Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 12
60 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Réttindi aldraðra — eftir Margréti Thoroddsen „En ég vil að lokum hvetja alla ellilífeyris- þega, ef þeir eru í minnsta vafa um rétt sinn, að snúa sér til Tryggingastofnunar eða umboða hennar og fá nánari upplýsingar. Það er skylda okkar, sem þar vinnum, að veita all- ar þær upplýsingar, sem um er beðið og benda fólki á hvernig mál þess verði farsælust til lykta leidd.“ Morgunblaðið hefur óskað eftir að fá til birtingar erindi, sem Mar- grét Thoroddsen flutti á fundi VR um málefni aldraðra á Hótel Sögu hinn 28. maí sl. og fer það hér á eftir: Góðir áheyrendur. Ég veiti forstöðu þeirri deild Tryggingastofnunar ríkisins, sem heitir Félagsmála- og upplýsinga- deild. Verksvið hennar er m.a. að annast upplýsingastarfsemi og út- gáfu leiðbeiningarita fyrir bóta- þega og gera almenningi grein fyrir rétti einstaklingsins í kerf- inu. Tryggingakerfið er svo marg- slungið, að ekki er hægt að búast við að fólk átti sig á því í einni svipan. Því miður verðum við oft áþreifanlega vör við, að fólk hefur farið á mis við þær bætur, sem það á rétt á vegna ókunnugleika. Þess vegna er það sérstaklega ánægju- legt, að Verslunarmannafélag Reykjavíkur skuli hafa boðað til þessa fundar og gefið okkur hjá Tryggingastofnuninni tækifæri til að kynna rétt aldraðra í trygg- ingakerfinu. Grundvöllurinn að því almanna- tryggingakerfi, sem við búum við í dag, var lagður með setningu laga nr. 40/1946, sem tóku gildi 1. jan. 1947. Ma segja, að lög þessi hafi valdið algjörum straumhvörfum í þróun almannatrygginga hér á landi. Síðan hafa þau að sjálf- sögðu verið aukin og endurbætt og eru í stöðugri endurskoðun í sam- ræmi við breytta tíma. Tryggingastofnun ríkisins ann- ast framkvæmd almannatrygg- inga. Aðalskrifstofa hennar er í Reykjavík að Laugavegi 114, en umboðsmenn hennar utan Reykja- víkur eru bæjarfógetar og sýslu- menn, hver í sínu umdæmi. Forstjóri annast stjórn stofnun- arinnar, en 5 manna tryggingaráð hefur eftirlit með fjárhag og rekstri hennar. Er það kosið af Sameinuðu Alþingi eftir hverjar alþingiskosningar, en trygginga- ráðherra skipar formann þess úr þeim hópi. Tryggingaráð heldur fundi hálfsmánaðarlega, þar sem öll stefnumarkandi mál eru tekin fyrir og fullnaðarúrskurður lagð- ur á ýms mál. Bótaþegi getur áfrýjað máli sínu til trygginga- ráðs, ef hann sættir sig ekki við þær málalyktir, sem hann fær. Réttindi aldraðra Ég mun nú í stórum dráttum skýra frá réttindum aldraðra í al- mannatryggingakerfinu: Rétt á ellilífeyri eiga allir, sem orðnir eru 67 ára og hafa átt lög- heimili hér á landi a.m.k. 3 ár á aldrinum 16—67 ára. íslenskur ríkisborgararéttur er ekki skil- yrði. Grunnlífeyrir, sem frá 1. júní verður 3.035 kr. á mánuði, er al- gjörlega háður tekjum og efnahag. Ef hjón njóta bæði lífeyris, er hann 10% lægri hjá hvoru þeirra. Sl. mánuð fengu 19.046 einstakl- ingar greiddan ellilífeyri hjá Tryggingastofnuninni, svo þetta er orðinn nokkuð stór hópur eða 8% af íbúum landsins. Aftur á Margrét Thoroddsen flytur ávarp. móti er hlutfallið í Reykjavík heldur hærra eða 10,4%. Félagsmála- og upplýsingadeild stofnunarinnar sér um að senda fólki, sem er að komast á ellilíf- eyrisaldur, bréf með upplýsingum þar að lútandi og til að minna það á rétt sinn, þar sem sækja þarf um allar bætur almannatrygginga. Er hagkvæmt að fresta töku ellilífeyris? Heimilt er að fresta töku ellilíf- eyris og hækkar mánaðargreiðsl- an þá með hverju ári, sem líður fram til 72 ára aldurs. Margir spyrja, hvort hagkvæm- ara sé að fresta töku ellilífeyris, ef fólk er t.d. í starfi ennþá eftir 67 ára aldur. Því er erfitt að svara. Að vísu kann svo að fara, að þegar ellilaunin bætast ofan á aðrar tekjur, fari upp undir helmingur- inn af þeim í skatta. Aftur á móti finnst sumum hagstæðara að taka ellilaunin strax og þeir eiga kost á þeim og leggja þau inn á verð- tryggðan sparireikning og geyma þau þar til efri áranna, ef þeir þurfa ekki nauðsynlega á þeim að halda. Hér skal ekki lagður neinn dóm- ur á hvort er hagstæðara. Rétt er að taka fram, að andist sá, sem frestað hefur töku ellilíf- eyris, á eftirlifandi maki rétt á þeirri hækkun, sem frestunin hafði í för með sér. Réttur sjómanna Ég sagði áður, að réttur til elli- lífeyris yrði til við 67 ára aldur. Ein undantekning er þó þar á í sambandi við sjómenn. Éf þeir hafa stundað sjómennsku í 25 ár, að meðaltali 180 daga á ári, öðlast þeir þennan rétt við 60 ára aldur. Tekjutrygging Ellilífeyri fylgja ýmsar tengdar bætur, því sýnt er að enginn getur Iifað af honum einum saman, ef aðrar tekjur eru ekki fyrir hendi, svo sem eftirlaun úr lífeyrissjóði. Árið 1971 voru gerðar miklar endurbætur á tryggingalöggjöf- inni, en veigamesta breytingin að mínum dómi var lögfesting tekju- tryggingar elli- og örorkulífeyris- þega. Ef tekjur ellilífeyrisþega aðrar en bætur almannatrygginga fara ekki upp fyrir ákveðið mark, fær viðkomandi óskerta tekjutrygg- ingu, sem nú verður 3.712 kr. á mánuði fyrir einstakling, en held- ur minni hlutfallslega fyrir hjón. Til tekna í þessu sambandi teljast þó ekki vextir, verðbætur eða gengishagnaður, sem frádráttar- bær eru frá tekjum við ákvörðun tekjuskattsstofns. Auk þess sam- þykkti Tryggingaráð í mars sl. að ekki skyldi tekið tillit til láglauna- bóta við ákvörðun tekjutrygg- ingar. Þið megið þó ekki skilja þetta sem svo, að aldrað fólki eigi ekki neinn rétt á tekjutryggingu, þó tekjurnar fari yfir þetta mark. Það sem skeður er, að sá hluti tekna, sem er fyrir ofan þetta tekjumark, skerðir tekjutrygging- una eftir ákveðnum reglum, þar til hún fellur alveg niður. Þessvegna er sjálfsagt fyrir elli- lífeyrisþega að kynna sér hjá Tryggingastofnuninni eða um- boðsmönnum hennar, hvort hann eigi ekki rétt á tekjutryggingu, þó hann sé með einhverjar tekjur. Þar sem eftirlaun úr lífeyris- sjóði valda skerðingu, segir fólk • stundum sem svo, að það borgi sig varla að fá þessi eftirlaun. En það er mikill misskilningur, því fólk ber alltaf meira úr býtum sem fær eftirlaun, þó tekjutryggingin skerðist eða hverfi, sem hún gerir ef eftirlaunin eru há. Með umsóknum um tekjutrygg- ingu þarf að fylgja skattframtal síðastliðins árs. Niðurfelling síma- gjalda Ellilífeyrisþegi, sem hefur óskerta tekjutryggingu, á rétt á niðurfellingu fastagjalds af síma, ef hann býr einn í íbúð eða aðrir heimilismenn eru annaðhvort undir 25 ára aldri eða hafa einnig óskerta tekjutryggingu. Ég hef orðið vör við þann mis- skilning, að fólk heldur, að þeir sem háaldraðir eru fái skilyrðis- laust þessa niðurfellingu. Því mið- ur er því ekki þannig farið, því þessi hlunnindi eru algjörlega háð því að tekjutryggingin sé óskert. Umsóknum um niðurfellingu á símagjaldi skal skila til póst- eða símstöðva. Sérstök uppbót Annarskonar uppbót er einnig heimilt að greiða á ellilífeyri og er hún jafnt miðuð við hjón sem ein- staklinga. Er hún greidd vegna sérstaks kostnaðar, sem lífeyris- þegi hefur, t.d. í sambandi við lyfjanotkun, mikla umönnun í heimahúsi, vegna hárrar húsa- leigu eða vistunar á elliheimili. Upphæð þessi er ákveðinn hundr- aðshluti af einstaklingslífeyri og mismunandi há eftir aðstæðum. Er hún úrskurðuð í hverju ein- stöku tilviki af lífeyrisdeild Tryggingastofnunar. Umsókn um uppbót skal fylgja vottorð læknis um lyfjanotkun eða annan kostnað, t.d. vegna umönn- unar, en húsaleigukvittanir, ef um háa húsaleigu er að ræða. Ellilífeyrisþegar, sem njóta þessarar uppbótar geta fengið vottorð hjá Tryggingastofnuninni eða umboðum hennar þar að lút- andi og fá þá niðurfellingu á af- notagjaldi af útvarpi og sjónvarpi, ef þeir framvísa því hjá Inn- heimtudeild Ríkisútvarpsins. Maki ellilífeyrisþega, sem þarf að annast hann, en er ekki sjálfur kominn á lífeyri, getur sótt um makabætur. Geta þær numið allt að 80% af einstaklingslífeyri. Tryggingaráð getur ákveðið að greiða ellilífeyrisþega barnalíf- eyri, ef hann á barn undir 18 ára aldri. Bensínstyrkur — bifreiöalán Ellilífeyrisþegi getur sótt um svokallaðan bensínstyrk, ef hon- um er brýn nauðsyn að hafa bif- reið vegna hreyfihömlunar. Þarf að sækja um þennan styrk á sér- stökum eyðublöðum og senda inn læknisvottorð. Greiðslur fara fram ársfjórð- ungslega og miðast við verð á 200 1. af bensíni hverju sinni. Síðast var hann greiddur í mai og var þá 3.240 kr. Ellilífeyrisþegar, sem eru hreyfihamlaðir, geta einnig sótt um lán til bifreiðakaupa. Eru þau óverðtryggð og endurgreiðast ým- ist á 3 eða 4 árum eftir því hver upphæðin er. Algengast er að lán- aðar séu 30 þús. kr., en heimilt er að lána 42 þús. kr., ef um mjög mikla hreyfihömlun er að ræða eða atvinnubílstjóra, sem hafa at- vinnu af leigubílaakstri. Auk þess greiðir Trygginga- stofnunin margskonar hjálpar- tæki, ýmist að fullu eða hluta. Einnig er veittur styrkur til kaupa á hjálpartækjum í bifreiðir hreyfihamlaðra og talstöðvar er hægt að fá lánaðar. í slíkum tilfellum þarf að senda inn umsókn, útfyllta af lækni, á þar til gerðum eyðublöðum, til sjúkratryggingadeildar eða trygg- ingayfirlæknis. Ferðakostnaður Ýmiskonar ferðakostnaður er greiddur fyrir ellilífeyrisþega sem aðra, að uppfylltum vissum skil- yrðum. Sjúkraflutningur innanbæj- ar er þó aldrei greiddur. Óhjákvæmilegur flutningur sjúks manns í sjúkrahús (verði hann ekki fluttur eftir venjulegum farþegaflutningaleiðum) er greiddur að 7/8. hlutum. Þó greið- ir sjúklingur aldrei meira en 700 kr. Þurfi sjúklingur ítrekað að tak- ast ferð á hendur til þess að njóta óhjákvæmilegrar sérfræðilegrar meðferðar eða eftirlits hjá lækni eða í sjúkrahúsi, tekur sjúkra- samlag þátt í ferðakostnaði eftir ákveðnum reglum og í sambandi við ákveðna sjúkdóma. Sjúkraþjálfun er greidd að 3/5 hlutum og að fullu vegna einstaka sjúkdóma. Gleraugnakostnaður Ellilífeyrisþegar spyrja mikið um þátttöku sjúkrasamlaga í gler- augnakostnaði. Því miður eru, gleraugu aðeins greidd i lækn- ingaskyni og þá aðeins glerin, en ekki umgjarðir. Aftur á móti sér Heyrnar- og talmeinastöð íslands, sem staðsett er að Háaleitisbraut 1, um úthlut- un heyrnartækja. Þarf viðkom- andi þá aðeins að greiða 30% af einu heyrnartæki, en 20%, ef um tæki í bæði eyrun er að ræða. Þó er aðeins hægt að fá heyrnartækin með þessum kjörum á 3 ára fresti, nema um breytta heyrn sé að ræða. Að öðrum kosti þarf fólk sjálft að greiða 65% innan þess tíma. Einnig er hægt að fá heyrnar- tæki með sömu kjörum hjá Heyrn- arhjálp, Klapparstíg 28. 15. des. sl. féll niður tollur og söluskattur af heyrnartækjum, svo nú eru þau mun ódýrari en áður. Ellilífeyrisþegar fá ókeypis rafhlöður og viðgerðir. Dvöl í sjúkrahúsi Sjúkratryggingar greiða að fullu kostnað á sjúkrahúsi fyrir ellilífeyrisþega sem aðra. Ellilíf- eyrisþeginn heldur auk þess tryggingabótum sínum, ef sjúkra- húsvistin hefur ekki verið lengri en 4 mánuðir á undanförnum 24 mánuðum. Eftir það falla bætur hans niður, þ.e.a.s. 5. mánuðinn. Þó er alltaf greitt útskriftarmán- uðinn. Heimilt er þó Tryggingaráði að víkja frá þessum tímamörkum, ef sérstaklega stendur á. Hafi sjúklingur eða maki hans engar aðrar tekjur eftir að bætur hans falla niður, á hann rétt á vasapeningum, sem verða 1. júní 1.012 kr. á mánuði. Hafa þeir þótt nokkuð lágir og hefur fjölmiðlum orðið tíðrætt um þá, en skv. nýjum lögum um mál- efni aldraðra á að hækka þá í áföngum. Þegar rætt er um þessi mál, eins og t.d. vasapeningana, hættir fólki oft til að hugsa kalt til Trygg- ingastofnunar ríkisins. En málið er ekki svo einfalt, því það er ekki hún, sem ræður þessu. Hún gerir ekki annað en framkvæma þau lög, sem Alþingi setur. Allar breytingar á almannatrygginga- löggjöfinni eru gerðar af full- trúum okkar, alþingismönnunum. Greiðslur til elliheimila Undanfarin ár hefur fyrirkomu- lag á greiðslum til elliheimila ver- ið þannig, að fari ellilífeyrisþegi til dvalar á venjulegri vist á elli- heimili heldur hann sínum bótum, sem renna þá upp í daggjald elli- heimilisins. Hafi vistmaðurinn engar aðrar tekjur, greiðir Trygg- ingastofnunin það sem á vantar til að það nægi fyrir vistgjaldinu. Vistgjald á elliheimili er nú 12.319 kr. á mánuði, en ellilífeyrir og tekjutrygging 6.747 kr. og þessa viðbót greiðir Tryggingastofnunin í formi uppbótar. Auk þess greiðir hún vistmanninum vasapeninga, eins og ég gat um áður í sambandi við sjúkrahúsvist. Sé ellilífeyrisþeginn hinsvegar með eftirlaun úr lífeyrissjóði, verður uppbótin minni og jafnvel engin, ef ellilífeyrir og eftirlaun nægja fyrir vistgjaldinu. Þó á vistmaður í því tilfelli að halda eftir upphæð, sem samsvarar skerðingarmörkum tekjutrygg- ingar, sem nú eru 1.440 kr. á mán- uði. Þessi einstaklingur ber því held- ur meira úr býtum en sá, sem ein- göngu hefur vasapeninga, en þó hefur mörgum eftirlaunamannin- um þótt þetta harður kostur, þar sem hann hefur kannske greitt í lífeyrissjóð alla sína starfsævi og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.