Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 30
78 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 Pottarím Umsjón: SIGRUN DAVÍDSDÓTTIR Þegar raharbari er við hend- ina er stutt í jfóðKaetið. Það er iindraskemmtiletít að matreiða rabarhara, |>vi |>að er hænt að nýta hann á svo marnvíslenan hátt. I lér á eftir verður hujjað að nokkrum rabarbararéttum ojí ýsmum tilbrij'ðum við þá. Rabarbari eru tilvalinn í sult- ur. f sultutíerðinni eru mötíuleik- arnir svo sannarletía ýmsir. Það |>arf ekki að nota vatn í sultuna, f>ví það er svo mikill safi í rab- arbaranum. Bf hann er skorinn í bita, sykri blandað í, og hann látinn standa yfir nótt, þá saftar hann sig, þ.e. safinn rennur úr honum og síðan er allt soðið saman daginn eftir. Ef þið viljið sjóða hann í vökva, er hægt að nöta ávaxtasafa, t.d. appelsínu-, epla- eða sveskjusafa (plómu- safa). Apríkósusafi hentar einn- ig vel. í sultuna er tilvalið að nota þurrkaða ávexti, t.d. rúsín- ur, sveskjur, fíkjur eða apríkós- ur. Ananas er einnig góður, t.d. niðursoðinn úr dós, sá nýi er svo dýr. Möndlur eða heslihnetur, heilar eða gróft saxaðar, henta býsna vel. Og svo er það kryddið sem setur punktinn yfir i-ið ... Kanell, negull og allrahanda gefur sultunni Ijúfan keim. Sax- að engiferhnýði, annaðhvort sykrað eða úr sírópslegi, gefur óviðjafnanlegt bragð... hvorki meira né minna. Þegar svo sult- an er soðin og áður en hún er sett á krukkur, er tilvalið að bragðbæta hana með víni, t.d. viskí, koníaki, líkjör eða ávaxta- brennivíni, sérríi, madeira eða portvíni, allt eftir smekk og vín- eign. Það þarf ekki nema lítið af víninu, eins og 1 msk á hvern 'k — 1 I af sultu, og ekki endilega í alla sultuna, þið gctið sett vín í sparisultuna... Það er smekksatriði hvað sult- an er höfð sæt. En athugið að t.d. þurrkuðu ávextirnir eru mjög sætir, og það þarf því ekki eins mikið af sykri og ella. Próf- ið ykkur áfram með sykurinn, sultan á að vera sæt, en það á ekki að vera sykurbragð að henni, leyfið bragðinu að öðrum hráefnum að njóta sín. Rabar- bari er súr og leyfið þessu ein- kenni hans að njóta sín vel. En athugið að því minni sykur sem er í sultunni, því verr geymist hún. Það er þvi bezt að ganga vel frá henni í vandlega soðnum glösum og loka þeim tryggilega. Það er þægilegast að nota góð niðursuðuglös, eins og ég hef áð- ur nefnt. Og ef þið getið geymt sultuna á köldum stað, þá er það til bóta, en því miður eru kaldar geymslur ekki sérlega algengar í húsum núorðið. Ef sultan er krydduð eða bragðbætt með víni, er bezt að geyma hana i nokkrar vikur áður en hún er borðuð, svo bragðið nái að sam- agast vel. En rabarbari er ekki aðeins sultujurt, hann er góður í margt annað. Rabarbari er frábær í pæa, t.d. með þurrkuðum ávöxt- um, kryddi og víni, eins og var nefnt hér að ofan. Það er hægt að nota það sama með honum, bæði í rabarbarapæa og sultu. Þegar rabarbari er settur í pæa, er gjarnan nokkrum msk af kartöflumjöli eða maísmjöli hrært saman við hann. Mjölið sýgur í sig safann úr rabarbar- anum og pæinn verður þá ekki eins á floti. Notið gjarnan heil- hveiti og/eða annað gróft mjöl í pæadeigið. Malaðar möndlur eða heslihnetur eiga einnig sérlega vel við, bæði í deigið og rabar- barann. Ef ykkur sýnist svo, get- ið þið þeytt eggjahvítu og sykur og bakað með síðustu 10—15 mín. Rabarbarinn hentar einnig vel í kökur, skorinn í bita og bakað- ur með deiginu. Það er góð hugmynd að sjóða hann með sykri og gjarnan kryddi, e.t.v. útbúin, látin á og pæinn bakað- ur. Ef deigið er meira en þið komið á plötuna, getið þið bakað nokkrar bollur úr afganginum. Það er hægt að nota öðruvísi gerdeig en er notað hér, þið haf- ið ykkar hentisemi eins og venjulega... 4 dl vatn um 1 hraukuð tsk af nýju geri, eða um 1 af þurrgeri 1 egg 2 msk hunang 'k dl hveitiklíð 'k dl olía 5 dl hveiti, helzt óhvíttað 1. Ef þið notið þurrger, farið þá með það eins og mælt er fyrir á umbúðunum. Ef þið eruð með nýtt ger, myljið það þá saman við vatnið. Ef þið hafið vatnið volgt (um 37°), lyftir deigið sér fljótt, ef þið notið kalt vatn tek- ur það lengri tíma, sem er ágætt ef þið útbúið deigið t.d. snemma dags, en hyggizt baka úr því seinna um daginn. Rabarbari ásamt áðurnefndum þurrkuðum ávöxtum, og nota heitan graut- inn út á ís, eða sem graut, heitan eða kaldan með rjóma. Það er óþarfi að þykkja slíkan graut með kartöflumjöli, en slík viðbót er smekksatriði. Ögn af víni gef- ur gott bragð. Einnig hér á vel við að nota ananas, skorinn í bita. Kaldur grautur eins og áður er nefndur nýtist á margan hátt. Það er t.d. hægt að bera hann fram í skál og mylja hnetu- makkarónur með, og þær blotna þá upp í grautnum. Rjómi í, ef ykkur sýnist svo, eða með. Einn- ig er hægt að setja grautinn í skál og setja lög af soðnu vaniilukremi inn á milli og e.t.v. makkarónur líka. Þetta er þá ein útgáfa af þekktum enskum eftir- rétti sem kallast trifle, frábær réttur, en hefur oft hlotið illa útreið eins og algengt er með fræga rétti... Eins og sjá má er hægt að bera rabarbara fram ærið oft án þess að þreyta sig á honum og það er vel til fundið nú, þegar hann er upp á sitt bezta. Hugum nánar að einstökum réttum ... Góða skemmtun. Kabarbara- og eplapæi Epli og rabarbari fara einkar vel saman og henta vel í pæa. Pæinn hér er ögn frábrugðinn venjulegum pæum, því hann er bakaður á gerbotni. Eiginlega lítur hann út eins og stór pizza, ávaxtapizza... Fyrst er búið til gerdeig, þá er það látið lyfta sér, síðan þrýst út á plötu, fyllingin 2. Blandið öllu saman nema hveitinu. Bætið um 4 dl af hveiti í og svo meiru eftir þörfum, þar til þið getið hnoðað deigið. Hnoðið það vel, látið það síðan lyfta sér í skál undir plasti eða annarri vel þéttri yfirbreiðslu. 3. Þegar deigið hefur lyft sér vel, hnoðið það þá aftur, bætið ögn af hveiti í, ef það er mjög blautt. Smyrjið ofnplötu og þrýstið síðan deiginu á plötuna. Látið það vera um 1 cm þykkt og gjarnan þykkara á brúnunum, sem mynda þá nokkurs konar barma. Hafið ekki áhyggjur, þó ykkur gangi illa að fá það jafnþykkt, þetta verður allt gott þegar það er bakað. Ef loftbólur myndast undir deiginu, stingið þá á þeim, því annars bólgna þær út við baksturinn, og geta hnikað fyll- ingunni til. Setjið ofninn á 225°. Áleggið á deigið: um 5 dl rabarbari, skorinn í litla bita 1 dl púðursykur eða hrásykur 2 msk kartöflumjöl eða maís- mjöl, fíngert 1 dl saxaðar heslihnetur eða möndlur 1 msk saxað engiferhnýði í sykurlegi (má sleppa) 4 epli, helzt græn og hörð 2 msk hrásykur 1 msk kanell 4. Blandið saman rabarbara, 1 dl sykurs, mjöli, engiferi og hnetum eða möndlum. Afhýðið eplin, skerið þau í fernt, skerið kjarnhúsið innan úr og skerið hvern bát í þunna báta. Þið getið raðað hvernig sem ykkur sýnist á deigið, en hér er stungið upp á að raða eplunum í þrjár raðir að endilöngu, tveim eftir langhliðunum og einni í miðjuna. Blandið saman 2 msk af sykri og kanel og stráið yfir eplin. Jafnið svo rabarbara- blöndunni á milli eplaraðanna. 5. Setjið kökuna í heitan ofninn og bakið hana í miðjum ofninum í um 15—20 mín., eða þar til barmarnir hafa fengið á sig góðan lit og kakan er greini- lega bökuð í gegn. Berið hana fram volga eða kalda, eftir smekk. Hún er glæsileg á að líta. Það er alveg umframt að bera rjóma eða slíkt með henni, mér finnst það ekki eiga vel við brauðbotninn, en hver hefur sinn smekk... Rabarbaraclafouti Clafouti (borið fram klafútí) er frönsk kaka, ættuð frá hérað- inu Limousin. Þar er þessi kaka einkum bökuð úr svörtum kirsu- berjum sem vaxa þar eins og rabarbari. En það er einnig hægt að nota ýmislegt annað i hana, t.d. okkar ágæta rabarb- ara. Deigið er pönnukökudeig, svo þetta er eiginlega ein stór og þykk pönnukaka, bökuð í ofni. Þið getið notað ykkar eigið pönnukökudeig í stað deigsins hér á eftir. Ögn af kryddi spillir ekki frekar en fyrri daginn, og e.t.v. vín. Kakan er bezt volg úr ofninum, gjarnan með mjúk- þeyttum rjóma, örlítið sykruð- um. Kakan er tilvalinn eftirrétt- ur og nægir handa fjórum til sex. Bakið hana í formi, eða fati, sem þið getið borið á borðið, því það er ekki auðvelt að ná henni úr forminu. Eldfast fat hentar ljómandi vel. um 500 gr rabarbari, skorinn í litla bita 4 egg 1 'k dl hveiti, helzt óbleikt um 2 dl flórsykur 3 dl mjólk 1. Setjið ofninn á 175°, smyrj- ið formið. 2. Setjið rabarbarann á botn- inn. Hrærið deigið saman. Ef þið eigið rafmagnskvörn, er hún hentug til þess. Hellið deiginu yfir og bakið kökuna á neðstu rim í um 1 klst., eða þar til deig- ið er bakað í gegn. Hún lyftir sér þegar hún bakast en fellur þegar hún er tekin út. Ef ykkur gengur erfiðlega að fá kekkjalaust pönnukökudeig, hrærið þá fyrst eggjunum sam- an í skál, og hrærið svo hveitinu smátt og smátt í. Hrærið svo þetta samlagist vel og hrærið svo mjólkinni smátt og smátt í og sykrinum síðast. En í kvörn verður deigið ekki kekkjótt. (C9) Fyrirliggjandi í birgðastöð STANGA- KOPARB M.S.58, Sívalur .•••••# Þvermál 5.00 mm - 100.00 mm Sexkantaður ••#####•< Þvermál 11.00 mm - 50.00 mm SINDRA Hornsófar Margeftirspuröu hornsófarnir meö svefnmöguleikan- um komnir aftur. Greiösluskilmálar. STALHR Borgartúni 31 sími 27222 Húsgagnaverslun, Reykjavíkurvegí 68, Hatnarfirði. S-54343.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.