Morgunblaðið - 29.06.1983, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 29.06.1983, Qupperneq 8
56 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Félag íslenskra bifreiðaeigenda: Varanleg vegagerð ein arð- bærasta fjárfesting sem völ er á Morgunblaöinu hefur borist eftir- farandi greinargerö frá Félagi ís- lenskra bifreidaeigenda, þar sem meðal annars er rifjað upp frumvarp- ið um „krónu-kfló-skatt“ til lagning- ar bundins slitlags, sem FÍB mót- mælti á sínum tíma. Einnig fylgir bréf FÍB til allra stjórnmálaflokk- anna með spurningum um vegamál, og svör þeirra. Fer greinargerðin hér á eftir: Bifreiðaskattar — betri vegir „Nokkru fyrir lok síðasta Al- þingis var þar til umræðu lang- tímaáætlun um gerð varanlegra vega með bundnu slitlagi. Einnig kom þá fram frumvarp um nýjan skatt á bifreiðir, svo- kallaðan krónu-kíló-skatt. Hann mætti strax almennri og eindreg- inni andstöðu bifreiðaeigenda. Fé- lag íslenskra bifreiðaeigenda benti á, að innan núverandi skatt- lagningar á bifreiðir og rekstrar- vörum til þeirra, er meira en nóg svigrúm til fjármögnunar vega- framkvæmda skv. langtímaáætl- un, þar sem gert er ráð fyrir að bundið slitlag verði lagt árlega á um 200 km. Fé til vegafram- kvæmda hefur verið innan við 45% af þeim sköttum, sem lagðir eru á bifreiðir og stundum mun minna, allt niður í 32%. Óánægja með hinn nýja skatt var bæði eðlileg og réttmæt, ekki síst vegna þess að enginn vafi þótti á því leika, hvort fénu öllu yrði varið til varanlegrar vega- gerðar á fjölförnum leiðum. Félag íslenskra bifreiðaeigenda (Ff B) skýrði mál þetta og mót- mælti hinum nýja skatti í bréfum til samgöngumálanefndar Alþing- is og fjármálaráðherra. Skýringar þessar birtust að hluta í Dagblað- inu/Vísi og í heild í Morgunblað- inu. Þann 24. mars efndi FÍB til al- menns fundar, þar sem félags- mönnum var skýrt frá máli þessu. Þar sem hér var um að ræða eitt meginmál varðandi uppbyggingu arðbærra atvinnuvega, efnahags- lega framþróun og eðlileg félags- leg samskipti í byggilegu landi, taldi stjórn FÍB nauðsynlegt, að fá skýra og ótvíræða afstöðu stjórn- málaflokkanna til málsins. Horfið var að því ráði, að senda öllum stjórnmálaflokkum bréf þann 8. apríl, þar sem tilteknar spurn- ingar voru settar fram og svara óskað fyrir kosningar. Svör bárust frá öllum aðilum, sem stóðu að framboði til Alþings, nema Sam- tökum um kvennaframboð. Hér birtast svörin í heild, en niður- stöður þeirra, að mati FÍB, voru birtar í Dagblaðinu/Vísi þann 23. apríl. f svörum þessum kemur fram ótvíræð samstaða allra stjórnmálaflokka um langtíma- áætlun um varanlega vegagerð. Hér fer á eftir bréf FÍB til stjórnmálaflokka og svör þeirra: Islenska vegakerfið hið frumstæðasta í V-Evrópu „Félag íslenskra bifreiðaeig- enda (FIB) minnir enn á ný á það ófremdarástand sem ríkir hér í vegamálum. Vegakerfi á íslandi er það frumstæðasta í allri Vestur- Evrópu og aðeins fá lönd í Afríku hafa lélegra vegakerfi. Þetta verð- ur þeim mun alvarlegra sem bílum fjölgar í landinu og samgöngur verða ríkari þáttur í félagslegum samskiptum landsmanna og efna- hagskerfi. Hlutfallsleg bílaeign landsmanna mun hin mesta í heimi, að Norður-Ameríku einni undanskilinni. Ástand vegakerfisins torveldar samskipti íbúanna, hindrar eðli- lega nýtingu landsgæða, veldur gífurlegri sóun, vegna ótímabærs slits á bifreiðum, og orsakar óeðli- lega háan flutnings- og samgöngu- kostnað. Viðhaldskostnaður fjöl- farinna malarvega er orðinn óhóf- legur. Skortur á vel akfærum veg- um er hemill á eðlilega byggða- þróun og hagkvæma uppbyggingu atvinnulífsins í landinu. Kostnaður við rekstur bifreiða verður óbærilega hár og leggst beint á hverja fjölskyldu. Meðal- bílaeign landsmanna er rúmlega 1 bíll á 3ja manna fjölskyldu. Það fé sem meðalfjölskylda ver til rekst- urs bifreiða og ferðalaga innan- Svar Alþýðubandalags: 1. „Alþýðubandalagið mun vinna að vegamálum, þ.m.t. lagningu bundins slitlags, í samræmi við tillögu til þingsályktunar um langtímaáætlun í vegagerð, sem endurflutt var á síðasta þingi. Þar er gert ráð fyrir, að á árinu 1983 skuli 2,2% af vergri þjóðarframleiðslu varið til vegagerðar. Árið 1984 hækki þetta í 2,3%, en verði síðan út áætlunarfimann 2,4%. 2. Samkvæmt fyrrnefndri áætlun er ráð fyrir gert að bundið slit- lag í árslok 1986 verði u.þ.b. 1140 km, en er nú u.þ.b. 650 km. 3. Að óbreyttum þjóðhagsforsend- um treysti ég mér ekki til að gefa fyrirheit um hærri fram- lög til vegamála. Svar Framsóknar flokks: „Eins og kunnugt er, hefur sam- gönguráðherra, Steingrímur Her- mannsson, beitt sér fyrir stór- auknum framkvæmdum í vega- málum á undanförnum árum. Kemur það meðal annars fram í þeirri langtímaáætlun, sem hann hefur lagt fyrir Alþingi og er í raun unnið eftir. Á 10 árum fram til 1980 var fjármagn til vegamála að meðal- tali um 1,8% af þjóðarframleiðslu. í samræmi við langtímaáætlun í vegagerð hefur það nú verið aukið i 2,2% og er gert ráð fyrir því, að það verði enn aukið á næstu árum í 2,4% þjóðarframleiðslu. Framsóknarflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja á það ríka áherslu, að staðið verði við langtímaáætlun i vegagerð. Með lands er mun meiri en allur hús- næðiskostnaður hennar. Betri veg- ir á fjölförnum leiðum er ein besta kjarabót, sem samfélagið getur veitt þegnum sínum. Undanfarin 3 ár hefur verið gert myndarlegt átak í lagningu bundins slitlags á fjölfarna vegi og þannig hefur fólki alls staðar á landinu verið gefinn kostur á að kynnast þeim mikla mun, sem er á því að ferðast á sléttum, ryklaus- um vegi, samanborið við að hrist- ast áfram á holóttum, rykugum og sóðalegum malarvegum. En betur má ef duga skal í vega- málum á fslandi. Með hliðsjón af ofansögðu legg- ur Félag íslenskra bifreiðaeigenda eftirfarandi spurningar fyrir hvern þeirra stjórnmálaflokka eða samtaka, sem bjóða fram til Al- þingis í næstu kosningum: 1. Mun flokkurinn beita sér fyrir því að lagt verði bundið slitlag á 200—230 km á ári, af fjölförn- um þjóðvegum landsins, næstu 4 ár? 2. Ef svo er, hverja af neðantöld- um leiðum mun flokkurinn eða samtökin nota til að tryggja nægilegt fjármagn til nefndra framkvæmda: a) Nýting hærra hlutfalls, en nú er notað, af sköttum bifreiða og rekstrarvörum þeirra til vegamála. b) Fé úr byggðasjóði. c) Lánsfé. d) Álagning nýrra skatta (t.d. þungaskatts). „FÍB óskar heiðraðs svars yð- ar.“ 4. Alþýðubandalagið telur, að all- ar þær leiðir sem nefndar eru undir lið 2 í bréfi FÍB komi til greina til að tryggja fjármagn til framkvæmda í vegamálum." Svar Alþýðuflokks: 1. „Alþýðuflokkurinn vill, að unn- ið verði samkvæmt þeirri lang- tímaáætlun í vegagerð, sem lögð var fram á Alþingi í vetur. Það er skoðun Alþýðuflokksins, að gerð þjóðvega með bundnu slitlagi, er tengi byggðir lands- ins, sé einhver arðbærasta fjár- festing sem völ er á. 2. Það er skoðun Alþýðuflokksins, að nýta beri allar þær fjáröfl- unarleiðir, sem nefndar eru í bréfi yðar, þ.e.a.s. að nýta hærra hlutfall en nú er af tekj- um ríkissjóðs, af sköttum bif- reiða og rekstaravörum t.d. bensíni og olíu, fé úr Byggða- sjóði, lánsfé og þann þunga- skatt, sem fjallað var um á Al- þingi undir þinglok í vor, enda sé skýrt og skilmerkilega bund- ið í lögum, að það fé sem aflast með þeim hætti, fari eingöngu til vegamála og einskis annars." Svar Bandalags jafnaðarmanna: „Bandalag jafnaðarmanna legg- ur áherslu á, að vegamál og bætt- ar samgöngur eru skynsamleg fjárfesting og skynsmleg byggða- stefna. Hins vegar viljum við ekki svara í smáatriðum spurningum eins og þær eru fram settar, enda eru menn þá fljótlega farnir að lofa hér og lofa þar meiru en þeir geta með skynsamlegu móti staðið við.“ tilvísun til þess sem að framan er sagt fara hér á eftir svör við spurningum yðar: 1. Samkvæmt langtímaáætlun er gert ráð fyrir að leggja u.þ.b. 150 km af bundnu slitlagi á ári. Jafnframt er gert ráð fyrir því að um 20 af hundraði fjár- magnsins sé óráðstafað. Hluta af þvi yrði vafalaust ráðstafað í bundið slitlag, þannig að það gæti nálgast 200 km á ári, a.m.k. sum árin. 2. Allar þær leiðir sem greindar eru í spurningu yðar, koma til greina, en þó álagning nýrra skatta aðeins í því tilviki að um tilfærslu frá ríkissjóði í vega- sjóð sé að ræða, þ.e.a.s. að aðrir skattar sem nú renna í ríkissjóð verði lækkaðir á móti, þannig að ekki verði um auknar álögur á bifreiðaeigendur að ræða. Framsóknarflokkurinn hefur ætíð talið fjárfestingu í vegum eina þá arðbærustu, sem við eigum kost á. Hin mikla bif- reiðaeign landsmanna krefst þess að undanbragðalaust verði haldið áfram á þeirri braut, sem nú hefur verið mörkuð undir forystu núverandi sam- gönguráðherra." Svar Sjálfstæðisflokks „Á Alþingi 1980 fluttu þing- menn Sjálfstæðisflokksins þings- ályktunartillögu um vegagerð. 1 þessari þingsályktun var gert ráð fyrir því að samin yrði sérstök ný vegaáætlun til 12 ára um lagningu hringvegar og vega til allra þétt- býlisstaða í landinu með bundnu slitlagi svo og fjölförnustu dreif- býlisvega. Áfangaskipting þessarar fram- kvæmdar var hugsuð þannig: 1. áfangi, árið 1981—1984, þá átti að leggja 1.201 km að vegum með bundnu slitlagi. í 2. áfanga, 1985—1988, átti að leggja 1.150 km og í 3. áfanga, 1989—1992, átti að ljúka átaki með því að leggja 1.075 km. Alls var hér um að ræða 3.426 km af bundnu slitlagi. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins 1981 var lýst yfir fyllsta stuðn- ingi við þessa þingsályktunartil- lögu. Hefði þingsályktunartillaga sjálfstæðismanna verið samþykkt og vegaáætlun gerð í samræmi við hana, hefðu að meðaltali verið lagðir 300 km af bundnu slitlagi á vegi landsins allt frá árinu 1981. Á sama þingi og sjálfstæðis- menn fluttu sína tillögu flutti rík- isstjórnin tillögu um langtíma- áætlun í vegagerð. Sú tillaga gekk mun skemmra. í þeirri tillögu var gert ráð fyrir að 2% af þjóðar- framleiðslu skyldi varið til vega- mála, en þó 2,1% fyrstu 6 árin. Skv. mati Vegagerðar ríkisins þýddi tillaga þingflokks Sjálf- stæðisflokksins að 2,5% —2,6% af þjóðarframleiðslu yrði varið til vegagerðar á 12 ára tímabilinu og myndi það hafa aukið nýfram- kvæmdir um 40—50% frá því sem reiknað var með í tillögu ríkis- stjórnarinnar. Samkomulag náðist um tillögu sem fór bil beggja að frumkvæði fjárveitinganefndar. Alþingi sam- þykkti þá millileið fjárveitinga- nefndar og átti hún fyrst að koma til framkvæmda í ár, en við hana verður ekki staðið þrátt fyrir nýj- an skatt, sem gert er ráð fyrir að lagður verði á allar bifreiðir í landinu og gefa á rúmar 100 millj. kr. í tekjur fyrir vegasjóð. í þings- ályktunartillögu sjálfstæð- ismanna er gert ráð fyrir að vega- framkvæmdir skv. henni verði fjármagnaðar á eftirfarandi hátt: 1. Úr vegasjóði. 2. Úr byggðasjóði. 3. Með innlendu happdrættisláni. 4. Af innflutningsgjöldum bif- reiða. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið fylgjandi álagningu nýrra skatta til vegagerðarmála, en hefur ítrekað ályktað, m.a. á landsfundi 1981, að þær tekjur sem ríkið fái af bifreiðaeignaum- ferð verði látnar renna óskiptar til vegagerðar meðan vegakerfinu er komið í viðunandi horf.“ Ekki í samræmi við stefnu flokkanna „Sú fyrirætlun að leggja aðeins 100 km af bundnu slitiagi í ár, virðist ekki í samræmi við vilja stjórnmálaflokka og enn síður kjósenda. Brýn nauðsyn er því, að áætlun um bundið slitlag á vegi í ár, verði hækkað í 150 km og er slíkt raunar neðan lágmarks, þar sem þörf þjóðarinnar kallar á um eða yfir 200 km á ári. í stefnuskrá eins framboðs- flokks til síðustu Alþingiskosn- inga segir svo um vegamál: „Greiðar samgöngur eru forsend- ur öfiugs atvinnulífs og blómlegr- ar byggðar í landinu." Þetta eru orð að sönnu. Stórstígar og skjót- ar framfarir í vegamálum eru al- gjör forsenda þess að hægt sé að reisa við atvinnuvegi og efna- hagslíf. Flaumur glæstra loforða um að skapa blómlegt efnahags- og mannlíf á næsta kjörtímabili verður algjört hjóm, ef ekki er tekið tillit til þessara staðreynda. Gerð varanlegra vega með bundnu slitlagi á fjölförnum leiðum er ein arðbærasta fjárfesting sem völ er á hér á landi. Þetta eru atriði sem bifreiðaeigendur og landsmenn allir þurfa raunar að festa sér í minni og athuga sérstaklega þegar alþingiskosningar eru i undirbún- ingi.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.