Morgunblaðið - 29.06.1983, Síða 2
50
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983
Ljfem. VK.
Sigurvegari í B-flokki hjá Sleipni, Flejgar frá Kirkjwb«e, knapi er Olil Amble.
Ljóom.: Jón Steingrfnunon.
Hylling frá Stóra-Hofí sigradi í A-flokki hjá Herói. Knapi Aöalsteinn Aöal-
steinsson.
Frá hestamótunum
að Arnarhamri
og Murneyrum
UM SÍÐUSTU helgi var haldið
mikið af hestamótum víða um
land. Að sjálfsögðu er ekki hægt
að gera þeim öllum skil, en blaða-
raaður brá sér á tvö þeirra. Á laug-
ardag héldu Harðarmenn sitt mót
á Arnarhamri og var það eins dags
mót. Hestamannafélögin Sleipnir
og Sraári voru hinsvegar með
tveggja daga mót að Murneyrum.
Miklar rigningar í síðustu viku
settu greinilega mark sitt á vellina
og mótssvæðin og var hlaupa-
brautin á Arnarhamri eitt forar-
svað, þannig að ekki náðist góður
tírni þar. Á Murneyrum var
ástandið ekki eins slæmt og á
sunnudag var veður hið besta
þannig að völlurinn náði að þorna
og var orðinn þokkalegur. Allgóð-
ur tírai náðist í flestum greinum
kappreiða á Murneyrum og bar
þar hæst árangur Villings í 250
metra skeiði, 22,4 sek.
í A-flokki gæðinga hjá Sleipni
sigraði Perla 4505, eigandi og
knapi Hafsteinn Steindórsson,
einkunn 8,12. Fleygur sigraði í
B-flokki með einkunnina 8,33, en
eigandi hans er Davíð Guð-
mundsson, en knapi var Olil
Amble. Af unglingum 12 ára og
yngri varð hlutskarpastur Steinn
Skúlason sem keppti á Hlýju og
hlaut í einkunn 8,70. í unglinga-
keppni 13—15 ára sigraði Valgerð-
ur Gunnarsdóttir á Flaum með
8,60 í einkunn. Riddarabikarinn
sem veittur er fyrir snyrtilegan
klæðaburð og góða reiðmennsku
hlaut Birgir Guðmundsson.
Hjá Smára sigraði í A-flokki
Fríða 5111, eigandi Valgerður
Auðunsdóttir, en knapi var Jón
Vigfússon með 7,88 í einkunn. I
B-flokki sigraði Háfeti, eigandi og
knapi Þorvaldur Kristinsson með
einkunnina 7,99. í unglingakeppni
yngra flokks sigraði Kristrún
Þorkelsdóttir á Mósa með 8,20. í
eldra flokki sigraði Anna B. Sig-
fúsdóttir á Hálegg með 8,59 í ein-
kunn. Sveinsmerki Smára hlaut að
þessu sinni Sigfús Guðmundsson,
en það er veitt fyrir prúðmannlega
framkomu og góða reiðmennsku.
Blesabikarinn sem veittur er fyrir
besta tíma í 250 metra skeiði hlaut
Blesi Þorvaldar Kristinssonar sem
hann einnig sat. Bikar þessi er að-
eins veittur hestum frá Smára og
Sleipni.
í 150 metra skeiði sigraði Ása-
þór á 15,3 sek., eigandi Fríða
Steinarsdóttir, en knapi var Aðal-
steinn Aðalsteinsson. Villingur
sigraði eins og áður sagði í 250
metrunum á 22,4 sek. Eigandi
hans er Hörður G. Albertsson, en
knapi var Aðalsteinn Aðalsteins-
son. Léttir sigraði í 250 metra
hlaupi unghrossa á 18,6 sek., eig-
andi er Guðbjörg Þorvaldsdóttir,
en knapi var Sigurlaug Anna Auð-
unsdóttir. í 350 metra stökki sigr-
aði nú sem oft áður Spóla á 24,9
sek., eigandi hennar er Hörður Þ.
Harðarson, og sat hann hryssuna
sjálfur. Átta hundruð metrana
sigraði Brjánn á 64,9 sek., en eig-
andi hans er Skírnir Snorrason, en
knapi var Hinrik Bragason. í
brokkinu var það svo Moldi sem
bestum tíma náði, 41,5 sek. Eig-
andi er Orri Snorrason og var
hann einnig knapi.
Hjá hestamannafélaginu Herði
sigraði í A-flokki Hylling Mar-
grétar Magnúsdóttur. Knapi á
Hyllingu var Aðalsteinn Áðal-
steinsson. I B-flokki sigraði
Bjarmi Lárusar Sigmundssonar
sem einnig sat hestinn. í ungl-
ingakeppni yngra flokks sigraði
Svava Leifsdóttir á Lýsing. í eldra
flokki sigraði svo María Magnús-
dóttir á Tígli. Veitt eru verðlaun
fyrir unghross í tamningu og
hlaut þau að þessu sinni Tobbi
sem Kristján Kristjánsson á og
sat. Knapaverðlaun hlaut Valdi-
mar Kristinsson.
Fjórðungsmót á Melgerðismelum:
Gæðingakeppnin tölvuvædd
Það hefur vafalaust ekki farið
fram hjá neinum að dagana 30. júní
til 3. júlí, verður haldið fjórðungs-
mót að Melgerðismelum í Eyjafirði.
Milli landsmóta eru fjórðungsmótin
mestu viðburðir í hestamennskunni
hérlendis.
Fyrir skömmu var blaða-
mönnum boðið norður að skoða
aðstöðuna, en miklar framkvæmd-
ir hafa átt sér stað á mótssvæðinu
að undanförnu. Segja má að að-
staðan verði mjög góð, þegar mót-
ið byrjar, en þegar blaðamann bar
að garði var allt í fullum gangi. Á
staðnum er hús sem byggt var
fyrir fjórðungsmótið 1976 og hefur
það nú verið stækkað. í þessu húsi
er stór veitingasalur, eldhús,
sjoppa, skrifstofa og snyrting.
Mótsvæðið sjálft er mjög vel úr
garði gert af náttúrunnar hendi,
en auk þess hefur mannshöndin
komið þar nærri, þannig að í dag
eru Melgerðismelar eitt besta
mótssvæði landsins. Byggður hef-
ur verið 300 metra hringvöllur og
sunnan við hann er 200 metra völl-
ur. Austan við þessa tvö velli er
svo kappreiðabrautin. Vestan við
vallarsvæðið er áhorfendabrekkan
gerð af náttúrunnar hendi, ein sú
besta á landinu og ætti hún að
rúma hátt í tíu þúsund manns.
Skammt frá er svo völlur, þar sem
kynbótahross verða dæmd og er
búið að ýta upp og tyrfa góð áhorf-
endastæði við völlinn. Venjulega
hefur það verið svo á fjórðungs-
eða landsmótum að kynbótadómar
hafa verið framkvæmdir á afvikn-
um stað þar sem lítil eða engin
aðstaða hefur verið fyrir áhorf-
endur. Á þessum sama stað er svo
varavöllur fyrir kappreiðar ef svo
ólíklega vildi til að Eyja-
fjarðará færi að flæða yfir bakka
sína, en hún rennur framhjá
mótssvæðinu að austanverðu.
Fullyrða má að þetta sé eini stað-
urinn á landinu, þar sem til staðar
eru tvær góðar áttahundruð metra
brautir. Veglegt stóðhestahús er
til staðar og rúmar það um tutt-
ugu og átta hesta, en þar sem
stóðhestar á mótinu verða aðeins
7 er ekki ósennilegt að mönnum
verði leyft að hýsa geldinga einn-
ig, en vafasamt er að hryssur fái
aðgang. Vel verður búið að keppn-
is- og ferðahestum og góð aðstaða
til að ná hrossunum. Einnig er
vert að minnast á gistiaðstöðu
sem boðið verður upp á að heima-
vistarskóianum á Hrafnagili. Eru
þar leigð út herbergi með um sjö-
tíu rúmum alls og auk þess er þar
ótakmarkað svefnpokapláss.
Sundlaug er á staðnum og hita-
pottur. Að sjálfsögðu eru svo
tjaldstæði á sjálfu mótssvæðinu.
Hestar
Valdimar Kristinsson
Margt til skemmtunar
Mótsgestum til skemmtunar
verður boðið upp á kvöldvökur
bæði föstudags og laugardags-
kvöld og fullyrti Gunnar Egilsson,
formaður framkvæmdanefndar
mótsins, að það yrðu góðar kvöld-
vökur og ekki sama efni á báðum
kvöldvökum. Dansleikir verða í
nágrenninu, á Sólgarði leikur
hljómsveit Geirmundar fyrir
dansi, en í Laugaborg verða það
hinir síungu Gautar sem spila. Á
mótssvæðinu verður slegið upp
tveim stórum tjöldum og verður
mötuneyti fyrir starfsmenn móts-
ins í öðru en hinu verður nýlendu-
vöruverslun og ef til vill reiðtygja-
verslun. í ráði var að hafa leikvöll
fyrir börn með rólum, rennibraut-
um og tilheyrandi skammt frá
áhorfendabrekkunni, þannig að
foreldrar geti fylgst með sýn-
ingaratriðum og börnum samtím-
is.
Tæknin lætur engan f friði og
nú mun ákveðið að nota tölvur við
útreikning á einkunum gæðinga
og birtist það jafnharðan á sjón-
varpsskermum sem verða stað-
settir í áhorfendabrekkunni og
verða jafnframt einkunnir sextán
efstu hestanna stöðugt á skjánum.
Með þessu móti geta áhorfendur
fylgst betur með gangi mála án
þess að standa í miklum reikningi.
Vafalaust hleypir þetta meiri
spennu í keppnina en ella. Er
þetta skemmtileg tilraun sem
sjálfsagt skilar góðum árangri.
Tveir stóðhestar sýndir
með afkvæmum
{ gæðingakeppninni taka þátt
milli 40 og 50 hestar og er þar á
meðal margir af fremstu hestum
landsins. Tveir stóðhestar verða
sýndir með afkvæmum, þeir Há-
feti 804 frá Krossanesi og Sleipnir
frá Ásgeirsbrekku, en til þess að
sleppa inn á mótið þurftu þeir að
ná 1. verðlaunaeinkunn fyrir af-
kvæmi sín. Tvær hryssur verða
sýndar með afkvæmum. Fimm
stóðhestar verða sýndir sem ein-
staklingar og milli 40 og 50 hryss-
ur. í kappreiðum er all þokkaleg
þátttaka, en þó kváðust þeir norð-
anmenn gjarnan vilja betri þátt-
töku í skeiðinu. Þess má geta að fá
hross koma að sunnan í kappreið-
arnar. Ástæðan fyrir því mun
vera sú að dýrt er að flytja hross
þangað norður og svo hitt að
stórmót verður haldið í Reykjavík
helgina eftir fjórðungsmótið og
taka menn það greinilega fram yf-
ir.
Að síðustu má svo geta þess að á
laugardag klukkan 19 verður hald-
ið uppboð á vel ættuðum folöldum
og er það fjáröflunarnefnd EM
sem stendur að þvf. Er þetta í ann-
að sinn sem slíkt uppboð er haldið
en fyrst var það gert á Hellu
skömmu fyrir Evrópumótið 1981.
Kunnir hrossaræktarmenn leggja
til folöld í þetta og fá þeir helming
af söluverði, en hinn helmingur
rennur í EM-sjóð. Með þessu móti
fá eigendur folaldanna góðan pen-
ing og auglýsingu, landsliðið pen-
ing í sinn sjóð og hæstbjóðandi
fær upprennandi gæðingsefni.
Framkvæmdanefndarmenn
mótsins kváðust aðspurðir búast
við að áhorfendur yrðu á bilinu
þrjú til fimm þúsund. Án efa má
búast við góðu móti þarna á Mel-
gerðismelum því aðstaðan er
fyrsta flokks og sérstaklega góð
fyrir fólk með börn. Veðrið bregst
sjaldan hjá eyfirðingum og nú bíð-
ur maður bara spenntur.
Séð yfir aðalmótssvæóið. Hægra megin er tvö hundruð metra völlurinn, en
fjær á myndinni sést þrjú hundruð metra völlurinn, sem ekki var fullgerður
þegar myndin er tekin.
Ekki verður annað séð en framkvæmdanefndarmennirnir séu ánægðir með
fyrsta pallinn sem steyptur er sérstaklega til að mæla kynbótahrossin á. Þeir
eru frá vinstri: Ævar Hjartarson, framkvæmdastjóri mótsins, Rafn Arn-
björnsson, mótsstjóri, Stefán Bjarnason og Gunnar Egilsson, formaður fram-
kvæmdanefndar.