Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 4
52 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 íslendingar við vinnu í Svíþjóð: „Ráðleggjum engum að koma hingað eins og ástandið eru Sigtuna, 26. maí. Atvinnuleysi í Svíþjód er tölu- vert. Talið er að um 150 þúsund manns séu atvinnulausir. Auk þess er „dulið“ atvinnuleysi, þar sem fólk er á námskeiðum, ráðstefnum og í endurhæfingu, án þess að það hafi nokkra vinnu á eftir. Það fólk telst samt sem áður ekki vera á atvinnuleysisskrá. Þegar atvinnu- leysi herjar á, bitnar það einna fyrst á útlendingum, þar sem þeir verða fyrir barðinu á uppsögnum eða þá að innlendir menn eru frek- ar ráðnir, þegar ráðið er í ný störf. Fyrir nokkru birtust í Morg- unblaðinu fréttir frá Málmey, þar sem sagt var frá Islending- um, sem væru að taka sig upp og fl.vtja heim vegna atvinnuleysis. í Mársta, sem er bær um hálf- tíma lestarferð frá Stokkhólmi, hafa um tæplega eins árs skeið búið hjónin Halldór Guðbergs- son og Hrafnhildur Haraldsdótt- ir ásamt tveimur börnum sínum. Voru þau fyrst spurð að því, • hvers vegna þau hefðu farið utan. Halldór sagði, að það hefði verið draumur þeirra lengi að fara til Svíþjóðar og reyna hvernig væri að dvelja erlendis. Þau hefðu heyrt af því, að það væri gott að vera hér ytra. — Hvernig gekk að koma sér fyrir? — Frændi minn bjó hér ytra og fluttum við til hans. Átti það bara að vera til þess að byrja með. En við bjuggum hjá þeim hjónum fyrstu tvo mánuðina. Var það vegna þess að við feng- um ekki húsnæði. Og venjan er sú, að fólk fær ekki húsnæði fyrr en það hefur loforð um vinnu. Við héldum, að við fengjum vinnu miklu.fyrr en raun varð á. Þetta hefði aldrei gengið, ef frænda míns hefði ekki notið við. Þau hringdu út um allt til þess að leita að vinnu handa okkur, en ekkert gekk. Við vorum sum sé atvinnulaus fyrstu 2 mánuðina. En þá fékk Hrafnhildur vinnu um þriggja mánaða skeið. Við héldum, að þetta yrði ekki eins slæmt og raun varð á. Spiluðum bara á kvöldin fvrsta mánuöinn — Eftir að Hrafnhildur fékk vinnuna var ég heima og gætti bús og barna. Komum við hingað út aðeins með það allra nauð- synlegasta.fatnað og þess háttar. En skildum húsgögn og öll raf- magnstæki eftir heima. Höfðum við hvorki hljóðvarp né sjónvarp fyrsta mánuðinn eða þar til Hrafnhildur fékk útborgað. Var þá við lítið að vera nema einna helst að sitja og spila á kvöldin. Höfum við aldrei spilað eins mikið og þennan mánuð. — Hvernig gekk þér að fá vinnu? — Það var mikið stress yfir því, hvort maður fengi vinnu eða ekki. Leit það hreint ekkert vel út, þar sem hátt i 200 manns sóttu um hverja stöðu sem aug- lýst var, svo líkurnar voru litlar. Vorum við að hugsa um að flytja heim, þar sem Hrafnhildur hafði bara vinnu í 3 mánuði. En síðan fékk ég vinnu í málningarverk- smiðju, þar sem ég vinn enn. Vorum við bæði heppin með að fá vinnu hérna og hefði þetta getað farið verr. — Hvernig gengur að tóra af laununum? — Maður skrimtir svona. Það er tiltölulega dýrara að kaupa í matinn en heima. En ef maður eltist við sértilboð og afsláttar- vörur, þá má komast sæmilega af. Annars hafa laun ekki fylgt verðlagi hér ytra og heldur dreg- ist aftur úr. Ég vinn frá 7 á morgnana til 16 á daginn og hefi haft í laun undanfarið um 3.500 kr. á mánuði eftir að búið er að taka skatt af. Þegar menn eru með fjölskyldu, þá gerir þetta ekki meira en svo að duga fyrir húsaleigu og mat. Um yfirvinnu þýðir ekkert að tala. Hún fer svo til öll í skatt, þannig að það tíðk- ast ekki hér, að vinna yfirvinnu. — Voru þá ekki eins grænir skógarnir hér ytra eins og af var látið? — Nei. Þeir hafa eflaust verið það, þegar hér var nóga vinnu að fá og allt miklu ódýrara. En nú held ég að flestir séu að fara heim. Enda er hér við lítið að vera og hugurinn er alltaf heima og dagarnar taldir þar til við förum heim nú í haust. Ég var líka spurður að því heima, hvað ég væri eiginlega að gera út, þegar allir væru að koma heim. Én við erum reynsl- unni ríkari eftir þessa dvöl hér. — Þannig að þið mynduð ekki ráðleggja fólki að flytjast hingað út? — Néi. Ég ráðlegg engum að flytja hingað út eins og ástandið er núna. Maður hefur heyrt af fólki, sem hefur sagt upp vinn- unni heima og sett allt sitt í gám og flutt út. Slíkt ættu menn ekki að gera nema hafa nóg af pen- ingum til að byrja með og gera ráð fyrir því að vera atvinnu- lausir um hríð eða þá að vera öruggir um vinnu. Þegar við ákváðum að fara hingað út, þá fékk ég ársleyfi frá vinnu hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Ég hefði sennilega ekki farið, ef það hefði ekki verið tryggt, svo mikill ævintýramað- ur er ég ekki. Það hefði ekki litið vel út hjá manni, ef ekki væri um örugga vinnu að ræða heima. Sumir þora jafnvel ekki að flytja heim, þar sem þeir hafa hvorki vinnu né húsnæði og eru þá á götunni. Menn koma ekki hingað út til að þéna peninga. Það þýðir ekki hér. En ég hélt alltaf að það væri grænna annars staðar en heima. Því kann maður betur að meta landið sitt eftir þetta. — PÞ Hjónin Halldór Guðbergsson og Hrafnhildur Haraldsdóttir ásamt dætrum sínum Hörpu og Elvu. Um eyrarrós og hrafii Svar við opnu bréfi Hallgríms Hróðmarssonar — eftir Árna Gunnarsson Hallgrímur Hróðmarsson, menntaskólakennari, sendir okkur Ingvari Gíslasyni, fyrrv. mennta- málaráðherra, í sameiningu opið bréf í Morgunblaðinu 8. júní sl., undir fyrirsögninni „Bókvitið og askarnir". Tilefnið er óánægja Hallgríms vegna afgreiðslu menntamálaráðuneytisins á um- sókn hans um orlof næsta skólaár. Hallgrími er að sjálfsögðu ljóst, að það er ráðherra sem tekur ákvörðun um orlofsveitingar, en því mun bréfinu beint til mín líka, að hann telur sig vita að ég hafi lagt til við ráðherra, að umsókn hans yrði synjað. Þetta er vissu- lega rétt, enda var ekki dregin dul á það í hreinskilnislegum samtöl- um okkar Hallgríms um málið. Þess vegna vil ég gjarnan svara bréfi hans fyrir mitt leyti. Heimild til að veita mennta- skólakennurum orlof er í 17. gr. laga nr. 12/1970, um menntaskóla. Segir þar m.a., að kennari sem gegnt hafi embætti í 10 ár og óski að hverfa frá störfum í eitt ár til að efla þekkingu sína og kennara- hæfni skuli senda yfirstjórn skól- anna beiðni um orlof ásamt grein- argerð um, hvernig hann hyggist verja orlofsárinu. „Ef yfirstjórn skólanna telur þá greinargerð fullnægjandi, getur hún veitt kennaranum ársorlof með fullum launum." í gildandi sérkjara- samningi Hins íslenska kennara- félags og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, dags. 22. október 1982, er vikið að orlofsveitingum í lið 13.1, undir fvrirsögninni „Fram- haldsnám". Ákvæðið er á þessa leið: „Um leyfi til framhaldsnáms félaga í HÍK skulu eftir því sem við getur átt gilda ákvæði reglu- gerðar nr. 62 frá 17. mars 1975.“ Reglugerðin sem hér er vísað til fjallar um „orlof kennara og skólastjóra samkvæmt lögum nr. 63/1974 um grunnskóla." í sér- kjarasamningum er sem sagt gert ráð fyrir, að ákvæðum hennar skuli einnig, eftir því sem við get- ur átt, fylgt um þá framhalds- skólakennara sem eru félagar i HÍK. f 8. gr. reglugerðarinnar eru tilgreind atriði sem m.a. skal taka tillit til þegar gerðar eru tillögur um úthlutun orlofs. Samkvæmt því kemur fyrst til álita: „Hvers konar nám umsækjendur hyggjast stunda og hversu það muni nýtast viðkomandi stofnun eða skólakerf- inu í heild." Þá er og m.a. tekið fram, að meta skuli „í hverju ein- stöku tilfelli, hvort starfsaldur skuli ráða við röð annars jafn- gildra umsókna". „Ekki vil ég draga í efa að menntun í bók- menntafræði sé til ýmissa hluta nytsamleg og geti komið sér vel við úrlausn margvíslegra viðfangsefna. Engu að síður virðist nokkuð langsótt að telja nám í bókmenntafræði til- valda leið til að efla kennarahæfni í eðlis- fræði og öðrum raun- greinum.“ Afstaða mín til orlofsumsóknar Hallgríms Hróðmarssonar mark- ast af þeim skilningi, að tilgangur orlofsveitinga sé að gera kennur- um kleift að „efla þekkingu sína og kennarahæfni" á því sviði kennslu sem starfsmenntun þeirra lýtur að. Þeim skilningi til stuðn- ings kynni að mega benda á orða- lag þess ákvæðis sérkjarasamn- ings sem vitnað var til hér að framan, en þar er rætt um „fram- haldsnám". Hallgrímur hefur lok- ið háskólaprófi í eðlisfræði, stærðfræði og efnafræði, og ráðn- ing hans í kennarastarf við Menntaskólann við Hamrahlíð miðaðist við kennslu á þessu sviði raungreina. (Þar með tel ég mig í framhjáhlaupi hafa svaraði beinni spurningu Hallgríms um „kennslusvið" hans.) Um orlof sótti hann hins vegar til að stunda háskólanám i almennri bók- menntafræði. Hann hefur ekki lokið námi til kennsluréttinda í þeirri grein og er því um grunn- nám á háskólastigi að ræða. Ekki mun því heldur til að dreifa að hann hafi fengist við kennslu í bókmenntafræði í skóla sínum, né heldur sérstakar líkur á að þörf yrði á slikri kennslu af hans hendi á næstunni. Af þessum sökum var lagt til að orlofsumsókn Hallgríms yrði synjað. Fram komu umsóknir frá kennurum sem hugðust verja orlofi til framhaldsnáms í kennslugreinum sínum, og ekki þótti fært að taka fram yfir þær umsókn sem virtist beinast að því að stunda grunnnám í grein utan kennslusviðs umsækjanda. Mergurinn málsins í röksemda- færslu Hallgríms er raunar sá, að fráleitt sé að telja að bókmennta- fræði tengist ekki kennslusviði kennara sem kennir eðlisfræði og fleiri raungreinar. Ég hygg að svör við þeirri fullyrðingu fari nokkuð eftir því hvað menn eru að tala í víðu samhengi, ef svo má að orði komast. Ekki vil ég draga í efa að menntun í bókmenntafræði sé til ýmissa hluta nytsamleg og geti komið sér vel við úrlausn margvislegra viðfangsefna. Engu að síður virðist nokkuð langsótt að telja nám í bókmenntafræði til- valda leið til að efla kennarahæfni í eðlisfræði og öðrum raungrein- um. Mér dettur í hug saga af tveim- ur snjöllum hagyrðingum á Sauð- árkróki á sínum tíma, ísleifi Gíslasyni og Ólínu Jónasdóttur. Þau hittust á förnum vegi og sag- an segir að ísleifur, sem var ekki mjög alvörugefinn í kveðskap sín- um að jafnaði, hafi kastað fram þessum fyrriparti handa Ólínu til að botna: Aldrei sá ég ættarmót með eyrarrós og hrafni. Ólína var ekki sein á sér að svara: Þó mun allt af einni rót í alheims gripasafni. Mér hefur alltaf fundist þetta eitthvert undraverðasta dæmi um hvernig auðnast megi að gera merkilegan skáldskap úr óefni- legri byrjun. En það var nú ekki það sem ég ætlaði að segja í þessu sambandi heldur hitt, að svona um það bil í þessum skilningi get ég verið Hallgrími Hróðmarssyni sammála um skyldleika bók- menntafræði og eðlisfræði: Að báðar séu greinarnar þrátt fyrir allt af einni rót í alheims gripa- safni þekkingarinnar. En þá hlýt- ur að vera komið á talsvert dýpi. Árni Gunnarsson er skritstofu- stjóri menntamiiaráðuneytis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.