhrif að stöðug- leiki hefur myndast á markaðn- um. Þegar offramleiðsla á land- búnaðarvörum, þ.e. mjólk og kindakjöti, fór að gera vart við sig, komu upp viss vandamál við um- setningu búvara. Dregið var úr framleiðslu strax og það var hægt, þ.e. þegar lagaheimild frá Alþingi lá fyrir, og einnig var verð á sum- um búvörum lækkað. Það er e.t.v. ekki neytendum ljóst, að raun- verulegt meðalsmásöluverð á 8mjöri 1980 var 20% lægra en skráð smásöluverð. Verðið var lækkað tímabundið og skipulega til að unnt væri að losna við vissar birgðir. Nákvæmlega það sama hefur gerst áður og á vafalaust eftir að gerast. Munurinn er bara sá, að þarna er skipulag á hlutun- um og birgðum dreift jafnt á alla. Þegar um verðfall á t.d. eggjum eða kjúklingum er að ræða, þá eru I gangi skipulagslaus og skaðleg undirboð sem hvorki þjóna neyt- endum né bændum til lengri tíma litið. Hefur verðlagskerfi landbúnaðarins verð- hækkandi áhrif? Oft er það fullyrt að verðlags- kerfi Iandbúnaðarins hafi þau áhrif að verð á landbúnaðarvöru sé miklu hærra en þyrfti að vera. Þessi fullyrðing hefur ekki verið studd neinum rökum og ætti því e.t.v. að vera léttvæg fundin og ekki til frekari umræðu. Ég vil þó aðeins benda á nokkur atriði sem gefa ýmsar vísbendingar og benda raunar til þess að fyrrnefnd full- yrðing sé alröng. Sé skráð óniðurgreitt heildsölu- verð á mjólk, kindakjöti og eggj- um borið saman, kemur í ljós, að hækkunin er nánast sú sama und- anfarin 5 ár og er þá ekki reiknað með neinu kjarnfóðurgjaldi í eggjaverðinu. Verð á kjúklingum hefur hins vegar hækkað heldur meira en t.d. kindakjötsverð, þó áhrif kjarnfóðursgjaldsins hafi verið dregin frá. Það er því ekkert sem bendir til þess, að verðlagning Sexmannanefndar leiði til hærra vöruverðs, jafnvel þvert á móti. í „Verðkynningu Verðlagsstofn- unar“ nr. 8 var gerður samanburð- ur á smásöluverði nokkurra al- gengra matvara í Reykjavík og Kaupmannahöfn í desember sl. Samkvæmt könnuninni er vöru- verð í Reykjavík yfirleitt talsvert hærra en i Kaupmannahöfn, þó svona einfaldur samanburður sé alltaf heldur varhugaverður. Það sem þó er athyglisverðast í þessu tilliti er, að þær vörur sem Sex- mannanefnd verðleggur eru að vísu yfirleitt hærri en í Kaup- mannahöfn (þó ekki í öllum tilvik- um), en þær vörur sem ekki eru varðlagðar af Sexmannanefd eru nær allar mun hærri. Hér er mið- að við óniðurgreitt verð. Þó e.t.v. sé ekki unnt að draga ákveðnar ályktanir af þessu, þá væri það einkennileg röksemdafærsla ef þetta væri talin vísbending um hve Sexmannanefnd hækkaði verðið mikið. Nærtækara væri að álykta í gagnstæða átt og telja að verðlagning Sexmannanefndar hafi haldið verði niðri miðað við það sem gerist í öðrum búgrein- um, og reyndar almennt í verð- lagningu matvara. Lokaorð Þó svo að ýmislegt sé öðru vísi en maður óskaði sér, er sú um- ræða sem átt hefur sér stað að undanförnu um landbúnaðarmál að mörgu leyti ánægjuleg. Því er þó ekki að leyna, að æskilegt hefði verið að hún væri byggð á meiri þekkingu á málefnum landbúnað- arins. Það er auðvitað eðlilegt að menn greini á, jafnvel í grundvall- aratriðum, og allt gott um það að segja. Þó svo að vanþekking á mál- efnum landbúnaðarins sé hér gagnrýnd, þá skal það einnig við- urkennt, að þessi mál eru í eðli sínu ákaflega flókin og því að vissu leyti fyrirgefanlegt að mönnum yfirsjáist sum atriði. Það er hins vegar ástæða til að hvetja þá, sem finna hjá sér hvöt til að leggja orð í belg í landbúnaðar- umræðunum, að kynna sér málin sem best, því það er verr af stað farið en heima setið, ef okkar framlag verður til að ýta undir misskilning og jafnvel vanþekk- ingu. Slíkt getur vart verið markmið nokkurs manns sem ann landi sínu og þjóð. (iuðmundur Stcfánsson er land- búnadarhagfræAingur hjá Stéttar- sambandi bæaS- TORK i staðinn fyrir tvistinn og tuskurnar POLER-TORK: Polér-Tork er mjúkur og sterkur klútur, sem svo sannarlega hefur slegið í gegn hjá bílaeigendum. Þú losnar við tvistinn, tuskurnar, ló og treQar - og bónar bílinn þinn á hreinlegan og snyrtilegan hátt. Með Polér-Tork bónarðu bílinn, strýkur óhreinindi af skónum, fægir silfrið og snýtir þér. Polér-Tork færðu í handhægri, 32 metra rúllu, sem samsvara u.þ.b. því magni af tvisti, sem sést á myndinni Polér-Tork fæst í öllum betri verslunum og á bensínstöðvum. •% asiaco hf VesturgOtu 2, Sími 26733, P 0 Box 826,101 Reykjavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.