Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLl 1983 77 Frábært synodus-erindi Til sölu Nýlegt einbýlishús til sölu. Mjög hagstætt verö. Upplýsingar í síma 93-6738. Jórunn Halla skrifar: „Kæri Velvakandi. Mig langar til að biðja þig fyrir þakklæti til séra Guðmundar Óla ólafssonar fyrir frábært sýnodus- erindi sem hann flutti í útvarpið sunnudaginn 26. júní. Erindið hét „Góðverkið mikla" og fjallaði um mann þann sem íslenska þjóð- kirkjan kennir sig við, Martein Lúther, og kjarnan í boðskap hans. Ég verð nú að viðurkenna að ég er ekki nógu fróð um Lúther og líf hans og starf, enda kom ýmislegt, sem séra Guðmundur Oli sagði, mér á óvart. Reyndar grunar mig að líkt sé ástatt um þorra þjóð- Ekkert flug á tilgreind- um tíma - að eða frá Reykja- yíkurflugvelli Gunnar Sigurðsson flugvallar- stjóri skrifar 8. júlí: „Vegna fyrirspurnar Garðars Sigurgeirssonar í Velvakanda hinn 7. þ.m., til flugmálastjóra, sem er fjarverandi, varðandi þotu- flug þriðjudaginn 5. þ.m. kl. 06.25, skal eftirfarandi tekið fram: Ekkert flug að eða frá Reykja- víkurflugvelli átti sér stað á til- greindum tíma. Næturflug á tíma- bilinu frá kl. 23.00 að kvöldi til kl. 07.00 að morgni er takmarkað, þannig að umferð um flugvöllinn valdi sem minnstri truflun fyrir borgarbúa." Guð hjálpi okkur þá Vilhjálmur Alfreðsson skrifar: „Kæri Velvakandi. Á mánudagskvöld sýndi sjón- varpið heimildarmynd frá BBC, um áhrif kjarnorkusprengingar í borgum og varnir gegn þeim. Mig langar að geta þess, að ég sá sams konar heimildarmynd í breska sjónvarpinu fyrir þrjátíu árum! Enn er ætlast til þess að almenningur verjist í bakgörð- um við heimahús. Á þessum þrjátíu árum hafa menn þó farið nokkrar ferðir til tunglsins við mjög hættulegar aðstæður, og þess vegna spyr ég: Hvers vegna er þeirri tækni, sem þar er notuð, ásamt ýmsum öðrum uppfinningum, sem fram hafa komið, ekki beitt í þágu al- mennings? Er virkilega stefnt að því, að milljónum saklausra borgara, barna eða fullorðinna, skuli slátrað í þriðja skipti á þessari öld? Er stefnt að gjör- eyðingu á þessari jörð? Ef svo er þá segi ég bara: Guð hjálpi okkur.* Úr heimildarmynd BBC: Við inngöngudyr að neðanjarðar- byrgi í bakgarði í Hertfordshire. kirkjumanna á okkar landi, þeir viti allt of lítið um Lúther sjálfan og dærdóma þess mikla manns. Erindi séra Guðmundar Óla var því mjög tímabært. Vil ég nú skora á Ríkisútvarpið að endurtaka erindið við tækiferi. Þá vil ég einnig nota tœkifærið Sr. Guðmundur Óli ólafsson og þakka fréttamönnum hljóð- varpsins fyrir fjölbreytta og líf- lega fréttatíma kl. 19 á kvöldin. Aðeins langar mig að gera þá at- hugasemd, að mér finnst einn af yngri fréttamönnunum viðhafa málfræðibeygingar sem hljóma mjög óþægilega í eyrum, að ekki sé fastar að orði kveðið. Hann seg- ir t.d.: „Jón taldi að það verði gert“ — en ætti að segja: „Jón taldi að það yrði gert.“ — En þessu má nú kippa í lag. Er ekki svo? Að lokum sendi ég þér hlýjar sumarkveðjur, Velvakandi minn, og þakka þér einnig fyrir góðar leiðbeiningar um íslenskt mál í dálkunum þínum." Eins og áður hefur komið fram hér í dálkunum er það félagsskapur, sem nefnist Áhugasamtök um íslenskt mál, er á veg og vanda af at- hugasemdunum „Gættu tung- unnar". Ritari samtakanna er Helgi Hálfdanarson. Sauðlauksdalur hefur aldrei verið ættaróðal 9513—9515 skrifar: „Velvakandi. Á ferði sinni um Barðastrand- arsýslu á dögunum, sagði forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir, stödd í Sauðlauksdal, að þar væri hún á ættaróðali afa síns. Þarna mun vera um nokkurn misskilning að ræða, því að afi hennar, séra Þorvaldur Jakobsson, var prestur í Sauðlauksdal og sat þar sem kirkjunnar þjónn, án þess að vera eigandi jarðarinnar. Sauð- lauksdalur hefur aldrei verið ætt- aróðal svo vitað sé. Við skulum vona að sagnfræðin uni betur við staðreyndir." — —------------SKATTÁLAGNINGU er um |mö du drQttoQlDCÍll- ** Ijúka ( flestum skaUumdæmum ÖaVÓlwíllív^aa landsins, samkvemt upplýsingum s i a Morgunblaðsins. IIHflTI kVniit Gert er ráð fyrir, að niðurstöð- urnar verði kynntar samtímis i r • ^ 1 _ 1 _ síðustu viku júli. Vísa vikunnar Þeir fara að birta skvrsluna um skattinn og skrifa til mín: Þú ert mikill Bör. Þá geng ég út á götuna með hattinn, býð góðan dag með sigurbros á vör. Hákur. GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Þetta breytist vegna setningu nýrra laga. Rétt væri. ... vegna setningar nýrra laga. Nú eru góð ráð ódvr Hvernig kemur þú í veg fyrir að sparifé þitt brenni upp í verðbólgunni? Þú gætir t.d. bundið féð í 6 mánuði á verðtryggðum reikningi með 1% vöxtum. En fleiri möguleikar standa þér til boða og meiri ávöxtun. SPARISKÍRTEINI RÍKISSJÓÐS, HAPPDRÆTTISLÁN RÍKISSJÓÐS, VERÐTRYGGÐ OG ÓVERÐTRYGGÐ VEÐ SKULDABRÉF. Hér getur ávöxtun umfram verðtryggingu verið frá 3,7% til 8%. Þú leggur sparifé þitt í bréf sem þú selur þegar þú þarft á lausafé að halda. Og þessi viðskipti eru öllum opin. Spariskírteini fást frá tæplega 300,00 krónum og veðskuldabréf frá u.þ.b. 20.000,00 krónum. Einfaldara getur þetta tæplega verið og ávöxtunin er trygg. Hringdu til okkar hjá Kaupþingi, við veitum þér ráðgjöf um ávöxtun sparifjár. Þar færðu einnig gengi verðbréfa hverju sinni. H KAUPÞING GEFUR ÞÉR GÓÐ RÁÐ KAUPÞING HF Húsi verzlunarinnar, 3. hæö, sími 8 69 88 Veróbréfasala, fjárvarzla. þjoðhags- fræöi-. rekstrar- ög tölvuráðgjöf. Fast- eignasala og leigumiðlun atvinnuhusnæöis. 03^ SlGeA V/öGA í ‘OivtfcÁU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.