Morgunblaðið - 29.06.1983, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983
55
halda aðeins einn fund á ári. Ég
nefni þetta hér sem dæmi um
verkefni, sem sveitarfélag vegna
smæðar sinnar getur ekki sinnt,
og svo hins vegar sem dæmi um
úrelt stjórnarfyrirkomulag.
Nú er í undirbúningi breyting á
stjórnarskránni. Ekki þarf að efa,
að breytingar á stjórnarskránni
munu hafa meiri og minni áhrif á
sveitarfélögin. Hin veigamesta
breyting, sem þar er rædd, er til-
færsla þingmanna milli kjördæma
eða fjölgun þeirra í kjördæmum
höfuðborgarsvæðisins. Ekki dreg
ég í efa réttmæti leiðréttingar á
svokölluðu vægi atkvæða. Hins
vegar hefur það vakið athygli
mína, hve þingmenn landsbyggð-
arinnar hafa virzt rólegir undir
þessari umræðu vitandi manna
bezt, hvert óréttlæti ríkir í mörg-
um þjónustumálum landsbyggðar-
innar, og þá ekki sízt í málum,
sem varða sveitarfélögin beint,
t.d. í atvinnumálum. Hversu mik-
ils virði er það t.d. Reykjavík,
Seltjarnarnesi og Kópavogi að fá
mest af tekjum sínum frá skatt-
greiðendum, sem eru æviráðnir
hjá opinberum stofnunum eða
stórfyrirtækjum? Ekki hef ég orð-
ið þess var, að vandi útgerðar og
fiskvinnslu hafi haft áhrif á
greiðslugetu eða tekjur Kópa-
vogsbæjar eða Seltjarnarness, svo
dæmi sé nefnt. Það væri fróðlegt
að láta mæla áhrif af hinni breyti-
legu afkomu í sjávarútvegi á af-
komu sveitarfélaganna.
Hinn mikli stærðarmunur sveit-
arfélaganna, og þar með efnalegur
aflsmunur, veldur því að stöðugt
hallar undan fæti hjá dreifbýlinu.
Geta litlu sveitarfélaganna til
þess að taka við auknum verkefn-
um er tæpiega fyrir hendi. Af þes-
su leiðir síðan tortryggni og
ósamkomulag, sem alltof oft end-
ar í óhagstæðum rekstrareining-
um. Þær verða til vegna landa-
mæra hinna litlu borgríkja, sem
sveitarfélögin eru. Allt stefnir
þetta til veikari eininga til sóknar
og varnar, svo ekki sé litið til þess,
að í augum margra er smæðin
tákn um ölmusuþörf úr hendi hins
stóra.
Bæði annars staðar á Norður-
löndum og hér á landi hefur það
komið fram í umræðum um breyt-
ingar á stjórnsýslukerfinu, að til
hagsbóta sé að dreifa valdinu í
þjóðfélaginu og auka sjálfsstjórn
sveitarfélaganna. Með sjálfsstjórn
er átt við rétt og hæfni sveitar-
stjórna til að stjórna og annast á
eigin ábyrgð verulegan hluta
opinberra mála til hagsbóta fyrir
íbúana. I umræðum stjórnmála-
manna hefur komið fram, að það
virðist vera nánast stefnumið
allra flokka að dreifa valdi í
þjóðfélaginu eða, eins og
sjálfstæðismenn hafa orðað það,
„að valddreifing sé aflvaki fram-
fara og hagsældar í landinu". í
Frakklandi tala menn nú um vald-
dreifingu sem lausnarorð hinnar
sósíölsku stjórnar Mitterand, for-
seta, sem virðist hafa haft áhrif á
stefnu íslenzkra vinstri flokka.
Það má þvi ætla, að pólitískur vilji
sé fyrir hendi nú til þess að breyta
sveitarstjórnarkerfinu.
Aukinn styrkur sveitarfélag-
anna hefur mikilvæg áhrif á bú-
setuskilyrði í landinu. Þegar litið
er til lengri tíma, hefur það einnig
áhrif á afkomu þjóðarinnar og
gæti leitt til sterkara atvinnulífs í
landinu.
Þær hugmyndir, sem ég leyfi
mér að setja fram hér á eftir um
breytingar á sveitarstjórnarkerf-
inu, miða allar að því að styrkja
sveitarfélögin og þjóðfélagið sem
heild. Ég vil taka það fram, að
hugmyndir mínar og skoðanir
tengjast á engan hátt endurskoð-
unarnefnd sveitarstjórnarlaga, þó
að svo vilji til, að ég á sæti í henni.
Mér er ljóst, að lögfesting samein-
ingar hefur ekki átt hljómgrunn.
Samt sem áður tel ég óhjákvæmi-
legt að stugga við sveitarfélögun-
um, þannig að þeim gefist ákveð-
inn umþóttunartími til samein-
ingar, án beinnar þvingunar. Ef
breytingar á að gera á sveitar-
stjórnarkerfinu, má nefna eftir-
farandi atriði, sem gætu verið til
umræðu og ég leyfi mér að varpa
fram.
Breytingar á
sveitarstjórnarkerfi
1. Afskipti og eftirlit ríkisvalds
með sveitarstjórnum skal tak-
markað mjög og að jafnaði aðeins
beint að því að tryggja, að farið sé
að lögum.
2. Völd þau, sem sveitarstjórnum
eru veitt, t.d. til ákvörðunar um
selda þjónustu sveitarfélaga eða
fyrirtækja þeirra, skulu vera full
og óskoruð innan marka gildandi
laga.
3. Til þess að efla sveitarfélögin,
skal sameina þau í áföngum.
a) Árið 1988 hafi ekkert sveit-
arfélag á íslandi færri en 300
íbúa.
b) Árið 2000 hafi ekkert sveitarfé-
lag færri en 500 íbúa.
Undantekningu verður þó að
gera, ef landfræðilegar og eða
mjög miklar hagkvæmnisástæður
mæla gegn stækkun.
Ég veit, að menn eru ekki al-
mennt samþykkir sameiningu, en
það er bjargföst trú mín, að ein-
hver sameining og stækkun sveit-
arfélaga verði til þess að styrkja
þau.
4. Til þess að auðvelda sameiningu
beiti ríkissjóður sér fyrir eftirfar-
andi aðgerðum:
a) Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
verði efldur á kostnað al-
mennra ríkisútgjalda og
honum beitt til þess að auð-
velda sameiningu. Á kostnað
almennra ríkisútgjalda þýð-
ir, að ekki er lagt til að auka
skattlagningu í þessu skyni.
b) Gert verði sérstakt átak í vega-
gerð til þess að bæta sam-
göngur innan hinna nýju
sveitarfélaga og til þess að
tengja þjónustukjarna.
5. Sýslunefndir verði lagðar niður
og verkefni þeirra færð á hendur
sveitarfélögunum eða ráðuneyti,
svo sem við á.
6. Sýsluvegasjóður verði færður í
Vegasjóð, en sveitarfélög hinna
gömlu sýslna tilnefni fulltrúa í
nefnd, er sjái um ráðstöfun þess
fjármagns, sem ætlað er í sýslu-
vegi, sé Vegagerðinni til ráðuneyt-
is og sjái um framkvæmdir.
7. Landshlutasamtökin verði lög-
fest með skylduaðild allra sveitar-
félaga að þeim.
8. Samstarf sveitarfélaga á hér-
aðs- eða sýslugrundvelli verði
frjálst, en gæti hugsanlega fallið
inn í starf landshlutasamtakanna.
9. Samband íslenzkra sveitarfé-
laga með landsþingi sveitarfélag-
anna, fulltrúaráði og stjórn skal
sett í lög sem samstarfsvettvang-
ur sveitarfélaganna og tengiliður
milli þeirra og ríkisvaldsins og
lögformlegur umsagnaraðili um
alla löggjöf, er varðar sveitar-
stjórnir.
10. I stað þeirra verkefna á sviði
sveitarstjórnarmála, sem sýslu-
menn hafa haft, verði þeim falið
verkefni sem eins konar umboðs-
menn ríkisvaldsins í héraði. Hafi
þeir m.a. eftirlit með rekstri ríkis-
fyrirtækja, sem starfa um
skemmri eða lengri tíma í héruð-
um. Má þar nefna t.d. Póst og
síma og Vegagerð ríkisins. Til
embættis sýslumanns eða
umboðsmanna ríkisins verði kosið,
og verði kjörtímabil 8 ár.
11. Gerðar verði róttækar breyt-
ingar á tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga með því m.a. að
tekjuskattur verði tekjustofn
sveitarfélaganna og aðstöðugjald
til sveitarfélaga af frumvinnslu-
greinum, svo sem sjávarútvegi,
verði hækkað. Almenningur vill
fremur borga' beina skatta til
sveitarfélagsins en til ríkisins, en
söluskatt, tolla o.þ.h. frekar til
ríkissjóðs. Hækkun aðstöðugjalds
af frumvinnslugreinum rökstyð ég
með því, að sveitarfélög, sem
byggja afkomu sína á þessum
greinum og búa því við þær sveifl-
ur, sem þeim fylgja, þurfa að hafa
möguleika til að taka við þessum
miklu sveiflum.
Lokaorð
Hugmyndir þær, sem ég hef sett
hér fram, eru allar byggðar á
þeirri skoðun minni, að styrkja
beri sveitarfélögin með því að
stækka þau og færa valdið frá
ríkismiðstjórninni til sveitarfé-
laganna.
Með því ætti að vera unnt að
byggja upp það sveitarstjórnar-
kerfi, sem hæfir landi okkar og
skapar þau búsetuiskilyrði, sem
þarf, til þess að nýta auðlindir og
gæði landsins, jafnt til sjávar og
sveita.
Það er skylda okkar sveitar-
stjórnarmanna að stuðla að þeim
breytingum, sem til heilla horfa
fyrir heildina, en að standa ekki
sem nátttröll gegn þeirri þróun,
sem augljóslega er til bóta öldnum
jafnt sem óbornum í landi okkar.
(Grein þessi var flutt sem fram-
söguerindi á 24. þingi Fjórð-
ungssambands Norðlendinga,
sem haldið var á Akureyri
26.-28. ágúst 1982. Helztu
heimildir, er ég studdist við við
samningu þess, voru Handbók
sveitarstjórna nr. 6 og nr. 7, er
fjalla um sameiningu sveitarfé-
laga, Handbók nr. 16, þar sem
birt er álitsgerð verkaskipta-
nefndar ríkis og sveitarfélaga,
Saga sveitarstjórnar á íslandi I
og II, eftir Lýð Björnsson, Hag-
tíðindi o.fl. Höf.)
Sturla Bödrarsson er sreitarstjórí í
Stykkishólmi.
Brynhildur Briem, Jóhann Jóhannsson, Frosti Fffill Jóhannsson, Skúli
Björnsson og Grétar Markússon.
Gáfu skóla sínum
og gróðursettu
200 trjáplöntur
TÍU ára stúdentar frá Menntaskól-
anum við Hamrahlíð gáfu skóla
sínum gjöf eins og tilheyrir á slík-
um tímamótum. Við skólaslit og
útskrift nýstúdenta 20. maí síðast-
liðinn, var gjöfin formlega afhent.
Argangurinn gaf skólanum trjá-
plöntur, sem valdar voru í samráði
við Reyni Vilhjálmsson garöarki-
tekt skólans.
28. maí síðastliðinn mættu 10
ára stúdentar til að gróðursetja
plönturnar. Vel var mætt og
engum hlíft, hvorki Júbilönt-
um“ né fjölskyldum þeirra.
Hamrahlíðarkórinn söng undir
stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.
Guðmundur Arnlaugsson fyrr-
verandi rektor gróðursetti fyrsta
tréð og Örnólfur Thorlacius,
rektor, annað. Þá tóku stúdentar
við og von bráðar höfðu 200 trjá-
plöntur verið gróðursettar.
li
Sváfnir Gíslason lét ekki sitt eftir
liggja við gróðursetninguna.
Mor^vnblaAið / ólafur K. Magnússon.
Emma Eyþórsdóttir og Ragnhildur Þórarinsdóttir með son sinn, Þórð
Bergsson, á bakinu.
Vestmannaeyjar:
Góður afti hjá togurum
Vestmannaeyjum, 24. júní.
ALLIR togarar Eyjaflotans hafa landað góðum afla í þessari
viku. í dag er verið að landa úr Klakk 130 tonnum, Breki
landaði í gær 220 tonnum. Fyrr í vikunni landaði Vestmanna-
ey 170 tonnum og Sindri 130 tonnum.
Breki og Klakkur voru með um afla togaranna að undanförnu.
60 tonn af þorski í aflanum, en Mikil vinna er og vegna humarsins
aflinn hjá Vestmannaey og Sindra þótt verulega hafi dregið úr veið-
var nær eingöngu karfi. unum nú síðustu dagana.
Mikil vinna hefur verið í fisk-
vinnslustöðvunum, vegna góðs
— hkj