Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 65 Ný grafík Myndlist Valtýr Pétursson Sýning á grafík eftir ungt listafólk hangir þessa dagana á vesturgangi Kjarvalsstaða. Það eru fimm nýútskrifaðir grafíker- ar úr Myndlista- og handíða- skóla íslands, sem hér eru á ferð. Þetta fólk kemur hér fram í fyrsta sinn, ef ég veit rétt, og á það sameiginlegt að vera nem- endur Richards Valtingojers, sem reyndar er með sýningu sjálfur hinum megin á göngun- um á Kjarvalsstöðum. Það er því skemmtilegt að bera saman verk kennara og nemenda, en samt er sá samanburður hvergi sann- gjarn, þar sem lærimeistarinn er margreyndur í fagi sínu, en unga fólkið að hefja göngu sína á listabrautinni. Það er hressilegur og ferskur blær yfir þessari sýningu og þar má finna ýmsar tegundir af grafík, en ég held, að sáldþrykk- ið hafi þar samt yfirhöndina, þótt ýmsar aðrar aðferðir séu þessum hópi kærar. Má þar nefna ætingar, blueprint, mezzo- tint og þurrnál. Ljósmyndaæting er einnig á dagskrá. Yfirleitt er þetta unga fólk leitandi og nokk- uð óráðið í myndlist sinni, og er ekkert við því að segja. Ég held þó að megi segja um hópinn í heild, að hann sé geðþekkur og hugmyndaríkur. Hæfileikar eru auðsjáanlegir, og það má vel binda nokkrar vonir við þetta fólk. Auðvitað eru þessi verk nokkuð skólaleg, og svipur sumra kennara er finnanlegur. Einnig svífur Warhol nokkuð yf- ir vötnunum. Þetta eru ekki stórar syndir og að mörgu leyti ágætar þegar á allt er litið. Anna Henriksdóttir á þarna við- kvæmar og fínlegar teikningar af börnum. Elín Edda Árnadótt- ir hefur nútímalega tilfinningu fyrir formi og uppsetningu og skemmtilega titla. Kristbergur Pétursson heldur sig mest við ætingu og er nokkuð klassískur í myndgerð sinni. Lára Gunnars- dóttir hefur að mínum dómi náð mestum árangri í myndum sín- um, „Morguntónleikar". Tryggvi Árnason virðist dugmikill tæknimaður og er hugfanginn af sumu því, er hæst ber á himni nútíma listar, eins og stendur. Silkiþrykk og blueprint eru hans uppáhaldsaðferðir, ef dæma má af því, sem hann sýnir að sinni. Alls eru 63 verk á þessari sýn- ingu, og skiptast þau nokkuð ójafnt milli listafólksins. Þegar á heildina er litið, getur þessi hópur vel við unað sína frum- raun, og eins og nafn þessarar sýningar ber með sér, er hér ný grafík á ferð. Það hefur verið sérlega fjörugt í þessari listgrein að undanförnu og hver sýningin eftir aðra. Möppur gefnar út og mikið skrifað um grafík. Þessi sýning er ágætur viðbætir, sem skemmtilegt er að kynnast. Það eru fjórar sýningar á Kjarvals- stöðum um þessar mundir, svo húsnæðið virðist jafnvel vera að springa undan álaginu, enda sýningartíðni í Reykjavík sjálf- sagt heimsmet, miðað við stærð og mannfjölda borgarinnar. Að hrökkva upp í miðju fjórða lagi Hljóm- plotur Siguröur Sverrisson. Goanna Spirit Of Place WEA/Steinar hf. Ástralska hljómsveitin Goanna er vafalítið fáum kunn hérlendis, a.m.k. enn sem komið er. í heima- landi sínu hefur hljómsveitin hins vegar náð að skapa sér nafn á skömmum tíma og það svo um munar. Spirit of Place er fyrsta plata Goanna. Hún náði fljótt miklum vinsældum og var í 4 mánuði á „topp-5“ í Ástralíu. Lag af þessari plötu, Solid Rock, lét ekki sitt eftir liggja og hélt fyrsta sætinu á ástr- alska vinsældalistanum í heilar 6 vikur. Ég hef ekki merkilegar upplýs- ingar um hljómsveitina í höndun- um en þetta virðist vera 5 manna sveit a.m.k.: Shane Howard/söng- ur, Graham Davidge/gítar, Warr- ick Harwood/gítar, Peter Cogh- lan/bassi og Robert Ross/tromm- ur. Auk þessara koma þær Marcia Howard og þá ekki síður Roslyn Bygrave mjög við sögu í söng á plötunni. Bygrave hefur laglega rödd. Sá, sem „pródúserar" þessa plötu, er Trevor Lucas, fyrrum ástmaður Sandy Denny, sem söng með þjóðlagarokksveitinni frá- bæru Fairport Convention fyrir um áratug. Lucas leggur einnig til gítarleik í nokkrum lögum. Það kemur því ekki mjög á óvart, að tónlist Goanna svipar um margt stundum til Fairport og þá ekki síður Fleetwood Mac á bestu árum þeirrar sveitar. Það eru góðu punktarnir. Sannast sagna varð ég æ meira undrandi eftir þvi sem ég hlustaði á Spirit of Place oftar. Þegar ég hripa þessar línur niður er mér gersamlega ómögulegt að skilja hinar taumlausu vinsældir Go- anna i heimalandi sínu. Tónlistin er um flest ákaflega tilþrifalítið þjóðlagarokk. Þjóð- lagarokk er tónlist, sem getur ver- ið frábær í flutningi góðra manna. Ekki svo að skilja, hljóðfæraleik- urinn er mjög snyrtilegur i alla staði, sem og söngurinn. En það eru litlaus lög, sem fella þessa plötu. Það geta vart talist meðmæli með plötu að maður hrökkvi upp í miðju fjórða lagi annarrar hliðar eftir að hafa byrjað á því fyrsta. Ekki eru það heldur meðmæli þeg- ar maður hefur hreinlega ekki tekið eftir því hvað það var sem á undan fór. Þannig er þessi plata, inn um annað, út um hitt. Snoturt en ekkert meira. II nome della rosa Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Umberto Eco: Der Name der Rose. Aus dem Italienischen von Burkhart Kroeber. Carl Hanser Verlag 12. Auflage 1983. Bókin kom út hjá Fabbri- Bompiani í Mílanó 1980 og hefur selst á Ítalíu í rúmlega hálfri milljón eintaka. Þýska útgáfan er búin að vera nr. 1 á vinsældalista Spiegels síðan í haust. Höfundurinn er málvisinda- maður, kennir við háskólann í Bol- ogna. Hann hefur skrifað rit um listir og byggingarlist og margt fleira. Sagan gerist á sjö dögum í klaustri í Appeniafjöllum árið 1327. Bróðir William Baskerville og Adson, ung munkur, fylgdar- maður hans, hafa ferðast um keis- aradæmið og um Ítalíu til þessa klausturs. Erindi Williams sem honum var falið af keisara Hins heilaga rómverska ríkis, var að skipuleggja fund fulltrúa páfans í Avignion og fulltrúa Fransiskana og þeirra, sem voru taldir hvika frá kórréttri trú, og keisarinn not- aði í valdabaráttu sinni við páfa- stólinn. William Baskerville er fyrrver- andi rannsóknardómari, en sagði af sér embættinu af ástæðum sem eru tilgreindar í sögunni, en starf hans við rannsóknarréttinn kem- ur í góðar þarfir, því að strax eftir komu þeirra félaga taka að gerast voveiflegir atburðir í klaustrinu. Munkar finnast dauðir, að því virðist annaðhvort myrtir eða hafa framið sjálfsmorð. William Baskerville (Sherlock Holmes: Baskerville-hundurinn) og Adson (Dr. Watson) taka að rannsaka málin að fyrirmælum ábótans. Skipulag fundarins milli sendi- manna páfa og keisara hverfur í skuggann. Þeir félagar kynna sér allar aðstæður og finna fljótlega að bókasafn klaustursins gegnir lykilhlutverki í öllu fjaðrafokinu og tortryggninni og laumuspilinu sem eykst dag frá degi, eftir því sem fleiri munkar deyja. Bóka- safnið sjálft er lokað öðrum en bókaverðinum og ábótinn bannar þeim félögum að fara þangað inn, engu að síður komast þeir inn i helgidóminn um neðanjarðargang að næturþeli. Safnið er skipulagt eins og völundarhús og þar er ill- gerlegt að rata. Samfara rannsókninni fléttast inn í söguna guðfræðilegar vanga- veltur og deilur, heimspekilegar útlistanir, lýsingar á matargerð og mataræði og mjög skemmtileg- ar íhuganir um kveneðlið. Nátt- úrufræðin fléttast sögunni og þá einkum garðyrkjan og ræktun ým- issa læknisjurta og eiturjurta. Ubertino frá Casale kemur inn í söguna, en hann var kunnur höf- undur merkilegs guðfræðirits á sinni tíð: Arbor vitae ... hann er fulltrúi Fransiskana og reynist ágætur ræðumaður á fundi full- trúa páfa og keisara, þegar hann loksins hefst. Þar er deilt af mikl- um móði og menn spara ekki skammaryrðin. Jorge frá Burgos, blindur ofstækismaður, sem sankaði að sér handritum um dómsdag og - dóminn, þegar hann var bókavörð- ur, tekur mikinn þátt í samræðum munkanna og heldur heiftarlegar ræður gegn hlátrinum. Bókin er iðandi af eftirminni- legum persónum og bókum, þarna er talið vera besta bókasafn í kristindómnum og meðal bók- anna, er ein sem orsakar dauða margra munka, annað bindi Poet- ica eftir Aristóles, en sú bók er nú hvergi til, en hefur líklega verið skrifuð um kómedíuna, en þann þátt vantar í þá „poetik" sem til er. Á þessari viku, sem þeir félagar dveljast í klaustrinu kynnast þeir umheiminum eins og munkarnir tjá hann, sumir af eigin reynslu, átökin milli Benediktíana og Fransiskana og allra sértrúar- safnaðanna, sem prédika hver sinn kristindóm. Þetta verður spegilmynd nútímans, ofstæki og einsýni og svo er Anti-kristur væntanlegur samkvæmt kenning- um Jorges. „Rósin" birtist Adson og kynni hans við hana opna honum víddir, sem munkum voru ekki ætlaðar. William Baskerville er „plural- isti“, hann vill breyta heiminum með því að vona að hann batni, hann er húmanistinn, sporgöngu- maður Diderots og Voltaires, eins og höfundurinn. William er húm- anisti og einnig kristinn og þess vegna efast hann, en þarna eru einstaklingar sem ekki efast og þar er að finna lausn morðgátunn- ar. Þetta er hrikaleg samtíðarlýs- ing, guðfræði, ástarsaga, leynilög- reglusaga og heimspekilegar um- þenkingar. Aristóteles, Thomas frá Aqvinó, Francis Bacon o.fl., o.fl. koma við sögu og leitin að Guði, sem tjáist í og með „Rós- inni“, hliðstæðunni við algleymið, sem hvergi er hægt að festa hönd á, „hvað væri hjólið, ef ekki væri öxulgatið". Og í lokin „Stat rosa pristina nomine, nomina nuda tenemus". „The Hill Looks Nice ... “ mælti Gunnar Hugleiðing útaf spjalli við Jón Laxdal Kvíkmyndir Olafur M. Jóhannesson. Þegar ég leit í föstudagsmogg- ann hérna rétt fyrir helgi, rakst ég á athyglisvert viðtal við Jón Laxdal — viðtal sem er kveikja þessa greinarkorns. Jón segir í spjallinu sem er haldið í tilefni af því að kvikmyndafélagið UMBI hyggst ráðast í að filma Skilaboð til Söndru eftir Jökul, en Jón leikur þar Pétur frá Dynhóli (Peter Dunhill). Kemur Jón víða við í viðtalinu og grípur á efni er mér finnst vert nánari skoðunar: Jón segist nefnilega kominn í þeirri erindagjörð að funda með íslenskum kvik- myndagerðarmönnum ... um möguleika á dreifingu íslenskra kvikmynda í Þýskalandi. Þannig var — segir Jón — að ég hafði nýlokið við að setja þýskt tal inn á litlu kvikmyndina „Lilju", sem sýna á í þýska sjónvarpinu, þeg- ar Studio Hamburg hafði sam- band við mig. Þetta er einkafyr- irtæki sem sér um að dreifa myndum inn á þýsku sjónvarp- stöðvarnar. Hafa þeir áhuga á að fá þýskt tal inn á nokkrar ís- lenskar myndir og búa til dagskrá sem þeir myndu kalla „Junge Filme aus Island". Líkur tilvitnun með „húrra- hrópi" þess er hér ritar, því sannarlega er vert að fagna með látum því að gengið er með oddi og egg að því að setja þýðverskt tal á íslenskar kvikmyndir. Ber að fagna hverri tilraun til að breiða út íslenskar kvikmyndir og rjúfa þann múr er ástkæra ylhýra máiið umvefur hérlenda kvikmyndaframleiðslu. En spör- um fagnaðaróp. Þvi ber ekki að hafa fulla gát í návist þess texta sem skrýðir kvikmyndaverk? Fyrir skömmu ritaði ég um svo til splúnkunýja kvikmynd sem nú getur að líta í Bíóhöllinni og ber heitið: Merry Christmas Mr. Lawrence. Ég gat þess í umsögn minni að ég hafi verið hálf óttasleginn að lokinni sýningu myndarinnar. Raunar var ég slegin ugg mest allan sýningar- tímann. Ekki endilega vegna þess að þarna færu á kostum japanskir herstjórar gyrtir blóð- saxi, heldur vegna þess að jap- önsku fangabúðastjórarnir mæltu á móðurmálinu. Málið gæddi þessa menn framandleik og gerði návist þeirra ógnvekj- andi. Mér varð hugsað til þess síðar um kveldið er ég horfði á þriðja flokks slagsmálamynd að senni- lega hefðu bíógestir hlegið að japönsku fangabúðastjórunum er gættu Mr. Lawrence og fé- laga, hefðu þessir gulu djöflar mælt á enska tungu. I sömu and- rá hvarflaði sú hugsun að mér hve annkannalegir þeir Gunnar og Skarphéðinn hlytu að vera í augum erlendra bíógesta opnuðu þeir munninn á ensku. Þessi hugsun steypist reyndar yfir heilabúið eins og ískaldur foss og sópaði burt drauminum um heimsfrægð íslensku fornsagn- anna á hvíta tjaldinu. Við getum ekki ætlast til þess að útlend- ingar taki alvarlega íslenska „samurai" sem mæla á popp- máli. En hvað er þá til ráða? Er ekki upplagt að leysa málið með því að setja texta við íslenskar kvikmyndir. Ekki veit ég það. En hitt veit ég að ég geti verið inni- lega sammála hinum fræga bandaríska leikhúss- og kvik- myndagagnrýnanda Stanley Kaufmann er hann segir svo um texta í kvikmyndum — og læt ég því ummæli hans verða lokaorð þessa greinarkorns, en Kauf- mann dregur hér fram bæði kosti og galla textaðra kvik- mynda. „Ég veit — segir Kaufmann — að textar við kvikmyndir fara i taugarnar á áhorfendum ... Við njótum þess vart að horfa á bústin konubrjóst eða japanskan skrautgarð sem texti hefir verið límdur yfir, en flestir held ég að vilji fremur hafa texta en missa af þeirri ánægju að hlýða á raddir leikaranna og nema það hljómfall sem berst með tali þeirra frá fjarlægri ströndu ... textuð kvikmynd fer síður í taugarnar á mér en kvikmynd þar sem ég er stöðugt minntur á að hvert orð sem ég heyri er ekki af vörum þess er mælir, það er svipað og horfa á þögla kvik- mynd er fylgir efnisþræði út- varpsleikrits sem ókunnir leik- arar flytja."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.