Morgunblaðið - 29.06.1983, Side 23

Morgunblaðið - 29.06.1983, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 71 til samanburðar var hann óhagstæður um liðlega 778,9 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þar hefur því orðið um- talsverður bati milli ára. Ef litið er á tölur fyrir maí- mánuð, kemur í ljós, að verð- mæti útflutnings var liðlega 1.246,7 milljónir króna, en var um 693,8 milljónir króna í maí á sl. ári. Verðmætaaukningin milli ára er því 79,7%. Verðmæti innflutnings í maímánuði sl. var liðlega 1.435,5 milljónir króna, en var til samanburðar um 825,26 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er um 73,9%. Af þessum tölum er ennfremur ljóst, að vöruskiptajöfnuður- inn var óhagstæður um 188,75 milljónir króna í maímánuði, en til samanburðar var hann óhagstæður um 131,5 milljónir króna á sama tíma í fyrra. í útflutningi fyrstu fimm mánuðina ber mest á útflutn- ingi ÍSAL, en verðmæti hans var liðlega 1.104 milljónir króna, borið saman við tæp- lega 359,2 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Verðmæta- aukningin milli ára er því um 207,4%. í innflutningi ber ennfrem- ur mest á innflutningi til ÍSAL, _ en verðmæti hans fyrstu fimm mánuði ársins var um 546,2 milljónir króna, borið saman við 139,7 milljón- ir króna á sama tíma í fyrra. Verðmætaaukningin milli ára er liðlega 291%. Flugleiðir opna vöru- afgreiðslu í Hafnarfirði „ÞAÐ var mál manna, aö nauö- synlegt væri aö auka þjónustu fé- lagsins viö innflytjendur í umdæmi bæjarfógetans í Hafnarfirði og því var tekin ákvörðun ura aö opna vöruafgreiðslu þar í bæ,“ sagði Sæmundur (iuövinsson, frétta- fulltrúi Flugleiða, í samtali viö Mbl. „Við erum fullvissir um að þessi breyting verði til hagræðis fyrir viðskiptavini félagsins, sem er markmiðið," sagði Sæmundur ennfremur. Það kom fram hjá Sæmundi, að fyrirtækið Dvergur hf., sem er staðsett við Flatahraun 1 í Hafn- arfirði, myndi annast vöruaf- greiðsluna fyrir Flugleiðir. „Þeir sem vilja nýta sér þessa þjónustu eru beðnir að láta vita og verða vörurnar þá fluttar beint til Hafnarfjarðar til afgreiðslu þar. Afgreiðsla farmbréfa verður hins vegar áfram á aðalskrif- stofu félagsins á Reykja- víkurflugvelli," sagði Sæmundur Guðvinsson að síðustu. Þórarinn V. Þórarins- son aðstoðarfram- kvæmdastjóri Vinnu- veitendasambandsins I>ÓRARINN V. Þórarinsson lög- fræöingur hefur veriö ráöinn aö- stoöarframkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands fslands, en hann hefur undanfarin þrjú ár starfað sem lögfræöingur sam- bandsins. Þá hefur Barði Friðriksson tekið að sér starf lögmanns Vinnuveitendasambandsins og mun hann hafa yfirumsjón með öllum málflutningi á vegum sam- bandsins. Framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambandsins er Magnús Gunnarsson viðskiptafræðingur, en hann tók við starfi sínu í marzmánuði síðastliðnum. Spjall um útvarp og sjónvarp Hann batt sig við skorstein á leið á steftiu- mót við unnustu sína — eftir Ólaf Ormsson Sjónvarpið er með útsend- ingar í júlímánuði í fyrsta sinn frá því að útsendingar hófust fyrir sautján árum. Ekki er ósennilegt að íþróttir verði töluvert á dagskrá þar sem mikið er um að vera á íþrótta- sviðinu, innanlands sem utan. í hönd fara sumarleyfi hjá landsmönnum og sumir eru þegar komnir á sólbaðsstrend- ur úti í heimi fjarri rigning- unni hér heima á Fróni og er þá alveg eins líklegt að ýmis- legt fari fram hjá fólki af því efni sem ríkisfjölmiðlarnir bjóða uppá. Sá fjörkippur sem komin er í dagskrá útvarpsins og ég gat um í síðasta spjalli er enn við lýði og þykir mér dag- skrárdeild Ríkisútvarpsins hafa unnið gott starf undan- farnar vikur varðandi sumar- dagskrána og margir fróðlegir þættir og skemmtilegir að hefja göngu sína þessa dagana. Einn slíkur, „Ljóð og mann- líf“, í umsjá Einars Arnalds, var á dagskrá fimmtudaginn 16. iúní eftir síðari kvöldfrétt- ir. I þættinum var fjallað um árstíðirnar og valin ljóð til flutnings, þar sem ort er um fegurð vorsins, sumarsins,. haustsins og vetrarins sem er oft dimmur og kaldur en hefur þó sína töfra. Útvarpshlust- endur fengu að heyra ljóð eftir nokkur helstu skáld okkar á síðari árum, t.d. Tómas Guðmundsson, Snorra Hjartarson, Stefán frá Hvíta- dal, Matthías Johannessen, Stefán Hörð og Þorstein frá Hamri. Góður þáttur, hugljúf stund svona rétt fyrir svefninn og bæði tónlist og ljóð valin af smekkvísi og mér finnst ástæða til að vekja athygli á þessum þætti sem verður hálfsmánaðarlega á dagskrá í sumar. Dagskrá sjónvarpsins þjóð- hátíðardaginn 17. júní var ágæt. Hún hófst með þjóð- hátíðarávarpi forsætisráð- herra og í beinu framhaldi af því hófst skemmtiþáttur undir stjórn Valgeirs Guðjónssonar Stuðmanns sem bar nafnið „Fyrir mömmu". Valgeir kom þar fram í ýmsum gervum, fyrst sem kostulegur veður- fræðingur og síðar í hlutverki stangarstökkvara sem kom með Akraborginni ofan af Akranesi, klæddur íþróttabún- ingi með stöngina í hendi hljóp hann upp Laugaveginn, ein- beittur á svip að gatnamótum Laugavegar og Höfðatúns þar sem beið maður við gangbraut er fékk far með á stönginni inn í Laugardal þar sem stangar- stökkvarinn gerði misheppn- aða tilraun við íslandsmetið. Valgeir var frábær í hlutverki stangarstökkvarans og annar maður tengdur Stuðmönnum, Eggert Þorleifsson, var ekki A«é«r Eir Vilhjálmadóttir síðri í hlutverki skáta- foringjans og sló svo sannar- lega í gegn. Túlkun hans á skátaforingjanum var meiri- háttar afrek að mínu áliti. í göngulagi og háttum var skátaforingi Eggerts kostuleg týpa og atvinnuleikarar hefðu ekki gert betur. Myndir frá þjóðhátíðum fyrr á árum kitluðu hláturtaugarn- ar og ég hélt lengi vel að verið væri að sýna frá árshátíð þroskaheftra. „Fyrir mömmu" er einn besti íslenski skemmti- þátturinn sem sjónvarpið hef- ur boðið upp á frá upphafi og vonandi að Valgeir Guðjónsson verði fenginn til að stjórna fleiri þáttum. hann er mikill hæfileikamaður og ágætur húmoristi. Að loknum skemmtiþættin- um kom svo ágæt heimildar- kvikmynd um Helga Tómasson ballettdansara sem sagði frá sjálfum sér og list sinni. Helgi er í röð fremstu ballettdansara í heiminum í dag og ánægju- legt að fá að fylgjast með hon- um í þættinum á sviði í New York, Reykjavík og Moskvu þar sem hann hlaut silfurverðlaun í alþjóðlegri listdanskeppni ár- ið 1969. Með þrotlausum æfing- um og heilbrigðu líferni hefur Helgi Tómasson komist í fremstu röð ballettdansara og íslendingar hljóta að vera stoltir af þessum mikla lista- manni. Laugardagskvöldið 18. júní upp úr klukkan hálfátta hófst í útvarpinu þáttur sem heitir „Allt er ömurlegt í útvarpinu“ og mun hann verða á dagskrá vikulega í sumar. Þetta var þáttur númer tvö, fyrsta þátt heyrði ég ekki. Fyrir stjórn- anda vakir sjálfsagt að fjalla um útvarpsdagskrána í gam- ansömum tón en mér þykir Loftur Bylgjan Jónsson um- sjónarmaður þessa nýja út- varpsþáttar lítill húmoristi. I þættinum var ekki eitt atriði Helgi Tómaaaon sem ég gat brosað að og á köfl- um geispaði ég ákaft og var helst að hugsa um að loka fyrir þáttinn sem var misheppnaður frá upphafi til enda. Nú kann að vera að einhverjum hafi lík- að vel þessi samsetningur um útvarpsdagskrána en þeir hafa þá líka annan smekk en undir- ritaður. Þátturinn er auðvitað nýr og hugsanlega fer hann batnandi síðar því ég heyrði ekki betur en að ýmsir kunnir grínleikarar kæmu þar við sögu. „í blíðu og stríðu", nýr bandarískur gamanmynda- flokkur í þréttán tuttugu og fimm mínútna þáttum, byrjaði í sjónvarpinu laugardaginn 18. júní rétt eftir klukkan hálfníu um kvöldið. Susan Harris höf- undur hins vinsæla þáttar „Löður" átti hugmyndina að þessum nýja þætti. I aðalhlut- verkum eru miðaldra hjón í Chicago sem eru leikin af P.D. Astin og Richard Crenna. Hann er mikilsmetinn læknir og hún hefur nýlokið prófi sem lögmaður og kemur til árekstra í heimilislífinu hjá hjónunum sem eiga tvö börn á táninga- aldri, Andy og Lísu. Fyrsti þáttur þessa nýja framhalds- myndaflokks var bráðskemm- tilegur og ekki síðri Löðrinu. Týpur í þessum flokki eru skemmtilegar, t.d. tengdamóð- irin sem er mjög sérkennileg persóna, fyndin og svolítið geggjuð. „Óstaðfest ljóð“, Sigmundur Ernir Rúnarsson skáld las eftir sig ljóð í útvarpið í tíu mínútur rétt fyrir klukkan átta þetta sama laugardagskvöld, 18. júní. Fyrst heyrði ég getið um skáldið þegar það birti nokkur ljóð í Lystræningjanum fyrir um það bil tveim árum ef ég man rétt. Sigmundur Ernir er ungur maður, innan við þrí- tugt, og ljóð hans einkennast eins og ljóð yngstu skáldanna af bölsýni og lítilli trú á fram- tíð mannsins hér á jörðu. Það væri mikil og góð tilbreyting að fá að heyra í ungu skáldi sem yrkir um fegurð lífsins og gaman væri að fá að heyra húmorista eins og t.d. Kristján Hreinsmögur flytja eftir sig nokkur ljóð í útvarp. Það er satt að segja alveg nóg um svartnætti í ljóðum ungu skáldanna. Lífið er þrátt fyrir allt fagurt og of lítið er gert af því að draga fram í dagsljósið það góða í tilverunni, ljótleik- inn er allsráðandi. Áður en Sigmundur hóf að lesa ljóð sín var á dagskrá nýr þáttur í útvarpi í umsjón Ás- laugar Ragnars, „Samtal á sunnudegi". Áslaug Ragnars spjallaði í rúmt korter við séra Auði Eir Vilhjálmsdóttur um kvennaguðfræði og var það mjög fróðlegur þáttur og at- hyglisverður. Auður Eir er gáf- uð kona sem ávallt er fróðlegt að heyra frá. Þessi nýi þáttur Áslaugar verður vikulega á dagskrá í sumar. „Símatími". Hlustendur hafa orðið. Símsvari: Stefán Jón Hafstein byrjaði mánudags- kvöldið 20. júní skömmu fyrir dagskrárlok. Nokkur fjöldi manna hringdi til Stefáns og kom á framfæri kvörtunum varðandi ýmislegt er aflaga fer í þjóðfélagi okkar. Spurt var um réttindi ýmissa minni- hlutahópa í þjóðfélaginu og jafnréttismál. Það er ljóst að þeir sem hafa gaman af að tjá sig i síma fá þarna sérstakt tækifæri til að koma skoðunum sínum til þjóðarinnar og lík- legt að þeir noti nú þessa ágætu þjónustu útvarpsins við hlustendur. Tveir kunnir menn úr menn- ingarlífinu, Árni óskarsson og Friðrik Þór Friðriksson, eru með nýjan þátt í útvarpinu seint á þriðjudagskvöldum sem þeir kalla „Rispur". í þætti sem var á dagskrá þriðjudaginn 21. júní var fjallað um forna þjóð- hætti, listsköpun, gerning, listform sem ýmsir listamenn tóku upp á á síðari árum og náði hámarki um 1980. Sögð var saga af manni. Hann batt sig við skorstein á leið á stefnumót við unnustu sína, og hefur það verið áhrifamikill gerningur. Umsjónarmenn þáttarins sögðu frá fornum dönsum, hringdönsum, sagna- dönsum og fornum leikjum og ég hafði gaman af og vonandi að næstu þættir verði jafn- skemmtilegir og þessi sem var virkilega góður. Ný útvarpssaga byrjaði mið- vikudaginn 22. júní og er hún eftir Sigrúnu Schneider og heitir „Leyndarmál lögreglum- anns“. Ólafur Byron Guð- mundsson les. Höfundurinn hefur samið nokkrar smásögur fyrir útvarp sem sumar eru ágætar og því forvitnilegt að fylgjast með þessari nýju út- varpssögu sem verður á dagskrá fram eftir sumri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.