Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 10
Eiríkur Valsson, ritstjóri Þórhildar, Sigþrúður Karlsdóttir, Guðrún Eiríksdóttir og óttar Óttarsson, formaður íslendingafélagsins. Fjölþætt hátíðahöld í Kaupmannahöfn 17. júní Jón.shúsi, 19. júní. ardagsins stóðu hér í 4 daga, ef svo má að orði komast. Fyrst var dans- leikur 16. júní í Saltlageret, salt- geymslunni gömlu, sem nú er not- uð fyrir dans og hljómleikahald. Þar komu fram hljómsveitirnar Skratsch og Objekt, ásamt nokkr- um skemmtikröftum öðrum, þ.á m. Bubba Morthens, Herði Torfasyni og leikhópnum Kraka, en kynnir var Rúnar Guðbrandsson. Sóttu um 300 manns samkomuna, flestir íslendingar, og gátu keypt flat- brauð með hangikjöti og Prins Póló að vild! Á sjálfan þjóðhátíðardaginn var fáni dreginn að húni á öllum þremur fánastöngum Jónshúss. Komu á annað hundrað manns hingað í félagsheimilið og drukku þjóðhátíðarkaffi með rjómapönnukökum, og mjög margir þeirra skoðuðu einnig safn Jóns Sigurðssonar, sem var mjög við hæfi þennan dag. Um kvöldið var farið á Amager- strönd. Var þar grillað og snætt úti í blíðskaparveðri, sungið og leikið í næði lengi kvölds. Sá fs- iendingafélagið um undirbúning, sem og næsta dag. Aðalhátíðin var svo í garðin- um hér á móti, Östre Anlæg, við Listasafn ríkisins um miðja dag laugardaginn 18. júni. Þar ávarpaði formaður fslendingafé- lagsins, Óttar Ottósson sam- komugesti, sem sátu í grasinu í steikjandi sólarhita, og Einar Ágústsson sendiherra flutti snjalla hátíðarræðu. Þá var MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Einar Ágústsson sendiherra flytur hátíðarræóu. sungið og farið í leiki, en margt var þarna af yngstu kynslóðinni. Að lokum var gengið fylktu liði í Jónshús, þar sem aftur blöktu fánar við hún, og var þar sam- einast í kraftmiklum söng við undirleik Estherar Hjartar- dóttur. Á sunnudag 19. júní var guðs- þjónusta í St. Pálskirkju, þar sem prestur fslendinga í Höfn lagði út af stefi síra Mattíasar um íslands þúsund ár. Eftir messuna hittust landar enn í Jónshúsi, hinum vinsæla sam- fundarstað í Borginni við Sund- ið. G.L. Ásg. Vfsindasjóður 1983: 103 styrkveitingar STYRKVEITINGAR Vísindasjóðs fyrir árið 1983 urðu 103 talsins og samanlögð fjárhæð þeirra er 10.823.000 krónur. Þetta er 26. út- hlutun úr sjóðnum og segir í fréttatilkynn- ingu, að eins og áður hafi heildarfjárhæð um- sókna verið miklu hærri en það fé, sem til ráðstöfunar var, og því hafi orðið að synja mörgum umsækjendum og veita öðrum lægri fjárhæðir en æskilegt hefði verið. Kaunvísindadeild Stjórn Raunvísindadeildar skipa þessir menn: Eyþór Einarsson grasafræðingur formaður, Örnólfur Thorlacius rektor varaformaður, Bragi Árnason efnafræð- ingur, Gunnar Ólafsson náttúrufræðingur, Kristján Sæmundsson jarðfræðingur og Margrét Guðnadóttir læknir. Varamenn eru: Þorbjörn Karlsson verk- fræðingur, Sigfús Schopka fiskifræðingur, Svend Aage Malmberg haffræðingur og Gunnar Sigurðsson læknir. Ritari Raunvísindadeildar er Sveinn Ingvarsson konrektor. Alls veitti Raunvísindadeild að þessu sinni 62 styrki að fjárhæð samtals kr. 7.723.000, en árið 1982 veitti deildin 54 styrki að fjárhæð samtals kr. 3.527.000. Skrá um veitta styrki og viðfangsefni 1983 01 Aðalsteinn Sigurðsson fiskifr., Erlingur Hauksson líffræðingur og Karl Gunn- arsson þörungafræðingur 125.000 Þróun lífríkis á hörðum botni við Surts- ey- 02 Ágúst Guðmundsson jarðfr. 175.000 Aflfræði kvikuhólfa. ganga og sprungna. 03 Efnafræðistofa RHI 40.000 Litrófsgreining orkuríkra sameinda. Ábm. Ágúst Kvaran. 04 Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins 80.000 Flúor í íslenskum matvælum. Ábm. Alda Möller. 05 Árni Hjartarson jarðfræðingur 25.000 Aldursgreiningar á skeljum. 06 Árni V. Þórsson læknir 105.000 Somatomedin og vöxtur fósturs. 07 Atli Dagbjartsson læknir 40.000 Rannsóknir á ærfóstrum. 08 Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum 100.000 Athugun á selenmagni og glútatíon per- oxídasavirkni í blóði. Ábm. Baldur Símonarson og Þorsteinn Þorsteinss. 09 Efnafræðistofa RHÍ 150.000 Áhrif somatostatins á metyleringu frumupróteina. Ábm. Bjarni Ásgeirsson. 10 Bjartmar Sveinbjörnsson grasafr. 75.000 Áhrif vatnsskorts á vöxt og vaxtarferla birkis. 11 Blóðbankinn v/ Barónsstíg 120.000 Erfðaþættir heilablæðinga. Ábm. Ólafur Jensson. 12 Eðlisfræðifélag íslands 30.000 Orðaskrá um eðlisfræði og stjörnufræði. Ábm. Þorsteinn Vilhjálmsson. 13 Líffræðistofnun Háskóla íslands 40.000 Rafdráttur próteina úr silungi í Þing- vallavatni. Ábm. Einar Árnason. 14 Eiríkur Jensson líffræðingur 50.000 Sveppir á íslensku birki. 15 Geisladeild Landspítalans 30.000 Krabbamein í barka á íslandi 1978—82. Ábm. Þórarinn Sveinsson. 16 Augndeild Landakotsspítala 115.000 Tíðni hægfara gláku á Islandi og notkun glákulyfja. Ábm. Guðmundur Björnsson. 17 Tilraunastöð Háskólans í meinafræði, Keldum 236.000 Rannsóknir á visnu og riðu. Tækjakaup. Ábm. Guðmundur Georgsson. 18 Lyflækningadeild Landspítalans 150.000 Stjórn prostacylinframleiðsiu æðaþels. Ábm. Guðmundur Þorgeirsson. 19 Gunnar Steinn Jónsson líffr. 150.000 Ljósaðlögun hjá botnþörungum í Þing- vallavatni. 20 Félag um innkirtlafræði 40.000 Ofstarfsemi skjaldkirtils á íslandi. Ábm. Gunnar Sigurðsson. 21 Göngudeild sykursjúkra 80.000 Orsakir insúlínháðrar sykursýki. Ábm. Þórir Helgason. 22 Hafnamálastofnun ríkisins 250.000 Hreyfingar skipa í höfnum. Ábm. Gísli Viggósson. 23 Eðlisfræðistofa RHÍ 190.000 Segulvirkni málma við lágt hitastig. Ábm. Hans Kr. Guðmundsson. 24 Helgi Kristbjarnarson læknir 90.000 Kalíumstraumar í taugahimnu. 25 Hermann Þórisson stærðfr. 125.000 Endurnýjunarferli og dreifingartenging. 26 Iðntæknistofnun Islands 280.000 Syntetískir zeolítar. Tækjakaup. Ábm. Guðmundur Gunnarsson og Gylfi Einarsson. 27 Rannsóknast. HÍ í lífeðlisfræði 85.000 Áhættuþættir hjarta- og æðasjúkdóma. Samanburður á börnum og unglingum i dreifbýli og þéttbýli. Ábm. Jón G. óskarsson. 28 Krabbameinsfélag Islands 270.000 Forstigsbreytingar leghálskrabbameins. Ábm. Gunnlaugur Geirsson. 29 Jarðfræðistofa RHÍ 100.000 K/ Ar aldursákvarðanir á íslensku bergi. Ábm. Kristinn J. Albertsson. 30 Kristján Kristjánsson og Snorri Bald- ursson líffræðingar 100.000 Skordýrafrævun hjá ísl. háplöntum. 31 Líffræðistofnun HÍ 60.000 Samband stofnstærðar við fæðu og at- ferli húsandar. Ábm. Arnþór Garðarsson. 32 Líffræðistofnun HÍ 60.000 Útbreiðslukort íslenskra háplantna. Ábm. Hörður Kristinsson. 33 Rannsóknastofa HÍ í lyfjafræði 130.000 Hrifspenna og samdráttur i mismun- andi gerðum rákóttra vöðva. Tækja- kaup. Ábm. Magnús Jóhannsson. 34 Norræna eldfjallastöðin 100.000 Dyngjufjöll og Askja. Jarðskorpuhreyf- ingar, jarðfræði og bergfræði. Ábm. Guðmundur Sigvaldason. 35 Norræna eldfjallastöðin 75.000 Jarðskorpuhreyfingar við Heklu. Ábm. Guðmundur Sigvaldason. 36 Ólafur Grímur Björnsson læknir 140.000 Áhrif somatostatins, glucagons og insúl- íns á fituefnaskipti lifrarfruma. 37 Verkfræðistofnun HÍ 250.000 Áhrif vinds og haföldu á mannvirki. Ábm. Ragnar Sigbjörnsson. 38 Rannsóknast. byggingariðnaðarins 100.000 Loftræsti- og hitakerfi húsa. Tækja- kaup. Ábm. Guðni Jóhannesson. 39 Rannsóknast. landbúnaðarins 100.000 Litningarannsóknir á sauðfé. Ábm. Stefán Aðalsteinsson. 40 Rannsóknast. landbúnaðarins 150.000 Sveppir í jarðvegi og gróðri og hugsan- leg áhrif þeirra á þrif sauðfjár. Ábm. Sigurgeir Ólafsson og ólafur Guð- mundsson. 41 Rannsóknast. fiskiðnaðarins 190.000 Fóðurgerð og geymsluþolsathuganir á fóðurblöndum úr innlendum hráefnum. Ábm. Sigurjón Arason. 42 Jarðfræðistofa RHf 50.000 Jarðlög frá ísaldarlokum og nútíma í Melasveit og neðanverðum Borgarfirði. Ábm. Þorleifur Einarsson. 43 Jarðfræðistofa RHÍ 150.000 Vetnis-, kolefnis- og heliumsamsætur í jarðhitagasi. Ábm. Stefán Arnórsson. 44 Reynir Tómas Geirsson læknir 120.000 Rúmmálsmælingar á burði með sónar- tækni. 45 Ræktunarfélag Norðurlands 60.000 Útbreiðsla blaðblettasveppa á grösum norðanlands. Ábm. Þórarinn Lárusson. 46 Sigurbjörn Einarsson jarðvegsfr. 180.000 Jarðvegsrannsóknir á Hallormsstað. 47 Sigurður Guðmundsson læknir 140.000 Fúkalyfjaskammtar og eftirverkun lyfj- anna. 48 Sigurður S. Snorrason líffræðingur o.fl. 200.000 Rannsóknir á bleikju í Þingvallavatni. 49 Skógrækt ríkisins 280.000 Skordýr í görðum og skóglendi og skemmdir af þeirra völdum. Ábm. Jón Gunnar Ottósson. 50 Rannsóknast. Hl í lífeðlisfræði 150.000 Stjórnkerfi í vöðvum æðaveggja. Ábm. Stefán B. Sigurðsson. 51 Tilraunastöð Háskolans í meinafræði, Keldum 140.000 Rannsóknir á æxlunarfærum íslenskra kúa eftir burð. Ábm. Þorsteinn ólafsson. 52 Unnsteinn Stefánsson og

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.