Morgunblaðið - 29.06.1983, Page 28
76
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983
l’Jfc
„ heyri ekkj söng Sv/eitai/eargsins.
ei'ns yott cx^ þo skipí/ */ar&U&mci i*
viðbragS>sstöSu."
4?
a ð hjálpa henni
með fjölskyldu-
vandamál.
TM R«o U.S. Pat Off.—all rights reserved
©1963 L®» Angeíes Times Syndicate
Þetta er nú hola í lagi, kalla ég!
Með
morgunkaffinu
Ég hef enn ekki komið auga á
þessar sætu stelpur sera myndirn-
ar voru af á ferðapésanum!
HÖGNI HREKKVÍSI
Heföi átt að vera rot-
högg á marxismann
Húsmóðir skrifar:
„Ég vona að sem flestir hafi
lesið það sem Matthias Johann-
essen hefur verið að skrifa um
Stalín. Ég trúi ekki öðru en
óharðnaðir unglingarnir hafi
það mikið af þessu, að kennar-
arnir eigi erfiðara með að láta
þá gleypa marxíska söguskýr-
ingu þeirra. Og þá er ekki til lít-
ils unnið.
Furðulegust af öllu eru skrif
sumra um hugleiðingar Matthí-
asar. Þeir segja, að hann hafi
sýnt aðdáun sína á Stalín með
því að rekja sögu hans. Vilja
þessir menn láta halda það um
sig, að með því að segja frá
glæpum Hitlers séu þeir að láta í
ljós hrifningu sína á „afrekun-
um“?
Þegar ég var í skóla var manni
kennt það sem í bókunum stóð,
og kennararnir voru ekki með
marxísk gleraugu, enda hefði þá
lítið farið fyrir staðreyndunum.
Hef ég engan heyrt halda því
fram, að sagan af Caligúla, sem
gerði hestinn sinn að ráðherra,
hafi verið sögð til þess að láta
dást að athæfinu. Hún er bara
dæmisaga sem sýnir vald alræð-
isherra.
Stalín var framkvæmdastjóri
alræðishyggju marxismans og
sýndi í verkum sínum, að þetta
geta allir gert sem stjórna eftir
hungurhugmyndafræði Karls
Marx, og hlotið í ofanálag að-
„Sulín var framkvemdutjóri aÞ
reðishyggju marxismans og sýndi I
verkum sínum, að þetU geU allir
gert, sem stjórna eftir hungurhug-
myndafræði Karls Marx, og hlotið
í ofanálag aðdáun allra marxisU
hvar sem er í veröldinni."
dáun allra marxista hvar sem er
i veröldinni.
Þegar svo Krúsjoff svipti
helgihjúpnum af Stalín og sann-
leikurinn kom í Ijós, hefði það
átt að vera rothögg á marx-
ismann, en það fór nú á annan
veg. Þá byrjaði fyrst fyrir alvöru
aðdáunin á helfræðunum.
Kommúnistarnir flýttu sér að
fordæma Stalín og létu aðra
taka við. Og þeir vinna enn í
sama anda. Það eina sem breytt-
ist í Rússlandi var það, að þar
sem Stalín hafði líf 60 milljóna
Rússa á samviskunni, þurftu eft-
irmenn hans ekki að standa í af-
tökum, en þeir tóku upp geð-
veikrahælin í staðinn. Og enn
eru fangabúðirnar í Rússlandi
yfirfullar af fólki, sem ekkert
hefur til sakar unnið nema að
mótmæla sultinum og kúgun-
inni. Ef hinir óánægðu í Rúss-
landi væru eins vopnum búnir og
Víet-Cong-menn voru, væri hægt
að heyra í fjölmiðlunum okkar
skæruliðasögur, sem meira færi
fyrir en sögunum frá E1 Salva-
dor.
K.G.B. heldur niðri öllum mót-
mælum. Þess vegna geta marx-
istarnir á Vesturlöndum haldið
áfram að vinna þessari helstefnu
fylgi. Og herstjórnin í Póllandi á
aðdáun þeirra óskipta, af því að
hún pyntar og kúgar vopnlausa
menn, sem enginn hryðjuverk
geta unnið.
Ég veit ekkert grátbroslegra
en þegar kommúnistarnir hér
eru að tala um atvinnuleysi og
fátækt í lýðræðisríkjunum. Hvar
er meiri fátækt en þar sem ekki
er hægt að kaupa lífsnauðsynj-
ar? En á þeim er alltaf skortur í
alþýðulýðveldunum. Þar veruðr
almenningur að sofna svangur á
vikukaupinu sínu, eða láta það í
banka, þar sem stjórnvöld eyða
því í baráttu kommúnistanna á
Vesturlöndum fyrir útþenslu-
stefnu heimskommúnismans."
Reynir að gera sem
flestum til hæfis
Einn ávallt viðbúinn skrifar:
Föstudaginn 17. júní síðastlið-
inn sýndi sjónvarpið íslenskan
skemmtiþátt sem bar nafnið
„Fyrir mömmu“. Var þetta einn sá
albesti þáttur sem ég hef séð hjá
þeirri stofnun. En ég hugsaði með
sjálfum mér að nú myndu þjóta
fram á ritvöllinn allir húmors-
lausir og afturhaldssinnaðir Is-
lendingar sem aldrei geta þolað
neitt sem unga kynslóðin í landinu
er að gera, þ.e. þeir sem fæddir
eru eftir aldamót.
Það var eins og við manninn
Skrifið eða
hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 11 og 12,
mánudaga til fostudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa.
Meðal efnis, sem vel er þegið,
eru ábendingar og orðaskipti,
fyrirspurnir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfn, nafnnúmer og heimilisföng
verða að fylgja öllu efni til þátt-
arins, þó að höfundar óski nafn-
leyndar.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina því til lesenda blaðsins
utan höfuðborgarsvæðisins, að
þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja
hér í dálkunum.
mælt: Upp reis gamall skáti og
þóttist hafa farið hjá sér er hann
horfði á þáttinn. Ég var staddur í
samkvæmi þegar þátturinn var
sendur út og ég get fullyrt að allir
sem þar voru höfðu gaman af.
Bravó, Ella Þóra og Valgeir. Gerið
fleiri svona þætti og látið röflið í
gömlum skátum sem vind um eyru
þjóta. Og þú, skáti, mundu boðorð-
ið „ávallt viðbúinn“ og slökktu á
Gestur skrifar:
„Menn taka misjafnt til orða.
Stundum hefur verið sagt, að það
mætti þekkja menn á málsmeð-
ferð þeirra. Satt er það, að oft „má
á máli þekkja manninn hver helst
hann er“, eins og stendur í hinum
fræga sálmi.
Það er misjöfn merking og
meining manna í orðum þeirra.
Oft sé ég, þegar verið er að segja
frá börnum, strákar og stelpur, en
ekki drengir og stúlkur, sem mér
finnst miklu fegurra og alúðlegra.
Það er líka öllum kunnugt, að
þeim orðum eru tengd einhver feg-
urstu orð tungunnar, en hinum
miður góðar merkingar.
Þá held ég, að nota ætti orðin
gæta barna, en ekki passa börn.
sjónvarpinu ef þér mislíkar það.
Það geri ég, enda er það ekki ein-
ungis fyrir ungu kynslóðina eða
gamla skáta heldur reynir það að
gera sem flestum til hæfis, með
misjöfnum árangri að vísu. Þú
getur hlakkað til að fá norska
sjónvarpið sem líkur eru nú á að
muni nást hér á landi. Það ætti að
verða eitthvað fyrir þig og hina
„húmoristana".
Einnig ætti að nota orðið óhreinn,
en ekki skítugur.
Það er mjög mikið rætt um
daglegt mál á voru landi nú. Er-
lend áhrif eru sterk, og er von að
svo sé, því að miklar eru samgöng-
urnar við ýmis lönd í dag. Á síðum
þínum, virðulegi Velvakandi, eru
oft leiðréttingar á íslensku máli,
og er það vel gert, eins og fleira
hjá þér. Meðal annars þess vegna
leyfi ég mér að senda þér þessar
línur.“
* ♦ *
Vegna þess sem Gestur segir í
niðurlagi pistiis síns, af vinsemd í
garð þáttarins, er rétt að taka
fram, að þab er félagsskapur, sem
nefnist Ahugasamtök um íslenskt
mál, er á veg og vanda af athuga-
semdunum „Gætum tungunnar".
Misjöfn merking
og meining manna
í orðum þeirra