Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.06.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 29. JÚNÍ 1983 Endurskoðun sveitarstjórnarlaga — eftirSturlu Böðvarsson Sögulegt yfirlit Árum saman hefur verið nær látlaus umræða um nauðsyn þess að gera breytingar á stjórnsýslu- kerfi landsins. Aðallega hefur ver- ið rætt um tilfærslu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga, en minna um róttækar breytingar á sveitarstjórnarkerfinu. Árið 1966 skipaði þáverandi fé- lagsmálaráðherra nefnd til þess að endurskoða skiptingu landsins í sveitarfélög með það fyrir augum að sameina sveitarfélöin, einkum hin smærri þeirra. Auk þess var nefndinni ætlað að athuga breyt- ingar á sýsluskipaninni. Nefnd- arskipan þessi kom í kjölfar álykt- unar á fulltrúaráðsfundi Sam- bands ísl. sveitarfélaga, sem gerð var árið 1966 um nauðsyn þess að stækka sveitarfélögin með sam- einingu. Samstarfsnefndin starf- aði ötullega, safnaði gögnum og lagði fram tillögur, sem birtust í skýrslu, sem gefin var út sem Handbók sveitarstjórna nr. 7. í skýrslu nefndarinnar segir m.a. um hreppaskipan að fornu: „í hinni elztu lögbók ísiendinga, Grágás, segir svo í upphaf' hreppaskilaþáttar: „Löghreppar skulu vera á landi hér. En það er löghreppur, er 20 bændur eru í eða fleiri." Þegar meta skyldi, hvort hrepp- ur væri löghreppur, þ.e. hvort þar byggju 20 bændur, voru þeir bændur einir taldir, sem gegndu þingfararkaupi. í þessum þætti Grágásar segir m.a. svo: „Ef maður ... kemur í annan hrepp með bú sitt, þá á hann kost á að kjósa sig í annan hrepp með bú sitt, ef hinir eru þó 20 eftir, enda lofi hinir, er fyrir sitja.“ Samkvæmt skattbændaskrá frá árinu 1311 voru skattbændur þá 3812 í landinu. Samkvæmt því hafa hreppar í landinu ekki getað verið fleiri en 190, en hafa áreið- anlega verið miklu færri, þar sem margir hreppar hafa eflaust haft mun fleiri skattbændur en 20. Ekki er nú vitað, hve bændur hafa haft marga heimilismenn, en vafalítið hafa flestir skattbændur haft um eða yfir 20 manns í heim- ili. Hafa því löghreppar sennilega haft um eða yfir 400 íbúa og sumir hreppar trúlega miklu fleiri. Skattbændatal hreppanna hefur vissulega breytzt af ýmsum sökum með tíð og tíma. Regla sú úr Grá- gás, sem áður er getið, um skilyrði þess, að skattbóndi gæti flutt í annan hrepp, sem sé, að eftir væru þó ekki færri en 20 skattbændur í hreppnum, hefur tæpast reynzt nægileg til þess að tryggja, að hreppar væru ætíð löghreppar. Af þessum ástæðum gekk dómur á Alþingi árið 1583 þess efnis, að sýslumenn meö skynsömmtu manna ráði mættu saman skikka tveimur eða þremur í einn hrepp, svo ekki yrðu færri bændur í hrepp en 20, og enginn ætti minna fé en 10 hundruð, svo sem lögbók votti.“ Af þessu er ljóst, að forfeður vorir hafa skilið það, að hreppar urðu að fullnægja ákveðnum lág- marksskilyrðum, til þess að þeir gætu innt hlutverk það af hendi, sem þeim var ætlað lögum sam- kvæmt. Rökin með og á móti sameiningu Samkvæmt tölum Hagstofu ís- lands eru á árinu 1982 144 hreppar með færri en 300 íbúa og hefðu því ekki talizt löghreppar samkvæmt hinum fyrstu lögum, ef miðað er við þann mannfjölda, sem ætla má, að verið hafi þá í löghreppum. í fyrrnefndri skýrslu Samein- ingarnefndar sveitarfélaga frá ár- inu 1966 eru dregin saman helztu rök með og móti sameiningu sveit- arfélaga. Helztu ástæður, sem mæla með sameiningu, taldi nefndin vera: 1) Stór sveitarfélög væru sterkari heildir. 2) Meiri dreifing kostnaðar og áhættu fengist. 3) Framkvæmd ýmissa mála yrði auðveldari. 4) Stjórnun yrði árangursríkari. 5) Meira val hæfra manna í sveit- arstjórnir. 6) Sérhæfðir starfsmenn búsettir í héraði. 7) Hagnýting vélakosts og tækni- búnaðar. 8) Veruleg áhrif til lausnar á læknaskorti. 9) Betri samgöngur, þess vegna greiðari samskipti en áður. Helztu vandkvæði á samein- ingu: 1) Lögsagnarumdæmin takmarka heimild til sameiningar. 2) Afstaða löggjafarvaldsins óljós. 3) Ólík stjórnmálaviðhorf. 4) Misjöfn útsvarsbyrði. 5) Misjafnar efnahagsástæður. 6) Misjöfn þjónusta sveitarfélag- anna. 7) Landfræðilegir staðhættir. 8) Viðskipta- og atvinnuhættir. Telja má, að nær öll þessi atriði eigi við enn, að liðnum 16 árum. Það hefur því gefizt góður tími til undirbúnings og umræðna. Rétt er að minna á, að nefndin var sett á laggirnar vegna ályktunar sveit- arstjórnarmanna um nauðsyn breytinga á sveitarstjórnarkerf- inu. í skýrslu nefndarinnar kemur fram, að hún leitar umsagnar sýslumanna og forstöðumanna stofnana, er annast sameiginleg verkefni ríkis og sveitarfélaga. Það er mjög merkilegt, að af 16 svörum frá sýslumönnum töldu 14, að stækka ætti sveitarfélögin með sameiningu, en 2 töldu ekki ástæðu til þess. Þeir 5 forstöðu- menn stofnana, er svöruðu nefnd- inni, töldu allir, að stækkun sveit- arfélaganna væri tii bóta. Þessa upptalningu vil ég gera hér til þess að vekja athygli á því, hve hægt hefur miðað, þegar gera hefur átt breytingar á sveitar- stjórnarkerfinu. Rétt er að minna á, að stækkun sveitarfélaga er alls ekki eina breytingin, sem nauð- synleg er til að framkvæma breyt- ingar á sveitarstjórnarkerfinu. Þróun í öðrum löndum í nálægum iöndum hafa á síð- ustu tveimur áratugum átt sér stað miklar breytingar á sveitar- stjórnarkerfinu, bæði hvað varðar tilfærslu verkefna milli ríkis og sveitarfélaga svo og tilfærslu vaids. Auk þess hafa verið gerðar breytingar á umdæmisskipan sveitarfélaga. Allar þessar breyt- ingar hafa miðað að því að draga úr afskiptum ríkis af staðbundn- um verkefnum sveitarfélaga. Með breyttum þjóðfélagsháttum og auknum verkefnum sveitarfélaga hefur orðið að aðlaga sveitar- stjórnarkefið nýjum háttum. Danmörk í Danmörku hófst víðtæk endurskoðun á sveitarstjórnar- kerfinu fyrir 1970. Helztu breyt- ingar, sem gerðar hafa verið á danska stjórnarkerfinu, eru þess- ar: 1. Landfræðilegum mörkum sveitarfélaga og amta var breytt og miðað að því, að 4—5 þús. íbúar væru í hverju sveitarfélagi. Þessi viðmiðun var byggð á því, að stærðin væri það heppileg, að sveitarfélagið gæti með góðu móti rekið grunnskóla. Nýja umdæma- skipunin danska leiddi til þess, að sveitarfélögum fækkaði úr 1100—1200 í 277, auk þess sem ömtum fækkaði. Sameining var lögboðin. 2. Danska stjórnsýslukerfið hafði einkennzt mjög af áhrifum miðstýringar, og því voru markað- ar skýrari línur um verksvið ríkis og sveitarfélaga. 3. Fjármálatengsl milli ríkis og sveitarfélaga, sem höfðu verið mjög flókin, voru einfölduð. Noregur í Noregi hefur í áratugi átt sér stað mjög mikil umræða um sveit- arstjórnarkerfið. Líkt og hér hafa starfað nefndir, sem gert hafa til- lögur í þá átt að dreifa valdi og auka lýðræði. Árin 1930—1960 voru 670—680 sveitarfélög í Nor- egi. Árið 1974 voru þau 443. Sam- einingin í Noregi var lögboðin. Sturla Böðvarsson „Aukinn styrkur sveit- arfélaganna hefur mik- ilvæg áhrif á búsetu- skilyröi í landinu. Þegar litið er til lengri tíma, hefur það einnig áhrif á afkomu þjóðarinnar og gæti leitt til sterkara at- vinnulífs í landinu.“ Svíþjóð Eins og í Danmörku og í Noregi hafa verið gerðar breytingar á sænska sveitarstjórnarkerfinu. Á árunum 1943—52 var unnið að breytingum, og fækkaði þá sveit- arfélögunum úr 2500 í 2000. Á ár- unum 1960—1974 var enn unnið að sameiningu sveitarfélaga, og var þeim fækkað í 278. Þessi róttæka breyting hjá Sví- um miðaði að því að gera sveitar- félögin að hagkvæmari stjórn- sýslueiningum, auk þess sem efl- ing sveitarfélaganna myndi draga úr fólksflótta frá dreifbýlinu. Sterkir þéttbýliskjarnar gætu ver- ið mótvægi við stórborgirnar, en jafnframt styrkt sveitirnar. Sam- eining sveitarfélaganna í Svíþjóð var lögboðin. Ekki er ég sérstakur talsmaður þess að herma eftir frændum okkar á Norðurlöndum. Engu að síður tel ég, að í þessum efnum getum við margt af reynslu þeirra lært. Ekki sízt vegna þess, að þeir hafa gert miklar breytingar á sveitarstjórnarkerfinu. Það er at- hyglisvert, að í þessum þremur löndum hefur niðurstaðan orðið sú að fækka sveitarfélögum með lög- um. Þróun hérlendis Ekki þarf að orðlengja, hve stórkostleg byggðarröskun hefur átt sér stað hér á landi frá stfiðs- lokum. Byggðarröskun hefur haft veruleg áhrif á stöðu sveitarfélag- anna. Spyrja má, hvaða aðgerðir hafi verið hafðar í frammmi til þess að styrkja sveitarfélögin og gera þau færari um að takast á við breytta stöðu og breytta þjóðfé- lagshætti. Það helzta, sem gert hefur verið, er tilfærsla verkefna og breytingar á tekjustofnalögum. Stjórnsýslukerfið sjálft hefur ekki breytzt. Þeir, sem að staðaldri lesa fyrirmæli stjórnvalda í Stjórnar- tíðindum, geta fylgzt með þvi, hva-a þættir það eru, sem stjórn- völd vilja hafa hönd í bagga með gagnvart einstaklingum jafnt sem atvinnufyrirtækjum. Smáatriðin eru þar áberandi og ýmislegt, sem telja má sjálfsagða hluti, án þess að festa þurfi í reglugerð. Svo tek- ið sé dæmi, sér nærtækt, þá er það bundið í reglugerð, sem staðfest er af félagsmálaráðuneytinu, á hvern veg „rollukörlum" í Stykkishólmi beri að haga sér við búskapinn. Haft er í hótunum um lögsókn og sektir, beri þar útaf. Hins vegar láta ráðuneyti og löggjafarvald það afskiptalaust, þó að þjóðin búi við löngu úrelt stjórnsýslukerfi, sem vinnur gegn hagsmunum þjóðarinnar. { nútímaþjóðfélagi er opinber stjórnsýsla og stjórnun atvinnu- fyrirtækja orðin fræðigrein. Þegar stjórnendur fyrirtækja standa frammi fyrir breytingum á mark- aði eða öðrum grunnþáttum er varða rekstur fyrirtækisins, er það nauðsynlegt og sjálfsagt að aðlaga reksturinn þeim breyting- um, sem orðið hafa. Slíku dæmi höfum við kynnzt nú nýverið, þeg- ar að kreppti hjá Flugleiðum hf. Utanaðkomandi erfiðleikum var m.a. mætt með róttækum breyt- ingum á stjórnkerfi fyrirtækisins. Allt öðru máli gegnir um hið svo- kallaða stjórnsýslukerfi; það hef- ur tæplega verið aðlagað breyttum aðstæðum. í þessum efnum jaðrar við stjórnleysi. Þrátt fyrir skýra iagaheimild ráðuneytis um að sameina hreppana vegna fólks- fæðar, eru nú tugir sveitarfélaga með færri íbúa en lög setja sem viðmiðun til sameiningar. Sam- fara þessari stöðu er með lögum verkefnum dembt á sveitarfélögin, án þess að nokkur trygging eða vissa sé fyrir því, að þau geti séð um framkvæmd eða kostnað vegna þeirra. Eitt slíkt dæmi eru lög um holl- ustuhætti og heilbrigðiseftirlit. í II. kafia 5. gr. segir svo: „Sveitarfélög annist og standi undir kostnaði við heilbrigðiseft- irlit í héruðum. Ekkert sveitarfé- lag skal vera án viðhlítandi heil- brigðiseftirlits og þjónustu heil- brigðisfulltrúa." Eg efast ekki um, að borgar- stjórinn í Reykjavík og bæjar- stjórinn á Sauðárkróki geti séð um, að þessum lögum verði fram- fylgt. Á hinn bóginn getur oddviti sveitarfélags á Snæfellsnesi, þar sem sl. áratugi hafa verið um 30 íbúar, tæplega framfylgt þessari kröfu löggjafans. Líklega neyðist hann því til að sniðganga lögin, eins og allar þær hreppsnefndir gera, sem veðsetja og selja fast- eignir í tugatali án þess að fá til þess leyfi sýslunefndar, svo sem lög gera ráð fyrir. Þeim er vor- kunn, því langflestar sýslunefndir Egilsstaðir: Almennur hreppsfundur KgiUstðóura í júní. 6.Í MAÍ efndi hreppsnefnd Egilsstaðahrepps til almenns hreppsfundar í Valaskjálf á Egilsstöðum, einkum til að kynna íbúum hreppsins rekstrarreikning sveitarfélagsins fyrir síðastliðið ár og fjárhagsáætlun yfirstandandi árs. Samkvæmt rekstrarreikningi síðastliðins árs eru niðurstöðutölur gjaldaliðs kr. 12.980.434,- — en hæstu gjaldaliðir eru æskulýðs-, íþrótta- og umhverfismál; fræðslumál; fjármagnskostnaður; almannatryggingar og félagshjálp — svo og yfirstjðrn sveitarfélagsins. Niðurstöðutölur tekjuliða eru kr. 12.770.016,- skv. rekstrarreikningum — en helstu tekjuiiðir eru eins og venjulega útsvör, aðstöðu- gjöld, skattar og framlag jöfnunarsjóðs. Niðurstöðutölur gjaldaliðs fjárhagsáætl- unar eru kr. 25.559.000,- og ber þar hæst fræðslumál, gatna- og holræsagerð, lýðhjálparmál og æskulýðs- og íþróttamál. Niðurstöðutölur tekjuliðs fjárhagsáætl- unarinnar eru kr. 25.108.000,-. — Ólafur. Hreppsnefndarmenn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.