Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 14
62 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Afmæliskveðja: Halldóra Þórólfs dóttir - Níræð Halldóra fæddist 10. dag júlí- mánaðar árið 1893. Fæðingarstað- ur hennar var Hólmasel í Gaul- verjabæjarhreppi, Árnessýslu. En þar bjuggu foreldrar hennar, Ing- veldur Nikulásdóttir ættuð úr Árnesþingi og Þórólfur Jónsson ættaður úr Borgarfirði. Bráðung að árum fer hún til Eyja og er orðin þar heimilisföst 16 ára gömul. Halldóra var hepp- in, hún hlaut vist í Byggðarholti hjá þeim sæmdarhjónum Ólöfu og Antoníusi, er þar bjuggu um langa hríð. í nágrenni við Byggðarholt stóð húsið Steinholt. Þar rak þá skó- smíðaverkstæði Þorsteinn Hafliðason, kunnur borgari í Eyj- um um árabil. Guðjón, bróðir Þorsteins, hafði verið í læri hjá honum, fyrst í Reykjavík og síðar í Eyjum. Eins og gefur að skilja, þá gekk Halldóra oft um hlað í Steinholti. Fyrir innan gluggan vann hinn ungi skósmiður. Augu þeirra mættust og úr varð hjónaband, er stóð í 51 ár, eða þar til Guðjón andaðist 13. júlí 1963 í sjúkrahús- inu í Eyjum. Hjónaband þeirra gaf af sér 11 börn, þau eru: Ingólf- ur, Trausti, Guðbjörg, Auður, Haraldur, Rebekka, Elísabet, Óskar, Anna, Ester og yngstur er Hafliði. Af þessum stóra hópi eru öll á lífi nema Rebekka, er lést um aldur fram í blóma lífsins. Systk- inin frá Skaftafelli hafa öll giftst og átt börn. Beinir afkomendur Halldóru eru 117. Heimili þeirra Guðjóns stóð lengst af að Skaftafelli, Vest- mannabraut 62 í Vestmannaeyj- um. Þar ólust öll börnin upp. Guðjón Hafliðason kom til Eyja árið 1908. Stundaði hann skósmíði, með Þorsteini bróður sínum á vetrum, en reri frá Austfjörðum á sumrum. Árið 1915 kaupir Guðjón hlut í vb. Mýrdæling VE 177 og er hann formaður með þann bát í 14 ár, við góða orðstýr. Árið 1929 kaupir hann ásamt félögum sínum og mági, Ingvari frá Birtingaholti, nýsmíðaðan bát í Danmörku og hlaut hann nafnið Mýrdælingur VE 284. Með þann happabát er Guðjón formaður í 11 ár. Guðjón þótti forsjáll formaður og laginn fiskimaður. Náði hann oft í mik- inn afla. Aldrei henti Guðjón slys, hvorki á bát eða mannskap. Hann stýrði sínu fleyi ávallt heilu í höfn. Guðjón hætti útgerð 1947 og vann uppfrá því hjá Sæfelli undir stjórn systursonar síns, Guðlaugs Gísla- sonar alþingismanns, og svo síðar í hinum stóru frystihúsum í Eyj- um. Lengst af í Fiskiðjunni. Eins og gefur að skilja, þá jók útgerðin á umsvif heimilisins að Skaftafelli. Reyndi þá á dugnað húsmóðurinnar, sem hafði undir forsjá sinni allt að 18 manns á heimili sínu. Auk þess höfðu þau nyt af skepnum til heimilisþarfa og þegar Guðjón var á sjó, þá féll í hlut Halldóru og barna hennar hevöflun og þurkun á saltfiski. I öllum þessum önnum, tók Halldóra mikinn þátt í félagslífi. Hún var ein af stofnendum Hvíta- sunnuhreyfingarinnar á Islandi. Hún endurfæddist til lifandi trúar á Jesúm Krist í júlímánuði árið 1921. Hún naut samstöðu Ingveld- ar, móður sinnar, og síðar Guð- jóns. Guðjón, ásamt Kristjáni Jónssyni frá Heiðarbrún voru fyrstu öldungar, stjórnendur í Betelsöfnuðinum í Eyjum. Hall- dóra og Guðjón urðu þeirrar gæfu aðnjótandi að sjá öll börn sín feta sama veg trúarinnar, sem þau. Þar var hvorki vín eða tóbak haft um hönd og urðu börnin öll stakar reglumanneskjur. Systkinin frá Skaftafelli eru öll söngvin og leika á hljóðfæri. Gátu þau ein sungið saman í kór og komið opinberlega fram. Hvílíkur liðstyrkur þeirra var og er í hreyfingu okkar Hvíta- sunnumanna verður aldrei metin til fulls. Með 90 ár að baki, er Halldóra ern og heldur heislu sinni furðu vel. 130 afkomendur hennar og venslafólk munu halda upp á af- mælisdag hennar, í Eyjum, í dag. Anders Wedberg: A History of Phiiosophy. Volume I—II. Antiquity and the Middle Ages — The Modern Age to Romantic- ism. Clarendon Press — Oxford 1982. Anders Wedberg var prófessor í heimspeki við Stokkhólmsháskóla 1949—1975. Hann lagði stund á heimspeki við þann háskóla og Uppsalaháskóla og við Princeton og Harvard. Hann kenndi við Cornell frá 1941—1943. Eftir hann liggja nokkur rit um heimspeki m.a. þetta, sem kom út að 3ja bindi viðbættu á árunum 1958—59 og 1966. í inngangi segir: „Þótt þróun þeirra hugmynda, sem venja er að nefna sögu heimspekinnar, sé að- eins lækjarsytra í hinni breiðu móðu menningarinnar ... þá er efnið of viðamikið til þess að hægt sé að gera því full skil. í sagn- fræðiskrifum gildir alltaf ákveðið val viðfangsefna eða þátta. Þetta gildir einnig um heimspekisögu." Valið hefur vissulega verið þrengt af þeim tilviljunum sem hafa ráðið því hvað týndist og glataðist í tímanna rás af þeim heimspekiritum sem sett voru saman og hver varðveittust. Eng- inn veit hvað þau rit sem glötuð- ust innihéldu . Þess vegna „getur enginn nokkru sinni vitað ná- kvæmlega þróun fornrar heim- speki ... Jafnvel þar sem heimild- ir eru fyrir hendi, þá verður val úr þeim meira og minna ókerfisbund- ið. Óhemju magn miðaldarita er til staðar dreift um hin fjölmörgu bókasöfn Evrópu. Enginn hefur heildaryfirlit yfir hvað er unnið í Samfögnuður fjölda annarra mætir Halldóru á þessum degi. Ég man Halldóru granna og netta, og það er hún ennþá, konu sem ávallt var hlaðin störfum, á öllum sviðum. Hún kunni þá lífs- list að leggja amstur daglegs lífs til hliðar. Sótti hún guðsþjónstur og helgar tíðir manna mest og best alla tíð í söfnuði sínum í Bet- el. Stóri hópurinn hennar fylgdi henni eftir. Setti það svip á þjón- ustu safnaðarins svo tekið var eft- ir. Trú og sannfæring Halldóru var hennar líf og upplifun. Lyfti það henni upp og gaf henni þrek til dáða, sér og heimili hennar og söfnuði til blessunar. Sá er þetta ritar stendur í þakk- arskuld til Halldóru frá Skafta- felli. „Hún var andleg móðir í ísrael" og sönn fyrirmynd. Fram- koma hennar skapaði jafnvægi og festu í safnaðarlífi, sem aldrei verður fullþakkað. Með virðingu og þökk og kveðjum frá Hvíta- sunnuhreyfingunni á íslandi. Einar J. Gíslason. þessum fræðum og gefið út og lík- lega líður langur tími þar til ástandið í þessum efnum batnar. Nýrri heimspeki er að mestu leyti á prenti, en hún er svo viðamikil, að enginn einn höndlar það allt.“ Mat á heimspekikenningum er bundið hverjum tíma, eftir daga Galileos og Descartes hrapaði álit manna á skólaspeki miðalda mjög svo og þetta mat hélst út alla ný- öld og fram á okkar daga, en nú er þetta að breytast, skólaspekin er fjarri því að standa að baki heim- speki nýaldar á fjölmörgum svið- um. Höfundurinn einskorðar sig við þá heimspekisögu, sem hefst með Grikkjum til forna og framófst í kristinni heimspeki miðalda og þróaðist síðan í þeim löndum Evr- ópu, sem mótuðu evrópska menn- ingu öðrum fremur. Höfundurinn segist ekki taka hér með heim- speki Kínverja, Indverja né araba og gyðinga. Höfundurinn fjallar síðan um þau þemu heimspekinnar, sem hann velur sem inntak í þessa sögu, það er merkingafræði, rök- fræði, vísindaheimspeki og heim- speki sem snertir tungumál. Fyrsta bindið spannar söguna frá Þalesi fram á 14. öld og lýkur þar með á kristinni heimspeki og tengslum kristindóms og heim- speki í hugmyndum Ockhams og nýjum hugmyndum varðandi náttúruheimspeki. Annað bindið hefst á þeim tíma, þegar vísinda- hyggjan varð trúnni yfirsterkari og mekanisk heimsmynd tekur að ryðja sér til rúms og síðan er röðin Descartes, Spinoza, Leibniz, Locke, Hume og Kant. Viðbætir fvltrir um Marx oe Engels. Fyrirliggjandi í birgðastöð GALVANISERAÐ ÞAKJÁRN Lengdir: 1.8 - 4.0 metrar Bjóöum einnig lengdir aö ósk kaupenda, allt aö 12 metrum. KJÖLJÁRN lengd 2 metrar - tvær breiddir SINDRAy rjm .STÁLHF Borgartúni 31, sími: 27222 Heimspekisaga frá Oxford JÖFUR HF Nýbýlavegi 2 - Kópavogi - Sími 42600 Amerískur og um það þarf ekki fleiri orð. VerÖ frá kr. 417.000,— 6 manna lúxus bíll Litir: silfurgrár - dökkgrænn sanseraður Framdrif - Vél 2200cc - Sjálfskipting - Aflstýri - Aflhemlar - Hituð afturrúða - Electronisk kveikja Deluxe innrétting - Digital klukka - Fjarstýrður hliðarspegill - Litað gler il

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.