Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 79 RoJ«HATÍÐ á BR%pway >1933* Húsnsði Hússtjórnarkennaraskóla Isiands í Háuhlíö 9. uðu níu húsmæðrakennarar Kenn- arafélagið Hússtjórn, sem setti sér það sem höfuðstefnumið að koma á fót húsmæðrakennara- skóla. Að þessu máli var einnig unnið á þessum árum á öðrum vettvangi því að Kvenfélagasamband Is- lands lét á árinu 1935 semja frum- varp til laga um húsmæðrakenn- araskóla og húsmæðraskóla í Reykjavík. Frumvarpið sömdu þær Jónína Sigurðardóttir, Ragnhildur Pétursdóttir og Marg- rét Friðriksdóttir. „Við 22. grein. XV. Nýr liður: Að greiða 10.000 kr. til rekstrar hús- mæðrakennaradeildar í sambandi við húsmæðraskóla i Reykjavík." Við umfjöllun fjárveitinga- nefndar um tillöguna var upphæð- in svo hækkuð í 12.000 kr. Hinn 11. maí 1942 staðfesti síð- an þáverandi menntamálaráð- herra, Hermann Jónasson, reglu- gerð fyrir Húsmæðrakennara- skóla íslands samkvæmt heimild í lögum nr. 65 frá 27. júní 1941 um húsmæðraskóla í kaupstöðum. Á þinginu 1942—43, 61. löggjaf- arþingi, er svo húsmæðrakennara- skólanum úthlutað 20.000 kr. föstu framlagi á fjárlögum og það tekið fram í því sambandi að 12.000 kr. heimild hafi verið vegna skólans í fjárlagafrumvarpinu, en þar sem skólinn sé nú tekinn til starfa þyki eðlilegt að hækka upphæðina og taka skólann upp sem fastan fjár- lagalið. Þar með má segja að fullur sig- ur væri loks unninn í þessari löngu baráttu við að koma á fót þeirri stofnun, sem nú hefur slitið fjögurra áratuga barnsskóm og er Hússtjórnarkennaraskóli ís- lands á 40 ára afmæli á þessu skólaári. Nemendasamband skól- ans efndi til hátíðafundar af þessu tilefni, laugardaginn 30. okt. síð- astliðinn, í húsakynnum skólans Háuhlíð 9, Reykjavík. Fundinn sóttu um 80 manns. nemendur skólans og gestir. Á fundinum voru fluttar ræður um skólastjór- ana og skólastarfið á liðnum ár- um. Auk þess var rakinn í stuttu máli aðdragandinn að stofnun skólans á sínum tíma. Fara nokkr- ir kaflar úr því erindi hér á eftir: „í dagblaði í Reykjavík birtist eftirfarandi fréttaídausa 7. okt. 1942: Húsmæðrakennaraskóli Is- lands er nú tekinn til starfa. Hann var settur í gær og hefur aðsetur í Háskólanum. Forstöðukona skól- ans er frk. Helga Sigurðardóttir. I skólanum verða 11 nemendur í vetur. Auk forstöðukonunnar verða þessi kennarar: Trausti Ólafsson efnafræðingur kennir efnafræði, Jóhann Sæmundsson læknir kennir líffærafræði og heilsufræði, dr. Júlíus Sigurjóns- son læknir kennir næringarefna- fræði og vöruþekkingu, Ingólfur Davíðsson magister kennir grasa- fræði. Auk þess verður kennd færsla búreikninga og almennur reikningur en ekki fyllilega ákveð- ið hver kennir þá námsgrein. Forstöðukonan, frk. Helga Sigurð- ardóttir, kennir matartilbúning o.fl. varðandi heimilishald. Fyrst um sinn verður aðeins bókleg kennsla en eftir 2—3 vikur, þegar búið verður að koma skólanum fyrir, verður einnig verkleg kennsla." Þar með var hrundið í fram- kvæmd hugmynd sem verið hafði lengi á döfinni. Á Búnaðarþingi árið 1927 var samþykkt svohljóð- andi tillaga: „Búnaðarþingið ályktar að skipuð sé þriggja manna nefnd til þess að rannsaka hvað gert hefur verið fyrir húsmæðrafræðslu hér á landi og hvernig henni verði best fyrir komið framvegis." I nefndinni áttu sæti frú Guð- rún J. Briem, frú Ragnhildur Pét- ursdóttir og Sigurður Sigurðsson búnaðarmálastjóri. Nefnd þessi starfaði ákaflega ötullega og safn- aði yfirgripsmiklum upplýsingum um húsmæðrafræðslu í nágranna- löndunum. Hún skilaði síðan gagnmerku áliti í ársbyrjun 1929. I því er að finna ágætar tillögur sem segja má að hafi orðið undir- staðan að skipulegri kennslu í heimilisfræðum í barnaskólum og húsmæðraskólum á næstu áratug- um. Og ein tillaga nefndarinnar fjallaði um kennaramenntun á þessu sviði, eða eins og þar segir: „Búnaðarfélag Islands gangist fyrir að komið verði upp kennara- skóla fyrir þær konur er ætlast er til að hafi húsmæðrafræðslu á hendi. Æskilegt þætti oss að sá skóli yrði settur í Gróðrarstöðina í Reykjavík." Á stofnfundi Kvenfélagasam- bands íslands árið 1930 voru til- lögur nefndarinnar ræddar og for- seti sambandsins, Ragnhildur Pét- ursdóttir, eggjaði fundarkonur lögeggjan að duga vei við að vinna húsmæðrafræðslunni gagn hver í sínu heimahéraði. Húsmæðraskól- ar risu upp hröðum skrefum í kjölfar þessarar vakningar en jafnframt varð það deginum ljós- ara hve brýnt var orðið að mennta kennara í hússtjórnarfræðum í landinu sjálfu. Þvi var það að Helga Sigurðar- dóttir gekk fram fyrir skjöldu á öndverðu ári 1934 og skrifaði þeim konum í landinu sem höfðu hús- mæðrakennaramenntun og hvatti þær eindregið til að stofna með sér félag. Á því varð þó enn nokk- ur bið en þrem árum síðar stofn- kannski að taka út visst gelgju- skeið um þessar mundir. Því að menntastofnanir eru á líkan hátt og einstaklingar undirorpnar margvíslegum sveiflum í vexti og viðgangi og vandséð stundum hvað úr þeim ætlar að verða. I þeirri siglingu veldur allajafna miklu sjávarlagið í samfélaginu og þau viðhorf sem bestum byr eiga að fagna á hverjum tíma. Fyrstu 26 árin var námstími skólans tveir vetur og eitt sumar. Haustið 1966 var skólatíminn lengdur um einn vetur. Árið 1977 varð hússtjórn ein af valgreinum Kvennaraháskóla fs- lands. Þá hætti Hússtjórnarskól- inn að taka við nemendum i eigin nafni en annast í staðinn kennslu þessara nema, með aðsetur í Háu- hlíð 9. Eins og áður er komið fram var fr. Helga Sigurðardóttir fyrsti “ skólastjóri skólans. Hún lét af störfum árið 1961 vegna heilsu- brests og andaðist árið 1962. Við starfi hennar tók fr. Vigdís Jónsdóttir sem verið hafði skóla- stjóri Húsmæðraskólans á Varmalandi í Borgarfirði. Gegndi húr. starfinu til ársins 1981. Eftir skipulagsbreytingu árið 1977 hafa deildarstjórar skólans verið Anna Guðmundsdóttir og Ingibjörg Þór- arinsdóttir. Á 40 ára starfsferli skólans hef- ur hann brautskráð 184 kennara og að auki 4 matráðsmenn. Sam- kvæmt gildandi fræðslulögum er heimilisfræði skyldunámsgrein í grunnskólum landsins, enda út- heimta nútíma lifnaðarhættir að sem allra flestir, jafnt stúlkur sem drengir, njóti tilsagnar í undir- stöðuatriðum heimilishalds. Hin síaukna umræða um manneldis- mál hefur opnað augu almennings fyrir því hvað heilsufar manna er háð réttu fæðuvali og hollum lifn- aðarháttum. Samfara aukinni kennslu í heimilisfræði er fyrir- sjáanlegur skortur á sérmenntuð- um kennurum, nema aðsókn stór- aukist að þessu sviði kennara- náms. Fyrsta árs nemar Kennaraháskóla Islands I valgreininni „hússtjórn“. Frumvarp þetta var flutt á Al- þingi á fyrra þinginu árið 1937. Flutningsmenn voru Pétur Hall- dórsson, Jakob Möller og Sigurður Kristjánsson. En það náði ekki fram að ganga. Eftir að heimsstyrjöldin síðari skall á árið 1939 og leiðir lokuðust til Norðurlanda þar sem íslenskir húsmæðrakennarar höfðu fram til þess tíma þegið menntun sína varð ekki lengur undan því vikist að hrinda því þjóðþrifamáli í framkvæmd, að koma hér á fót kennaraskóla á þessu sviði. I febrúarmánuði ári 1941 var fundur haldinn í Kennarafélaginu Hússtjórn og nefnd kosin til að semja frumdrög að reglugerð fyrir húsmæðrakennaraskóla. Nefndina skipuðu Soffía J. Claessen, ólöf Jónsdóttir og Helga Sigurðardótt- ir. Nefndin samdi uppkast að reglugerð fyrir húsmæðrakenn- araskóla og gerði áætlun um stofnkostnað og rekstrarkostnað slíks skóla. Þetta uppkast ásamt kostnaðaráætluninni var síðan sent Alþingi ásamt áskorun frá Kennarafélaginu Hússtjórn um að láta fé af hendi rakna í þessu skyni. Á því þingi sem þá var bar Magnús Jónsson fram svohljóð- andi breytingartillögu við heim- ildargrein fjárlaga: Veggmynd um rokkhátíðina í Broadway Þorsteinn Eggertsson, teiknari og rokksöngvari, hefur teiknað þessa veggmynd í tilefni rokkhátíðarinnar sem haldin var í Broadway. Teikningin er af þátttakendum rokkhátíðarinnar. Hússtjórnarkennara- skóli Islands 40 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.