Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 51 ur, átti ég varla fyrir mat. Það eru þúsundir sem svelta í heiminum og það er skylda okkar sem höfum það gott að fara gætilega með fé og leifa ekki mat og forðast allan munað. Ég veit hvað það er að vera svangur en sú vitund gerir mig ekki endilega að pólitíkus. Ég hef þá skoðun, að það liggi efna- hags- og félagslegar ástæður fyrir hungri í heiminum — og flókin kenningasmíð leysi ekki þau vandamál. Þú hefur verið tíður gestur í Sovét? Já, ég hef farið einum sex sinn- um til Sovét. Jú, það má segja að það sé næsta einstætt um banda- rískan rithöfund, en þá verður líka að hafa í huga að þeir bandarískir höfundar sem njóta mestrar hyili með Sóvéttum eru flestir dauðir, eins og Jack London og Upton Sin- clair. En ég hef farið út um allan heim, blessaður vertu, og stoppað í flestum Evrópulöndum, meira að segja á íslandi. Og ég hef mikinn áhuga á því, og við hjón bæði, að fara í alminlega ferð til íslands. Kannski við látum verða af því á næsta ári, hver veit. Hvenær varstu síðast í Sovét? Það eru ein sex ár síðan við vor- um þar síðast, en ég kom þangað fyrst í stríðinu. Ég og þáverandi kona mín, Margaret Burke-White, ljósmyndari, höfðum þá nýlokið við gerð þriðju bókar okkar, Say! Is This USA?og okkur langaði að gera fjórðu bókina frá Sovét. Sov- éski sendiherrann í Washington reyndi eftir bestu getu að telja okkur af þeirri hugmynd. Hann kvaðst geta útvegað okkur leyfi til að komast inn en hann gæti engu lofað okkur um að komast burtu! Á endanum sagði hann að ef okkur tækist að komast til Kína, þá myndi sovéska sendiráðið í Chungking gefa okkur vegabréfs- áritun til Sovét. Svo við fórum til Kína í miðju stríði milli Kínverja og Japana og náðum heil til Chungking og fengum þar vega- bréfsáritunina eftir 8 daga bið. Þegar við komum loks til Moskvu var tekið á móti okkur með kost- um og kynjum, enda þótt við vær- um engir kommúnistar og kom á daginn að ég átti geysimikið af rúblum í Sovét; höfundarlaun fyrir þær bækur mínar sem höfðu verið þýddar á sovésk mál. Það tíðkast þar að þýða erlendar bæk- ur án samráðs við höfunda eða hina eiginlegu útgefendur, en svo er höfundarlaunum haldið eftir á bankareikningi og eina leiðin að komast í tæri við þá peninga er að 8. h3 — Re8, 9. Rc3 — Rc7, 10. Re2 — e5, 11. c3 — f5!, 12. Be3 — De7, 13. Dd2 - Bd7, 14. Hael — a5! Svartur hefur ekkert að óttast á kóngsvængnum og blæs því til atlögu hinum megin á borðinu. 15. Kh2 — a4, 16. a3 — b5, 17. Rh4!? — fxe4, 16. dxe4? Nú fær hvítur illilega stakt peð á e4. Betra var 18. Bxe4. 18. — exf4, 19. Rxf4 — Re5, 20. Rd5 - Rxd5, 21. Dxd5+ - Be6, 22. Ddl - Bc4, 23. Hxf8+ - Hxf8, 24. Dd2 - De6, 25. Bgl - Bd3, 26. Hdl — Db3, 27. Be3 — Kh8, 28. Bf4 28. - Rc4!, 29. Dxd3 - Rxb2, 30. Dxd6 — Dxdl, 31. Dxc5 - Rd3, 32. Dd6 - De2, 33. Rf3 - Rxf4, 34. gxf4 - Dxe4, 35. Kg3 - De3, 36. h4 — Dxc3, 37. Kg4 — Dc2 og í þessari gjörtöpuðu stöðu féll hvítur á tíma. fara til Sovét og eyða þeim þar. Á þessum ferðum þínum til Sov- ét, finnst þér líf almennings hafa breyst mikið frá því þú komst þar fyrst? Nei. Mér finnst ævinlega allt vera við það sama. Það er stund- um sem maður sér nýtt hús, en ég fæ ekki betur séð en að hið dag- lega líf sé ósköp svipað því og var þegar ég kom þar fyrst. Nei, ég hef aldrei þegið boð um að koma til Sovét. Ég ferðast ekki með slíkum hætti. Eg hef ævin- lega farið uppá eigin spýtur; ég vil ekki vera undir kvöðum á ferðum mínum. Ég fór stundum í gamla daga á vegum utanríkisráðuneyt- isins til ýmissa landa og flutti fyrirlestra um Amríku og amrískt líf. Með þeim hætti skoðaði ég til dæmis Norðurlönd — en þessi fyrirlestraflutningur var sjálf- boðavinna og ráðuneytið borgaði einungis útlagðan kostnað. Ég vil vera frjáls maður þegar ég ferðast og það hef ég verið á ferðum mín- um um Sovét. Hvernig kunnirðu við þig í Hollíwood? Aldrei vel. Mér féll það aldrei að skrifa kvikmyndahandrit. Það passar sumum rithöfundum, en ekki mér. Maður þarf að geðjast leikstjóranum og framleiðandan- um og hinum og öðrum og fær aldrei að ráða ferðinni sjálfur og stundum getur maður lent í því að vera bitbein allra þeirra manna sem standa að kvikmynd. Það eru allir á eftir handritahöfundinum og hans eigin vilji hefur ekkert að segja um endanlega gerð handrits- ins. Ertu sáttur við þær kvikmyndir sem gerðar hafa verið eftir bókum þínum? Nei, ekki nema þá Dagsláttu Drottins, því þar hafði ég sjálfur hönd í bagga. Ég var í kompaníi með framleiðandanum og skipti mér af ýmsu í kvikmyndagerðinni. En því var ekki að heilsa þegar þeir kvikmynduðu Tobacco Road. Það var að vísu einvala lið sem stóð að þeirri mynd, með John Ford, leikstjóra, í fararbroddi, en svo datt einhverjum gáfuðum manni í hug að búa til happý-end á söguna. Myndin endar á því að fólkið gengur sælt til hússins kyrjandi alþýðusöngva! Ég hef aldrei getað fellt mig við myndir sem framleiddar eru undir for- múlum kvikmyndaveranna. Mynd- in af Claudette Inglish var til dæm- is svo léleg að umboðsmaðurinn minn bannaði mér að sjá hana. Og nýlega kvikmynduðu þeir Grette, en það er ekki til í mér löngun til að sjá þá mynd. Erskine Caldwell hefur sagt að hann sé heyrnarlaus á góða tónlist. Samt hef ég þörf fyrir að hlusta á tónlist, segir hann, en mér er lífsins ómögulegt að læra einhver skil á því sem er gott og slæmt. Þó er það sum tónlist sem mér fellur betur í geð en önnur. Til dæmis dixíland. Ég hef gaman að þeirri músík; það er eins konar hávaða- samur jass, upprunninn í New Orleans og það er lítill söngur í dixílandinu en mikill hljóðfæra- leikur. En það er eins með tón- listina og málaralist; ég ber ekkert skynbragð á málaralist og ég hef enga hæfileika til að njóta mál- verka. En er músík í bókum þínum, heldurðu? Já, hví ekki það? Það er rytmi, held ég, í mörgu af því sem ég hef skrifað. Altént hef ég margsinnis lagt mig fram um það að sýna rytma í tali fólks. Sumir vilja skrifa eftir reglum hljóðfræðinnar til að ná fram mállýskueinkennum og aðrir breyta lítillega stafsetn- ingu, en ég sætti mig ekki við nema kórrétta stafsetningu og þá varð ég að ná fram þessu tónfalli með öðrum hætti. Og það er hægt, held ég, með setningaskipan. Þannig er hægt að sýna þessi ein- kenni án þess að vera með ókenni- lega stafsetningu. Ég skrifaði margar smásögur með það eitt fyrir augum að sýna tónfall í tali fólks og mállýskur. Og það eru myndir í bókum þín- um? Það má vel vera. Rithöfundar gera marga hluti óvitandi; það er partur af hæfileikum þeirra. Það er eins og með symbólismann sem fólk er alltaf að finna í bókum. Menn- geta sagt sér það sjálfir að einn rithöfundur gæti aldrei hugs- að upp allt það sem prófessorar og gagnrýnendur þykjast finna í einni sögu. Aldrei hef ég plantað symbólisma í mín verk; slíkt kem- ur bara þegar maður vinnur verk- ið og venjulegast án þess maður hafi nokkra hugmynd um það. rægur rithöfundur fær mikinn póst og einn morguninn tók Caldwell mig með sér á pósthúsið. Þó kominn sé um áttrætt er hann fyrirmyndar bílstjóri og sem við keyrðum lýsti hann einu og öðru sem við sáum útum bílgluggann, eins og til dæmis stóru húsi frá- brugðnu öðrum húsum þar um slóðir. Þeir byggðu það mormónarnir, þetta hús, segir Caldweil. Morm- ónar eiga sér þá hagfræðilegu heimspeki, eins og þú kannski veist, að hafa jafnan við höndina sjö ára birgðir af matföngum. Þess vegna héldum við nú að þeir væru að reisa sér sprengjuvígi þegar húsið var í byggingu, því þeir grófu tvær hæðir neðanjarðar — en þar geyma kallar víst sínar sjö ára birgðir af mat. Og svo eru þeir aldrei hér! Þeir eru alltaf i Saltsjóborg. Allir góðir mormónar fara til Saltsjóborgar. Arkitektúr er mjög snotur í Scottsdale, en er hann ekki stolinn frá Mexikó? Jú, það er trúlegt, segir Cald- well. Við keyptum þetta land af Mexíkönum, sjáðu, rétt eins og við keyptum Lousiana af Frökkum og Alaska af Rússum. Eina kvörtun- arefnið er það, að allt annað land tókum við frá indíánunum án þess nokkru sinni að borga þeim krónu fyrir það. Indíánarnir hafa átt mjög erfitt líf. Það er góður dagur þegar það er lítið í pósthólfinu, segir Caldwell þegar við komum frá pósthúsinu. Verst þykir mér þegar undir- skriftasafnarar skrifa mér, þvi þeir eru brögðóttir. Til dæmis leika þeir gjarnan, að þykjast vera 14 ára strákar sem eigi sér þá ósk heitasta að verða miklir undir- skriftasafnarar og vilja að ég komi þeim af stað og gefi þeini fyrstu undirskriftina. Ég á stafla af bréfum frá 14 ára strákum. Stundum senda þeir manni lítil spjöld, kannski 10—15 spjöld, og segjast hafa lesið allar bækur manns og vilji endilega líma spjald með undirskrift manns inn í hverja bók sem þeir eigi eftir mann. Þessir náungar eru félagar í undirskriftaklúbbum og þeir skiptast á undirskriftum rétt eins og frímerkjasafnarar skiptast á frímerkjum. Svo fær maður náttúrlega dag- lega beiðni um styrk í ýmsa góð- gerðarstarfsemi og ef málefnið er þarft, þá lætur maður venjulegast eitthvað af hendi rakna. Margir safna líka Ijósmyndum og biðja mann um að senda sér stórar ljósmyndir, eins og maður sé kvikmyndastjarna, og iðulega sendir þetta fólk hvorki frímerki né umslag með. Það er enginn endir á því sem maður getur feng- ið í póstinum. Fólk biður mann að skrifa ævisögu þess og heimtar ráðleggingar við ýmsum persónu- legum vandamálum. Þá fær mað- ur iðulega send handrit og það getur verið hættulegt. Margir rit- höfundar opna ekki einu sinni handritapakka, því það er alltaf að koma upp að menn séu sakaðir um ritstuld. ★ Heyrðu! segir Caldwell allt í einu þegar við erum sestir í stofu. Ertu læs á japönsku? Nei. Ég á nefnilega stafla af jap- önskum þýðingum á verkum mín- um og sit uppi með þetta, því ég þekki ekki nokkurn mann sem skilur japönsku ... Caldwell horfir þegjandi útum gluggann. Mér þykir slæmt að þú skilur ekki japönsku, segir hann. J.F.Á. snakespeaie ætlast til að þú gerir miklar kröTur Sportveiðimenn gera bæði kröfur til gæða og fjölbreytni. Shakespeare línan er það fjölbreytt, að allir geta eignast sín uppáhaldsáhöld. Gæðin efast enginn um. Haltu þig við Shakesþeare línuna, þar ertu öruggur. Shakesþeare veiðivörur fást i nœstu sþortvöruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.