Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 6
54 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 10. JÚLÍ 1983 „MÉR KOM EKKI BLUNDUR Á BRÁ“ Sérfróður maður gefur ýmis góð ráð varðandi eðlilegan svefn og heilbrigðar svefnvenjur í eftirfarandi viðtali ræðir bandaríski sálfrœðingurinn Merrill M. Mitler um einn algengasta kvillann, sem margir þjást meira eða minna af: svefn- leysi. Flest fólk verður að minnsta kosti annað slagið vart við nokkra röskum á þeirri reglubundnu hvíld sálar og líkama, sem svefninn á að veita, svo að menn haldi heilsu ogfullum kröftum. Merri/l M. Mitler hefur mikla sérþekkingu á hinum ýmsu sálrœnu hliðum svefnleysis. Hann skýrir hér á eftir frá mörgu af því, sem lœknar hafa á síðustu árum orðið áskynja varðandi þennan útbreidda kvilla, og gefur mönnum holl ráð í sambandi við truflanir á reglubundnum og eðlilegum svefni. Sp. Hver margir Bandaríkjamenn eiga í erfiðleikum meö að sofna eða kvarta yfir svefnleysi í ein- hverri annarri mynd? Sv. Flest fólk kvartar við og við yfir ýmsum óþægindum, sem það finnur fyrir vegna þess hve illa það sofi. En sé hins vegar einungis litið á þá, sem eiga við að stríða verulega alvarleg óþægindi vegna svefnleysis, má segja, að það séu um það bil 100 milljónir manna i Bandaríkjunum, sem þjást af tímabundnu svefnleysi, en það á oftast rætur sínar að rekja til ein- hverra vandræða í einkalífi manna, eins og deilna innan fjöl- skyldunnar, ástvinamissis eða þess, að menn missa skyndilega atvinnuna. Við þannig kringum- stæður er það mjög algengt — ef til vill jafnvel eðlilegt — að menn eigi í erfiðleikum með svefn. Við þessa tölu verður svo að bæta þeim 20 milljónum manna, sem alla ævi þjást af stöðugu svefnleysi. Það er álitið, að um 70% af því fólki leiti sér læknis- hjálpar, og eru það aðallega þeir, sem eiga orðið í megnustu vand- ræðum — ekki bara á næturnar — heldur líka að degi til vegna við- varandi svefnleysis. Svefnleysi margfalt al- gengara meöal kvenna Sp. Er svefnleysi algengara meðal kvenna en karla? Sv. Af því fólki, sem þjáist stöð- ugt af svefnleysi í einhverri mynd, og komið er á fimmtugsaldurinn eða orðið enn eldra, eru um það bil 7—8 konur á móti hverjum einum karlmanni. Ekki er vitað um ástæðurnar til þessa mikla mis- munar eftir kynferði. Reynt hefur verið að skýra það með vissum þáttaskilum, sem verða á æviferli kvenna, eins og tíðahvörfum, nag- andi innri óró út af „tómu hreiðri" og áhrifum af öðrum breytingum á lífsháttum kvenna, sem komnar eru um og yfir miðjan aldur. Sp. Hvað er það eiginlega, sem orsakar svefnleysi? Sv. Það getur verið eitt af þeim um það bil fjörtíu mismunandi skilyrðum, sem fundist hafa með vissu, og orka truflandi á svefn- inn. Langsamlega algengust er einhver sálræn eða geðræn veila, sem tekur að gera vart við sig; sú er reyndin hjá um það bil helm- ingi allra þeirra, sem leita sér læknishjálpar við svefnleysi. Hinn helmingurinn á við annars konar kvilla að stríða, eins og til dæmis öndunarörðugleika í svefni — andardráttur stöðvast um stund hjá hinum sofandi eða apnoea; einnig getur verið um óeðlilegan vöðvasamdrátt að ræða eða þá misnotkun á svefnlyfjum eða áfengi, sem veldur truflunum á eðlilegu svefnmynstri fólks. Sp. Hverjar eru beztu aðferðirnar til þess að bregðast við þess háttar vanda og ráða bót á honum? Sv. Það er allt undir því komið, hvernig ástandið raunverulega er hjá þeim, sem í hlut á. Sé ástæðan fyrir svefnleysinu sprottin af geð- rænni truflun eins og þunglyndi, þá liggur beinast við að beita sér- stakri meðferð gegn þunglyndinu. Sé sjúkdómsgreiningin apnoea, er beitt meðferð gegn öndunarörðug- leikum og svo framvegis, allt eftir því hvað við á í hvert sinn. Svefnlyf geta verið varhugaverð Sp. Hvað um notagildi svefnlyfja? Sv. Eðlilegast er að einskorða notkun svefnlyfja við þá sjúkl- inga, sem eiga við svefnleysi að stríða vegna einhverra alvarlegra erfiðleika í einkalífi. Það ætti helzt ekki að taka svefnpillur lengur en í þrjár vikur i lotu — og æskilegast er, að þær séu þá ekki teknar á hverju kvöldi. Jafnhliða svefnlyfjum ætti að beita öðrum heppilegum aðgerðum til að ýta undir eðlilegan svefn eins og reglubundinni áætlun um hátta- tíma og fótaferð og sleppa alveg örvandi drykkjum eins og kaffi eða te eftir kvöldverð. Sp. Geta svefnpillur gert illt verra? Sv. Alveg tvímælalaust. Það er enginn vafi á því, að misnotkun svefnlyfja hefur í för með sér auk- ið svefnleysi og veldur niðurrifi á eðlilegum svefni og svefnvenjum. Sé t.d. eitthvert svefnlyf, sem framleitt er úr barbitúrati, tekið í of langan tíma, þá getur það smátt og smátt farið að leiða til svefn- truflana, sem eru mun alvarlegri en þær sem lyfið var í fyrstu tekið við. Þess ber ennfremur að gæta, að þegar sjúklingurinn svp hættir að taka svefnlyfið eða svo vill til, að hann hefur það ekki við höndina þegar hann ætlar að taka það inn, Fcim sem cign vand:i til m) lirjótu ákuflcgn, cr mun hættnru við :n) f:í of li:í:in hloðþrýsting“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.