Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNl 1983 69 hefur ekki fengið neinar upplýs- ingar um árangurinn af starfinu, sem byggjandi sé á. Ljóst er, að hin umrædda stöð, þ.e. geðveikrahæli fyrir áfengis- sjúka, verður byggð. Það mál er þegar í höfn og skuldabréfasöfnun lokið, er skrif þessi birtast. — SÁÁ-menn geta látið sig það einu gilda, þótt einhverjum blöskri yf- irgangur þeirra — því með vax- andi ríkisframlögum í framtíð þurfa þessi samtök ekki að leita til almennings framar um stuðning. Trúlegt er, að haldið verði áfram að byggja slíkar stöðvar, jafnvel út um allt land. Með því móti væri unnt að mjólka fé úr ríkissjóði í vaxandi mæli — án til- iits til neins annars en ímyndaðr- ar baráttu við áfengisböl. Þá hljóta byrðar þær, sem almenn- ingur ber fyrir þetta forréttinda- fólk, að verða ennþá þyngri, eins og ljóst má vera. íslendingar eru tölulega sjúk- asta fólk í heimi, hér eru fleiri sjúkradagar á hver 100.000 en ger- ist með nokkurri annarri þjóð — og ekki mun það minnka, þegar stofnanir slíkar, sem nú er verið að koma upp, verða komnar í gang. Því er haldið fram, að SÁÁ vinni þjóðinni með því, að vinnu- dagar komi betur til skila. Mér þykir trúlegt, að með fleiri sjúkra- rúmum fyrir áfengissjúka fari fleiri vinnudagar til spillis, því fleiri og fleiri muni nota yfirvof- andi hræðslu við að verða áfeng- issjúkir til afsökunar til þess að komast í náttfatapartý, því sjúkl- ingarnir í þessum lækningastöðv- um verða að vera í náttfötum, enda þótt þeir séu með fulla fóta- ferð. Þegar góð hugsjón er færð út eins og hér hefur átt sér stað er illa farið. 40—50 milljónir á ári eru líka peningar og engum á að líðast að hafa slíkar fjárhæðir út úr ríkissjóði eftir geðþótta manna, sem telja sig sjálfskipaða tií stjórnar á vissum þætti heilbrigð- ismála, jafnvel gegn vilja þeirra sem bæði hafa þekkingu og vilja til þess að fara með heilbrigðismál okkar með hag allrar þjóðarinnar að marki. Starf SÁÁ væri merkilegt og til fyrirmyndar á heimsvísu, ef það þyrfti ekki að leita á náðir ríkis- sjóðs heldur byggðist á frjálsum framlögum, en það er og sýndar- mennska að ætla sér að taka heið- ur af því, sem aðrir kosta til. Það er sannfæring mín, að þeir, sem hófu starf AA, bæði í Ameríku og svo hér, hafi ekki látið sér til hug- ar koma annað en innbyrðis og utanaðkomandi stuðningur ein- staklinga, en ekki hins opinbera, þannig eru verkin merkileg — ekki öðruvísi. Hitt er ljóst. að við þessa stofn- un munu margir beint eða óbeint fá laun úr ríkissjóði með daggjöld- unum og að vafalaust verða þar margir „fínir alkóhólistar" á laun- um við stofnunina án vinnuskyldu, því margir alkóhólistar nenna yf- irleitt ekki að vinna. Því má bæta við, að það hefur verið landlægt hjá okkur að sýna áfengisgeðsjúkum sérstaka lin- kind og söm hefur afstaðan verið gagnvart lækningum á drykkju- sjúkum, þar virðist nefnilega hafa gleymst að til er mjög áhrifarík og um leið með öllu hættulaus með- ferð, Þórðaraðferðin svokallaða, eða öllu heldur vegna umræddrar linku, hefur ekki þótt rétt að beita henni. Hefði það verið gert, hefði bæði mátt spara fé og húsnæði. Hroðalegur glæpur gagnvart sjálfum sér Að endingu aðeins þetta. Áfengi verður ekki þurrkað út úr heimin- um, bindindi er það, sem hver maður verður að gera upp við sjálfan sig — hvers vegna telja sumir sig þurfa að hafa vit fyrir öðrum? Aðalatriðið er að læra að um- gangast vín. Mér þykir sorglegt, þegar menn hafa farið þannig með sjálfa sig gagnvart áfengi, að þeir geti ekki neytt víns á réttan hátt við viðeigandi tækifæri — það er hroðalegur glæpur gagnvart sjálf- um sér. Hóflega drukkið vín auð- veldar alla viðkynningu. Vínlaus- an mannfagnað vantar alla upp- ljómun — og þetta var ljóst í brúðkaupinu í Kana. Og í þessu sambandi er rétt að minnast orða Einars Benedikts- sonar: Bannid er foreldri saka og syndar sálin í freistni er dyggdanna móðir lífið frá dufti til drottins myndar dafnar í frelsi við skaraðar glóðir. Tilgangurinn helgar meðalið Það hefur sem betur fer verið fátítt að þurft hafi að efna til landssöfnunar eða þjóðarátaks, eins og fínna þykir að kalla það, þegar safnað er til bágstaddra eða fólks sem á um sárt að binda vegna slysfara eða náttúruham- fara. Eitt frægasta dæmi slíks er, þegar danskir Oddfellowar efndu til landssöfnunar í Danmörku í lok síðustu aldar til þess að byggja spítala fyrir holdsveika á Islandi, sem reistur var í Laugarnesi, sæll- ar minningar. Ástand í þeim mál- um var þá geigvænlegt og það var danskur læknir, sem hafði fengið það verkefni að kynna sér ástand heilbrigðismála okkar, sem benti á hið ískyggilega ástand og þann háska, sem yfir vofði. Hreinskilin frásögn hans vakti gremju margra yfirlætisfullra íslendinga, sem töldu lækninn vera að rógbera þjóðina, en það var öðru nær. Þetta framtak Oddfellowanna dönsku og hins unga læknis var tákn um bróðurþel og velvilja milli þjóðanna. Stundum hefur verið efnt til landssöfnunar, þegar um stórslys hefur verið að ræða og þá venju- lega sérstökum opinberum aðilja falið að vera til trausts og ábyrgð- ar. Framtak Sambands ísl. berkla- sjúklinga er frægt langt út fyrir landsteina og þar hefur kapp verið með forsjá. Þjóðarátak Krabbameinsfélags fslands er á sama hátt til fyrir- myndar og ekki rekið með því offorsi, sem einkennt hefur fjár- plógsherferð SÁÁ, þar sem til- gangurinn einn hefur virst helga meðalið, sem sé að geta í vaxandi mæli fengið fé úr ríkissjóði á kostnað almennings í landinu. Þjóðin hefur verið blekkt á margan hátt og því er t.d. haldið fram að sú starfsemi, sem rekin er nú á Silungapolli, verði að hætta þar í haust. Vitað er að Vatnsveita Reykjavíkur vill láta leggja niður starfsemi á Silungapolli í nánustu framtíð, að þessi starfsemi standi á götunni í haust, eins og gefið hefur verið í skyn, er fjarri sanni. Á árinu 1977 voru sett lög um fjársafnanir og var það vel. Hins vegar eru þau lög mjög ófullkomin og ná skammt. Setja þyrfti strangari ákvæði um það hvenær heimila skuli slíkar aðferðir og beitt hefur verið. Einnig að tryggja að fólki verði ekki stillt upp við vegg líkt og gerst hefur. Skrif þessi eru orðin lengri en ætlun var og er því rétt að slá botn í þau, enda þótt freistandi væri að benda á þau mörgu svið heilbrigð- is- og menningarmála, þar sem miklu meiri nauðsyn er á stuðn- ingi almennings, en það bíður e.t.v. betri tíma. Þannig fyndist mér við hæfi, að það fólk, sem staðið hefur í því að koma upp og reka athvarf fyrir börn og maka áfengissjúkra, fengi skerf af því, sem eftir verður af söfnunarfénu, þegar einkafyrirtækið hefur feng- ið sinn hlut. Rétt er og að taka fram, að grein þessi var samin til flutnings í hljóðvarpi, og ber þess merki — en þar var ekki því frjálslyndi til að dreifa að leyfa mætti gagnrýni á það hve illa hefur tekist um þjóðarátak þetta — sefjunin getur orðið mögnuð með okkar þjóð. Hitt má ekki misskiljast, að sem aðrir óskar undirritaður þess að AA-samtökunum verði áfram ágengt í verki og að rekstur SÁÁ á lækningastöð takist með þeim hætti, sem vera ber og í fullu sam- ráði við heilbrigðisstjórnina. Skólahljómsveit Neskaupstaðar hélt tónleika fyrir utan félagsheimilið Herðubreið. Myndir tók Kjartan Aðalsteinsson. 17. júní dagskráin flutt undir þak á Seyðisfirði SeyðLsfirði, 20. júní. Vegna úrkomu fyrri hluta dags, fóru hátíðahöld á þjóðhátíðardag- inn fram innanhúss, en þó stytti upp seinni partinn og þegar dag- skrá lauk í félagsheimilinu, Heröu- breið, var komið indælis veður. Dagana 17.—19. júní hélt Steinþór Eiríksson frá Egilsstöð- um málverkasýningu hér á Seyð- isfirði. Aðsókn var góð og seldust margar myndir Steinþórs. Knattspyrnukappleikur var milli Hugins, Seyðisfirði og HSÞ, Þingeyjarsýslu þann 18. júní og lauk leiknum með sigri Hugins, 2:0. Einnig var knattspyrnuleik- ur í 5. flokki milli Hugins og Austra, Eskifirði og lauk honum með sigri Hugins, 2:1. Kirkjukór Grenivíkurkirkju kom hér ásamt sr. Bolla Gústavs- syni og hélt messu þann 19. júní og sama dag kom einnig Skóla- hljómsveit Neskaupstaðar og hélt tónleika fyrir utan félags- heimilið. Þá lagði togarinn Gullver NS 12 upp í sína síðustu ferð frá Seyðisfirði. Gullver er 330 rúm- lestir, og var hann smíðaður i Danmörku 1968. Skipið siglir til Flekkfjord í Noregi, en það var selt skipasmíðastöð þar upp í verð nýs togra sem verður af- hentur í byrjun júlí. FrétUriUri. Steinþór Eirfksson frá Egilastöðnm vlð eltt verks sinna. Togarinn Gullver leggur upp (sfnn sfðnstn ferð frá Seyðisfirði. Fjallkonan i 1 Ungir Seyðfirðingar skemmU sér f félagsheimilinu. Seyðisfirði, Ólaffa Þ. Stefánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.