Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1983, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 10. JULII1783 Ótíðindi úr Skaftárþingi: Vatnið verður að eldsneyti og logar sem tærasta lýsi Kirkjubæjarklaustri 9. Julii. Frá tíðindamanni Morgunblaðsins. BÓNDI sá er bjó í Botnum, þar nærri afrétt Meðallend- inga, græddi vel fé á fáum árum. í»á hann var að flytja sig í burtu undir lok Junii, samansafnaði hann miklu af fé sínu í einn hólma Skaftár þar hjá bænum, sem hann ætlaði að burtreka, en eldur- inn hljóp þá fljótara en hann hugði yfir fljótið og hólmann, svo á lítilli stundu sást ei hold né hár af því. Sannaöist þá hið fornkveðna: Hvað afl- ast fljótt, eyðist á stundum og fljótt. Önnur sögn, verð til frásagn- ar, er af prestinum að Hólmi. Hann var persónumikill og lifði í lukku og velmagt, að varla mun honum hafa sýnzt nokkur standa sér hér jafnfætis, og margir álitu hann þann for- stöndugasta og drifnasta mann í öllu. Þann 22. Junii afbrann sú væna Hólmskirkja. Brá þá svo við að prestur reyndist einn sá hugminnsti og hræddasti, að nema kona hans og vissir sókn- armenn höfðu gengizt fyrir því að koma þaðan eignum þeirra og fatnaði undan eldinum, mundi hann hafa lítið skipt sér af því að sögn, þó mikið hefði af því farið; svo varð hann frá sér numinn. En að hann tók sig svo seint í vakt hjá því sem aðrir að flytja sínar eigur í burtu, hefur eflaust sá dulur dregið hann, að hann hefur hugsað, að eldurinn mundi stanza við og slökkna í fljótinu, sem var fyrir ofan bæinn, en það sló honum og jafnvel fleirum feil á því, þar eð það var svo náttúrlegt að stærri hlutur í náttúrunni ynni á þeim minni eins og hér á stóðst. En hér var við meira að segja: vatnið, á meðan eldurinn var að falla og renna í það, varð að eldsneyti og logaði sjálft, sem tærasta lýsi væri, hvar til bæði tíðindamað- ur og margir aðrir erum að við lifandi sjónarvitni. Að endingu vil ég nefna, að hér víða á Síðunni heyrast hljóð í jörðinni, sumstaðar sem vein, sumstaðar sem hunda urr. Af gamalli þjóðtrú heldur fólk margt og skrafar um þetta. En þessi hljóð eru öll náttúruleg, einasta vindhljóð, skurk og um- leitanir í jarðarinnar æðum og sprungum, eftir tæminginn, sem orðinn er, eða af stórviðrum, sem rýmilega hafa blásið ofan í gjárnar. Einn auðmjúkur og af hjarta lítillátur, Morg- unblaðsins tíðindamað- ur, cand. jur. Hreinn Loftsson, hefur saman tekið, eftir sannorðra manna frásögnum. Kirkjubæjarklaustri, 9. Julii. Frá tíðindamanni Morgunblftfains. Bóndinn að Skál sá tvo grásvarta fugla syndandi lítið eitt stærri en andakyn, sem kallast urtir, í vellandi vatni sem yfír bæ hans kom í fyrri viku. Fuglar þessir stungu sér mest þar sem suðan í vatninu krakkaði og kraumaði hvað heitast. Þeir voru svo ókyrrir, að ei var unnt að komast í skotfæri til að skjóta þá. Eldfuglar sáust af Skálarheiði Undanfarandi hlutir og viðburðir: Ormar og pestarflug- ur, skrýmsli í vötnum — eldmaurildi á jörðu, ítem hljóð úr hennar iðrum Kirkjubæjarklaustri 9. Julii. Frá tíðindamanni Morgunblaðsins. LOFAÐUR veri guð! Hann hefur bæði í svefni og vöku, bent mönnum hér í sveitum að vér skyldum taka vara á oss og búa oss við yfirhangandi og ókomnu straffi. Eldroði sást á lofti og teikn, ormar og pestarflugur á jörðu, skrímsli í vötnum og eldmaurildi á jörðu, item hljóð og veinan í hennar iðrum, vanskapan á nokkrum lömbum. Drambsemin sté upp, sem ávallt er fallinu næst. Marga skikkanlega mei Áður en þessi landplága yfir féll voru mikil landgæði og árgæzka. Undanfarin ár hefur verið þvílík blómgan og ávöxtur á öllu, með spökustu veðuráttu til lands og sjóar. En hvílíkt stjórnarleysi, andvara og iðrunarleysi var um þann tíma, sérdeilis í Kirkjubæj- ar- eður Kleifarþinglagi, hjá all- mörgum, er sorglegra til frásagn- ar. Þar lifðu menn í sælgæti matar og drykkjar, sumir orðnir svo matvandir, einkanlegast þjón- dreymdi það, sem eftir kom. ustufólk, húsgangslýður og let- ingjar, að ei vildu nema þá allra beztu og krydduðu fæðu. Drykkju- svall og tóbakssvall fór að sama lagi. Prestar hafa þeir hér fundizt, sem eigi hafa þótzt geta framflutt með reglu og andakt guðsþjón- ustugjörð nema fyrir brennivíns tilstyrk. Þó eru hér með heiðri og æru fráskildir allir gagnráðvandir menn, sem hér sem annarsstaðar voru margir í bland hinna, en þeg- ar drambsemin er sem hæst, þá er hún og fallinu næst. Þó var guðs langlundargeð svo mikið og beið eftir mannanna iðr- an og afturhvarfi að hann lagði straffið langt síðar yfir og mýkra en til stóð og forþénað var. Hann lét því áður ýmsa viðburði ske, er benda kynnu og leiða menn til réttrar varúðar. Af heilmörgu verður þó fátt eitt sýnt. í Feðgakvísl í Meðallandi, hvar eldurinn á dögunum yfir féll, sáust fyrir nokkrum árum fjöldi af vatnsskrímslum með ýmisleg- um myndum. Á jörðu hjá Steinsmýri sáust eldhnettir liggj- andi sem maurildahrúgur. Eitt eldslag flaug yfir lambhús á Oddum í Meðalandi, sem drap þar lömb og reif eina stoð að endi- löngu, er svo var í merginn sviðin eins og hún hefði verið brennd af logandi járni. Annarsstaðar heyrðust hér bæði hljóðfæri í jörðu og sem klukknahljóð í lofti, af heilmörg- um sannorðum mönnum. Ofan- rigningar komu hér miklar í vor. Dökkrauðar, gul- og svart- röndóttar pestarflugur sáust hér einnig, svo stórar og digrar sem þumalfingursliður er á karlmanni. Lömb og kálfar fæddust hér framar venju vanskapaðir. Eitt lamb á Hunkubökkum á Síðu hafði hræfuglsklær fyrir lágklauf- ir. Hestar lögðust framar venju á að éta skarn og fjóshauga, og þótt menn vel vissu og hefðu heyrt, að þessir og þvílíkir viðburðir boðuðu jafnan eftirfarandi landplágu, þá var því engin akt gefin. Eldsins yfirfall... eldinum, sem neðan kom, og svo hin- hana svo í sundur, reif hana og tætti, um, sem yfir það féll. sem þá ólmt dýr sundur rífur eitt- Á undirjarðareldsumbrotið horfði hvað; þá stóð logi og bál upp úr hverj- ég, sem og fleirum er kunnugt; fyrst um áminnztum hraunhól. Stórar belgdi jörðina upp, með orgi og hellur og grasflúðir fleygðust þá í loft vindskurki niður í henni, og sprengdi upp ósegjanlega hátt, til og frá, með stórum smellum, eldingum, sandgus- um, reyk og svælu. Ó! hvílík ógn var að horfa á þvílíkt guðs reiðitákn og bendingu; sá fljót- andi eldur fleygðist hér ofan á, svo allt agaði saman, og stíflaðist nú fyrst upp Holtsá, og fyllti dalinn með vatni, hljóp svo yfir árfarveginn og upp brenndi Holt, þaðan austur með brekkunum og stíflaði upp Fjarðará, sem nú kallast Fjaðará; hleypti vatni og sandi yfir Heiðarengjar, sem voru fyrir neðan brekkurnar. Síðustu viðburðir Frá 6. Julii hefur eldurinn verið að renna og fylla upp þann geim allan til fjalls, sem var allt frá Skálarstapa að Heiðarhálsi. Fyrri hluta þessarar viku var spakt veður, mikil suða heyrðist enn í sömu gjá. í dag (þann 9. Julii) hefur verið mikið öskufall yfir allt á Síðunni, svo að jörð er orðin svört. En þar sem frétzt hefur, að ekkert sandfall hefði komið í Meðallandi, og að peningur haldist þar við, fóru bændur héðan nokkrir, að koma sér fyrir með pen- ing sinn, þó til lítils komi; því að þá herrann vill straffa, kann enginn undan hans reiði að komast."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.